Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULÍ 1990 19 Lundúnayfírlýsing-in um breytt Atlantshafsbandalag: Með samstöðu framlengj- um við langt friðarskeið HÉR birtist í heild yiírlýsing leiðtogafundar Atlantshafs- bandalagsins í Lundúnum 5.-6. júlí 1990 um breytingar innan bandalagsins. 1. Nýtt skeið er hafið í sögu Evrópu, fullt fyrirheita. Ríki Mið- og Austur-Evrópu eru að varpa af sér oki áþjánar. Sovétríkin eru að stíga fyrstu skrefin í átt til fijáls samfélags. Múrarnir, sem áður héldu fólki föngnu og hindr- uðu fijáls skoðanaskipti, eru að hrynja. Evrópumenn eru nú að skapa sér örlög sjálfir. Þeir hafa valið frelsi, fijálst efnahagskerfi og frið. Atlantshafsbandalagið verður að breytast og aðlagast í samræmi við þéssa þróun. 2. Atlantshafsbandalagið hefur verið árangursríkasta varnar- bandalag sögunnar. Nú, þegar fimmti áratugurinn í starfsemi bandalagsins er að hefjast, og það horfir fram á við til nýrrar aldar, verður bandalagið að viðhalda áfram sameiginlegum vörnum. Bandalagið hefur átt mikinn þátt í því að skapa nýja Evrópu. Enginn getur með vissu spáð fyrir um þróun mála í framtíðinni. Við verð- um að standa saman og fram- Iengja hið langa friðarskeið, sem við höfum notið síðustu fjóra ára- tugi. Þrátt fyrir það verður banda- lagið að vera æ meiri hvati breyt- inga. Það getur hjálpað til við að leggja máttarviði samstæðari álfu og stutt öryggi og jafnvægi með öllum þeim styrk, sem sameiginleg trú á lýðræði, rétt einstaklingsins og friðsamlegri lausn deilumála veitir. Við ítrekum það álit okkar, að öryggi og jafnvægi eru ekki eingöngu hernaðarlegs eðlis. Það er ætlun okkar að styrkja pólitísk- an þátt í starfsemi bandalagsins, eins og gert er ráð fyrir i grein 2 í Norður-Atlantshafssáttmálanum. 3. Sameining Þýskalands þýðir að skiptingu Evrópu er einnig lok- ið. Sameinað Þýskaland innan Atl- antshafsbandalagsins, bandalags fijálsra lýðræðisríkja, og sem hluti af æ samstæðari Evrópu, í pólitísku og efnahagslegu tilliti, verður óijúfanlegur þáttur þess stöðugleika, sem er nauðsynlegur í hjarta Evrópu. Þróunin innan Evrópubandalagsins í átt til pólitísks bandalags, þar á meðal sjálfstæð þróun evrópsks öryggis, mun einnig stuðla að einingu bandalagsríkjanna beggja vegna Atlantshafsins og stuðla að mynd- un réttláts og varanlegs friðar um alla Evrópu. 4. Við álítum, að í hinni nýju Evrópu sé öryggi hvers ríkis óijúf- anlega tengt öryggi nágrannanna. Atlantshafsbandalagið verður að verða stofnun, þar sem Evrópu- menn, Kanadamenn og Banda- ríkjamenn vinna saman, ekki að- eins að sameiginlegum vör'num, heldur einnig við að mynda nýtt samband við allar þjóðir Evrópu. Samfélag Atlantshafsbandalagsr- íkjanna verður að hafa frumkvæði að samskiptum við ríki Austur- Evrópu, sem voru móthetjar okkar í kalda stríðinu, og rétta fram hönd til sátta og friðar. 5. Við munum halda áfram að vera varnarbandalag og veija allt landssvæði aðildarríkjanna. Við erum ekki haldnir árásarhyggju og skuldbindum okkur til að leysa öll deilumál á friðsamlegan hátt. Við munum aldrei undir nokkrum kringumstæðum verða fyrri til að beita valdi. 6. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins leggja til við ríki Varsjárbandalagsins að gefin verði út sameiginleg yfirlýsing þar sem við staðfestum að við séum ekki lengur mótheijar og ítrekum þann ásetning okkar að við ætlum okkur ekki að beita hótunum eða valdi gagnvart yfirráðarétti, eða pólitísku sjálfstæði nokkurs ríkis, eða gera nokkuð á annan hátt, sem ekki samræmist tilgangi og grund- vallarreglum sáttmála Sameinuðu þjóðanna og lokaskjali Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE). Við bjóðum öllum öðrum CSCE-ríkjum að sameinast um þessa yfirlýsingu um friðsam- legan ásetning. 