Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Líf og' Tangó Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Jón Hallur Stefánsson: Tangó. Hið dimma fet 1990. og Sigurður Ingólfsson: Líf. Mynd 1990. Ljóðin í bók Jóns Halls, Tangó, eru að sögn höfundar ekki ort und- ir áhrifum af dansinum heldur arg- entíska tangóinum „einsog hann var sunginn af Carlos Gardel á þriðja og fjórða áratuginum". Það getur verið fróðlegt að heyra hvert skáld sækir innblástur þótt ekki þurfi það að skipta lesandann miklu máli. Engu að síður er í bókinni spenna og tilfinningahiti sem vel má heimfæra upp á tangó, hvort sem er sunginn eða dansaðan. Bókin geymir 21 ljóð sem eru svipuð að byggingu, stií og efnistök- um. Ýmis orð koma fyrir aftur og aftur og er freistandi að líta á sum þeirra sem tákn (epli, hestar, hjarta, klukkur o.fl.). Skáldið teflir þessum þungvægu orðum saman í ólíku samhengi þar sem þau hljóta þá oft á tíðum ólíkt gildi. í fyrsta ljóði bókarinnar hefur t.d. verið bitið í „eplið“, skilningsávöxtinn Ijúfa. Síðar er eplið sagt vera „þögn“ og með því er kveiktur grunur um að skáldskapurinn nærist á þessum ávexti. I síðasta ljóðinu segir a.m.k. Jón Haukur Stefánsson svo: „Þú gafst mér epli og orð okk- ar voru fiskar.“ Þessi endurtekna nálgun ákveðinna hugmynda geng- ur sem rauður þráður gegnum bók- ina og styrkir einmitt tilfinningu lesandans fyrir heildarsvip verksins. * Greinargerð Hrafiikels Asgeirssonar hrl., fyrrv. formanns hafhar stj órnar Hafiiarflarðar Morgunblaðinu hefúr borist til birtingar eftirfarandi greinar- gerð: Uppgjörsmál mín við hafnarsjóð Hafnarfjarðar hafa fengið víðtæka umfjöllun í íjölmiðlum síðustu tvo daga. Ég hefi velt því fyrir mér á hvaða stigi ég skuli sjálfur koma inn í þessar umræður og tel ég að ekki verði lengur beðið. Ríkissjónvarpið reið á vaðið og flutti mjög einhliða og að mörgu leyti ranga frétt af málinu, án þess að leita upplýsinga hjá mér eða öðr- um þeim, sem myndu koma fleiri sjónarmiðum að. Hér var reynt að vega mann án þess að hann gæti komið við nokkrum vömum og verð ég að álykta að _það hafi verið gert af ráðnum hug. Ur því að fréttamað- ur hafði eintök af göngum málsins í sínum höndum hlýtur hann einnig að hafa haft bréf mitt og reikning. Ekki kann ég að skýra ástæður fyr- ir aðferðinni. — Ég hefi hingað til haldið að ríkissjónvarpið ætti að gæta hlutleysis og flytja sjónarmið allra. Síðan hafa ýmsir aðrir fjölmiðlar, bæði á landsvísu svo og á bæjar- vísu, haldið áfram umræðum um mál þetta. Ég var formaður hafnarstjómar á síðasta kjörtímabili. Það vita allir, sem með mér störfuðu, að mjög mikill tími fór í störf mín hjá hafnar- stjóminni utan funda. Áætla ég að um það bil einn fjórði af vinnutíma mínum hafi farið í störf á vegum hafnarinnar. Það vissu allir sem vildu vita,- að ég ætlaðist til þess að fá sérstaklega greitt fyrir þessa vinnu. Þess vegna var mér greitt í árslok 1987 fyrir aukavinnu fyrir hálft ár 1986 og árið 1987. Fleiri innan hafnarstjómar fengu á síðasta kjörtímabili sérstaklega greitt fyrir aukastörf. — Utan fundartíma og oft á skrifstofu minni var samið um ákveðna verkþætti, ég gerði uppkast af samningum, átti fundi með inn- lendum og erlendum aðilum og fleira í þeim dúr. Oft voru þessir fundir með embættismönnum