Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 5
Norðurlandamót í brids MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 5 Islendingar töpuðu fyrir Norðmönnum Fyrsti sigur Færeyinga á Norðurlandamóti Færeyjum. Frá Sigmundi Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BAÐAR íslensku sveitirnar töpuðu fyrir Norðmönnum í sjöttu um- ferð Norðurlandamótsins, en spiluð er tvöföld umferð. Kvennasveitin sem byrjaði vel á mótinu tapaði 9-21, en karlasveitin tapaði 5-25. Það bar helst til tíðinda í þessari umferð að Færeyingar unnu Dani 19-11 við geysilegan fögnuð heima- manna, en þetta er fyrsti sigurieik- ur Færeyinga á Norðurlandamóti í brids frá því þeir hófu þátttöku í þessum mótum. Staðan eftir sex umferðir í karla- flokki er sú að Svíar eru efstir með 117 stig, Norðmenn aðrir með 98 stig, Danir þriðju með 93 stig, ís- land er með 92 stig, Finnland 89 stig og Færeyjngar reka lestina með 41 stig. í kvennaflokki eru Danmörk og Noregur jöfn og efst með 112 stig, ísland er með 110, Svíþjóð 93, Finnland 70 og Færey- ingar eru með 29 stig. Kársnesprestakall: Nýr prestur SÉRA Ægir Fr. Sigurgeirsson nýkjörinn sóknarprestur í Kárs- nesprestakalli var settur inn í embætti sitt í Kópavogskirkju þann 1. júlí af sr. Guðbrandi Þorsteinssyni dómprófasti. Að lokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefnd Kársnesprestakalls kirkjugestum upp á veitingar á kirkjuhlaðinu. Nutu kirkjugestir góðra veitinga undir beru lofti í góðu veðri. Sr. Ægir, sem áður var sóknar- prestur á Skagaströnd, er tekinn til starfa í Kársnesprestakalli. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Doktorsvöm í Odda DOKTORSVORN við heimspeki- deild Háskóla Islands fer' fram í dag, laugardag. Loftur Guttormsson, lic. es lettr- es, ver doktorsritgerð sína „Uppeldi og samfélag á íslandi á upplýsinga- öld“, sem heimspekideild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu heim- spekideildar verða dr. Ingi Sigurðs- son, dósént, og dr. Gísii Gunnars- son, dósent. Deildarforseti heim- spekideildar, dr. Þór Whitehead prófessor, stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst klukkan 14. Öllum er heimill aðgangur. Morgunblnöið/RAX Hópurinn fylgist með Vigdísi Finnbogadóttur setja niður síðustu birkiplöntuna. Við það naut hún hjálpar barna Þorsteins Pálssonar, Friðriks Sophussonar og Geirs H. Haarde. Afinælisgjöf sjálfstæðismanna til forsetans: Settu niður sextíu birkitré í Vinaskógi ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna og miðstjórn gróðursettu nýlega sextíu birkiplöntur við Þingvelli í heiðursskyni við Vigdísi Finnboga- dóttur forseta Islands. Trén eru afmælisgjöf til Vigdísar og valdi hún þeim sjálf stað í svonefhdum Vinaskógi í landi Kárastaða í Þing- vallasveit. „A sextugsafmæli Vigdísar ákv- áðum við að senda henni kveðju og gróðursetja dálítinn lund í tilefni tímamótanna og í heiðursskyni við hana. Við fórum svo austur að planta tijám á föstudegi fyrir rúmri viku, þingflokks- og miðstjórnar- menn, “ segir Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðis- manna. Fulltrúar Skógræktarfélags íslands, þau Hulda Valtýsdóttir og Kristinn Skæringsson, voru í Vina- skógi við þetta tækifæri og hafa vísast gefið heillaráð um tijáplönt- unina. Trén sem sett voru niður voru milli 1,50 og 2 metrar á hæð. Forsetinn slóst í hópinn í Vina- skógi og setti sjálf niður síðustu plöntuna. Að svo búnu flutti hún stutt þakkarávarp, lýsti ánægju með gróðursetninguna og sagðist fáar gjafir geta hugsað sér betri. Þá hélt Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokkins stutta tölu og árnaði Vigdísi heilla. Kort sem sýnir helstu framkvæmdir Vegagerðarinnar í ár með grænum hringjum. Óskir um jarðgöng eru sýndar með rauðum hringjum. Þriðjungi minna lagt af bundnu slitlagi en 1989 Meiri jarðganga- og brúagerð og langur óskalisti um jarðgöng Áherslubreytingar hjá Vegagerð ríkisins og minni fjárveitingar en gert var ráð fyrir, hafa orðið til þess að lagning bundins slitlags í ár er um þriðjungi minni en á síðasta ári og aðeins rúmur þriðjungur þess sem var 1987. Þar á móti kemur að ráðist hefúr verið í ýmsar stórframkvæmdir; m.a. jarðganga- og brúagerð, sem ekki þótti hægt að slá lengur á frest. Verða nokkur þeirra verkefna væntanlega tilbúin á þessu ári, og má þar nefha jarðgöng í gegnum Olafsfjarðarmúla, veg og brýr um Kópávogslæk og Arnarnes. Að sögn Snæbjörns Jónasson- ar, vegamálastjóra, hefur áhugi einnig aukist á jarðgangagerð og óska- listi um jarðgöng lengst verulega. „Því hefur verið haldið fram að það sé stefna okkar að minnka slit- lag en það er ekki rétt. Síðasti ára- tugur einkenndist af gerð bundins slitlags en af 2.240 