Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ Í990 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN 1.DEILD Morgunblaðið/KGA Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals og hetja, fær ekki leynt kæti sinni að lokinni taugatrekkjandi vítaspyrnukeppni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Varamarkvörður Vals, Lárus Sigurðsson, fagnar Bjarna. Til vinstri gengur fyrirliðinn og brúðguminn, Þorgrímur Þráinsson, stoltur af velli, væntanlega ánægður með þessa óvenjulegu brúkaupsgjöf frá liðs- monnum sinum. ,, Brúðkau psgjöf til fyrirlidans“ - sagði Sævar Jó.nsson, eftirsigurVals á Fram ívítaspyrnukeppni „ÞETTA var brúðkauspgjöf okk- ar til fyrirliðans [Þorgríms Þrá- inssonar] sem giftir sig á morg- un. Þetta var gífurlega spenn- andi leikur og sigurinn mjög sætur,“ sagði Sævar Jónsson, varnarmaður Vals, eftir að lið hans hafði sigraði Fram í hreint ótrúlega spennandi leik. Staðan var 2:0 fyrir Fram þegar sjö mínútur voru eftir en Valsmenn náðu að jafna. Framarar komust aftur yf ir en Valsmenn jöfnuðu að nýju með umdeildu marki og tryggðu sér svo sigur í víta- spyrnukeppni. Þegar sjö mínútur voru eftir stefndi í öruggan sigur Fram, staðan 2:0 eftir lagleg mörk frá Guðmundi Steinssyni og Jóni Erl- mgi Ragnarssyni. Frosti B. En V alsmenn gáfust Eiðsson ekki upp. Sævar skrifar Jónsson minnkaði muninn með skoti utan vítateigs og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Gunnar Már Másson fyrir Val með skalla. Framarar náðu forystunni að nýju strax á þriðju mínútu fram- lengingarinnar og á Pétur Ormslev allan heiður af því. Hann lék frá miðju inní vítateig Vals og skoraði framhjá Bjarna Sigurðssyni sem kom útúr markinu. Fimm mínútum síðar átti sér stað mjög umdeilt atvik. Gunnar Már sótti að Kristjáni Jónssyni, varnar- manni Fram, og féllu þeir báðir. Bragi Bergmenn dæmdi vítaspyrnu á þeim forsendum að Kristján hefði kippt í Gunnar. Framarar voru mjög ósáttir við dóminn og fékk Kristinn R. Jónsson gult spjald vegna mót- mæla. Sævar Jónsson skoraði úr spyrnunni og jafnaði aftur, 3:3. Nokkrum mínútum síðar var Kristni vikið af leikvelli eftir návígi við Antony Karl og varð það til að auka enn óánægju Framara með dómgæsluna. Bæði lið fengu góð færi í síðari hluta framlengingarinnar. Bjarni Sigurðsson varði vel skot frá Pétri Arnþórssyni og skalla frá nafna hans Ormslev. Hinumegin átti An- tony Karl skot af stuttu færi sem Birkir varði vel. „Við lékum ágætlega í fyrri hálf- ieik en svona dómgæsla á ekki að sjást í leik sem þessum,“ sagði Pét- ur Arnþórsson, eftir leikinn. Pétur Ormslev var bestur í liði Fram og nafni hans Arnþórsson átti einnig góðan leik. í liði Vals var Sævar Jónsson bestur og Bjarni QirmrAQQnn varði vpI 16-liða úrslit bikar- keppni KSÍ Vítaspyrnukeppnin 0:0 Guðmundur Steinsson.......Bjarni ver 1:0 SævarJónsson.................skorar 1:1 PéturOrmslev.................skorar 2:1 Þórður Bogason...............skorar 2:2 Pétur Arnþórsson.............skorar 3:2 Antony Karl Gregory..........skorar 3:2 Baldur Bjarnason.........yfir markið 4:2 Snævar Hreinsson.............skorar fráítvær til þijár vikur Luka Kostic, þjálfari og leikmaður Þórs, meiddist í leikn- um gegn UBK í bikarkeppninni á fimmtudags- kvöld. Hann sagði eftir að hafa farið í læknisskoðun á Akureyri í gær að hann yrði frá keppni í tvær til þrjár vikur. Hann fékk slæmt högg á hnéð og getur ekki beygt fót- Kostic Kostic hefur verið einn besti leik- maður Þórs í sumar og er mikið áfall fyrir liðið að missa hann út. Það má búast við að hann missi af næstu þremur leikjum Þórs í 1. deild gegn Víkingi, Stjörnunni og ÍBV. Hlynur Birgisson, leikmaður Þórs, fékk fjórða gula spjaldið á þessu keppnistímabili í bikarleikn- um gegn UBK og verður væntalega að taka út leikbann gegn Stjöm- ur.ni 16. júlí. Kostic 39 HANDBOLTI Sovét- maðurtil Víkings Sterkurvamar- maðurfráfélags- liði í 1. deild íkingar hafa fengið til liðs w við sig sovéskan leikmann, Alexej Trufan, sem kemur til með að leika með liðinu í vetur. Hann er S1 árs hefur leikið Maí Moskva sem leikur í 1. deild í Sovétríkjunum. Hann þykir sterk skytta og n\jög góður varnarmaður og hefur m.a. leikr ið með liðinu í Evrópukeppni félagsliða. