Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Esso-mót KA: Prúðasta liðið í fyrra stefiiir að sigri núna „VIÐ stefnum auðvitað að því að vinna mótið,“ sögðu krakkarnir úr Huginn á Seyðisfirði, en þau taka þátt í Esso-móti KA. A mótinu í fyrra urðu þau í 9. sæti. Mótið hófst á fimmtudag og því lýkur í dag. Þetta er stærsta mót sem lialdið er í einum aldursflokki hér á landi, en þátttakendur og starfsmenn eru um 800. Tíu krakkar komu frá Seyðisfirði til að spila á mótinu, þau höfðu leikið tvo leiki þegar spjaliað var við þau í gær, báðir leikirnir voru við Reykjavíkurlið. Huginn vann Fram 1:0 og gerði jafntefli við Þrótt 2:2. „Við stefnum að því að vinna stóran sigur á þeim liðum sem við eigum eftir að spila við,“ sögðu krakkarnir glaðbeittir, en m.a. áttu þeir eftir að leika gegn Leikni frá Reykjavík og Völsungi frá Húsavík. í liði Hugins eru tvær stúlkur og einnig er stúlka með í liði Völs- unga, en í öðrum liðum eru einung- is strákar, að sögn leikmanna Hug- ins. Á síðasta móti hlaut lið Hugins bikar fyrir prúða framkomu. „Við vorum prúðasta liðið í fyrra og við höfum mikinn hug á að verða það líka á þessu móti. Því miður erum við búin að fá eitt gult spjald, en fengum ekkert í fyrra, það er dá- lítið óheppilegt." Alls taka 52 lið þátt í mótinu og leiknir verða 152 leikir á fjórum völlum. Þórsarinn Rúnar Freyr um það bil að skora fyrsta marks Þórs af þremur í leik gegn Breiðablik frá Kópavogi í gær, en leiknum lauk með sigri Þórs 3 mörk gegn 1. En á myndinni efst til vinstri eru leikmenn Hugins frá Seyðisfirði, í efri röð frá vinstri: Jóhann Steinar, Páll Sigurgeir, Reynir Logi og Hjalti Þór og í neðri röðinni eru, Davíð, Hrönn, Heimir og Gunnar Axel, en á myndina vantar þau Einar og Kolbrúnu Láru. Kaupfélag Eyfirðinga á Dalvík: 7 0 ára af- mælisveisla Dalvík. í TILEFNI af 70 ára afmæli Úti- bús Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík var viðskiptavinum félags- ins boðið til grillveislu fyrir skömmu. Starfsmenn Svarfdæla- búðar, verslunar kaupfélagsins, kveiktu upp í stóru útigrilli og steiktu þar svínakjöt og pylsur og jafnframt gátu menn gætt sér á fiski frá frystihúsi félagsins. Útibú Kaupfélags Eyfirðinga hóf formlega starfsemi sína árið 1920 og fyrsti útibússtjórinn var Jóhann Jóhannsson í Sogni á Dalvík. Eins og víðar í plássum út um land varð kaupfélagið fljótlega stærsti verslun- ar- og atvinnurekandinn á staðnum og er svo enn. Félagið hefur í tímans rás aukið mjög umsvif sín á Dalvík og rekur þar stóra matvöruverslun, útgerð og fiskvinnslu og marghátt- aða þjónustustarfsemi. Miklar breytingar hafa drðið á starfsemi félagsins á þessum árum og hefur áherslan færst frá landbún- aði yfir til sjávarútvegs. Félagið hef- ur um langt skeið verið hjluthafi í Útgerðarfélagi Dalvíkinga ásamt Dalvíkurbæ, en nú hefur verið geng- ið _svo frá að félagið kaupi allan hlut í Útgerðarfélaginu. Útibússtjóri Kaupfélags Eyfirð- inga á Dalvík er Rögnvaldur S. Frið- björnsson. Fréttaritari Sumarhús f Hrfsey Til leigu er sumarhús í Hrísey frá 4.-11. ágúst. Upplýsingar í síma 96-61745. 20 milljóna króna hagnaður hjá Sæplasti: Hlutafé verður aukið og það boðið á almennum markaði Margar gerðir Sýnd á Seltjarnarnesi v/Bygggarða. Sýningarhús okkar til sölu og afhendingar í lok júlí. Fullbúið hús á mjög góðu verði. Allar upplýs- ingar ísímum 91-612400 og 96-26449. Söluaðilar: Lundi hf., BYNOR, Bygggörðum 7, Seltj. Sími612400. Akureyri. Sími 96-26449. Opið um helgina frá kl. 14.00-17.00 og næstu helgar Útflutningur kara hefur aukist um nær helming frá síðasta ári Dalvík MJÖG góð afkoma varð af rekstri Sæplasts hf. á Dalvík