Morgunblaðið - 08.08.1990, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990
-
VEÐUR
FLUGSTOÐ
LEIFS
EIRÍKSSONAR
KEFLAVÍKUR-
FLUGVÖLLUR
Þegar velin varö
bensínlaus reyndi
flugmaðurinn aö
lenda á Reykjanes
braut, en endaöi
flugferöina fyrir
utan veginn.
1000 m
Mbl./KG
Bensínlaus
flugvél skall á
Reykjanesbraut
FERJUFLUGVÉL af gerðinni Aero Commander 690V með tvo menn
innanborðs reyndi nauðlendingu á Reykjanesbraut rétt fyrir ofan
byggðina í Njarðvík um tíuleytið síðastliðið sunnudagskvöld. Vélin
var á leið til Reykjavíkur en varð bensínlaus, þannig að flugmaður-
inn sneri vélinni til Keflavíkur til lendingar þar. Áður en vélin komst
að vellinum missti hún afl og lenti úti í móa, eftir misheppnaða til-
raun flugmannsins til lenda á veginum. Mennirnir sluppu með skrám-
ur.
Vélin var á leið frá Kanada til
Bretlands og hugðist flugmaðurinn
millilenda í Reykjavík. Áður en
þangað kom varð vélin eldsneytis-
laus og var henni þá snúið til
Keflavíkur til lendingar þar.
Flugmaðurinn flaug vélinni yfir
byggðina í Njarðvík í áttina að flug-
braut sem liggur frá austri til vest-
urs. Áður en hún kom að brautar-
endanum missti hún afl og sam-
kvæmt frásögn sjónarvotta gerði
flugmaðurinn þá tilraun til að lenda
á Reykjanesbrautinni. Vélin skall á
veginn, fór yfír hann og endaði úti
í móa skammt frá.
Tveir menn voru í vélinni og
sluppu þeir með skrámur.
Grétar Oskarsson hjá Loftferða-
eftirlitinu segir að rannsókn á or-
sökum slyssins hafi hafist þegar í
stað. Búið sé að safna gögnum
vegna málsins og ljóst að vélin hafí
orðið eldsneytislaus. Ekki liggi hins
vegar fyrir hvernig standi á því og
endanlegar niðurstöður rannsókn-
arinnar muni ekki liggja fyrir fyrr
en eftir tvo til þrjá mánuði.
VEÐURHORFUR í DAG, 8. ÁGÚST
YFIRLIT í GÆR: Mtili ísiands og Noregs er lægðardrag á hreyfíngu
austur og dálítiil hæðarhryggur skammt vestur af landinu fer einn-
ig austur. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er að myndast lægð,
sem mun þokast austnorðaustur á morgun.
SPÁ: Sunnan og suðvestan gola. Skýjað og dáiítil súld suðvestan-
og vestanlands og 10-14 stiga hiti en bjart veður og 15-20 stig í
öðrum landshiutum.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustan átt nokkuð stíf suðvestan-
lands með rigningu eða súld vfða um land, síst á norðausturlandl.
Hiti yfirleitt 10-16 stig, hlýjast norðanlands.
HORFUR Á FÖSTUDAG*. Norðaustan strekkingur og rigning og
fremur svalt á Vestfjörðum en hæg suð- og suðaustanátt með
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Aiskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / » Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•J0° Hitastig:
10 gráður á Celsfus
^7 Skúrir
*
V El
= Poka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j. Skafrenningur
Þrumuveður
Vélin féll 30-40 metr-
um fyrir framan okkur
- segir Guðný Sigfúsdóttir sem var
sjónarvottur að slysinu
GUÐNÝ Sigfúsdóttir og maður
hennar, Grétar Kristjónsson, voru
á ferð eftir Reykjanesbrautinni
þegar bandarísk feijuflugvél af
gerðinni Aero Commander 690V
gerði tilraun til nauðlendingar á
veginum fyrir ofan byggðina í
Njarðvík. Vélin skall á veginn 30
til 40 metrum fyrir framan bíl
þeirra.
