Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 25 Minning: Helma Markan Frú Vilhelmína Markan, fyrrum starfsmaður í Stjórnarráði íslands, lést hér í Reykjavík 19. júní sl. eft- ir þriggja ára vanheilsu. Var hún borin til grafar hinn 26. júní. Viljum við, fyrrum samstarfskon- ur hennar, minnast hennar nokkr- um orðum. Vilhelmína, eða Helma, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 18. maí 1911 í Stykkishólmi, yngst þriggja dætra hjónanna Ingólfs Jónssonar, verslunarstjóra í Tangs-verslun, og Kristínar Samú- elsdóttur Richter. Bemskuárunum eyddi hún í Stykkishólmi, en fluttist síðan ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur, þar sem hún lauk gagnfræðiprófi í Menntaskólanum í Reykjavík, vorið 1928. Árið 1928 réðst Helma sem rit- ari á skrifstofu forsætisráðherra, þar sem hún starfaði til ársins 1931. Þá færðist hún í atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið og starfaði þar óslitið til ársins 1970, þegar breyting á skipulagi stjórnarráðsins kom til framkvæmda og atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu var skipt í fleiri ráðuneyti. Þá fylgdi hún landbúnaðarráðuneytinu. Þar starfaði hún fram á árið 1979. Alls náði starfsaldur hennar í stjórnar- ráðinu 51 ári, og mun það vera eins- dæmi. Ung að árum kynntist Helma listamanninum Einari Markan, söngvara, sem hún seinna giftist, og honum helgaði hún líf sitt. Einar lést árið 1973, og næstu árin eftir lát hans beitti hún sér fyrir útgáfu á hljómplötu með söng hans og nótnabók með lögum eftir hann. Lengst af bjó Helma í sama húsi og systir hennar, Soffía. Eftir að þær systur voru orðnar ekkjur höfðu þær stuðning hvor af ann- arri, og annaðist Soffía yngri systur sína í veikindum hennar svo lengi sem hún gat. Einkasonur Soffíu, Sigvaldi Friðgeirsson, reyndist Helmu einstaklega vel fyrr og síðar, og hafði hún mikla ánægju af sam- vistum við hann og dætur hans. Nú, þegar Helma er horfin yfir móðuna miklu, er okkur sem störf- uðum með henni mikill vandi á höndum, þegar við setjum þessi orð á blað, svo miklir voru mannkostir hennar. Starf sitt leysti hún fljótt og vel af hendi og var jafnframt ákaflega þægileg í samstarfi, elsku- leg, kurteis, hjálpsöm og ósérhlífín, einstaklega samviskusöm og skipti aldrei skapi. Ekki gerði hún sér mannamun, heldur kom fram við alla með sama ljúfa viðmótinu og heyrðist aldrei leggja illt orð til nokkurs manns né ætla öðrum illt. Eftir að Helma hætti störfum hélt hún tryggð við okkur, fyrrum samstarfsmenn, og kom gjarnan í heimsókn um kaffileytið, færandi hendi. Einhveijum sem les þessar línur þykir hér ef til vil fast að orði kveð- ið um mannkosti Helmu. Þeir sem til þekkja vita að hér er ekkert of- sagt. Ragnheiður, Þuríður og Guðmunda. GuðmundurJ. Magnús son - Minningarorð Fæddur 26. maí 1914 Dáinn 21. júní 1990 Mig langar að minnast Guð- mundar Jóhanns Magnússonar, mágs míns, með fáeinum orðum. Hann fæddist og ólst upp í Grafar- koti í Stafholtstungum og átti þar heimili fram til ársins 1944, að hann flyst til Reykjavíkur og kvæntist þar unnustu sinni, Hall- dóru Magnúsdóttur frá Stapaseli. Þau eignuðust tvær dætur, Svölu, búsetta á Eskifirði, og Magneu Sigríði, búsetta í Reykjavík. Guðmundur vann í mörg ár hjá Pósti og síma og var þá mótorhjól farartækið. En síðar hóf hann störf hjá Eimskip og ók þá vöruflutn- ingabíl allt fram til ársins 1985, að hann var 70 ára, en þá verða víst flestir að hætta störfum. Guðmundur átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og naut þá um- hyggju sinnar góðu konu, sem og alla tíð. Guðmundur hafði gaman af ferðalögum og á hveiju sumri var lagður vegur undir bíl og farið vítt og breitt um landið. En seinni árin, er heilsan leyfði ekki löng ferðalög, þá var Borgar- fjörðurinn látinn duga og var þá farið í Krummaklett. Eftir að við hjónin fórum að vera í Grafarkoti, sem við höfum gert upp sem sumar- hús, komu þau hjónin og dvöldu hjá okkur í nokkra daga. Og árleg- ar urðu ferðirnar í Munaðarnes og dvalið þar í viku seinni part sum- ars. En nú verða ekki fleiri ferðirn- ar í Borgaríjörðinn. Ég vil þakka góða vináttu í gegn- um árin og kveð hann Munda með þessum ljóðlínum. Kvöldið er fagur, sól er sest, og sefur fugl á grein. Áslaug Magnúsdóttir + Mágkona okkar, SIGRID VÁGENES GUÐBJARTSSON, lést í Noregi 29. maí sl. Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir. t Föðursystir okkar, INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, er andaðist á heimili, sinu Gunnlaugsgötu 4, Borgarnesi, 2. júlí, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 10. júlíkl. 14. Steinunn Geirsdóttir, Geirdís Geirsdóttir, Þorleifur Geirsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GUNNAR A. MAGNÚSSON klæðskeri og kaupmaður, lést á elliheimilinu Grund þann 29. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Tryggvi Gunnarsson, Sigrún Marelsdóttir, Stefán G. Gunnarsson, Torill Hernes, Berglind Gunnarsdóttir, Gunnar Skarphéðinsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGGEIRSSON frá Baugsstöðum, Huldubraut 13, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 13.30. Halldóra Guðmundsdóttir, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Guðmunda Siggeirs Ingjaldsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, MARGRÉTAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Foldahrauni 40, Vestmannaeyjum. Yngvi Geir Skarphéðinsson, Erla Sigþórsdóttir, Guðfinna Guðfinnsdóttir, Óðinn Haraidsson, Guðfinnur Þorgeirsson, Valgerður Eyjólfsdóttir og barnabörn. Þurrkur áSnæ- fellsnesi Borg í Miklaholtshreppi. EINSTÖK veðurblíða hefiir verið hér síðastliðinn hálfan mánuð. Sláttur er nú víðast hvar hafinn en grasvöxtur er í knappara lagi, þurrkar hafa háð sprettu. Þó er þetta dálítið misjafnt, einn bóndi hér í sveit, Guðbjartur Alex- andersson í Miklaholti, kláraði fyrri slátt 30. júní og spretta var allgóð hjá honum. Verkar hann allt sitt hey í rúllur. Þar sem grunnur jarðvegur er eru tún byrjuð að brenna. Mikill ferðamannastraumur hefur verið hingað undanfarið enda veðrið með afbrigðum gott. Snæfellsnes með jökul konung sinn býður upp á fjöl- breytt landslag sem gleður auga ferðamannsinsi og ekki síst í sól og yi. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDURJ. MAGNÚSSON, Bólstaðarhlíð 16, lést fimmtudaginn 21. júni. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Halldóra Magnúsdóttir, Megnea Guðmundsdóttir, Jóhann Gilbertsson, Svala Guðmundsdóttir, Már Hólm og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJARNI EINARSSON frá Varmahlíð, Furugrund 68, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. María Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Arndís Bjarnadóttir, Pétur Már Pétursson, Einar Sigurjón Bjarnason, Elín Þóra Sverrisdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Páll R. Guðmundsson, Ásmundur Bjarnason, Jóhanna Walderhaug, barnabörn og systkini hins látna. ttiy lt.SHifJfXM u 1 i I i ) i . ‘ + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÞORSTEINSSONAR frá Hallgiisstöðum á Langanesi. Helga Gunnlaugsdóttir, Jörgen Þór Haildórsson, / Halldóra Halldórsdóttir, Jóhanna Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Arnþrúður Halldórsdóttir, Þorsteinn Halldórsson, Stefania Halldórsdóttir, Daníel Halldórsson og barnabörn. Hrefna Kristbergsdóttir, Baldur Sigfússon, Sigurður Skúlason, Anna Kristfn Björnsdóttir, + Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýiiduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HELGU TÓMASDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavik, áður til heimilis á Digranesvegi 62, Kópavogi. Við þökkum jafnframt alla hjúkrun, umhyggju og alúð sem henni var sýnd. Árni Kr. Hansson Björg Árnadóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Ragnheiður Árnadóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. witMwfTOwwmintiimf wMgnmimiiititf»nrBnW r -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.