á síðasta ári. Þrátt fyrir að framleiðsla fyr- irtækisins liafi verið heldur minni en árið 1988 varð rekstrarhagnað- ur þess um 20 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins þess efn- is, að opna það og jafnframt að auka hlutafé í félaginu um 19 millj- ónir króna og bjóða það út á al- mennum markaði. Sæplast hf. framleiðir fiskikassa og bretti úr plasti og hefur verið starfrækt á Dalvík frá árinu 1984. lljá fyrirtækinu störfuðu að meðal- tali 19 starfsmenn á síðastliðnu ári og 9 starfsmenn á Akureyri, en þar starfrækli fyrirtækið húseininga- framlciðslu, svonefndar Barkar-ein- ingar. Á síðasta ári seldi Sæplast þessa verksmiðju ásamt tækjum og búnaði til Yl-eininga hf. í Biskups- tungum og eignaðist jafnframt þriðj- ung hlutafjár í því fyrirtæki. Á þessu ári keypti félagið Plast- Áshildur Haraldsdóttir ílautu- leikari og Love Derwinger halda tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri næstkomandi mánu- dag, 9. júlí kl. 20.30. Á tónleikunum verður flutt frönsk tónlist fyrir flautu og píanó, sem þau munu leika inn á geisla- disk í Svíþjóð innan skamms. Leik- in verða verk eftir Fauré, Gaubert, Dutilleux, Poulenc og Doppler, en Kristín Guðmundsdóttir kemur Pétur Reimarsson, framkvæmda- sljóri Sæplasts hf., og Friðrik Vilhelmsson, verkstjóri. einangrun hf. á Akureyri sem fram- leitt hefur trollkúlur og fiskikassa og hyggst nú flytja þá verksmiðju til Dalvíkur smám saman í húsnæði fyrirtækisins þar. í samtali við Morg- fram sem gestur í því verki sem er fyrir tvær flautur og píanó. Áshildur lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og hef- ur síðan numið í Boston og í New York, hún hefur komið fram á fjölda tónleika innanlands sem utan og unnið til fjölda verðlauna. Love Drewinger er fæddur í Svíþjóð, hann lauk einleikaraprófi frá tón- listarakademíunni í Stokkhólmi og hefur komið.fram ^em einleikari og undíríeikari víðá. unblaðið sagði Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Sæplast, að stefnt væri að því að flytja framleiðslu kúlnanna nú í haust til Dalvíkur, en ekki væri enn ljóst hvert framhaldið yrði á um framleiðslu fiskikassanna. Það mál væri enn í athugun. Jafn- framt væri verið að skoða hvort hægt yrði að hefja framleiðslu á síldartunnum sem Plasteinangrun hafði hafið framleiðslu á, en bæta þyrfti út tækjakosti ef það ætti að vera mögulegt. Góðar horfur eru á rekstri Sæ- plasts á þessu ári því á fyrri helm- ingi ársins hefur orðið nokkur aukn- ing í framleiðslu. Munar þar mestu um framleiðslu á markaði erlendis, en útflutningur á körum hefur aukist um nær helming frá síðasta ári. Á aðalfundi félagsins voru sam- þykktar breytingar á samþykktum félagsins þess efnis að opna félagið í samræmi við breytingar á lögum um hlutafélög. Þetta þýðir að engar viðskiptahömlur verða lagðar á með- ferð hlutabréfa í félaginu milli íslenskra aðila og forkaupsréttar- ákvæði félagsins og hluthafa eru afnumin. Þá var samþykkt tillaga þess efnis að ekki þurfi lengur sam- þykkt hluthafafundar til kaupa og sölu fasteigna eða annarra meirihátt- ar ákvarðana heldur séu slíkar ákvarðanir teknar af stjórn félagsins á hverjum tíma. Á fundinum var borin upp tillaga þess efnis, að gefa út jöfnunarhluta- bréf af áður útgefnum bréfum og jafnframt að auka hlutafé með út- gáfu nýrra hlutabréfa í 50 milljónir króna. Hugmyndin er að bjóða nýtt hlutafé á almennum hlutafjármark- aði. Ný stjórn var kjörin en formaður stjórnar er Matthías Jakobsson og framkvæmdastjóri Pétur Reiniars- son. Fréttaritari Frönsk tónlist fyrir flautu og og píanó í Tónlistarskólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.