km slitlags sem verða á vegum landins í haust, hafa 1.630 verið lagðir á þessum áratug. Þetta hafði það í för með sér að haldið var að sér höndum við fram- kvæmd ýmissa annarra verkefna, ekki síst þeirra stærri. En það var ekki hægt að slá slíkum verkefnum á frest til lengdar enda var gert ráð fyrir auknu fjármagni til vegagerðar í vegaáætlun fyrir 1990, um 5,25 milljörðum kr. Sú flárveiting fékkst ekki við afgreiðslu fjárlaga en þá höfðu þegar verið boðin út eða ákvörðun tekin um verkefni, sem ekki var hægt að hætta við. Þessi lækkun fjárveitingar, úr 5,25 millj- örðum niður í 4,54 milljarða, kom fyrst og fremst niður á almennum verkefnum og bundnum slitlögum," segir Snæbjörn Jónasson. í ár verða lagðir 108 km bundins slitlags, fyrst og fremst á nýbygging- ar. Segir Snæbjörn að þrátt fyrir að slitlagskaflarnir séu ekki allir langir, valdi þeir þó verulegum bótum. T.d. sé unnið á 2 km kafla í Hvalfirði sem tengi bundna kafla sem fyrir séu og þar með sé komið bundið slitlag á hringveginn frá Markarfljótsaurum norður fyrir Dalsmynni eða á um 270 km. Samfelldur 140 km kafli verði einnig frá Fornahvammi að Bólstað- arhlíð. Lengstu malarvegskaflarnir á hringveginum eru frá Mývatnssveit að Fellabæ, um 170 km, og úr Öræf- um í Suðursveit um 65 km. Auk þess eru langir malarkaflar á stofn- brautum utan hringvegar, sérstak- lega á Vestfjörðum og á Norðausturl- andi. Helstu framkvæmdir Vegagerðar- innar á árinu eru: 1. Vegur um Kópavogslæk og Arn- arnes með tilheyrandi brúm. Vonast er til að hann verði til þess að einn mesti slysastaður á þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæð- isins sé úr sögunni. Stefnt er að því að opna hann um mitt sumar. 2. Brú og vegur um Álftá á Mýr- um, leysir af hólmi gamla brú og vondan vegarkafla. 3. Brú og vegur yfir Dýrafjörð. Styttir leiðina um 13 km frá því sem nú er og tekur af erfiðan snjóa- og snjóflóðastað, Ófær- una. Væntanlega lokið 1991. 4. Strákagöng. Endurnýjun ak- brautar og frárennslislagna. Verður unnið í haust og verða göngin opin fyrir umferð klukk- utíma í senn, kvölds og morgna, á meðan viðgerð stendur yfir. Ekki er talið mögulegt að opna Skarðsveg til Siglufjarðar þar sem vegur og brýr eru illa farin og vegur gæti teppst vegna snjóa. 5. Ólafsfjarðarmúli. Jarðgöng sem væntanlega komast í gagnið í haust, stærsta verk sem nú er unnið að. 6. -7. Áframhaldandi nýbygging Norðurlandsvegar í Blönduhlíð og Hörgárdal. 8. Endurbygging Norðfjarðarvegar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.. 9. Lögn bundins slitlags í Berufirði og Hamarsfirði. 10. Brú á Múlakvísl og tenging við veg. Brúin kemur í stað brúar sem sífellt var að bila og orðin var hættuleg þeirri umferð sem nú er á aðalvegum landsins. Byggingu brúarinnar nánast lokið en eftir er að tengja hana við veg. Lokið í haust. Þá hefur áhugi á að leysa umferð- ai-vanda með jarðgöngum farið sífellt vaxandi. Að sögn Snæbjörns liggur þó engin allshetjarlausn í gerð ganga þar sem gerð þeirra er gífurlega kostnaðarsöm, ábilinu 300-600 millj- ónir á kílómetra. Nefna má nokkur jarðgöng sem óskað hefur verið eftir: 11. Göng undir Digranesháls til að leysa þann umferðarvanda sem Fossvogsbraut var ætlað að gera. 12. Göng undir Hvalfjörð. Lög voru sett á Alþingi í maí síðastliðnum sem heimila hlutafélagi fram- kvæmdir við vegtengingu um Hvalfjörð og taka gjald af um- ferðinni til að standa undir kostnaði við þau. 13. Tenging Önundarfjarðar, Súg- andafjarðar og Skutulsfjarðar. Fé var veitt til að Ijúka undirbún- ingi þessa verkefnis í ár með það fyrir augum að bjóða rnegi það út í byijun næsta árs. Ekki verða lögð sérstök gjöld á Vestfirðinga vegna tengingarinnar. Súgfirð- ingar hafa óskað eftir því að lögð verði tvenn göng í stað • einna með krossgötum, svo að umferð liggi í gegnum bæinn. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort tekið verður tillit til þess- ara óska. 14. Tenging Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar með tvennum göngum. 15. Tenging Vopnafjarðar og Hér- aðs með göngum undir Búr. 16. Göng milli fjarða á Austurlandi og tenging við Hérað. Skipuð hefur verið nefnd fulltrúa Vega- gerðar, íbúa og samgönguráðu- neytis, sem leggi til hvaða firðir tengist. Hún hefur enn ekki skil- að áliti sínu en meðal annars hefur verið um það rætt að Mjói- fjörður yrði tengistaður, t.d. milli SeyðisQarðar og Norðfjarð- ar. 17. Göng til Vestmannaeyja. Samanlagt eru þessi göng um 60 km löng. Morgunblaðið/Sverrir Unnið að malbikunarframkvæmduin á Arnarneshæð. Að sögn Sigurð- ar Sigurðssonar hjá malbikunarstöðinni Hlaðbæ/Colas, er gerf ráð fyrir að þeim ljúki í júlílok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.