Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Búlgaría: Petar Mladeno v forseti knúinn til að segja af sér Sofíu. Reuter. FORSETI Búlgaríu, Petar Mladenov, sagði af sér í gær. Um eitt þúsund manns höfðu hafst við í tvo daga við skrifstof- ur forsetans og forsprakkar stúdenta gáfu út yfirlýsingu í gær þar sem afsagnar Mlad- enovs var krafist fyrir kvöldið. Námsmenn hótuðu að koma á allsherjarverkfalli á mánudag yrði hann ekki við kröfu þeirra. Hans eigin flokksblað lýsti yfir stuðningi við kröfur stúden- tanna og að sögn vestrænna stjórnarerindreka var orðin mikil spenna í höfuðborginni, Sofíu. Mladenov var hampað sem um- bótasinna eftir að hann bolaði leið- Bandaríkin vilja bætt samskipti við Israel Jerúsaletn. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefiir leitað eft- ir viðræðum við hinn nýja utanríkisráðherra ísraels, David Levy, til að bæta stirðnandi samskipti landanna tveggja, að sögn ísrael- skra embættismanna. Aðstoðarmenn Levys eru hlynntir fundi en segja að tíma- setning verði að ráðast af heilsu- fari ráðherrans, en hann er nú að ná sér eftir vægt hjartaáfall sem hann fékk í síðasta mánuði. Levy, sem talinn er vera leiðtogi harðlínuráðherra í hægristjóm Likud-flokksins undir forystu Yitzhaks Shamirs, þykir harðorður í ræðum sínum en raunsæismaður í verkum. Hann var til að mynda mótfallinn tillögu Bakers um að leyfa Aröbum frá Austur-Jerúsal- em og útlægum Palestínumönnum að taka þátt í friðarviðræðum við ísraela. Hann studdi hins vegar Camp David-viðræðumar árið 1978, sem Ieiddu til friðar milli ísraels og Egyptalands, en þá var hann ráðherra í ríkisstjóm Begins. Ennfremur var hann fylgjandi því að ísraelskir hermenn yrðu kallað- ir heim frá Líbanon, þvert á vilja flokksbræðra sinna. Samskipti Bandaríkjamanna og ísraela hafa versnað vegna þess að ísraelum hefur enn ekki tekist að koma á viðræðum við Palestínu- menn, sem halda uppi skæmm á vesturbakka Jórdanar og á Gasa- svæðinu en ísraelar hertóku þessi Sovétríkin: Jeltsín var- ar við „sögu- legu afliroði“ kommúnista Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Sovét- lýðveldisins Rússlands, sagði á flokksþingi sovéskra kommúnista í gær að þeir hefðu aðeins um tvennt að velja: Annaðhvort féllust þeir á róttækar lýðræðisum- bætur eða gyldu fyrr eða síðar „sögulegt afhroð“ vegna óánægju almennings. Jeltsín lagði til að uppstokk- un yrði í forystu flokksins, auk þess sem nafni hans yrði breytt, til að hann gæti myndað bandalag með lýðræðissinnum í öðrum flokkum. Ef það yrði ekki gert myndi flokkurinn óhjákvæmilega klofna og fyrr eða síðar missa völd sín eins og kommúnistaflokkarnir í Austur-Evrópu. Hann lagði til að flokkurinn tæki upp nafnið Flokkur lýðræðissósíalista eins og kommúnistaflokkurinn gamli í Austur-Þýskalandi. svæði árið 1967. ísraelar hafa drepið a.m.k. 681 Palestínumann í óeirðum þessum og Palestínu- menn hafa drepið 46 gyðinga og 216 araba, sem flestir hafa verið sakaðir um að hjálpa ísraelum. Bandarískir embættismenn hafa túlkað bréf, sem Shamir sendi Bush, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann svarar tilboði Bakers, þannig að ekki sé ástæða til bjart- sýni. toga kommúnista, Todor Zhivkov, frá í nóvember og losaði flokkinn við marga aðra harðlínumenn. Hann varð forseti í apríl en lét af formennsku í Sósíalistaflokknum, sem áður var Kommúnistaflokkur landsins, í janúar til að einbeita sér að því að taka við forsetaemb- ættinu. Andstaða gegn Mladenov jókst mjög þegar Lýðræðisfylkingin, sem er í stjómarandstöðu, gaf út myndband sem sýnir Mladenov mistakast að róa mótmælendur er þeir kröfðust afsagnar kommún- istastjómarinnar um miðjan des- ember og þar sést hann einnig gefa skipanir um nota skriðdreka til að leysa upp mótmælin. Mlad- enov hélt því fram að myndbandið væri falsað en Douma, dagblað Sósíalistaflokksins, skýrði frá þvi að hópur sérfræðinga hefði stað- fest að það væri ekta. í sjónvarps- viðtali fyrr í vikunni neitaði Mlad- enov ekki að hafa gefið fyrirmæl- in. Douma, sagði að eftir þennan atburð hefði Mladenov gert hvert glappaskotið á fætur öðm og hann yrði því að yfirgefa leiksvið stjóm- málanna. Mikill fögnuður braust út méðal mannfjöldans.sem var samankom- inn við forsetaskrifstofumar í Sof- iu, þegar Mladenov tilkynnti af- sögn sína í gær. Reuter Lögreglan við öllu búin íKosovo Vopnaðir lögreglumenn stóðu vörð fyrir utan byggingar fjölmiðla Kosovo-héraði í Júgóslavíu í gær eftir að stjórnvöld í Serbíu, stærsta lýðveldi