Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 11 Frá Englum og Keltum List og hftnnun Bragi Ásgeirsson Þjóðminjasafnið heldur áfram þeirri ágætu venju að efna til sérsýninga á ákveðnum þáttum forvörslu og menningarsögu landsins í Bogasal hússins. Að þessu sinni eru sýndir ýmsir munir er hingað hafa bor- ist frá englum og keltum til forna, á miðöldum og allt til síðari tíma, og eru mest áber- andi kirkjugripir frá miðöldum, er samskipti Islendinga og Eng- lendinga voru hvað mest. Tímabilið er samskiptin voru nánust á verslunarsviðinu, eða nær öll fimmtánda öldin svo og íjórir tugir þeirrar sextándu, er iðulega kennt við þá engilsaxa og nefnt Enska öldin. Mestur hluti munanna á sýningunni mun og vera frá þessu tímaskeiði og þá aðallega altaristöflur en einn- ig er sýndur messuskrúði í kaþ- ólskum sið. íslensk kirkja mun hafa verið auðug af listgripum til foma og það svo að eftir var tekið af út- lendingum. En íslendingum bar ekki gæfa til að standa vörð um þessa muni, en hlýddu frekar auðsveipir því valdboði að tortíma þeim á tímum siðaskip- tanna og hefur því minna varð- veist en skyldi. Minnir þetta óneitanlega á það er íslendingar tóku kristni, brenndu eða vörpuðu líkneskjum frá heiðnum tíma og öðrum trú- artáknum fyrir björg. Og seinni tímar skiluðu þjóð- inni ekki metnaðarfyllri prelátum um varðveislu kirkjugripa ef marka má athyglisverða ritsmíð Bjöms Th. Bjömssonar í Yrkju, afmælisriti tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, því að þar stendur m.a.: „Það var ekki að- eins á umbrotatímum siðaskipt- anna sem „feysknum og fyrirfar- anlegum líkneskjum" var tortímt með valdboði, heldur voru kirkju- ránin á 19. öld sennilega ennþá ofboðslegri. Danska fomleifa- nefndin skrifar öllum próföstum og prestum á Islandi, biður þá um skýrslur um fornar menjar, en einnig um „gamlar Mindir og Bilæti, af hvöriu efni sem vera kunna, hvört heldr þau eru tálgud, grafinn, úthöggvinn eðr útskorinn, máluð, ofín edr saumud", og ennfremur kross- mörk, helgra .manna myndir, reykelsis- eða vígsluvatnsker, paxaspjöld eða altarissteina úr pápisku. Og klerkastétt landsins var öldungis á hjólunum, fyrst að svara en síðan að rýja kirkjur sínar hveiju því dýrindi er Finnur okkar og þeir fínu í Höfn lögðu fölur á. Varla verður svo flett í þeirri ágætu bók Sveinbjarnar Rafnssonar, Frásögnum um fornleifar 1317—1823, að þessi landeyðing menningarverðmæta blasi ekki hvarvetna við. Send voru utan altarisbrík, helgiskrín, altarisklæði, reflar, líkneski, korpöralshús, skímarföt, kaleik- ar og patínu, textaspjöld og reykelsisker, svo nokkuð sé ta- lið.“ Þetta er dapurleg lesning en hinu má ekki gleyma að til voru undantekningar og þeim getum við þakkað það sem til er af kirk- jugripum í Þjóðminjasafninu svo og einstaka kirkjum í landinu. En vitneskjan um allt það sem til var í kirkjum landsins á um- liðnum öldum ætti að styrkja vissuna um drjúgan list- og sjón- rænan þroska Islendinga, sem lifði alla niðurlæginguna og allar hörmunar og skilað hefur sér til síðari tíma. Það er margt gersemið sem getur að líta á sýningunni í Bogasal og fjölbreytnin mikil. Geta skal kaleiks og patínu ensks uppruna frá öndverðri 13. öld, sem em úr kirkjunni á Melstað í Miðfirði. Kirkjan fauk í ofviðri árið 1942 og eignaðist þá Þjóð- minjasafnið gripina. Enn er einn svipaður í Hóladómkirkju. Þá segir í formála sýningar- skrár að merkastir listgripir séu hlutar af gullsaumnum enska, sem kominn er úr Hóladóm- kirkju, einnig frá 13. öld, og þá hafa alabastursbríkurnar frá Nottingham varðveist furðu- margar á íslandi, hvað mestar listgersemar 15. aldar. Og mig hrifu einmitt altaris- bríkurnar mest fyrir upphafið trúarlegt og formrænt inntak, en það er einmitt þetta sem mér hefur fundist