Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Tímaritaprentun: Oddi reynir fyrir sér á Bandaríkj amarkaði „VIÐ erum að prófa okkur áfiram með sölu prentverks til Banda- ríkjanna. Þetta er enn á tilraunastigi en hefur gengið ágætlega," seg- ir Hilmar Baldursson framkvæmdasljóri prentsniiðjunnar Odda. Tísku- og Iistatímaritið Metro, sem Oddi hóf prentun á í fyrrahaust, hrósaði prentsmiðjunni nýlega í ritstjórnargrcin fyrir vönduð og skjót vinnu- brögð. íslensku keppendurnir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Hollandi við þjálfunarbúðirnar í Hlíð. Frá vinstri: Kristján Leósson, MR, Ulfar Elíasson, MR, Narfi Stefánsson, MR, Magnús Stefánsson, MR og Kristján Valur Jónsson, MS. 21. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: 159 framhaldsskólanemendur frá 32 þjóðum keppa í eðlisfræði Aðeins 3 stúlkur meðal keppenda Groningen, Hollandi. Frá Viðari Ágústssyni fréttaritara Morgunblaðsiris. TUTTUGUSTU og fyrstu Ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru settir í gær við hátíðlega athöfh í hátíðarsal háskólans í Groningen í Hol- landi. Leikarnir eru árleg keppni framhaldsskólanemenda, 19 ára og yngri, og leysa keppendur þrjú fi'æðileg verkefiii og framkvæma eina til tvær tilraunir á tveimur keppnisdögum. Skrautlegt hollenskt götuorgel spilaði „Fugladansinn“ fyrir utan hátíðasalinn svo undir tók í háskóla- hverfinu. Inni fyrir ríkti meiri virðu- leiki þegar borgarstjórinn í Gron- ingen setti leikana, sem standa Líf og fjör í Húsdýragarð- inum í Laugardalnum TVEIR nýir selir eru nú komnir í Húsdýragarðinn í Laugardal, en þar voru fyrir selirnir Kobbi og Snorri. I dag og á morgun verður Húsdýragarðurinn opn- aður klukkan 10 og kl. 11 verður selunum gefið. Hreindýr verða síðan teymd um svæðið hálftíma síðar. Eftir hádegi hefst dagskráin kl. 13 með því að hestar verða teymd- ir um svæðið. Selunum verður gefið kl. 14, og frá kl. 14 til 16 verður slegið með orfi og Ijá. Hreindýr verða teymd um svæðið kl. 14.30, og hestar kl. 15. Ungar í smádýra- húsi verða sýndir kl. 16, og kl. 16.30 verður selunum gefið. Kýr og naut verða rekin í ijós kl. 17 og hestar, kindur og geitur verða tekin inn og gefið kl. 17.15. Kýrnar verða síðan mjólkaðar kl. 17.30, en Húsdýragarðinum verður lokað kl. 18. Þessi mynd af póstbílnum og bílstjóranum Guðmundi Albertssyni er á korti Pósts og síma. Nú er unnið að endurgerð bílsins og lýst eftir upplýsingum um hann. Sextíu ára póstbíll endurbyggður HAFIN er vinna við endurbyggingu gamals póstbíls sem var í ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar á árunum 1933-36. Póst- ur og sími hefur fengið Kristján Jónsson, „Stjána ineik“, til að sjá um verkið. Þeir sem muna eða þekkja eitthvað til sögu bílsins eru beðnir að hafa samband við Kristján. Póstbíllinn var frá Ford-verk- smiðjunum, svokallað A-módel frá árinu 1931. Byggt var ofan á grindina hér heima 1932 og bíllinn var í ferðum milli landshluta næstu þijú árin. Póstbíllinn þótti mikið merkistæki á sínum tíma, með útlendu húsi og upphalara. Ekki er vitað hvað varð um bílinn en áhugamenn um fornbíla hafa hafist handa um endurgerð hans. yörubíll var keyptur frá ;.i G,U.rLi.-.:,.,U. i , ------- Ameríku í vetur og byijað á að byggja upp undirvagninn. „Stjáni meik“ og félagar eiga fyrir hönd- um nokkurra ára vinnu áður en gamli póstbíllinn kemur aftur í ljós. Þeir biðja þá sem kunna að muna eftir gamla bílnum, eiga mynd eða luma á öðrum upplýs- ingum, að hafa samband sem fyrst. Símanúmer Kristjáns eru 686630 og 30704. -H ;rIrrriT-T< r munu yfirtil 13. júlí. Keppnishaldið er styrkt af menntamálaráðuneyti Hollands, Groningen-borg, háskól- anum í Groningen, styrktarsjóðnum FYSIKA, auk fjöída annarra. 