Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Röng atvinnustefiia eftir Kristínu Einarsdóttur Á síðasta degi Alþingis í vor var samþykkt frumvarp um breytta virkjanaröð, heimild fyrir nýjum virkjunum og stækkun annarra. Frumvarpið er flutt „til þess að greiða fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi" eins og segir orðrétt í athugasemdum með frum- varpinu. Það er því hluti af stærra máli, byggingu nýs risaálvers hér á landi. Um árabil hafa ráðamenn verið uppteknir af því að það eina sem bjargað gæti íslensku efnahags- og atvinnulífi væri bygging nýs álvers. Fullvíst er að þeim fjármunum sem ætlunin er að eyða_ til þessara stór- framkvæmda af íslendinga hálfu væri betur varið til atvinnuupp- byggingar á öðrum sviðum. Álver það sem nú eru hugmyndir um að byggt verði hér á landi veitir aðeins rúmlega 660 manns atvinnu þegar byggingaframkvæmdum er lokið. Slík uppbygging er því ekki lausn til að tryggja atvinnu á næstu árum. Gert er ráð fyrir að álver muni kosta um 50 milljarða króna og virkjanir því tengdar í kringum 40 milljarða. Þarna er því gert ráð fyrir óhemju fjárfestingu fyrir hvert starf. Ovíst um markað fyrir orkuna Lögin um raforkuver vegna væntanlegrar álbræðslu gera m.a. ráð fyrir að þegar í sumar verði ráðist í undirbúning og fram- kvæmdir fyrir 300 milljónir króna. Það er mjög óskynsamlegt að veija enn meiri fjármunum í virkj- anaundirbúning og framkvæmdir án þess að tryggt sé að hægt verði að selja orkuna og þá fyrir verð sem skilar einhveijum hagnaði til lengri tíma litið. Á þeim tíma sem frum- varpið var lagt fyrir Alþingi lá ekk- ert fyrir um hvort um samninga verður að ræða milli Landsvirkjunar og erlendu álfyrirtækjanna og hafa komið fram sterkar efasemdir frá aðilum sem til þekkja um að samn- ingar takist. Opinber stuðningsadili HM 1990 Philips sér um lýsinguna l rsxm HAMBOBGARI diúpst. FISKUR -. MÍNUTUS* TfclK Staðsetning í höndum útlendinga Um staðsetningu álversins hafa aðallega þrír staðir verið nefndir: Eyjafjörður, Reyðarfjörður og Keil- isnes á Reykjanesi. Það hefur verið lagt í hendur erlendu aðilanna hvar á landinu verksmiðjan skuli stað- sett. Slíkt er með öllu fráleitt. Ef á annað borð á að byggja hér álver á það að vera í höndum íslendinga að ákveða staðsetningu sem og aðrar grundvallarforsendur sem því tengjast. Álver er engin lausn Bygging 200 þúsund tonna ál- vers með öllu sem því fylgir mun hafa veruleg áhrif hér á landi þótt ekki séu allir sammála um hver þau verða. Reiknimeistarar ríkisstjórn- arinnar hafa komist að því að álver muni auka hagvöxt á mælikvarða landsframleiðslu um 1% á ári næstu árin. Ýmislegt er vert að athuga í þeim útreikningum. Óeðlilegt er að taka með í reikninginn vexti og arðgreiðslur sem fara til erlendra aðila eins og gert er í þessum út- reikningum. Ef tekið er tillit til þessara þátta verður hagvöxtur mun minni. Ekki er heldur gerð nein tilraun til þess að meta hvaða áhrif það hefði að hliðstæð fjárfest- ing færi til íslenskrar atvinnustarf- semi. Ekki er tekið tillit til áhrifa á umhverfið og félagslegrar röskun- ar við útreikninga á slíkum þjóð- hagsstærðum. Aukning í hagvexti er því slæmui' mælikvarði á hag fólks og velferð sem og áhrif á umhverfi þegar til lengri tíma er litið. Töfrabrögð reiknimeistaranna í umræðum á Alþingi og í fjöl- miðlum hefur það verið notað til að sannfæra fólk um ágæti og nauðsyn þess að reisa hér álver að hvert tonn af áli skili jafnmiklu til þjóðarbúsins og hvert tonn af þorski. Þessi fullyrðing sýnir hve auðvelt er að beita töfrabrögðum með tölum til að slá ryki í augu fólks. Það er erfitt ajð sjá hvaða tilgangi það á að þjóna að seija fram svo villandi fullyrðingar. Út- reikningar Þjóðhagsstofnunar sýna að hreinar gjaldeyristekjur eru tvö- til þrefalt meiri af þorsktonni en áltonni. Þó eru ekki teknir inní það dæmi vextir af innlendri ijárfest- ingu sem á uppruna í erlendum lán- um og er því Ijóst að hlutfallið milli þorsktonns og áltonns er enn hærra ef þessar forsendur væru teknar inní dæmið eins og eðlilegt væri. Fresta öðrum framkvæmdum Reikna má með að um helmingur fjárfestingar vegna nýs álvers verði af innlendum toga eða u.