Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 37 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU Carios Bilardo beitir þýskri aðferð til sigurs - hyggst nota svipaða leikaðferð og Vestur-Þjóðverjarnir í úrslitaleiknum á sunnudag Maradona og Matthaus verða í sviðsljósinu í úrslitaleiknum í Róm á sunnudag. Þeir léku báðir úrslitaleikinn í Mexíkó 1986. Þeir leika einnig báðir með ítölskum félagsliðum og eru ekki óvanir því að mætast sem andstæðingar í leikvellinum. í / ■ FRANS Beckenbauer ætlar sér dtjúgan tíma til að jafna sig eftir átökin á HM. „Eftir leikinn á sunnudaginn hef ég nógan tíma — næstu 40 árin — til að slappa af,“ sagði þýski þjálfarinn, sem lætur af störfum eftir úrslitaleikinn. En hann lét þess getið, að ef til vill myndi hann koma aftur til Ítalíu, og þá sem þjálfari. „Ég hef oft sagt að ítalska deildin sé sú besta í heiminum, og það væri vissulega heillandi verkefni að þjálfa ítalskt knattspyrnulið,“ sagði Becken- bauer. ■ BRESKIR áhugamenn um knattspyrnu virðast duglegir við að lenda í vandræðum, jafnvel þótt þeir séu fjarri áhorfendapöllunum. Sex breskir ferðamenn á Majorku voru sakaðir um að hafa átt þátt í óeirðum þar í síðustu viku, þegar þeir fögnuðu sigri sinna manna gegn Kamerún. Sexmenningarnir voru settir bak við lás og slá og enn hefur ekki verið ákveðið hven- ær verður réttað í máli þeirra, né heldur hvort þeir verða látnir lausir þangað til eða fá að dúsa í spænsku fangelsi uns að réttahöldum kemur. Ef hið síðarnefnda, geta Bretarnir átt von á langri vist, því spænskt réttarkerfi mun vera heldur sein- virkt og gætu mánuðir eða ár liðið áður en dómur verður kveðinn upp. ■ KJÖTMETI í of miklum mæli og of lítið af kolefnaríku pasta olli því að Vestur-Þjóðverjar áttu í vandræðum með Tékka á HM. Þessi er niðurstaða Franz Liesen, læknis þeirra þýsku. „Þetta voru næringarmistök," sagði læknirinn. „Skortur á kolvetni olli vanda í seinni hálfleik," útskýrði hann. Beckenbauer þjálfari viðurkenndi að leikmenn hefðu verið orðnir þreyttir undir lok leiksins, en ástæð- una taldi hann fremur vera of- boðslegan sumarhitann á Ítalíu. 17 TAP Itala fyrir Argentínu- mönnum á HM á sér ef til vill aðra skýringu en þá, að þeir hafi ekki verið nógu góð- ir. Ástæðan gæti verið óhappatalan sautján. Að minnsta kosti telur ítalska dagblaðið II Messaggero slíkt mögulegt. Sautján er óhappatala á Ítalíu. II Messaggero benti á, að í Napólí á þriðjudaginn hafi ítalska landsliðið verið að spila sinn sautjánda leik á San Paolo leikvanginum, Schillaci hafi skorað mark ít- ala á sautjándu mínútu og Donadoni, sem misnotaði vítaspyrnu, hafi leikið í skyríu númer sautján. CARLOS Bilardo, þjálfari Arg- entínumanna, hófst handa á fimmtudaginn, við að gera klárt í titilvörnina á sunnudaginn. Og svo undarlega vill til, að útlit er fyrir að hann beiti vest- ur-þýskum leikaðferðum. Leikurinn á sunnudaginn verður eins og að tefla skák,“ sagði Bilardo, „og andstæðingarnir hafa á að skipa manni sem ég myndi vilja tefla fram.“ Hann á reyndar ekki margra kosta völ, þar eð fjórir argentískir leikmenn eru í banni, þar af þrír sem voru í sigurliðnu 1986. Fjarvera þeirra gæti ráðið úrslitum í leiknum, þar eð Bilardo hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið nægan tíma til að ráða ráðum sínum við leikmenn og leggja þeim línurnar áður en mótið byrj- aði. Og þótt hann geti fyllt í skörð þeirra Giusti, Caniggia, Olarticoec- hea og Batista, skortir varamennina tilfínnanlega leikreynslu. Leikaðferð 3-5-2 Þegar Argentínumenn sigruðu Vestur-Þjóðveija í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986 beitti Bilardo þremur varnarmönnum og fímm miðvallar- spilurum og vængmennirnir tóku virkan þátt í