landsins, höfðu leyst upp þing og stjórn héraðsins. Leiðtogar Albana, sem eru í miklum meirihluta í héraðinu, hvöttu fólk til að sýna stillingu en að minnsta kosti fimmtíu manns, aðallega Albanar, hafa beðið bana í óeirðum í héraðinu undanfama átján mánuði. Á myndinni standa lögreglumenn fyrir framan byggingu rithöfundasam- bands héraðsins þar sem stjómarandstöðuflokkar efndu til ólöglegs blaðamannafundar. Pólland: Mazowiecki rekur fyrrum kommúnista úr stjóminni Varsjá. Reuter. TADEUSZ Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands, losaði sig við fyrrum kommúnista og bandamenn þeirra úr stjórn sinni í gær og hvatti til þess að boðað yrði til alfrjálsra kosninga í landinu mun fyrr en gert hefur verið ráð fyrir. Mazowiecki rak fimm ráð- herra, þar af þijá sem voru atkvæðamiklir forystumenn kommún- ista, til að bæta ímynd sljórnarinnar, sem er aðallega skipuð Sam- stöðumönnum, og blása nýju lífi í umbótaáætlun hennar. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hafði gagnrýnt stjómina harðlega fyrir að hafa ekki hraðað lýðræðisþróuninni og losað sig við fyrrum forystumenn kommúnista eftir að flokkur þeirra var leystur upp í janúar. Á meðal þeirra sem vom reknir eru Florian Siwicki hershöfðingi, varnarmálaráðherra frá 1983, og Czeslaw Kiszczak innanríkisráð- herra. Kiszczak lét handtaka þús- undir andófsmanna í Samstöðu þegar herlög tóku gildi í landinu 1981 en stjórnaði átta áram síðar viðræðum við hreyfmguna, sem urðu til þess að starfsemi hennar var heimiluð að nýju. Hann var einnig forsætisráðherra um skeið í fyrrahaust. Adam Wieladek samgönguráð- herra er þriðji fyrram kommúnist- inn sem sviptur var ráðherraemb- ætti. Þá vora Czeslaw Janicki, landbúnaðarráðherra og Marek Kucharski fjarskiptaráðherra, sem Reuter Tadeusz Mazowiecki tilkynnir neðri deild pólska þingsins þá ákvörðun sína að reka fimm ráð- herra, þar af þrjá fyrrum komm- únista, úr stjórn sinni. Flóttafólkinu flölgar enn í sendiráðunum í Tirana París, Itóm. Rcuter. Utanríkisráðherra Albaníu, Reis Malile, hét því í gær að unnið yrði að því að leysa vanda 2.000 Albana sem leitað hafa hælis í erlendum sendiráðum í höfuðborginni Tirana. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, skýrði Malile frá að samtökin reyndu að hafa milligöngu um lausn. Lögrégliiménn í Tiráná'hættúT gær að hindra fólk í að komast inn í sendiráðin og veittu jafnvel fólki leiðsögn til að finna þau. „Vestur- þýska sendiráðið er eins og járn- brautarstöð," sagði heimildarmaður úr röðum stjórnarerindreka í París en í húsinu og á lóð þess munu vera allt að 1.500 manns. Sendiherra Albaníu á Ítalíu sagði að fundur hefði verið kallaður sam- 'ah' í miðstjórn'kömmúnistaflokkSins og gerðar yrðu breytingar á foryst- uni. Erlendir stjórnarerindrekar telja að hörð valdabarátta standi yfir milli Ramiz Alia, er tók við af Enver Hoxha, og hinnar valdamiklu ekkju Hoxha. Hún vill láta hart mæta hörðu og hvikar í engu frá bókstafstrú eiginmanns síns sem réð ríkjum í fjóra áratugi. Alia er sagður vilja aukin samskipti við önnur lönd. ** --------------------* vora báðir í flokkum sem mynduðu bandalag með kommúnistum, einnig reknir úr stjórninni. Ráðherramir fimm voru allir í stjóminni samkvæmt samningi, sem gerður var við kommúnista- flokkinn áður en hann lét af völd- um. Aðeins tveir fyrram kommúnist- ar gegna nú valdamiklum embætt- um í landinu, þeir Wojciech Jaraz- elski, forseti Póllands og fyrrum leiðtogi kommúnistaflokksins, og Marcin Swiecicki, sem fer með utanríkisviðskipti í stjóminni og er virtur tæknikrati. Mazowiecki sagði að Krzysztof Kozlowski, fyrram blaðamaður sem barðist gegn stjórn kommún- ista og nú yfírmaður öryggislög- reglunnar, tæki við embætti inn- anríkisráðherra. Piotr Kolodziej- czyk aðmíráll yrði varnarmálaráð- herra og tveir Samstöðumenn, tækju við samgöngu- og l^ndbún- aðarráðuneytunum. „í upphafi lét ég í ljós þá skoð- un að alfijálsar kosningar ættu að fara fram ekki síðar en næsta vor. Núna vil ég leggja áherslu á orðin „ekki síðar en“ þar sem ég tel að stefna beri að slíkum kosn- ingum mun fyrr,“ sagði Mazowi- ecki er hann kynnti ákvörðun sína fyrir neðri deild pólska þingsins. Stjórn hans sætir vaxandi gagn- rýni almennings vegna efnahags- aðgerða sinna, sem hafa minnkað kaupmáttinn um þriðjung og orðið til þess að hálf milljón manna hef- ur misst atvinnuna. Mazowiecki sagði að stjórnin myndi þó ekki hvika frá efnahagsstefnu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.