þ.b. 45 milljarðar. Ef ekkert er að gert mun sú fjárfesting hafa í för með sér röskun og verðbólgu. Til að draga úr þenslu hefur verið talað um að draga úr framkvæmdum hins opin- bera meðan á stóriðjuuppbyggingu stendur. Virðist þá helst litið til vegagerðar, byggingarfram- kvæmda og framkvæmda sveitarfé- laga í því sambandi. Engin áætlun liggur þó fyrir um hvernig þetta dæmi á að ganga up. Aukin stóriðja mun auka skulda- söfnun okkar erlendis en nú nema erlendar skuldir um helmingi af landsframleiðslunni. Raforkuverð Gert er ráð fyrir að selja 2.800 gígawattstundir af raforku til 200 þús. tonna álvers. Nær útilokað er fyrir Alþingi að meta hvort hægt verður að standa við ákvæði 13. greinar laga um Landsvirkjun ef af sölu á raforku verður til nýs ál- vers. Þar er kveðið á um að orku- sölusamningar við iðjuver til langs tíma megi ekki valda hærra orku- verði til almenningsveitna en ella hefði orðið. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir til iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar var iðnaðarnefnd Alþingis ekki veittur 'sá trúnaður meðan unnið var að málinu á Al- þingi að hún fengi þær upplýsingar sem gerði henni kleift að meta þetta atriði. Óljósar upplýsingar eru gefn- ar um að sala á raforku „gerði gott betur en að standa undir flýt- ingarkostnaði vegna virkjana“, sem og að verð til almennings verður ekki hærra en ella hefði orðið. Á grundvelli svo óljósra upplýsinga er ekki hægt að gera sér grein fyr- ir hvort fyrir raforku frá virkjunum sem verið er að veita heimildir fyr- ir fáist viðunandi verð. Sveiflukennd viðmiðun • Gert er ráð fyrir að orkuverð til nýs álvers verði tengt veríh á áli. Því fylgir veruleg áhætta. Á und- anförnum árum hefur verð á áli sveiflast mjög. Ef slíkar sveiflur verða álíka og verið hefur munu tekjur af orkusölu verða mjög breytiiegar milli ára og líklegt að um verulegt tap verði að ræða um lengri eða skemmri tíma. Þegar haft er í huga að eftir byggingu 200 þús. tonna álvers yrðu rúmlega 60% af orkusölu Landsvirkjunar tengd verði á áli er ljóst að verið er að taka mjög mikla áhættu með því að tengja svo stóran hluta ra- forkusölunnar við álverð á heims- markaði. Enn meiri áhætta verður tekin ef áform um byggingu 400 þús. tonna verksmiðju verða að veruleika, en þá má búast við að yfir 70% af raforkusölu verði til álframleiðslu. Það getur því lent óþyrmilega á almennum raforku- notanda ef verð á áli helst lágt um langan tíma á heimsmarkaði. Minnkandi eftirspurn eftir áli Á síðustu mánuðum hefur orðið sú jákvæða þróun að líkur hafa aukist verulega á afvopnun og þar með muni draga verulega úr fram- leiðslu hergagna. Það hefur að öll- um líkindum áhrif á álverð. Þess má einnig geta að nýlega bárust um það fréttir að tengsl gætu verið milli Altzheimer-sjúkdómsins og notkunar á álumbúðum fyrir mat og drykkjarvöru. Ef eitthvað er hæft í þessum fréttum má búast við að notkun áls í umbúðir muni dragast verulega saman. Sam- kvæmt upplýsingum fulltrúa Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar er talið að aukning eftirspurnar eftir áli verði ekki síst vegna aukinnar notkunar á áli í umbúðir, sérstaklega fyrir drykkj- arvöru. Greinilegt er því að margir óvissuþættir eru varðandi eftir- spurn eftir áli og um verð á raforku. Þar sem mörgum veigamiklum þáttum málsins er haldið frá Al- þingi er útilokað að gera sér grein fyrir áhrifum á raforkuverð til al- mennings og því er áhætta mikil í þessu máli. Margir óvissuþættir Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Atlantsál-aðil- arnir reisi hér álver eða ekki. Fjöl- mörg atriði eru enn óviss. Áuk þeirrar óvissu sem er álverð sem á að verða grunnurinn að verðlagn- ingu á raforku hefur ekki verið upplýst hvert verði fyrirkomulag skattlagningar fyrirtækisins. Kröf- ur um mengunaivarnir hafa heldur ekki verið ákveðnar og staðarval er enn óljóst. það er því mikill ábyrgðarhluti þegar teknar eru ákvarðanir í tímaþröng um svo mörg og mikilvæg atriði. Hætta