Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990
'77
29
fclk f
fréttum
ufsreSS
r y*m
m
Þroskaðist um þijú ár
við Islandsdvölina
%
Gabríela Aguilar Escobar, 18
ára skiptinemi frá Mexíkó,
hefur dvalist á íslandi frá því í
ágúst í fyrra, búið hjá fjölskyldu
og gengið í skóla. Árið á íslandi
er án efa eitt hið viðburðaríkasta
í lífi hennar og hefur hún þurft
að takast á við ýmislegt sem hana
óraði aldrei fyrir að hún mundi
upplifa. Fjölskylda Gabríelu í
Mexíkó er mjög auðug og hafði
hún aldrei tekið til hendinni áður
en hún kom hingað. Hér prófaði
hún í fyrsta skipti að btjóta sam-
an fötin sín, þvo þvott, skipta um
rúmföt, taka strætó, elda mat,
vaska upp og fleira og fleira.
Gabríela er hér á landi á vegum
AFS en í upphafi hafði hún engan
hug á að fara til íslands. Hún
sótti um að fara til Bandaríkjanna
eða Kanada og Evrópu hafði hún
til vara, en AFS í Mexíkó sendi
umsóknina hennar til Islands.
Fjölskylda Gabríelu og allir vinir
hennar reyndu að fá hana ofan
af því að fara hingað — allir nema
systir hénnar, sem hvatti hana,
en hún hafði dvalist sem skipti-
nemi t Bandaríkjunum árið áður.
Gabríela lét úrtölur ekki hafa
áhrif á sig þótt hún kviði dvölinni
hér mjög. Hún fékk martraðir og
faðir hennar lét biðja fyrir henni
áður en hún hélt af stað. Hún
hélt að hér væri allt á kaft í snjó
allan veturinn og að húsin væru
óupphituð. Hún kom því vel birg
af hlýjum fötum — tók reyndar
svo mikið með sér að varla var
pláss fyrir það allt saman, enda
herbergið hennar hér á stærð við
fataskápinn hennar í Mexíkó.
Auður og Páil Dungal eru fóst-
urforeldrar Gabríeiu á íslandi.
Dóttir þeirra, María, dvaldist sem
skiptinemi í Bandaríkjunum vet-
urinn 1988-1989 og fannst þeim
hún þroskast mikið við þá dvöl.
Þau vildu prófa að fylgjast með
þroskabreytingu unglings og ák-
váðu að hýsa skiptinema. Þau lásu
sér til um Mexíkó áður en Gabr-
íela kom og komust að því að þau
vissu jafn lítið um Mexíkó og
Gabríeia vissi um ísland áður en
hún kom hingað.
„Mér fannst eins og ég ætti von
á barni,“ segir Auður, „og svo
kom hún pínulítil, skjálfandi og
hrædd.“ Þau segjast dást að
kjarki hennar og að því að hún
skyldi ekki láta kvíðann. og úrtöl-
urnar draga úr sér. í heilan mán-
uð langaði hana að fara heim aft-
ur, svo komst hún yfir það og fór
að lifa sig inn í ísland. Minnis-
stæðust eru Gabríelu þau atvik
sem hafa komið henni mest á
óvart og allt það sem er ólíkast
því sem tíðkast í hennar heimal-
andi. Hún heldur að hún eigi eft-
ir að sakna frelsisins sem hún
hefur notið hér. „Heima þarf
maður að fá leyfi fyrir öllu,“ seg-
ir hún. Hér hefur verið komið fram
við hana eins og hvern annan
íslenskan ungling og þeir vilja nú
helst ekki láta segja sér fyrir verk-
um. Gabríelu líkar vel samheldni
fjölskyldna hér. „Ég hitti foreldra
mína næstum aldrei, ekki einu
sinni á matmálstímum og sjaldn-
ast um helgar. Húsið heima er svo
stórt að þótt þar sé fullt af fólki,
þá eru allir einir. Mér finnst frá-
bært að búa í litlu húsi,“ segir
Gabríela. Til að forðast misskiln-
ing skal þess getið að hús Páls
og Auðar er af íslenskri meðal-
stærð. „Mér fannst gaman þegar
það snjóaði fyrst og þegar ég fór
fyrst í partí.“ Þá upplifði hún það
að ein vinkona hennar vildi koma
með henni á klósettið. Hún varð
óskaplega vandræðaleg og vissi
ekki hvernig hún átti að bregðast
við en nú er hún vön því að stelp-
ur fari saman á klósettið og þyk-
ir það ekkert óeðlilegt. Hún hefur
tekið upp ýmsa aðra íslenska
„siði“ eins og að ganga í fötum
sem eru ekki endilega hennar eig-
in. María á vinkonu sem býr í
næsta húsi og eru þær vanar að
fá lánuð föt hver af annarri. Með-
an blaðamaður var í heimsókn
kom móðir vinkonunnar yfir með
fullt fangið af fötum og spurði
Gabríelu og Maríu hvort þær ættu
ekki eitthvað af þeim. Þar með
fékkst staðfesting á því að þær
„systurnar“ stunda þá iðju í stór-
um stíl, að lána og fá lánuð föt.