7. I þessum anda og til að end- urspegla hið breytta pólitíska hlut- verk bandalagsins, bjóðum við Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna og fulltrúum annarra ríkja Mið- og Austur-Evrópu að heimsækja höfuðstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Brussel og ávarpa Norður-Atlantshafsráðið. Við bjóð- um einnig fulltrúum ríkisstjórna Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu, Ungveijalands, Póllands, Búlgaríu og Rúmeníu að koma í höfuðstöðv- ar bandalagsins í Brussel, ekki aðeins til heimsóknar, heldur til að hafa fasta sendierindreka gagn- vart aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins. Þetta mun gera okk- ur kleift að deila með þeim þanka- gangi okkar og fyrirætlunum á þessum sögulegu tímum breytinga. 8. Bandalagið ætlar að leggja fram sinn skerf til að eyða áratuga tortryggni. Við erum reiðubúin að auka samskipti herforingja Atl- antshafsbandalagsins og starfs- bræðra þeirra í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu á sviði hermála. 9. Við fögnum því, að Manfred Wörner, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur verið boðið til Moskvu til fundar við sovéska leiðtoga. 10. Herforingjar frá flestum ríkjum Evrópu hittust í Vínarborg fyrr á þessu ári, til að ræða um hernaðarviðbúnað sinn og hernað- arstefnu. Atlantshafsbandalagið leggur til að annar slikur fundur verði haldinn í haust til að stuðla að gagnkvæmum skilnirigi. Við hyggjumst skapa opið andrúmsloft af alveg nýjum toga í Evrópu, og í samræmi við það, gera samkomu- lag um opnun lofthelgi. 11. Hin mikilvæga tilvist veru- legs norður-amerrísks hefðbundins herafla og bandarísks kjarnorku- herafla í Evrópu sýnir ljóslega hin pólitísku tengsl, sem hnýta saman örlög Norður-Ameríkuríkja og lýð- ræðisríkja Evrópu. En á sama hátt og Evrópa breytist, verðum við að breyta hugsunarhætti okkar varð- andi varnarmál. 12. Til að minnka hernaðar- þarfir okkar, er nauðsynlegt að gera trausta samninga um tak- mörkun vígbúnaðar. Þess vegna gerum við það að forgangsverkefni að ljúka á þessu ári hinum fyrsta samningi til að fækka í og tak- marka sveitir, sem bera hefðbund- in vopn í Evrópu (CFE), ásamt því að ljúka þýðingarmiklum áfanga um traustvekjandi aðgerðir (CSBM). Þessar viðræður eiga að halda stöðugt áfram þangað til því verki er lokið. Samt sem áður von- umst við til að geta gengið lengra. Við leggjum til, þegar CFE-samn- ingurinn hefur verið undirritaður, að framhaldsviðræður hefjist með þátttöku sömu ríkja og með sama umboði, væntanlega sem byggist á því samkomulagi, sem fyrir er, með viðaukum, þar á meðal varð- andi aðgerðir til að takmarka flölda hermanna í Evrópu. Með þetta í huga munum við ganga undir skuldbindingar varðandi fjölda hermanna í hinu sameinaða Þýskalandi, þegar CFE-samning- urinn verður undirritaður. 