Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 Eftir tvo kalda daga hafa veðurguðirnir snúist á sveif með mótsgestum og fór vel um fólkið í brekkunni þegar kynbótahrossin voru sýnd í sól og blíðu. Alþjóðamótið á Vindheimamelum: Sigurbjörn í úrslit með kvennaskara ÚRSLIT í forkeppni á alþjóða íþróttamótinu hér á Vindheima- melum urðu þau að í fimmgangi varð efstur Piet Hoyos, Aust- urríki, á Vaski, með 61 stig. Ann- ar varð Guðni Jónsson, íslandi, á Svart, með 57,40, þriðji Ulf Lind- gren, Svíþjóð, með 56,40 stig, fjórða Marjolyn Strikkers, Hol- landi, á Neptúnus, með 53,40, og í fimmta sæti Walter Feldmann jr., Þýskalandi, á Sól, með 52,40. í fjórgangi varð stigahæst Ann Passanante, Bandaríkjunum, á Kulda, með 53,21, önnur Unn Krog- hen, Noregi, á Stjarna, með 51,51, þriðji Sigurbjörn Bárðarson, íslandi, á Krumma, með 50,49, ijórða Maaike Burggrafer, Hollandi, á Glym, með 48,28. Jafnar í fimmta sæti urðu Sandra Schutzbach, Þýskalandi, á Sörla, og Helene Nilsson, Svíþjóð, með 42,50 stig. Þessir keppendur mæta í úrslitakeppni í dag. Það vekur athygli að Sigurbjörn verður þarna einn í úrslitum með kvennaskara. Slembilukka að eignast svona hest - segir Jón Karlsson eigandi Þokka frá Garði ÞAÐ fór kliður um áhorfendabrekkuna á Vindheimainelum á fóstu- daginn þegar stóðhesturinn Þokki frá Garði var sýndur þar með afkvæmum. „Hann Jón hefur gert ótrúlega hluti,“ heyrðist í hrossa- ræktarráðunaut sem kynnti hestana og fólkið í brekkunni spurðist íyrir sín á milli um hestinn. Hann virtist ekki mjög þekktur hann Þokki. Og hver er svo þessi Jón, sem hefúr gert ótrúlega hluti? Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Stöðugt flölgar á tjaldstæðunum og ríkir þar sannkölluð Landsmótsstennnning. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum: Toppur frá Ejjólfsstöðum kem- ur ekki fram á iandsmótinu Neisti frá Hraunbæ setti Islandsmet 1300 metra brokki FJOLDI manns fylgdist með þegar kynbótahross voru kynnt í gær. Voru þar sýnd bæði afkvæmahross og einstaklingar. Nokkrum von- brigðum olli að Toppur frá Eyjólfsstöðum kom ekki fram á sýning- unni. Mun ástæðan fyrir Qarveru hans vera „hormónasjokk" eins og Kristinn Hugason ráðunautur orðaði það. Átti hann þá við að hesturinn væri orðinn ólmur af langri íjarveru fi-á hinu kyninu. „Það er slembilukka að eignast svona hest,“ sagði Jón Karlsson bóndi á Hala í Djúpárhreppi í Rang- árvallasýslu þegar hann spjallaði við blaðamann stuttu eftir sýning- una. „Það er nokkuð langt síðan ég hef séð sum afkvæmin og það kom jafnvel sjálfum mér á óvart hvað þau voru jöfn og góð. Viðtök- ur áhorfenda voru mjög góðar enda heyrist strax hvort þeim líkar vel við hestana." Leiðin að þessu markj hefur ver- ið grýtt. Jón var ákveðinn að kaupa sér stóðhest árið 1980. Hann frétti af Þokka þegar hann hafði verið sýndur ijogurra vetra gamall í Skagafirði. Hesturinn komst ekki inn í ættbók og í umsögninni um hann var tekið fram að hann væri talinn óæskilegur til undaneldis. „Ég keypti hestinn óséðan," sagði Jón; „og fékk hann þarna um haustið. Eg vildi endilega reyna að koma honum í ættbók og lét sýna hann vorið eftir. Ekki gekk það þá og hann komst ekki í ættbók fyrr en 1986. Ég var orðinn ragur við að reyna meira en fékk hann sýnd- ann á Stóðhestastöðinni 1989 og þá fékk hann 7,96.“ Jón sagði að það þýddi ekkert fyftr hrossaræktendur að hlaupa á eftir öllu sem þeir heyra. „Maður verður að sjá og hlusta og vinna úr þeim upplýsingum sjálfur. Ég átti um 20 hryssur, allar ótamdar. Þær eru flestar frá Hala þannig að ég þekki ættina. Mér finnst nauð- synlegt að eiga stóðhest sjálfur og þrátt fyrir að Þokki hafi verið van- metinn í upphafi sá ég strax hvað fyrstu folöldin voru áberandi falleg og gjörólík fyrri folöldum hjá mér. Hann hefur breytt geysilega miklu í minni hrossarækt. Eg get fullyrt að það hefur ekki brugðist hross undan honum. Maður situr ekki uppi með afkvæmi Þokka því auð- velt ér að selja þau.