Páll og Auður eru sannfærð
um að Gabríela verður mun fær-
ari um að bjarga sér hvar sem er
í heiminum eftir árið hér. Gabr-
íela sannaði það svo fyrir þeim
dvaiist hérlendis í vetur á vegum
AFS og verður þá reynt að utid-
irbúa þá undir það áfall sem þeir
og fjölskyldur þeirra hugsanlega
verða fyrir þegar þeir snúa heim
gjörbreyttir. Það mun sennilega
ekki veita af fyrir Gabríelu að fá
undirbúning og aðstoð en itún
gerir sér fulla grein fyrir því að
það verður ekki auðvelt að taka
upp fyrra lífsmunstur eftir að
itafa kynnst lífinu hér.
Páil og Auður sögðu að það
væri ekki síður lífsreynsla fyrir
ljölskyldu að hýsa skiptinema en
fýrir skiptinemann sjálfan. Það
væri gaman að uppgötva ýmis
smáatriði í hversdagslífinu í gegn-
um nemann, þau upplifðu til dæm-.
is sumarið og hinar björtu nætur
mun sterkar en vanalega vegna
Gabríelu. Þau hafa hvatt vini og
kunningja til að fara að dænti
sínu, en AFS tekur á móti 43
skiptinemum í sumar setn munu
dvelja hér og ganga í skóla næsta
vetur og enn vantar fjölskyldur
fyrir nokkra þeirra. „Fólk heldur
að það þurfi alltaf að vera heima
og passa og ef það vinnur mikið
þá geti það ekki haft skiptinema.
Þó vita allit- að foreldrar sitja
ekki yftr íslenskum unglingum
, V.
Egill Egilsson
Hljómsveitin Risaeðlan leikur í Krókódílakjallaranuin
en á neðri mynd er dansað í takt við tónlistina.
TIMARIT
Kynna 2000
Utgefendur tímaritsins 2000, sem kemur út alveg á
næstunni, efndu til sérstaks kynningarkvölds í Laguna
(Tunglinu) síðastliðið laugardagskvöld. Þótti góð stemmn-
ing í húsinu enda var boðið upp á fjölbreytta skemmtidag-
skrá. Fyrstir lásu Þorsteinn Gylfason, Ivristján Hrafnsson,
Ari Gísli Bragason, Þorri Jóhannsson og Dagur Sigurðar-
son upp ljóð. Þá var sýnt myndband með hljómsveitinni
Pís off Keik. Þar á eftir fór fram tískusýning frá Skaparan-
um og Spútnik og sveit, sem kallar sig Inferno 5, flutti
tónlist. í Krókódílakjallaranum lék Risaeðlan fram eftir
nóttu. Að auki var nokkuð um óvæntar uppákomur. Þeir
sem gefa tímaritið 2000 út heita Þorsteinn Siglaugsson,
Ari Gísli Bragason og Lars Emil Árnason.
Auður, Páll, Gabríela og María.
fyrir nokkrum vikum þegar hún
labbaði sér niður í bæ og fékk sér
vinnu án þess að biðja nokkurn
mann að koma með sér. Það fylgdi
reyndar sögunni að móðir hennar
í Mexíkó myndi sennilega fá
hjartaáfall ef hún vissi að hún
ynni við að bera glös og þvo upp
og það stundum langt fram á
nætur, en eins og áður er komið
fram þá hafði Gabríela varla difið
hendi í kalt vatn áður en hún kom
hingað. Núna hefur hún gaman
af því að vinna heimilisstörf en
hún er t.d. búin að læra að grafa
lax og baka. Hún ætlar að taka
með sér skyr og lakkrís þegar hún
fer héðan en nú fer að styttast í
það. Hún mun fara í ferðalag með
öði'um skiptinemum sem hafa
Morgunblaðið/RAX
sínum á aldrinum 16 til 18 ára
öllum stundum," segir Auður.
Páll sagði að það mætti að sjálf-
sögðu ekki gera of lítið úr þeirri
fyrirhöfn sem því fylgir að hafa
skiptinema en ánægjan sem fæst
á móti sé margföld. „Það verða
bara allir að vera jákvæðir.“ Auð-
ur sagðist hugsa til þess með
stolti að eiga „dóttur“ í Mexíkó
sem hún hefði liaft mikil áhrif á
og komið til nokkurs þroska. Páll
tók svo djúpt í árinni að segja að
Gabríela hefði þroskast um sem
svaraði þremur til fjórum árum á
þessu tæpa ári á íslandi. Gabríela
sagði sjálf að hún hefði örugglega
ekki lært eins mikið ef hún hefði
farið til Bandaríkjanna eins og
hún væri búin að gera á íslandi.