13. Markmið okkar er að ljúka samningaviðræðum um framhald CFE-viðræðna og um CSBM svo fljótt sem auðið er og leggja drög að góðum árangri á framhalds- fundi CSCE í Helsinki 1992. Með því að notfæra okkur nýjar viðræð- ur um takmörkun hefðbundins vígbúnaðar innan ramma CSCE munum við á tíunda áratugnum leitast við að ná fram frekari og víðtækri takmörkun á sóknargetu hefðbundinna heija í Evrópu, í því skyni að koma í veg fyrir að nokk- ur þjóð geti haft hernaðarlega yfir- burði umfram önnur ríki í álfunni. Hinn sérstaki (HLTF) vinnuhópur Atlantshafsbandalagsins mun móta nákvæma stefnu varðandi þessar framhaldsviðræður um tak- mörkun hefðbundins vopnabúnað- ar. Við munum gera þær sérstöku ráðstafanir fyrir mismunandi land- svæði þar sem þess er þörf til að minnka ójafnvægi og tryggja að öryggi ríkja sé ekki ógnað undir neinum kringumstæðum. Við mun- um einnig halda áfram að kanna aðra valkosti varðandi takmörkun vígbúnaðar og möguleika til traustvekjandi aðgerða. Þetta er metnaðarfull áætlun, en í samræmi við markmið okkar, varanlegan frið í Evrópu. 14. Samhliða því að sovéskar hersveitir yfirgefa ríki A-Evrópu og samningi um takmörkun hefð- bundinna vopna verður framfylgt, munu varnarkerfi og áætíanir bandalagsins breytast í grundvall- aratriðum, þar á meðal í eftirfar- andi atriðum: — Bandalagið mun beita smærri endurskipulögðum sveitum. Þessar sveitir verða mjög hreyfanlegar og al- hliða, þannig að leiðtogar bandalagsins geti haft ýtr- asta sveigjanleika til að bregðast við hættuástandi. Bandalagið mun reiða sig æ meira á fjölþjóðasveitir, með þátttöku herdeilda einstakra ríkja. — Atlantshafsbandalagið mun draga úr viðbragðsstöðu þeirra sveita, sem nú eru reiðubúnar til átaka, minnka þjálfunarkröfur og fækka æfingunum. — Atlantshafsbandalagið mun reiða sig meira á hæfni til að geta kallað út stærri her- sveitir ef og þegar þeirra væri þörf. 15. Til að viðhalda friði verður bandalagið að hafa til reiðu í fram- tíðinni viðeigandi blöndu af kjarn- orkuvopnum og hefðbundnum vopnum í Evrópu, sem endurnýjist þegar þess er þörf. En sem varnar- bandalag, hefur Atlantshafs- bandalagið ávallt lagt áherslu á það, að vígbúnaður þess muni aldr- ei verða notaður nema í sjálfsvarn- arskyni, og að við munum leitast við að hafa til reiðu það stöðuga lágmarksmagn kjarnavopna, sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir ófrið. 16. Hinar pólitísku og hernað- arlegu breytingar í Evrópu, og útlit fyrir frekari breytingar, gera viðkomandi bandalagsríkjum kleift að ganga lengra. Þau munu þann- ig breyta og aðlaga verkefni og fælingarhlutverk kjarnorkuherafla síns. Þau hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sem afleiðing af nýjum pólitískum og hernaðarleg- um aðstæðum í Evrópu, minnki hlutverk skammdrægustu kjarn- orkuvopna verulega. Þau hafa sér- staklega ákveðið að bandalagið muni, þegar samningaviðræður um skammdræg kjamavopn heijast, bjóða það, að öllum kjarnaskot- hleðslum bandalagsins í Evrópu verði eytt, fallist Sovétríkin á að gera slíkt hið sama. 17. Nýjar samningaviðræður milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um takmörkun skamm- drægra kjarnavopna ætti að geta hafist fljótlega eftir að CFE-sam- komulagið hefur verið undirritað. Viðkomandi bandalagsríki munu þróa hugmyndir um takmörkun vígbúnaðar fyrir þessar samninga- viðræður, þar sem tekið verður til- lit til skilyrða okkar varðandi mun færri kjarnavopn og minnkandi þörf á skammdrægustu kjarna- vopnunum. 18. Að lokum munu viðkomandi bandalagsríki, samhliða algerum brottflutningi sovéskra sveita frá ríkjum A-Evrópu og því að CFE- samkomulagið kemst í gagnið, styðjast minna við kjarnavopn. Kjarnavopn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki í þeirri heild- ai-varnarstcfnu bandalagsins að hindra ófrið með því að tryggja að undir engum kringumstæðum megi útiloka notkun kjarnavopna' til að veijast árás. Samt sem áður munu viðkomandi ríki geta mótað nýja varnarstefnu Atlantshafs- bandalagsins, í samræmi við breyttar aðstæður í Evrópu, þar sem beiting kjarnavopna yrði langsíðasti valkosturinn. 