159 keppendur frá 32 þjóðum eru mætt- ir til leikanna og þar af aðeins 3 stúlkur, sem er svipað hlutfall og við fyrri leika. Fimm Islendingar eru mættir til leikanna, en þeir eru Kristján Valur Jónsson frá MS, Kristján Leósson, Úlfar Elíasson, Magnús Stefánsson og Halldór Narfi Stefánsson frá MR. Þeir hafa notið þjálfunar um fjögurra vikna skeið hjá fararstjór- unum, Einari Júlíussyni, og Viðari Ágústssyni, auk þess sem fjöldi kennara við Háskóla íslands hefur gefið vinnu sína við þjálfunina. Val íslensku keppendanna fór fram með landskeppni í eðlisfræði sem Morg- unblaðið kostaði, en Fjárfestingar- félagið og Seðlabankinn styrktu keppendurna til þjálfunarinnar. Metro-tímaritið er gefið út í Chicago annan hvern mánuð. í rit- stjórnargrein eða leiðara vorheftis segir að mjög dýrt sé að gefa út blað sem þetta. Kappkostað sé að hafa pappír og prentun í hæsta gæðaflokki til að útkoman verði góð. Fyrsta prentsmiðjan sem skipt hafi verið við hafi hætt starfsemi og Oddi hafi í raun fundið blá'ðið. Prentsmiðjan bjóði fyrsta flokks þjónustu á einum og sama stað. Vinnslan taki aðeins tvær vikur í stað fimm eins og áður var, segir í leiðaranum. Hilmar Baldursson segir að Metró-tímaritið sé fyrsta verkefni prentsmiðjunnar frá Bandaríkjun- um. „Við höfum sölumann vestan- hafs og höfum nú ákveðið að lengja tilraunatímann á þessum markaði um ár. Blaðið Velocé verður prentað árlega í Odda og við sendum nýlega frá okkur nokkuð stórt verkefni, sem var fyrirsætubók Módelskrifstofunn- ar David and Lee í Chieago. Þá höf- um við mikið unnið fyrir auglýsinga- stofur í New York. Þessir viðskipta- vinir krefjast allir mestu gæða.“ Forráðamenn Odda kynntust verðlagi og kröfum á Bandaríkja- markaði í gegnum íslensk útflutn- ingsfyrirtæki eins og Álafoss, Hildu og Flugleiðir. „Þegar við sáum að við værum samkeppnishæfír í verði, var ákveðið að láta reyna á þennan markað," segir Hilmar. „Enn eru þessi viðskipti aðeins lítill hluti veltu prentsmiðjunnar. Við gerum ráð fyr- ir að selja fyrir 40-50 milljónir vest- anhafs í ár, en heildarvelta Odda liggur nærri 1200 milljónum króna.“ Forsíður tveggja bandarískra tímarita, Metro og Velocé, sem prent- uð eru af Odda. Kjarabótaveísla Veitingahallarinnar heldur áfram með enn fjölbreyttari og girnilegri matseóli alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Fjölskyldan fær úrvalsmat á frábæru verði, FISKRÉTUR Fiskgratin hússins...............kr. 790 Ojúpstsíkt ýsuflok Orly m/korrýsósu...................kr. 680 Sjávarréttopanna m/hvitlauksbrauði..... .......kr. 790 Soðiiar smálúðurúllur m/vilSisveppasósu ........... kr. 790 Smjörsteikt karfaflök m/kókóshnetusósu ............ kr. 790 KJÖTRETTIR Lamba- og grisakjö? á teíni m/kryádjurtasósu........ Snítzei m/papriku, lauk og sveppum................. kr 1.190 ,.kr, 1.090 KVÖLDVERÐARRETTUR Gióðarsteikt lambalæri m/Beotnaisesósu ........kr. 1.290 Fjolbreytíir barnaréftir á vægu verði. Súpa, brauð og kaffi innífalið í öiium réttum. Kafflhlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og Qölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. Veitingahollarveisla fyrír alla Q^itiryMllin^ fjölskylduna er Ijúf og Í0 ódýr tílbreyting. Húsi verslunarinnar - símar: 33272-30400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.