Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULÍ 1990 3 Morgunblaðið/Sverrir í gær var unnið við að vökva túnþökur sem nýlega hafa verið lagðar við Bústaðaveg, en túnþökur hafa víða þornað upp í þurrkunum undanfarið og legið undir skemmdum. Gróður hefiir víða legið undir skemmdum vegna þurrkanna STARFSMENN Reykjavíkurborgar hafa liaft nóg að gera við að vökva gróður og opin svæði í borginni vegna þurrkanna sem verið hafa undanfarið, en víða hafa trjáplöntur og túnþökur sem lagðar hafa verið legið undir skemmdum. Til þess að anna þessu hefur Reykjavíkurborg þurft að taka á leigu tankbíla í einkaeign til viðbót- ar við eigin tækjakost, og að sögn Jökuls E. Sigurðssonar, vöru- bílstjóra hjá Þrótti, hefur upp á síðkastið verið unnið við vökvunina stanslaust frá því snemma á morgn- Ílognblíðu viðsiglutopp Það hefur ekki hvinið að ráði í siglutijám skipaflota lands- manna að undanförnu og þá er um að gera að nota tækifæ- rið og gera klárt, mála og dytta að áður en hann skellur á aft- ur. Myndina tók Sigurgeir í Eyjum 'af Gísla Gíslasyni í formastrinu á Katrínu VE 47. ana til klukkan tíu á kvöldin. „Tank- urinn hjá mér tekur 8 þúsund lítra af vatni, og það hefur ekki verið Gallup athugaði á hvað lands- menn horfðu_ í sjónvarpi fyrir Ríkisútvarpið, Islenska sjónvarpsfé- lagið, Samband íslenskra auglýs- ingastofa og Samstarf auglýsenda. Haft var símasamband við 850 manns á aldrinum 12-75 ára dag- ana 28. júní til 1. júlí og 69% hóps- ins svaraði. Spurt var hvort eitthvað hefði verið horft á sjónvarp þijá síðustu daga fyrir könnunina og hvaða efni hefði orðið fyrir valinu. í ríkissjónvarpinu reyndust frétt- ir vinsælastar, á þær horfði næstum helmingur aðspurðra. Flestir fylgd- ust með fréttum Sjónvarpsins á sunnudeginum, 48% þátttakenda, en fæstir á miðvikudeginum, 40%. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu fylgdi á eftir fréttum í vin- sæidum, 32% sögðust hafa horft á leik þegar mest var. Fréttir Stöðvar 2 nutu ekki viðlíka vinsælda, milli 14 og 16% þátttakenda í könnun- inni horfðu á þær þá daga sem spurt var um og er þá miðað við landið allt. Ef einungis eru teknir þeir sem eiga myndlykil kemur fram að 23-26% aðspurðra fyigdust með fréttum Stöðvar 2. Þegar spurt var hvort seinka ætti fréttum vegna fótbolta svöruðu 63% þeirra sem afstöðu tóku ját- andi. Önnur íþróttaspurning var lögð fyrir svarendur en varðaði nú útvarp. Spurt var hvaða stöð sinnti íþróttum best og töldu tæp 60% þeirra sem afstöðu tóku að það væri Rás 2. Nærri 23% töldu þó Bylgjuna bestu íþróttarásina en rúm 13% sögðu Rás 1 besta hvað þetta snérti. óalgengt að við færum með 8 til 10 tanka á dag. Gróðurinn hefur mjög víða legið undir skemmdum vegna þurrkanna, og til dæmis þorna túnþökur sem liggja á móti sólinni svo skart upp að þær verða gijótharðar eins og pappi.“ Athugað var hvernig þeir 564 sjónvarpsáhorfendur sem rætt var við skiptust í starfsstéttir. Flestir áhorfenda, 231 talsins, reyndust vera verka- og iðnaðarfólk, bændur og sjómenn. í næststærsta hópnum, 171 manns, voru nemar, heimavinn- andi, atvinnulausir og öryrkjar. Þá komu 103 áhorfendur af skrifstof- um og úr þjónustugreinum, en 59 Guðmundur Eiríksson varafor- maður _ íslensku sendinefndarinnar sagði íslendinga hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum á ársfundinum. Þar hefði komið í ljós að ráðið hefði ekki viljað svara neinum spurning- um um grundvallarmálefni. Hann sagði að Islendingar myndu gegna gestgjafaskyldum sínum á næsta ársfundi ráðsins en að öðru leyti svaraði hann ekki beint spurningum um hvort ísland ætlaði að segja sig úr ráðinu. Kristján Jóhannsson: Tilboð frá Vín- aróperunni „BLAÐADÓMAR hafa verið frá- bærir, einn gagnrýnenda lét þau orð falla að ég væri sennilega einn fremsti Radames-söngvar- inn eftir stríð,“ segir Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, sem söng aðalhlutverkið í Aidu eftir Verdi, sem sett var upp á Sard- iníu í júní sl. Hafa Kristjáni bor- ist nokkur tilboð eftir frumsýn- inguna á Aidu, m.a. frá Vínar- óperunni. „Ég á ekki von á því að taka boði Vínaróperunnar um að syngja í Don Carlos eftir Verdi, þaf sem það rekst á önnur verkefni,“ sagði Kristján, en hann fékk fleiri boð, m.a. um _að syngja í Turandot eftir Puccini. A næstunni mun hann fara víða; syngja í Cavaleria Rusticana eftir Mascagni í Siena, í september syngur hann í II trovatore eftir Verdi í Parma og verður óperan sett upp á frönsku eins og textinn var upphaflega. Óperan verður tek- in upp fyrir sjónvarp og plötuút- gáfu. Þá mun Kristján syngja í Les Troyens eftir Hector Berlioz í Brússel og í Grímudansleik