“ Þegar Jón var spurður um helstu kosti Þokka sagði hann að hestur- inn væri ákaflega næmur, ljúfur og kjarkaður. „Þegar ég kom á bak honum fyrst 5 vetra gömlum fann ég hvað hann var jafnvígur á allan gang. En ég hef ekkert oft komið á bak hestinum. Ég hef oft sagt það, ef ég er spurður hvort ég sé hestamaður, að ég geti setið hest og riðið hratt. En maður er fljótur að finna hvort maður situr miðl- ungshest eða gæðing." - Heldur þú að þú eigir eftir að temja meira af þínum hrossum eft- ir þennan góða árangur Þokka nú? „Já ég er sannfærður um að svo verður. Það er nauðsynlegt að þekkja hrossin vel.“ - Þokki er greinilega í tísku núna. Hverjar verða vinsældir hans eftir tvö ár? „Það er nauðsynlegt að sýna stóðhesta oft því annars gleymast þeir ótrúlega fljótt." Jón er fjárbóndi og lutnn var spurður hvort hann teldi að hann gæti lifað af hrossarækt. Hann sagði að margt þyrfti að breytast til þess að svo gæti orðið. Til dæm- is verðlagning á hrossum. Það þyrfti að verðleggja þau eftir því hvað búið væri að kosta miklu til þeirra, t.d. fóðrun, tamningu, o.fl. Verð á hrossum hafi nánast staðið í stað um tíma, þó nú væru aftur farnar að heyrast hærri tölur. Þó er hrossaræktin sífellt stærri þáttur í hans búskap. - En þótti Jóni ekki spennandi að í'ylgjast með Þokka á mótinu? „Auðvitað er það gaman. Það er spennandi að standa í þessu og hrossarækt yfirleitt. Það skemmti- legasta við hana er hvað maður kynnist góðu fólki í sambandi við þetta allt. Það er alltaf gaman þegar geng- ur vel en maður má ekki ofmetn- ast. Það er nauðsynlegt að taka bæði gleði og sorg. Oneitanlega sárnar manni þegar hestur er van- metinn og þó það sé verra að þurfa að byija frá grunni, er það skemmti- legra. Sigurinn er stærri og fólk er þá ánægðara þegar upp er stað- ið.“ Af þessum sökum mun Toppur ekki koma fram á landsmótinu en búist hafði verið við að hann yrði ein af stjörnum mótsins. Af af- kvæmahestunum vakti frammi- staða Þokka 1048 frá Garði og af- kvæma hans mesta hrifningu áhorf- enda. Tókst kynbótasýningin mjög vel og ljóst að margt góðra kynbóta- hrossa er hér á mótinu. Hrossin verða sýnd aftur í dag og verður þá dómum lýst. Þegar kynbótahrossin voru dæmd á þriðjudag rugluðust dóm- nefndarmenn á tveimur hestum, þeim Toppi og Mími frá Syðra- Skörðugili. Töldu þeir að Toppur væri Mímir og dæmdu hann í þeirri trú. Voru þessi mistök leiðrétt eftir að þau uppgötvuðust. Keppni í yngri flokki unglinga fór fram í gær. Efstur eftir for- keppni er Steinar Sigurbjörnsson, Fáki, á Glæsi frá Reykjavík með 8,98. í öðru sæti er Sigríður Theó- dóra Kristinsdóttir, Geysi, á Fiðlu frá Traðarholti með 8,93. 3. var Guðmar Þór Pétursson, Herði, á Limbó frá Holti með 8,74, 4. var Victor B. Victorsson, Gusti, á Snuð frá Mástungu með 8,65, 5. var Ásta Kristín Briem, Fáki, á Glæsi frá Traðarholti með 8,60, 6. var Hulda Jónsdóttir, Fáki, á Gusti frá Hafnarfirði með 8,60, 7. var Sigríð- ur Pjetursdóttir, Sörla, á Skagfjörð frá Þverá með 8,59, 8. var Svein- björn Sveinbjörnsson, Herði, á Hvelli frá Þórisstöðum með 8,57, 9. var Sigríður Ásta Geirsdóttir, Mána, á Óttari frá Krossi með 8,56, og 10. var Vala Björt Harðardóttir; Funa, á Bleikstjarna með 8,54. Þessir tíu keppendur mæta í úrslit á sunnudag. Undanrásir kappreiða fóru fram í gær og bar þar helst til tíðinda að Neisti frá Hraunbæ, eigandi og knapi Guðmundur Jónsson, bætti þar eldra Islandsmet sitt í 300 metra brokki um 0,16 sekúndur. Brokkaði hann vegalengdina á 30,34 sekúndum. Síðdegis í gær var §öldi móts- gesta kominn yfir níu þúsund og ljóst að stefnir í mjög góða aðsókn. Veður var hið besta í gær, sól og blíða. Að sögn lögreglu hefur mótið farið vel fram í alla staði og áfengis- notkun í góðu hófi miðað við sam- komur sem þessa. í dag hefst dagskrá með móts- setningu klukkan 9, þá verða gæð- ingar kynntir og keppendur í ungl- ingaflokkum. Eftir hádegið verður kynbótadómúm lýst og úrslit kapp- reiða þar á eftir. Urn kvöldið fara fram úrslit í alþjóðlega íþróttamót- inu og töltkeppninni. Dagskráin -endar -svo með kvöldvöku. *U3«kJk) noð&inokhfn jjitisic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.