bæjarins, sem sátu fundina á fullu kaupi. Það er rétt að ég hafði með inn- heimtu að gera í sambandi við skip- ið Inn. Það má með réttu segja að fyrr hefði átt að ganga frá þessum tveimur uppgjöram. Þegar fyrir lá að bæjaryfírvöld voru ekki reiðubúin til þess að ganga frá reikningi mínum um leið og upp- gjör færi fram vegna Inn-málsins greiddi ég upphæðina vegna Inn. Hjá hafnarsjóði lá í ca. tvær vikur ódagsettur tékki. Tékka þennan dagsetti ég með gjalddaga 5. júlí 1990 til þess að í ljós kæmi hvort vilji væri fyrir hendi að ganga frá heildaruppgjöri á báðum þáttum. Svo virtist ekki vera og var tékkinn því greiddur 5. júlí. - Ég hefi ekki fengið skriflega höfnun á reikningi minum en munnlega hefi ég heyrt að honum hafi verið hafnað. Reikning minn mun ég innheimta með málsókn að réttarhléi loknu. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiitur fasteignasau Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Sérhæðir með bílskúrum við: Álfheima 6 herb. Sérhiti. 4 svefnherb. Góður bílskúr. Hlíðarveg - Kóp. 5 herb. 3 svefnherb. Stór bílskúr. Útsýni. 4ra herb. íbúðir við: Fálkagötu 2. hæð 97 fm. Sameign endurnýjuð. Húsnlán kr. 2,2 millj. Hlunnavog. Þakhæð. Sérhiti, sérþvottah. Mikið endurbætt. Tvíbýli. Melabraut. Jarðhæð. Allt sér. Þríbýli. Ný vistgata. Skuldlaus. Ofanleiti. Ný úrvalsíb. í enda. Sérþvottah. Góður bílskúr. Útsýni. Sporhamra 2. hæð 126 fm. Fullb. u. trév. Sérþvottah. Bílskúr. 3ja herb. íbúðir við: Blikahóla 3. hæð 87 fm. Sameign nýendurbætt. Sólsvalir. Rúmg. herb. Útsýni. Húsnlán kr. 1,8 millj. Verð aðeins kr. 5,3-5,5 millj. Sporhamra 1. hæð 117 fm. Úrvalsíb. Hentar m.a. hteyfihömluðum. Fullb. u. trév. Sérþvottah. Bilskúr. Fráb. greiðslukjör. Laugaveg lítil 3ja herb. hæð í steinhúsi, bakhús. Föndurherb. í kj. Verð aðeins kr. 3,5 millj. 2ja herb. íbúðir við: Digranesveg - Kóp. Jarðhæð í þríb. 64 fm. Sérhiti, sérinng. Nýl. gler. Nýr sólskáli. Nýl. parket. Stór, ræktuð lóð. Gott verð. Dúfnahóla 1. hæð 58 fm. Góð innr. Geymsla í kj. Ágæt sameign. Út- sýni yfir borgina og nágr. Gott verð. Þurfum að útvega meðal annars: Raðhús í Mosfellsbæ 2ja-4ra herb. íb. Mikil og góð útborgun. 2ja-3ja herb. íb. i Árbæjarhverfi, Selási eða Ártúnsholti. Einbýlishús í borginni eða Kóp. Má þarfnast endurbóta. 3ja-5 herb. fbúðir m/bílskúrum. Einkum miðsvæðis í borginni. 3ja-4ra herb. ib. í lyftuhúsi. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Ýmis konar eignaskipti. Viðskiptum hjá okkur fylgir persónuleg rágjöf. Opið fdag kl. 11-15. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Það hefur þurft sterkt bak til þess að axla allan þann fréttaflutn- ing, sem mál þetta hefur fengið. Pólítíkin hefur lengi verið harðvítug í Hafnarfirði. Einhver sagði við mig í dag, að það væri ekki víst, að rétt- lætisást sjálfstæðismanna væri jafn mikil, ef um einhvern annan væri að ræða. Það skal ég ekki dæma um. Hitt vona ég, að enginn sá, sem að atlögunni stóð, búi í glerhúsi. Sigurður Ingólfsson Stíllinn er ríkur að myndmáli og skal nefnt lítið dæmi: Tunglið kom mér á óvart einsog harður ávöxtur á svörtum bakka ég sleikti sand af vörunum og vindurinn fylltist af krium Eftirtektarverður er fjöldi viðlík- inga og beinna mynda sem stundum reynast þó fulllosaralega unnar eins og þegar sagt er að „[hnífsblað] brennir einsog vængur". Höfundur leikur sér að því bijóta niður venjumúra orðanna, ruglingur milli skynsviða er algengur og hefð- bundnum tilfinningum er gefið langt nef. Oft tekst honum vel upp en fyrir kemur að þessar tilraunir virka ekki, þversögnin er t.d. slapp- leg þegar mælandinn segist vera í skapi til að „þyrma lífi vinar míns / . . ./ án samúðar.