19. Við samþykkjum það um- boð, sem gefið var fastaráði Atl- antshafsbandalagsins til að stjórna þeim breytingum, sem nú fara fram á bandalaginu. Ráðið skal gefa skýrslu um niðurstöður sínar sem fyrst. 20. í samræmi við þessar end- • urskoðuðu varnaráætlanir og vígbúnaðartakmarkanir, og sam- kvæmt ráðleggingum hermálayfir- valda Atlantshafsbandalagsins og allra viðkomandi aðildarríkja mun Atlantshafsbandalagið gera nýjar sameiginlegar vamaráætlanir, sem felast í því að hverfa frá fram- varnarstefnu þar sem það á við og innleiða minni framvarnir og breytt „sveigjanleg viðbrögð,“ til að endurspegla minni áherslu á kjarnavopn. I því sambandi mun bandalagið þróa nýjar varnaráætl- anir, í samræmi við hinar bylting- arkenndu breytingar í Evrópu. Atlantshafsbandalagið mun einnig skapa vettvang fyrir samráð bandalagsríkja um komandi samn- ingaviðræður um skammdræg kjarnavopn. 21. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE) mun gegna veigameira hlutverki í framtíð Evrópu og hnýta ríki Evr- ópu og Norður-Ameríku fastari böndum. Við styðjum það, að CSCE-leiðtogafundur verði hald- inn í París á þessu ári, þar sem undirritað yrði CFE-samkomulagið og nýir mælikvarðar yrðu settir varðandi stofnun og viðhald fijálsra samfélaga. Það ætti að staðfesta meðal annars: — CSCE-grundvallarreglur um réttinn til fijálsra og heiðar- legra kosninga. — CSCE-skuldbindingar til að virða og viðhalda lögum og rétti. — CSCE-leiðbeiningar til að styrkja efnahagssamvinnu, sem byggir á þróun fijáls og samkeppnisfærs markaðs- kerfis, og — CSCE-samvinnu um um- hverfisvernd. 22. Við leggjum ennfremur til að CSCE-leiðtogafundurinn í París ákveði, hvernig CSCE, geti orðið formlegur vettvangur fyrir víðtæk- ari pólitískar umræður í Evrópu. Við mælum með því að CSCE- ríkisstjórnir komi eftirfarandi á fót: — Áætlun um reglulegt samráð á milli leiðtoga og ráðherra ríkisstjórna aðildarríkja að minnsta kosti einu sinni á ári, auk annarra reglulegra funda embættismanna til að undirbúa og fylgja samráð- ipu eftir. — Áætlun um CSCE-ráðstefnur annað hvert ár, til að vega og meta framþróun í átt til fijálsrar og heilsteyptrar Evrópu. — Fámennu skrifstofuhaldi CSCE, til að samræma þessa fundi og ráðstefnur. — CSCE-eftirlitsnefnd, til að fylgjast með fijálsum kosn- ingum í öllum CSCE-ríkjun- um á grundvelli Kaupmanna- hafnarskjalsins. — CSCE-miðstöð með það hlut- verk að hindra átök sem yrði vettvangur fyrir skipti á hernaðarlegum upplýsing- um, einnig sem vettvangur viðræðna um óvenjuleg her- mál og lausn deilna, sem snerta CSCE-ríkin, og — CSCE-þingstofnun, þings- amkundu Evrópu, sem grundvallist á þingi Evrópu- ráðsins í Strasborg, með full- trúum allra aðildarríkja CSCE. Staðsetning þessara nýju stofn- ana á að endurspegla þá staðreynd að hin nýju lýðræðisríki í Mið- og Austur-Evrópu eru hluti af pólitísku skipulagi hinnar nýju Evrópu. 23. í dag hefst mikil umbreyt: ing Atlantshafsbandalagsins. í samvinnu við öll ríki Evrópu erum við ákveðnir i því að skapa varan- legan frið í álfunni. REUIER Nolkun kjarn- orkuvopna lýst sem örþrifaráöi Alvktun leiötoaafundar NATO | •’-ríV-.’Í iáM Gorbatsjov Herafli sam- Formleg Allar kjarnorku- Ríki NATO og boðið að einaðs Þýska- friðar- hleðslur fyrir Varsjárbanda- ávarpa leið- lands verði yfirlýsing fallbyssur og lagsins undir- togafund takmarkaður stórskotavopn riti sameigin- NATO verði fjarlægðar lega griðayfir- úr Evrópu lýsingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.