Verdis í Bastilluóperunni í París. í febrúar á næsta ári syngur hann á Scala, í Funciulla del west eftir Pucchini og um mánaðamótin apríl/maí í Adrina Lecouvrere eftir Cilea, einn- ig á Scala. Kristján heldur aftur til Parma í upphafi leikárs 1991 og syngur í Louisa eftir Verdi, en hann var einmitt fæddur í Parma. Þá sérfræðingar, atvinnurekendur og stjórnendur sögðust hafa horft á sjónvarp þessa júnídaga. Sé sam- band launa og sjónvarpshorfunaV athugað kemur í ljós að þeir horfa mest sem lægst laun hafa og eftir því sem tekjur aukast minnka setur við sjónvarpið. Yfirleitt sögðust fleiri karlar horfa á ríkissjónvarpið en konur og er munurinn mestur við útsendingar frá HM í fótbolta. Lítill eða enginn munur reyndist á fjölda karla og kvenna sem fylgdust með frétta- tíma Sjónvarpsins. Dæmið snýst við þegar litið er til Stöðvar 2. Þar horfa aðeins fleiri konur á flesta dagskrárliði og bilið milli kynjanna breikkar þegar fréttaþátturinn 19:19 er sendur út. Dagfinn Stenseth formaður norsku sendinefndarinnar sagði að fyrir lægi loforð um að á næsta ári yrði búið að endurskoða veiðistjórn- unarreglur ráðsins. „Með því að setja tímamörk er einnig verið að leggja fram próf,“ sagði Stenseth. Kazuo Shima formaður japönsku nefndarinnar sagði að ekki væri eðlilegt að spyrja Japani hvort þeir ætluðu að ganga úr 1 valveiðiráðinu. Hins vegar ættu þ; /r þjóðir, sem brytu stofnsamning og reglugerðir Kristján Jóhannsson hefur að síðustu verið ákveðið að Kristján syngi í San Fransiskó 1992, í Andrea Cheniere eftir Giord- anano. Sólheimar: Rausnarlegar aftnælisgjafir Selfossi. RAUÐI kross íslands afhenti full- trúaráði Sólheima eina milljón króna að gjöf í tilefhi 60 ára af- mælis heimilisins. Auk þess er búist við að fyrihuguð fjáröflun Rauða krossdeildarinnar í Árnes- sýslu skili einni milljón til viðbót- ar. Á afmælisdaginn aflienti kirkjan heimilinu 300 þúsund og dómsmálaráðherra hét stuðningi frá ríkisstjórninni. Á Sólheimum er nú í byggingu ný visteining sem fjármögnuð hefur verið með gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Sem dæmi um rausnarskap má nefna að Óli M. Isaksson starfsmaður Heklu hf. kom í kaffi á Sólheimum og greiddi fyrir það með einni milljón króna. Húsið er nú rúmlega fokhelt og gert ráð fyrir að eina til eina og hálfa milljón króna vanti til þess að fullklára það. —Sig. Jóns. Borgarráð: Risið keypt BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að kaupa ásamt Féfagi eldri borgara 700 fermetra hús- næði að Hverfisgötu 105 af Al- þýðubandalaginu. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir að kaupverð þessa húsnæðis sé alls 29,5 milljónir króna. Borgin inni af hendi fyrstu greiðslur vegna kaup- anna og yfirtaki lán sem fylgja eign- inni, en Félag eldri borgara taki síðan við og muni í framtíðinni ann- ast rekstur þar. ráðsins, að segja sig úr því. Sture Irberger formaður hval- veiðiráðsins sagði við Morgunblaðið að hann teldi ekki að hvalveiðiráðið væri í yfirvofandi hættu. Síðustu 15 ár hefði sífellt verið orðrómur um að ákveðnar þjóðir myndu segja sig úr ráðinu. Hins vegar væri ljóst að ef ekki tækist að samræma sjón- armið á fundinum í Reykjavík gæti farið illa. í umræðum á ársfundinum í gær sagði Guðmundur Eiríksson að fundur hvalveiðiráðsins hefði um tíma minnt sig á óperuna HolleiM- inginn fljúgandi eftir Wagner. Á sviðinu sæist þetta gæfulausa far hrekjast um og sökkva að lokum undir dramatískri tónjist. Sjónvarpskönnun Gallup: Meirihlutinn vill seinka fréttum vegna fótbolta Þeir lægst launuðu horfa mest á sjónvarp MEIRIHLUTI áhorfenda er því fylgjandi að fréttum sjónvarps sé seinkað vegna útsendinga frá lieimsmeistarakeppninni í fótbolta, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallup. Tæp 30% aðspurðra sögðust aldrei horfa á beinar útsendingar frá HM, en rúm 12% liorfa alltaf. Sjónvarpskönnun Gallups beindist að sunnudegi til miðvikudags, síðustu vikuna í júní. Þá daga reyndust 85% þátttak- enda eitthvað hafa fiorft á sjónvarp. Nokkuð fleiri sögðust liorfa á ríkissjónvarpið en Stöð 2, en 54% aðspurðra höfðu inyndlykil á heima. * Ahyggjur um framtíð hvalveiðiráðsins: Ráðið hefur ekki viljað svara neinum grundvallarspurningum - segir Guðmundur Eiríksson Noonlwijk. Frá Giiðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FULLTRUAR íslands, Noregs og Japans héldu sameiginlegan blaða- mannafund eftir að ársfundi hvalveiðiráðsins lauk í gær og lýstu iniklum áhyggjum um framtíð ráðsins. Gáfu þeir í skyn að næsti fúndur ráðsins gæti ráðið úrslitum um veru þessara landa þar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.