Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 j, St&éiUrinn he.-fur slcipt um eigendur. Sópa. dagsins er *Si/e.ppCLÓrr>e./e.ttcc.'' Hún tengdamóðir mín er að koma og ég lofaði að gera göngustíg upp að húsinu . . . Með morgunkaffinu Ekki viss! En komstu ekki akandi hingað á bilnum þinum . . ? * ... Engin þróun lífs á jörðu heldur upprunaleg mynd Til Velvakanda. Fyrir nokkru flutti ágætur út- varpsmaður erindi í hljóðyarpinu, um þróunarkenninguna. Ég ætla ekki að nefna nafn hans, því að það er ekki ætlun mín að gera honum neina hneisu, enda er hann ekki höfundur þeirra kenninga, sem hann flytur, heldur lærisveinn manna, sem afneita sköpunarsögu Biblíunnar, og telja hana bábilju eina. Þessir menn segja, að lífið hafi fyrst kviknað í sjónum, en síðan hafi fisktegund nokkur gengið á land og endað feril sinn á því, að taka á sig mannsmynd. Þessi kenn- ing á ekki við nein rök að styðjast og engar sannanir fyrir hendi, henni til staðfestingar. Hvaðan eru öll dýrin komin, í öllum sínum fjöl- breytileika? Þróuðust þau einnig frá lagardýrum, eins og maðurinn á að hafa gert? Allir sjá, að slíkt er al- veg óhugsandi. Menn og dýr geta af sér afkvæmi í samræmi við sína tegund, og á henni hefur engin breyting orðið, í aldanna rás, og verður ekki. Það er þess vegna ekki um neina þróun að ræða í þessu tilfelli, heldur sköpun æðri máttar, sem við köllum Guð, og boðaður er í Biblíunni, sem Jesús Kristur. Við getum einnig litið á gróður- inn. Hefur hann einnig þróast frá þörungum, eða öðrum sjávargróðri? Nei, það er af og frá. Jurtirnar tímgast allar í samræmi við tegund sína og verða aldrei annað, en það sem móðuijurtin segir til um. Þann- ig er þetta í dag og hefur ávallt verið og verður að eilífu, eða halda menn þá að tegundirnar haldi áfram að þróast og taki með tímanum á sig allt aðra mynd, en þær hafa í dag. Um steingerfinga, sem fundist hafa og eru af ýmsum tegundum dýra og plantna, sem voru til fyrir milljónum ára, er það að segja, að í Biblíunni kemur það greinilega fram, að líf hafi verið á jörðinni, áður en núverandi sköpun átti sér stað. í síðara bréfi Páls postula segir í 3. kap. 15. versi. „Viljandi gleyma þeir því, (þ.e. mennirnir), að himnar voru til forðum og jörð, til orðin af vatni og uppúr vatni, fyrir orð Guðs.“ Það er því um endursköpun að ræða, þar sem hin fyrri fórst. Þetta gæti hafa endurtekið sig hvað eftir annað, þannig að um margar skapanir hafi verið að ræða, en þetta eiga mennirnir eftir að upp- götva, svo að öruggt sé, með vísind- arannsóknum sínum. í sálmum Davíðs konungs í ísra- el (sem er eitt rit Biblíunnar) segir um Drottinn: „Þú hefur grundvallað veröldina og allt sem á henni er.“ Ennfremur segir í 1. Mósebók. 1. kap. 27. versi. „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ Þessi mynd er eilíf. Mynd Guðs hefur verið óbreytt frá eilífð og verður að eilífu hin sama og maðurinn er skapaður í þessari mynd og breytist ekki og dýrin ekki heldur. Það þýð- ir, að engin svokölluð þróun lífs hefur átt sér stað á jörðinni, heldur hefur allt sína upprunalegu mynd, menn, dýr og gróður og tímgast í samræmi við tegund sína. Allt líf er eins og Guð, það er Jesús Krist- ur, hefur skapað það í upphafi og verður óumbreytanlegt. Eggert E. Laxdal Víkveiji skrifar ýskur