“ Líf Sigurðar Ingólfssonar skiptist í fjóra hluta — Morgun, Dag, Kvöld og Nótt — auk eftirmála. Bókin er allsundurlaus, heiti hennar alltof vítt til að hafa raunhæfa skírskotun og kápumynd, teikning af fóstri í móðurkviði, vægast sagt fráhrind- andi. Að auki er erfitt að koma auga á hvað réttlætir skiptingu bókarinnar í fjóra hluta. Megingalli bókarinnar felst samt í því hve gagnrýnislaust hefur verið valið í hana af sundurlausu efni og ekki alltaf jafngóðu. Höfundi getur þótt vænt um téxta eftir sjálfan sig en samt gert sér grein fyrir að hann eigi alls ekkert erindi við aðra. I þessari bók ber of mikið á ljóðum sem eru raunar alls ólýrísk og fjarri því að kveikja hughrif lesandans (sjá t.d. Brot IV). Ekki er með þessu sagt að bókin sé alslæm. Mér virðist hún eimitt gefa fyrirheit um eitthvað sem gæti orðið frumlegt ef alúð væri lögð við. Hér eru á ferðinni tilraun- ir sem eiga m.a. rómantískar og nýrómantískar rætur (í flæðarmál- inu, Eros), og gætu bent til að ný vídd væri að fæðast í íslenskri sam- tímaljóðagerð. Niðurlag ljóðsins Aðeins um hann endurspeglar hugsanlega bæði list og fagurfræði- lega afstöðu höfundarins: Er gerserain horfin gullið týnt og yndið að óræðum draumi Nei! því í huganum heyri ég söng hvar fiðlungur leikur í laumi fcm&ÖDDQÍl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 545. þáttur Ekki er alltaf hlaupið að því að vita hvort nota skuli forsetn- inguna á eða í með staðarnöfn- um, svo sem Nes, Brekka, Hóll eða Mýri. Er hægt að finna í þessu efni einhverjar línur, búa til reglur? Steindór Steindórsson frá Hlöðum, gjörkunnugur íslensk- um landsháttum, hefur glímt vð þetta erfiða viðfangsefni fyrr og síðar. Hann hefur leyft mér að birta hér í þáttunum niðurstöður sínar og er ég honum mjög þakk- látur fyrir. „Þykir mér hans sögn öll merkilegust." Þetta birtist í nokkrum hlutum og er hér sá fyrsti: „Á uppvaxtarárum mínum vakti það snemma undrun mína, að bakkar með Hörgá hétu í nesi heima á Hlöðum, en á nesi hinum megin Hörgár, á Möðru- völlum. Síðar, er ég velti þessu fyrir mér, minntist ég þess, að Hlaðanesin, þau eru raunar tvö, Ytra og Syðra, eru mjóar ræm- ur, undir háum og bröttum mel- brekkum, en Möðruvallanesið vítt flæmi, sem enjgin brekka eða hæð kreppir að. Arin liðu og ég kynntist bæjanöfnum og staða víðar um land, og heyrði bæina ýmist kallaða í eða á nesi. Fór ég að hugleiða hvort nokkur regla væri fyrir þessu, og hvort nesin heima við Hörgá gæfu vísbendingu í þessu efni. Niður- staðan varð þessi: Bæirnir í nesi standa fremur lágt, oft er þrengt að bæjarstæð- unum af hólum eða ásum, svo að bæirnir sjást ekki víða að. Á-nesin standa hærra og sjást víða að, og um þá bæi er oft mikið sléttlendi, líkt og Möðru- vallanesið. Þá munu flestir bæir, er standa á mjóum nesjum eða tungum, heita á nesi. Lítum á bæi við Eyjafjörð: Að vestan: á Siglunesi, Sauðanesi, Brimnesi, Hauga- nesi, Birnunesi, en