vörninni. Bilardo segir að nú hyggist hann skipta væng- mönnunum út og beita framlínu- mönnum í staðinn til að auka hrað- ann í sókn liðsins. Hann bætti því við, að Beckenbauer hefði nú þegar beitt þessari aðferð. „Þjóveijarnir leyfa sér meira frjálsræði á miðj- unni,“ sagði hann og gaf þannig í skyn að ef til vill myndi hann fylgja fordæmi þeirra. „Miðjuspilið ræður úrslitum" „Vandinn er mestur á miðjunni, því mér þykir líklegt að þar muni úrslitin ráðast," sagði Bilardo, enda er stórt skarðið sem þeir Giusti, Olarticoechea og Batista skilja eftir sig. Tvö nöfn hafa verið nefnd, Pedro Troglio og Jose Serrizuela. Troglio leikur með ítalska liðinu Lazio, og Serrizuela verið hefur í vörn argentíska liðsins River Plate. í stað Caniggia mun ef til vill koma Gustavo Dezotti, argentískur fram- heiji sem undanfarið hefur leikið á Ítalíu. En Bilardo þjálfari hefur ekki gefíð neinar vísbendingar um það hvaða leikmenn munu fylla í skörðin. Raul Madero, læknir arg- entíska liðsins, segir að Burruchaga og Maradona muni ná að jafna sig af eymslum sem hafa hijáð þá eft- ir tvo framlengda leiki. „Þeir berjast uns yfir lýkur “ Beckenbauer var ekki svo viss um að andstæðingar hans yrðu verri fyrir vikið. „Þeir argentísku leik- menn sem ekki hafa fengið að leika- hingað til munu vilja sýna að þeir hefðu átt að vera með frá byijun. Þeir munu beijast uns yfír lýkur, sagði Beckenbauer. Hann má þó vita, að liðið hans, með þá Klins- mann, Mattháus og Völler innan- borðs, hefur alla burði til að bera sigurorð af argentísku meisturun- um. Völler, Matthaus, og bakverðirnir Berthold og Brehme léku í liði Þjóð- veija í úrslitaleiknum í Mexíkó, en í argentíska liðinu eru þrr leikmenn sem léku í þeim leik, Maradona Burruchaga og Ruggeri. A sex undanförnum Heimsmeist aramótum hafa Vestur-Þjóðveijai fjórum sinnum leikið til úrslita Of þar með sannað hæfileika sína sen “mótslið,“ sagði Beckenbauer. „E: til vill er þetta til marks um lundar far Þjóðveija. Þegar þeir eru undi; álagi verða þeir ekki taugaóstyrkir heldur fyllast sjálfstrausti og vaxi með vandanum. Vera má að þetti sé leyndarmálið á bak við árangui þýskra knattspyrnumanna." Til mikils að vinna Það lið sem ber sigur úr býtun í Róm á morgun, jafnar met Bras ilíumanna og Ítala, sem hafa þrisv- ar unnið Heimsbikarinn. Argentínu- menn urðu fyrst heimsmeistarai árið 1978, þegar keppnin var haldii í heimalandi þeirra, og svo unni þeir titilinn í Mexíkó fyrir fjórun árum. Vestur-Þjóðveijar sigruðu Sviss árið 1954, og tuttugu árun síðar hampaði Frans Beckenbauei bikarnum á Ólympíuleikvanginun í Múnchen, eftir að lið hans hafð sigrað Hollendinga í eftirminnileg- um úrslitaleik. Sigri Þjóðvetjar á morgun, næi Beckenbauer þeim einstæða ár angri, að hafa verið bæði fyrirlið og þjálfari sigurliða í Heimsmeist arakeppni. En sá argentíski Bilardt hefur forskot á Beckenbauer. Ef li< hans vinnur leikinn á morgun, þ; er það í fjórða sinn sem hann fagn ar sigri argentíska landsliðsins i því vestur-þýska, þar af tvisvar heimsmeistarakeppni. Sigur eða tap — báðir aðilar get; haldið heimleiðis ánægðir með þani árangur að hafa komist alla leið úrelitaleik heimsmeistarakeppninn ar í knattspyrnu. ■Úrslitaleikurinn verður sýndur beinni útsendingu í sjónvarpinu í sunnudag og í dag verður leikui Englendinga og ítala um 3. sætið Leikirnir heíjast kl. 18.00 en út- sending RUV hefst kl. 17.45 báðg dagana. Bilardo segir leikinn á sunnudag eins og að tefla skák „og andstæðingarnir hafa á að skipa manni sem ég myndi vilja tefia fram.“ Beckenbauer segir að argentísku leikmennirnir sem ekki hafa fengið að leika hingað til munu vilja sýna að .þeir hefðu átt áð vera með frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.