Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 40
Fródleikur og skemmtun -ffyrir háa sem lága! FLUGLEIDIR MSn' LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Vegagerð ríkisins: Ahersla lögð á stærri verkefiii Júní 1990: Mesta atvinnu- leysi í 20 ár ATVINNULEYSI í júní síðast- liðnum var meira en verið hefur í þeim mánuði í tvo áratug'i. Að meðaltali voru 2.100 manns á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, ''“AAí það eru 1,6% vinnufærra manna. Skráðir atvinnuleysisdagar í júní voru 46.000, 27.000 hjá kon- um og 19.000 hjá körlum. Það samsvarar því að allan mánuðinn hafi að meðaltali 2.100 manns, eða 1,6% vinnufærra manna, verið á atvinnuleysisskrá. Undanfarin fimm ár hafa að meðaltali verið skráðir 18.400 at- vinnuleysisdagar í júní. Isaflörður: Tveir ungir ökumenn tekn- ir á ofsahraða LÖGRELGAN á ísafirði tók tvo unga ökumenn á ofsahraða í Kirkjubólsliiíð í Skutulsfirði í gær. Annar var á 147 kílómetra hraða en hinn á 141. Á veginum í Kirkjubólshlíð er ^Wihámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund og voru ökumennirnir sviptir ökuskírteinum á staðnum. Þeir eru báðir rúmlega tvítugir. Lögreglan á ísafirði stöðvaði tvo aðra unga ökumenn í gær. Voru þeir einnig á yfir hundrað kíló- metra hraða. Að sögn lögreglu hefur heldur dregið úr hraðakstri á svæðinu að undanförnu vegna aukinna radar- mælinga. SÍFELLT fleiri óskir um jarð- göng berast nú Vegagerð ríkis- ins, sem leggur nú aukna áherslu á stórframkvæmdir á borð við göng og brýr. En þar sem ekki hefur fengist, aukið fjármagn vegna þeirra framkvæmda, hefur breytt áhersla í vegagerð fyrst og fremst komið niður á lagningu bundins slitlags og almennum verkefnum, að sögn Snæbjörns Jónassonar, vegamálastjóra. Lagðir verða 108 km af bundnu slitlagi í sumar en það er um þriðjungi styttri vegalengd en í fyrra og um þrisvar simnini styttra en árið 1987, en þá var lagt mest af slitlagi á einu ári. Meðal þeirra verkefna sem lokið verður við á þessu ári, má nefna veg um Kópavogslæk og Arnarnes með tilheyrandi brúm, brú á Múla- kvísl og tenging við veg og jarð- göng í Ólafsfjarðarmúla, sem eru stærsta verkið sem nú er unnið að. Þá standa til eða eru hafnar lagfær- ingar á Strákagöngum, endurbygg- ing Norðfjarðarvegar, lagning bundins slitlags í Berufirði og Ham- arsfirði, brúar- og vegagerð um Álftá á Mýrum og yfir Dýrafjörð og nýbygging Norðurlandsvegar. Af óskalista um jarðgöng má nefna göng undir Hvalfjörð en lög voru sett á Alþingi í vor sem heim- ila hlutafélagi framkvæmdir við þau og gjaldtöku af vegfarendum til að standa undir kostnaði. Enn fremur göng milli fjarða á Austurlandi og tenging við Hérað, auk tengingar Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar, en vonir standa til að bjóða megi verkið út í byijun næsta árs. Þá hafa einnig verið settar fram óskir um göng undir Digranesháls, tvenn göng til að tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð, göng milli Vopna- fjarðar og Héraðs og göng til Vest- mannaeyja en athugun á þessum göngum er styttra á veg komin. Sjá nánar á bls. 5. Rolling Stones vilja til íslands BRESKA rokkhljómsveitin Rolling Stones, sem er af mörgum talin fremsta rokkhljómsveit heims, hefur óskað eftir því við islenska aðila að þeir skipuleggi tónleika hljómsv.eitarinnar hér á landi. Miðað er við að hljómsveitin leiki hér í það minnsta á einum tón- leikum um mánaðamótin ágúst/september. Að sögn íslenska umboðsmanns- ins sem leítað var til vildi hljóm- sveitin í fyrstu halda hér óauglýsta tónleika, en ákvað svo að halda venjulega tónlejka cg hafa um- i*> boðsmenn hennar óskað eftir upp- lýsingum um Laugardalshöllina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er reiknað með miklu umstangi fyrir tónieikana og sér- staklega verður lagt mikið í örygg- isgæslu. Rolling Stones er nú í tónleika- ferð um Evrópu til að fylgja eftir síðustu breiðskífu sinni og hefur hvarvetna verið metaðsókn að tón- léikUm hennar. ‘ ; Þingflokksformaður framsóknarmanna um álversundirbúning: Ríkissljórnin hlýtur að leita álits þingflokkanna PÁLL Pétursson, formaður þingílokks framsóknarmanna, segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóti að vilja ræða það í þingflokkum sinum, hvort heimila eigi Landsvirkjun að liefja undirbúningsfram- kvæmdir við virkjanir vegna orkusölu til nýs álvers. Páll segir, að staðarval fyrir álver get.i haft áhrif á stuðning einstakra aðila, sem að ríkisstjórninni standa, við byggingu álvers. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins benda þær skýrslur sem fyrir liggja til þess að athygl- in beinist freniur að Keilisnesi en öðruni stöðum. Alþingi samþykkti í vor, að Lands- virkjun væri heimilt, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, að taka 300 milljóna króna Ián til að hefja undir- búningsframkvæmdir við virkjanir vegna orkusölu til nýs áivers. Á fundi stjórnar Landsvirkjunar á fimmtudag var samþykkt að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún lýsti vilja sínum varðandi það, hvort heíja ætti þessar framkvæmdir. Þegar það álit lægi fyrir tæki sfjórn Landsvirkjunar afstöðu í málinu. Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna og stjórn- armaður í Landsvirkjun, segir að samkvæmt lögunum frá því í vor sé ljóst, að það þurfi samþykki ríkis- stjórnarinnar, en ekki aðeins iðnað- arráðherra, til að heimila Landsvirkj- un að hefja undirbúningsfram- kvæmdirnar. Jafnframt telji hann, að ráðherrarnir hljóti að vilja ræða máiið í . þíngflgkkum .stjórnarflokk- anna áður en ákvörðun verði tekin, enda væri verið að taka mikla áhættu með því að veija 300 milljón- um til framkvæmdanna. Páll vísar til þess, að við myndun ríkisstjórnarinnar hafi Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, lýst því yfir, að ákvörðun um byggingu álvers yrði ekki tekin nema með stuðningi allra stjórnarflokkanna og að ef einhver hluti stjórnarinnar af- greiddi málið með stjórnarandstöð- unni liti hann svo á, að nýr meiri- hluti hefði myndast á þingi. Páll segir, að staðsetning álvers- ins geti haft áhrif á afstöðu aðila í ríkisstjórnarflokkunum til málsins. Ef ríkisstjórnin ætli að hafa áhrif á byggðaþróun í landinu, sem hann rtelji henni bera skylda til, þá hljóti ihún.að taka ájstrÁuyalinu..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.