helst vanta í íslenskar kirkjur og að lesa megi aldimar, trúarbragðasögu og jáfnvel stflbrigði í kirkjugripum, altaristöflum og byggingunum sjálfum svo sem víða erlendis. Ekki aðeins í hinum miklu dóm- kirkjum heldur einnig í litlum og ævafornum kirkjum. Til er jafnvel fólk er skrifar í blöðin og heimtar nýja og þægi- lega stóla í dómkirkjuna okkar (!) svo að enn er mörgu ábóta- vant um réttan skilning á þýð- ingu kirkjulistar og varðveislu eldri gilda. Þó vill svo til að þrátt fyrir að margt hafi glatast í tímans rás úr íslenskum kirkjum, getum við vel unað okkar hlut hvað ala- bastursmyndir frá miðöldum snertir, en hér hafa tiltölulega margar varðveist (7), sé tekið mið af öðrum löndum og þá einn- ig Englandi sjálfu, þar sem þær voru framleiddar, hvar engin tafla hafði varðveist, þó að nú séu þar fimm slíkar á söfnum. íslendingar virðast hafa haft býsna sterka tilhneigingu til að gleypa hrátt við nýjum siðum frá upphafi landnáms og hefur það í senn verið styrkur þeirra og veikleiki, en það sem verra er, er að niðurrifið verður svo algert og fyrirlitningin á því sem áður var -afrekað svo mikil, að undan blæði í menningarlegu tilliti. Engan mikinn núlistamann er- lendan hef ég þekkt sem ekki bar djúpa virðingu fyrir hinu markverðasta í list fyrri alda. Þar sem við urðum í flestum tilvikum að flytja inn okkar kirk- jugripi vegna þess að slíkir voru ekki framleiddir hérlendis nema í undantekningartilfellum, var mikilvægt að menn hefðu til að bera dijúga þekkingu og gott skynbragð á því úrvali sem á markaðnum var og það virðast menn einmitt hafa haft, þótt skiljanlega slæddust ekki hingað hinar merkustu frumgerðir kirkjulistarinnar. En við áttum okkur einnig völundi og hagleikssmiði og þyrftum að endurnýja forna arf- leifð í málmsmíði og tréskurði, en það er önnur saga. Mikilvægast er að við skynjum og skiljum hina ríku þörf á fög- rum og listilega vel gerðum grip- um meðal þjóðarinnar á fyrri tímaskeiðum og að þetta er sá bakgrunnur sem við höfum og byggjum í raun og veru á, í vinnu okkar, þótt enn sé það að megin- hluta ómeðvitað og huglægs eðl- is. Það á og við um alla fram- sækna list, en vel að merkja skulum við ekki fara að dæmi fortíðarinnar um eyðileggingu eldri gilda vegna óeðlilegrar, snöggsoðinnar og tímabundinnar hriftiingar á nýjungum. Einmitt fyrir þá sök hefur slík sýning sem Frá englum og kelt- um og aðrar sérsýningar sem haldnar hafa verið í Bogasal Þjóðminjasafnsins á undanförn- um árum ómetanlega menning- arsögulega þýðingu. Fróðleg og eiguleg sýningar- skrá hefur verið gefin út og skulu þeir er leggja leið sína í Bogasal hvattir til að festa sér hana, því að hún geymir verðmætar upp- lýsingar um gripina sem til sýnis eru. Jarðabók hin nýj a Bókmenntir Erlendur Jónsson BYGGÐIR BORGARFJARÐ- AR. II. 400 bls. Búnaðarsam- band BorgarQarðar. 1989. Rit af þessu tagi hafa verið tek- in saman og gefin út víða um land á síðari árum. Munu Borgfirðingar vera með hinum seinni til að sénda frá sér jarðabók sína. En þama er að finna lýsingu á sérhverri bújörð í héraðinu (það er að segja í Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýsla kemur síðar í öðru bindi). Er þá lýst bæði landkostum og reyndar einnig landslagi. Greint er frá fornu mati jarðar, núverandi ástandi, eigendur og ábúendur til- greindir, húsakosti lýst. Og að lok- um er svo skýrt frá áhöfn. Textinn er skipulegur og gagnorður og sams konar upplýsingar veittar um allar jarðirnar. Margvíslegt er fræðigildi rits sem þessa. Til dæmis er auðvelt að vinna upp úr því meðaltalstölur ýmsar. Og óvíða mun að finna gleggri upplýsingar um landbúnað í einu héraði nú á dögum. Einnig má bera þetta saman við Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns ef meta skal hvað haldist