forystumaður í verka- lýðshreyfingunni var nýlega á ferð hér á landi og sagði Víkvetja frá reynslu sinni af þeim vandamál- um sem fylgja sameiningu Þýska- lands. Það er með ólíkindum hversu ástandið í Austur-Þýskalandi er slæmt og þurfa verkalýðsfélög í Vestur-Þýskalandi að aðstoða fé- laga sína í austri við að byggja upp verkalýðsfélög frá grunni. Otrúlegt, en svona er ástandið í svokölluðum verkalýðsríkjum. Fyrsta aðstoð vestur-þýskra verkalýðsfélaga felst í að sjá austur-þýskum félögum fyrir nauðsynlegustu tækjum, s.s. ljósritunarvélum, ritvélum og fax- tækjum. Síðan kemur alls kyns ráð- gjöf. Eitt helsta vandamál.við sam- eininguna-eru væntingar Austur- Þjóðveija um velmegun og góð lífskjör í skugga yfiivofandi át- vinnuleysis sem blasir við Vegna lokunar fyrirtækja, sem engan veg- inn standast samkeppni sökum úr- eltrar tækni og lélegra afkasta. Þá sagði hann m.a. frá þremur Austur-Þjóðveijum sem flúðu til Vestur-Þýskalands á fyrstu vikum lýðræðisbyltingarinnar. Þeir báðu um vinnu, fengu hana en gáfust upp eftir þijá daga. Astæðuna kváðu þeir vera mikið vinnuálag. Raunveruleg ástæða var, sagði hinn þýaki viðmailandí Víkvetja, að þeir voru óvanir því að þurfa að vinna stöðugt allan vinnudaginn. -Sökum skorts á aðföngum hafa, austur- þýskir iðnaðarmenn vanist því að framleiðslan gangi mjög skrykkjótt og vinnulag þeirra dregur dám af því. Það þyrfti því að kenna þeim að vinna meðal svo margs annars. xxx Víkveiji veltir því fyrir sér í framhaldi af þessu hvort við íslendingar kunnum að vinna og hvort við kennum unga fólkinu okk- ar skynsamleg viðhorf til vinnu. Fyrsta vinna unglinga er oft í ungl- ingavinnunni, sem nefnd er vinnu- skóli. Þar vinna unglingar undir stjórn annarra unglinga, sem yfir- leitt hafa ekki kynnst vinnu á al- mennum vinnumarkaði, hvað þá stjórnun og forystustörfum. Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að koma auga á að vinnulag ungl- inga í vinnuskólum vítt og breitt um landið er ekki ætíð til fyrir- myndar. Þarna er þó verið að leggja grunninn að viðhorfi þeirra til vinnu sem framtíð íslenskrar framleiðslu veltur á. Spurningin sem leitar á Víkveija er hvort við Islendingar séum nokkuð skárri en Austur- Þjóðverjar í viðhorfi okkar til vinn- iilil iiú i'rú i Gaman er að fylgjast með því hvemig borgarlífið gjörbreyt ist í veðurblíðunni sem þar hefur ríkt undanfarnar vikur svo að minnir á suðrænar slóðir. í hádeg- inu fer fólk gjaman í gönguferð um miðbæinn og nýtur lífsins. Danskur þjóðdansaflokkur dansar á útitaflinu, bandarískir unglingar í kynnisferð um landið á spjalli við íslenska jafnaldra sína, bakpokafólk að matast við Bernhöftstorfu, ábúð- armiklir skrifstofumenn sitja í gras- inu og ræða verkefni dagsins um leið og þeir sporðrenna langlokum. Jógi á haus á miðju Lækjartorgi. Biðröð við ístuminn. Borgarlíf. XXX Veðrið hefur misjöfn áhrif á menn. Víkveiji ræddi um dag inn við mann sem sagðist ekki láta veðrið hafa minnstu áhrif á sig. Það væri einfaldlega stundum gott, stundum slæmt, en oftast rysjótt. Ef veðrið ætti að ráða skapi hans væri geðheilsan ekki upp á marga fiska. Þetta minnir á heilræði veður- fræðings sem bað menn að lifa með veðrinu en ekki á móti því, hvernig svo sem það væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.