í Arnarnesi og Krossanesi. Að austan: í Nesi í Höfða- hverfi, á Svínárnesi og Grímsnesi (?) á Látraströnd. Inni í sveitinni eru bæirnir í Nesi, Saurbæjarhreppi, Fagra- nesi, Öxnadalshreppi og Búðar- nesi í Hörgárdal. Reglan mun gilda um alla þessa bæi, þó skal ekkert fullyrt um Látrastrand- arbæina. Á-nes-bæirnir standa allir nokkuð hátt yfir næsta um- hverfi og sjást vítt að, en í-nes- in standa lágt og sjást mörg lítt tilsýndar. En skyggnumst víðar: Sagt er í Nesi í Fnjóskadal. Nesið sjálft er að vísu allhátt yfir ána, einnig í Nesi í Aðal- dal. Einnig allir Nesbæir við Hornafjörð, sem standa lágt milli hóla og hæða. Sagt er í Kaldaðarnesi og Óseyrarnesi í Flóa. Þar er svo vítt um að lit- ast, að líkt er á-bæjunum, en hins er og þar að gæta, að landið liggur mjög lágt. Sauðanes á Langanesi er dæmigerður á-bær. I nágrenni Reykjavíkur er sagt í Nesi við Seltjörn, Laugarnesi og Gufu- nesi. Mín regla á þar einungis við Gufunes. Aftur eru Akranes og Borgarnes ein skýrustu dæm- in um á-nes og í-nes. Munaðarnes og Einarsnes í Borgarfirði eru í-nes, en Álfta- nes á Mýrum á-nes. Ég er ekki nægilega kunnugur, hvorki staðháttum né málvenju á Mýr- um, til að meta nesnöfnin þar, og raunar ekki heldur um Vest- urland, Vestfirði né Strandir til að rekja þar nöfn, en sagt er í Króksfjarðarnesi, í Reykjanesi við ísafjarðardjúp og á Kolla- fjarðarnesi í Strandasýslu. I Húnavatnssýslu er málvenj- an í Ásbjarnarnesi, Steinnesi og Tungunesi. Tvö fyrri nöfnin gætu fallið undir regluna, en Steinnes þó á mörkunum, en Tungunes stendur mjög hátt og ætti að vera á-nes. í Skagafirði tel ég að á Sel- nesi, í Utanverðunesi, í Reynis- nesi (Staður í Reynisnesi) og í Brimnesi falli að minni tilgátu. Þá skal nefna Gránunes og Hvítárnes á Kili, bæði í-nes: Gránunes í kvos og Hvítárnes ásamt vatninu umlukt fjalla- hring á þrjá vegu, en lágri heiði á hinn fjórða. En ekkert þori ég að fullyrða um hvers vegna menn segja í Nesjum í Hornafirði, en á Suð- urnesjum við Faxaflóa.“ Þegar ég var að læra hljóð- fræði hjá dr. Birni Guðfinnssyni kenndi hann að d væri ekki til í íslensku á milli tveggja sér- hljóða. Þarna var að vísu undan- skilið linmæli síðari tíma, og ég man að hann nefndi tvö tökuorð með d á milli sérhljóða, þau voru sódi og kvenmannsnafnið Ida. Öllum kom saman um að þessu væri sjálfsagt að halda, hvorki væri hægt að breyta sódi í sóði né sóti, og ósvífni væri, ef ída væri nefnd íta eða íða. Á máli nútíma hljóðfræðinga væru líklega * ada," óda o.s.frv. kallaðar „óleyfilegar raðir“. Mér dettur þetta í hug, þegar ég les bréf frá Sigurjóni Hall- dórssyni á Akureyri sem oft hefur eitthvað sérlegt fram að færa. Hann segist hafa fundið ný dæmi um stafsetningu eins og „síkai-etta“ og „Glópus“, og þessi stafsetning fellur Sigurjóni betur en hin venjulega. Eg get glatt Siguijón með einu dæmi í viðbót: Hér í blaðinu var fyrir nokkru grein eftir Jón Ásgeirs- son, og bar hún fyrirsögnina Mótettur Bachs. Og svo skulum við skrifa að gamni vísu Bjarna úrsmiðs með slíkri stafsetriingu: Oft ég svík, og oft ég gef, oft ég vík frá réttu. En ég er ríkur, ef ég hef eina áíkarettu. Innan skamms mun ég fjalla um fleiri atriði úr bréfi Siguijóns Halldórssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.