Guðný og Grétar óku éftir Reykja-
nesbrautinni þegar þau sáu flugvél-
ina koma fljúgandi yfir byggðina í
Njarðvík. „Við tókum eftir því að hún
flaug lágt og á lítilli ferð,“ segir
Guðný. „Þá hallaði hún eins og flug-
maðurinn ætlaði að beygja til hægri
inn á veginn. Það mistókst og véln
skall á veginn 30 til 40 metrum fyr-
ir framan okkur og kastaðist út í
móa vestan við veginn.“
Guðný segir að þau hafi stöðvað
bílinn þegar í stað og hlaupið í áttina
að flugvélinni. Nánast samstundis
hafi annar flugmannanna komið út
og verið ómeiddur að sjá en hinn
hafi komið út skömmu síðar. Sá hafi
verið með einhverjar skrámur og
virst örlítið vankaður.
Árásarmaður ófundinn
Maður á þrítugsaldri ruddist
inn á heimili 77 ára gamallar
konu við Dalbraut á mánudag,
sló hana í andlitið og ógnaði
henni. Konan var talin kinnbeins-
brotin.
Árásarmanninum er lýst svo að
hann sé á þrítugsaldri, grannvax-
inn, rúmlega meðalmaður á hæð,
dökkhærður og dökkklæddur. Hann
var ófundinn í gær.
Konan var flutt á slysadeild þar
sem gert var að sárum hennar.
Talið var hugsanlegt að hún hefði
kinnbeinsbrotnað.
Sigrún Á.
Eiríks-
dóttirlátin
SIGRÚN Á. Eiríksdóttir, ekkja
Páls ísólfssonar tónskálds, lést í
gær, 79 ára að aldri.
Sigrún fæddist 2. júní 1911 á
Þykkvabæjarklaustri. Foreldrar
hennar voru Rannveig Jónsdóttir
og Eiríkur Ormsson rafvirkjameist-
ari. Hún fluttist með foreldrum
sínum til Reykjavíkur árið 1918,
og bjó þar síðan.
Sigrún hlaut hefðbundna skólá-
göngu og gekk meðal annars í
Kvennaskólann í Reykjavík. 1933
giftist hún Heinrich Durr rafmagns-
verkfræðingi og eignuðust þau
þijár dætur. Þau slitu samvistum.
Ferjuflugvél af gerðinni Aero
Commander 690V gerði tilraun
til nauðlendingar á Reykjanes-
braut á sunnudagskvöldið. Það
mistókst, vélin skall á veginn en
endaði utan vegar.
Sigrún Á. Eiríksdóttir
Á stríðsárunum rak Sigrún barna-
fataverslunina Tröllafoss í
Reykjavík.
Sigrún giftist Páli ísólfssyni tón-
skáldi árið 1947 og eignuðust þau
eina dóttur. Páll lést 1974.
/ DAG kl. 12.00
>f** VEÐUR VÍÐA UM HEIM hftl veéur Akureyri 11 léttskýjað Reykjavflc 12 skýjað
Bergert Heisinki Kaupmannaltöfn H! 19 eo skúr téttskýjað skýjað
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 1*! rigning
Ósló íii: ð
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Þórehöfn m suW
Algarve m heiðskírt
Amsterdam m skýjaft
Barcelona 33 mistur
Berlfn 20 hálfskýjað
Chicago 12 léttskýjaft
Feneyjar 11 alskýjað
Frankfurt 19 léttskýjað
Qlasgow 1B úrkomafgrermd
Lbs Palmas m: heiðskírt
London 20 skýjað
LosAngeles 20 hálfskýjað
Lúxemborg 17 skýjaft
Madrid 27 heiðskírt
Malaga 28 mistur
Mallorca 30 skýjað
Montreal 18 rigning
NewYork Orlando 24 þokumóða vantar
Parts . 21 skýjað
Róm 29 þokumöða
Vín 17 rigning
Washíngton 21 skýjað
Winnipeg 17 léttskýjað