er á að staða íslenskra samninga- manna verði veik ef ekki liggur skýrt fyrir hveijar séu grundvallar- forsendur af ísiands hálfu í slíkum samningum. Rangar áherslur Sú stefna í atvinnumálum sem mörkuð hefur verið af hálfu ríkis- stjórnarinnar, er varhugaverð fyrir ísland. Stóriðja svarar einungis að mjög takmörkuðu leyti þörf fyrir fleiri störf og meiri fjölbreytni í atvinnulífi. Hún leysir ekki vanda kvenna sem nú eru atvinnulausar víða um land og eru jafnan fyrst látnar víkja þegar atvinnuleysi seg- ir til sín. Fullvinnsla sjávarafla og iðnaður sem hentar okkar fámenna og við- kvæma landi eru vænlegri kostir en þau stóriðjuáform sem nú er einblínt á. Ferðaþjónusta er einnig vænleg atvinnugrein fyrir okkur. Það verður erfitt að skapa jákvætt viðhorf til íslands sem matvæla- framleiðslu- og ferðamannalands ef ekki verður breytt um stefnu nú þegar. Mengun hefur aukist hér undanfarin ár og nú á að auka þar enn við með mengandi stóriðju. Látið er reka á reiðanum í al- mennum iðnaði hérlendis og hefur Kristín Einarsdóttir „Fullvinnsla sjávarafla og iðnaður sem hentar okkar fámenna og við- kvæma landi eru væn- legri kostir en þau stór- iðjuáform sem nú er einblínt á. Ferðaþjón- usta er einnig vænleg atvinnugrein fyrir okk- ur.“ markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu farið ört minnkandi á kostn- að innflutnings. Fyrir aðeins 15 árum unnu 7 þúsund rnanns við húsgagnaframleiðslu á íslandi. Nú vinna aðeins um 300 manns við þessi störf. Væri ekki eðlilegra að styðja yið bakið á slíkum iðnaði fremur en að kosta til gífurlegum fjármunum fyrir 600 störf við stór- iðju? Stefiiubreytingar er þörf Nú er kominn tími til að snúa við blaði og huga að atvinnustefnu sem hentar okkui' íslendingum. Fullvinnsla sjávarafla og iðnaður sem við höfum vald á ero vænlegri kostir en risaálver. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem hefur vaxið ört á undanförnum árum og getur vax- ið enn _ef rétt er á málum haldið. Bragi Árnason prófessor hélt ný- verið erindi á Ákureyri þar sem hann sagði frá möguleikum á vetn- isframleiðslu hér á landi. Vetnis- framleiðsla er ekki mengandi og brennsla þess veldur ekki þeim skaða sem brennsla annarra orku- gjafa gerir. Það er því fyllsta ástæða fyrir Islendinga að líta frek- ar til slíkra kosta en til mengandi stói'iðju eins og ráðamenn gera nú. í þessari grein hdf ég tekið fyrir nokkra þætti varðandi byggingu nýrrar álbræðslu hér á landi. Einn veigamikinn þátt fjalla ég þó ekki um en það eru umhverfismálin. Þau mun ég fjalla um fljótlega á síðum Morgunblaðsins. Ilöfunilur er þingmaöur K vennalis lans í Reykja vík. rfötuð SAMIOKA —?75. t«r/- CocKtailsósa -- l/2sK.R*ansRar Graenmeti _— PEPSI d6s ---- Stykkishólmur: A kristilegii móti í Vatnaskógi Stykkishólmi. KRISTILEGT mót var haldið í Vatnaskógi um sl. mánaðamót og eins og oft áður brá fréttarit- ari Morgunblaðsins sér þangað ásamt konu sinni. Þetta voru dýrðardagar bæði að eíhi og veðri til og fjöldi manns tók þátt í samkomunum og hver maður naut þess virkilega. Vatnaskógur er þægilega úr þjóðbraut og þar er sannarlega frið- ur og ró. Svefnskálar og tjaldstæði er þar nægilegt og svo er ekki langt að fara niður á Ákranes eða í Ól- ver; sem þó nokkrir gerðu. Á þessu móti voru margir fyrir- lesarar og mikill söngur. Verulega uppbyggjandi hverri sál er þar mætti. Kristniboðsvinir háfa mörg und- anfarin ár rekið kristniboðsstöðvar 1 Afríku og ótrúlegur ávinningur náðst, bæði í fræðslu og kristni- boði. Skólar rísa þar upp hver af öðrum í takt við kennslu hér á Norðurlöndum. Og það fer ekki á milli mála að Drottinn blessar þessi samtök og gefur mikinn árangur. Arni Sigurjónsson við hljóðfærið. Starfið er borið uppi af áhugamönn- \um sem fá svo að sjá árangurinn í björgun og upplýsingu til manna. Árni Siguijónsson hefur á um 53 slíkum mótum verið söngstjóri Morgunblaðið/Arni Holgason ogi innt mikið sjálfboðaliðastarf af hendi. Þótti fréttaritara rétt að taka af honum mynd við hljóðfærið, sem og samkomugestum. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.