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Víkings, fer utan i dag til, að ganga frá samningum og er búist við að Trufan komi til landsins fljótlega. 1.DEILD KV. ÖruggthjáKR KR-stúlkur unnu öruggan sigur á Þór í 1. deild kvenna í gær- kvöldi. Leikurinn byijaði fjörlega og voru komin þrjú mörk eftir tíu mínútur. Hrefna Haróardóttir kom KR yfir með skalla eftir hornspyrnu strax á þriðju mínútu. Fimm mínút- um síðar jafnaði Geróur Guðmunds- dóttir leikinn fyrir Þór eftir varn- armistök KR. Nokkru síðar gerði Elísabet Tómasdóttir annað mark KR með glæsilegu skoti utan af hliðarlínu. Skömmu fyrir leikhlé bættu KR- ingar þriðja markinu við. þar var Helena Ólafsdóttir að verki. Um miðjan síðari hálfleik var Hrefna enn á réttum stað þegar KR fékk hornspyrnu, skallaði boltann fallega í Þórsmarkið og innsiglaði öruggan sigur KR. BIKARKEPPNIN Dregiðí 8-liða úrslil ámánudag Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarkeppninnar á mánudag. í pottinum verða; Valur, Stjarnan, KR, ÍA, Víkingur, Sel- foss, Breiðablik og ÍBK. Þegar hafa fimm lið úr 1. deild fallið úr keppni Þór, KA, ÍBV, Fram og FH. Morgunblaðið/^orkell Valdimar Kristófersson úr Stjörijmnni hefur hér betur í baráttunni við" Guð'mund Hilmarssön várháímáhn FH. I Grannar eru grönnum verstir FH-ingar lágu fyrir grönnum sínum úr Garðabæ ÞAÐ var enginn Argentínustimp- ill á 2:1 sigri Stjörnunnar á FH í 16-liða úrslitum bikarkeppninn- ar í gærkvöldi. Stjörnumenn voru betri aðilinn í þessum ná- grannaslag en þurftu þó á fram- lengingu að halda til að knýja fram sigurinn. Leikurinn var opinn og fjörugur lengst af og oft sáust ágætir samleikskaflar en aftur á móti var fjörið oft á kostnað skynseminnar, ggmg einkum í varnarleikn- Guðmundur um. FH-ingar fengu Jóhannsson fljúgandi start á 12. skrifar mínútu en þá skoraði Andri Marteinsson glæsimark með þrumuskoti rétt utan vítateigs. Knötturinn hafnaði rétt updiij þvqrjslá án: þpps að Jón ,Otti markvörður Stjörnunnar kæmi Vörn- um við. Eftir markið sóttu Stjörnu- menn í sig veðrið en skutu tvívegis yfir úr upplögðum færum. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði. Stjörnumenn áttu skalla í stöng og skömmu síðar skalla_ sem Halldór Halldórsson varði vel. Á 64. mínútu bar erfiðið loks árangur. Há sending barst inn fyrir FH-vömina og þar kom Lárus Guðmundsson á fljugandi ferð og lyfti boltanum yfir Halldór markvörð í netið, 1:1. Við þetta færðist enn meira fjör í leikinn og bæði lið áttu hættulegar sóknir. Hættulegasta færið átti Heimir Erl- ingsson en hann skaut í stöng. Þar sem jafnt var eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja leikinn. I fyrri hluta framlengingárinnar fékk Heimir Erlingsson sannkallað dauða- I fæij en, skai^t yfir á óskiljanlegan hátt. Á 119. mínútu (í upphafi siðári hluta framlengingarinnar) kom síðan sigurmarkið. Stjörnumenn tóku horn- spyrnu og eftir barning barst boltinn út að vítateig en þar var mættur Ingólfur Ingólfsson og skoraði með lúmsku skoti neðst í markhörnið framhjá Halldóri markverði, 2.1. Mun meiri kraftur var í Stjörnu- mönnum en heimamönnum í leiknum og áttu „gömlu mennirnir“ Svein- björn Hákonarson og Lárus Guð- mundsson ágætan leik. Sveinbjöm dreif félaga sína áfram með baráttu sinni og Lárus var mjög sprækur í framlínunni. Ingólfur Ingólfsson og Birgir Sigfússon áttu einnig góðan leik og voru sívinnandi. FH-ingar voru fremur daufir. Þeir gátu leikið ágætlega saman á köflum en liðið nær greinilega ekki eins vel saman og í fvrra. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.