Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 13 Tvíburamömmur með bama- skara í grillveislu o g útilegu NÆRRI tuttugu tvíburamömm- ur og tvöfalt fleiri börn hittust í grillveislu við félagsmiðstöð- ina Fjörgyn í Grafarvogi í fyrradag. Mömmuhópur með tvíbura, sem kom alla leið úr Grindavík, frænkur og ein amma voru með í grillveislunni í sólskininu á fimmtudaginn. Og lítið hlé verður á Qörinu því að mömmuhópur með barna- skara ætlar í útilegu að Flúðum um helgina. Meira að segja pabbarnir fá að fara með. Mömmur sem hist hafa viku- léga á mömmumorgnum í Vitan- um í Hafnarfirði ætla að Flúðum og tvíburamömmur slást í förina. Sífellt fleiri tvíburamömmur bætast í hópinn sem hittist fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Ekki er um ýkja formlegan félagsskap að ræða, engin félagsgjöld greidd og fleiri mömmur alltaf velkomnar með tvíburana sína. Annan mán- uðinn hittast tvíburamömmur í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirði, hinn mánuðinn í Fjörgyn í Grafarvogi. Þær koma saman milli klukkan þrjú og fimm, fá sér kaffi, ræða málin og bera saman börnin sín. Tvíburamömmur fóru að hittast upp úr áramótum, að sögn Aðal- heiðar Guðbjörnsdóttur í Fjörgyn. Upphafskonurnar tvær hittust oft í gönguferðum með börnin sín. Þær spjölluðu saman og voru farnar að hafa svo margt að ræða að þær ákváðu að hittast almenni- lega. Fleiri slógust í hópinn og „líklega endar þetta sem lands- samtök,“ segir Margrét Sverris- dóttir forstöðumaður Vitans. Tvíburarnir hafa náttúrulega líka gaman af að hittast, þeir eru sumir býsna smáir en aðrir orðnir stórir og stásslegir krakkar. Verð- andi tvíburamömmur hafa stund- um komið á fundina. Ein þeirra er nú orðin mamma og mætti í grillveisluna í vikunni með glænýja tvíbura. Ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að litast um í veislunni við Fjörgyn. Unnið af kappi á Bessastöðum; Lokið við endur- bætur og sögu- safii síðla árs Líklega byrjað á nýju íbúðarhúsi forseta snemma árs 1991 VIÐGERÐUM á ytra byrði Bessa- staðastofú er næstum lokið. Að- eins eru eftir tengingar við næstu hús, en þeim var frestað vegna heimsóknar Bretadrottningar. Gert er ráð fyrir að Ijúka fram- kvæmdum við Bessastaðastofu í lok nóvember. Á fjárlögum ársins var 200 milljónum veitt til verk- efha á Bessastöðum, en fjárhæðin síðan skorin niður um 50 milljón- ir. Fyrstu 5 mánuði ársins fóru 70 miiyónir í endurbætur Bessa- staðastofú, fornleifauppgröft í húsagarðinum og hönnun nýs íbúðarhúss forseta. Frumáætlun um kostnað við endurbæturnar hefúr verið haldin með um 7% frávikum. Samkvæmt lögum sem sett voru í maí í fyrra á að ljúka öllum fram- kvæmdum við Bessastaði á næsta ári. Pétur Stefánsson á Almennu verkfræðistofunni, sem umsjón hef- 4j- með framkvæmdum, segir þetta heldur mikla bjartsýni miðað við nið- urskurð fjárframlaga. Þó geri hann ráð fyrir að snemma árs 1991 verði hafist handa um byggingu nýs íbúð- arhúss forseta og þjónustuhúss með eldhúsi og aðstöðu fyrir starfsfólk. Tillögur liggi fyrir frá húsameistara ríkisins og Þorsteini Gunnarssyni arkitekt. Akvörðunar stjórnvalda sé að vænta innan skamms. Reiknað er með því að gera næst við blómaskála sunnan Bessastaða- stofu og síðan móttökuhús. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þetta verði hóflegur, 11-12 milljónir króna, að sögn Péturs Stefánssonar. Guðmundur Jónsson sem stjórnar vinnu á Bessastöðum segir tvo þröskulda hafa tafið endurbætur á Bessastaðastofu að undanförnu, annars vegar sumarfrí starfsmanna og hins vegar vandfundið eikargólf. Milli 15 og 30 menn hafa steypt og sagað á Bessastöðum frá því fram- kvæmdir hófust snemma árs. Ný gólf voru sett í húsið fyrir þremur árum og við þá vinnu fund- ust fornleifar undir stofunni og í garðinum. Ætlunin er að setja þær á safn í kjallaranum undir Bessa- staðastofu. í safninu mun gefa að líta byggingarsögu staðarins allt frá landnámi. Það á að opna fyrir al- menning seint á þessu ári. Þar sem veggir Bessastaðastofu reyndust afar illa farnir af frost- skemmdum var ákveðið að ráðast í allsheijarviðgerð á húsinu. Gólfið var tekið upp aftur og eik verður lögð þar eins og var í upphafi. Guðmund- ur Jónsson segir að ætlunin sé að taka Bessastaðastofu alla undir MorgunDiaoio/övemr Framhlið Bessastaðastofu hefúr verið endurgerð í breyttri mynd en sama efni og fyrr. gestamóttöku. Bessastaðastofa er byggð úr grá- steini en veggir límdir með sandi og kalki. Sökklar ná 5 metra ofan í jörðina. Gegnum tíðina hefur vatn safnast fyrir í veggjunum og þeir hafa að sögn Guðmundar verið meira og minna frosnir í gegn. Vegna þessa hefur sums staðar þurft að taka veggina alveg niður og gaflar hafa verið hlaðnir á nýjan leik. Nýr kvistur hefur verið smíðaður á Bessastaðastofu og framhlið endur- gerð í breyttri mynd en sama efni og fyrr. Bessastaðastofa var byggð á ár- unum 1761-67. Skúli Thoroddsen lét breyta kvistum hússins rúmum hundrað árum síðar og talsverðar breytingar voru gerðar við eigenda- skipti 1927. Næstu stórframkvæmd- ir í Bessastaðastofu urðu 1940 þeg- ar hún varð bústaður ríkisstjóra, en eftir það var næstum ekkert átt við húsið þar til fyrir þremur árum. Morgunblaðið/Þorkell Eikargólf verða nú lögð í Bessastaðastofu eins og gert var fyrir rúmum 220 árum. Slitskálar liöfðu myndast í mið steingólfin sem steypt voru undir 1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.