hefur og hvað hefur breyst á þrem öldum! Reyndar er víða skírskotað til hennar. Þó margt sé þarna sagt frá búskapnum en sýnu færra frá fólkinu veitir ritið eigi að síður ýmiss konar fróðleik um mannlíf í héraði. Meðal annars er ljóst að borgfirskt bændafólk heldur gjarna tryggð við átthagana; ófáir hafa tekið við af feðrum og mæðr- um. Og dæmi eru til að jörð hafi haldist í ábúð sömu ættar öldum samán. Stöðugleiki byggðarinnar er því meiri en ætla mætti. Flestir búa á sjálfseignaijörðum. Kemur það hvergi á óvart. Leiguliðar eru þó til. Allnokkrar jarðir eru í ríkis- eign, aðrar í eigu þéttbýlisbúa. Forsætisráðaherrann okkar er t.d. skráður meðal jarðeigenda í Borg- arfirði. Blandaður búskapur er enn al- gengastur en alls ekki jafnein- hlítur og fyrrum. Svo virðist sem karlar þeir, er einir búa, vilji ógjaman binda sig yfír kúabúskap og er það skiljanlegt. Einstaka bóndi býr við loðdýr, eða svo var að minnsta kosti þegar bókin var samin hvað sem síðar hefur orðið. Og einn býr við fimm þúsund kjúklinga. Eigi að síður stunda fleiri en vænta mætti vinnu utan heimilis, og þá ekki endilega í næsta kaupstað. Ýmis starfsemi fer fram í sveitunum. Búfjáreign sýnist ekki lengur vera skilyrði þess að halda heimili í sveit. Hesta eiga þó langflestir. Þótt Borgfirð- ingar hafi löngum verið hesta- menn góðiif kemur hrossaeign þeirra á óvart. Veiðijarðir eru þama margar. En í ánum mun vera fólginn um- talsverður tekjuauki fyrir héraðið. Fáar sögur fara af annars konar hlunnindum. Skógarhögg reiknast ekki lengur til hlunninda eins og forðum daga. Fáeinar jarðir em setnar af eldra fólki sem hætt er búskap en nýtur ellinnar í sínu gróna umhverfi. Slíkt er því aðeins unnt að dreifbýlið mun nú geta boðið sambæriíega þjónustu við það sem gerist í þéttbýli. En með batnandi samgöngum dregur til þess að sveitirnar verði eins konar úthverfi. Sumarbústaðir og orlofshús eru allvíða, mun færri þó en í Mýra- sýslu. Sums staðar hafa brottflutt- ir reist bústaði í nánd við æsku- heimili. Skólar em þarna nokkrir og dreifðir um héraðið. Og stór- iðja markar svipmót lífsins í einum hreppnum. I öðrum er skógrækt ríkisins með nokkur umsvif. Við- gerðarverkstæði eru rekin á nokkmm stöðum, mest til að þjóna næsta nágrenni að ætla má. Borgfirskt sveitafólk telst því til margra stétta þegar öll kurl koma til grafar. Samgöngur em greiðar í hérað- inu. Vafalaust nýtur það að nokkru nálægðarinnar við höfuð- staðinn. Borgfirðingar hafa löngum búið vel. Fyrstir urðu þeir til að hverfa úr torfbæjunum og reisa steinhús. Var þá gjarnan reynt að hafa þau sem hæst og reisulegust! Framan af öldinni gaf óvíða að líta betur hýst bændabýli. En núlifandi Borgfirðingar búa fæstir í gömlu húsunum, enda mundu þau vart uppfylla kröfur þær sem nú em gerðar til íbúðarhúsa. Allur fjöld- inn býr í tiltölulega nýlegum hús- um. Raunar eru íslensk bændabýli orðin hvert öðru áþekk, hvar sem er á landinu. Öldin hefur fært með sér jöfnuð: höfuðbólið og hjáleigan teljast hvort tveggja til liðna tímáns. Höfundar textans eru margir. Ég ræð það af góðu innbyrðis samræmi kaflanna að þeir hafi fengið haldgóð fyrirmæli um vinnu þá sem hveijum þeirra var ætlað að leggja af mörkum. Myndir fylgja býli hveiju, bæði af jörð og ábúendum, allt í lit. Myndimar af bæjunum em þar að auki teknar úr lofti. Þær sýna því allt í senn: húsakost, ræktun, og einnig í mörgum dæmum hvernig býli er í sveit sett. í stuttu máli sagt: Fróðleg heimild en jafnframt vel læsileg um sveitalíf og landbúnað á næst- síðasta áratug 20. aldar. Aðeins 100% hreinan Floridana safa í (------------------ ) umbúðum! Munið orðaleitina! ^^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! playjpml»Iafol$»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.