Morgunblaðið - 08.08.1990, Page 20

Morgunblaðið - 08.08.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 „Slysaskattur“ orð- inn að veruleika eftir GeirH. Haarde Eflaust hafa margir orðið undr- andi á að sjá á skattseðli sínum að nú er lagt á að nýju sérstakt gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, kr. 3.160 á hvern mann á aldrinum 16-70 ára. Nefskattur þessi var lagður á fyrir nokkrum árum en innheimtu hans og þriggja annarra smáskatta (sóknargjalds, kirkju- garðsgjald og sjúkratrygginga- gjald) hins vegar hætt þegar upp vartekin staðgreiðsla skatta. í stað- inn var innheimtuhlutfallið í stað- greiðslu hækkað sem þessum gjöld- um nam. Smágjöldin þóttu passa illa inn í staðgreiðslukerfið og það var þáttur í þeirri umfangsmiklu einföldun skattkerfisins sem sam- þykkt var á Alþingi vorið 1987 að fella þau niður. Núverandi ríkisstjórn og þing- meirihluti hennar hafa hins vegar tekið þennan skatt upp að nýju án þess að lækka staðgreiðsluhlutfallið á móti. Peningar í Framkvæmda- sjóðs aldraðra eru því innheimtir tvívegis, annars vegar í gegnum staðgreiðslukeríið og hins vegar með hinum nýja skatti, 230 milljón- ir á hvorum stað samkvæmt fjárlög- um, alls 460 milljónir króna. Hins vegar ákvað ríkisstjórnarmeirihlut- inn á Alþingi í fjárlögum og fjáraukalögum fyrir þetta ár að af þessum peningum skyldu aðeins 197 milljónir króna renna í Fram- kvæmdasjóðinn. Afganginn hirðir ríkissjóður til annarra nota. Svikamylla í nafni aldraðra Ég hef í þingræðu leyft mér að kalla þetta athæfi svikamyllu og fjárplógsstarfsemi á baki gamla fólksins i landinu í skjóli þess að allur almenningur vill Fram- kvæmdasjóðnum vel og gerir sér grein fyrir mikilvægi þeirra verk- efna sem hann vinnur í þágu aldr- aðra. Við Þórhildur Þorleifsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir fluttum frumvarp á síðasta vetri um að horfið yrði frá nefskattinum en Framkvæmdasjóðnum tryggðar ör- uggar tekjur af staðgreiðslufénu einu saman. Þessu frumvarpi vísaði stjórnarliðið til ríkisstjórnarinnar en greinilega með slæmri samvisku því í nefndaráliti stjórnarliða var prent- aður orðrétt upp rökstuðningur úr greinargerð frumvarpsins þótt síðan væri lagt til að frumvarpinu skyldi vísað frá. í greinargerðinni var m.a. bent á eftirfarandi: Með því að taka einn hinna gömlu smáskatta upp í tengslum við samþykkt nýrra laga um málefni aldraðra er gefið for- dæmi fyrir frekari beitingu þeirra án þess að staðgreiðsluhlutfallið lækki á móti. Með þessu er grafið undan framkvæmd staðgreiðslunn- ar sem hefur það að markmiði að sem flestir gjaldendur séu jafnan skuldlausir við ríkissjóð. Tilkoma hins nýja nefskatts gerir það að verkum að enginn gjaldandi verður skuldlaus og senda þarf öllum rukk- un fyrir gjaldinu eftir á. Allir smá- skattár og fráhvarf frá samtímainn- heimtu skatta gerir framkvæmd staðgreiðslunnar erfiðari og mun auka fjölda þeirra gjaldenda sem ekki eru gerðir upp að fullu í stað- greiðslunni. Undir þessi sjónarmið hafði ríkis- skattstjóri áður tekið í umsögn til þingnefndar vorið 1989. Marklaus fyrirheit utanríkisráðherra Hinn nýi nefskattur í Fram- kvæmdasjóð aldraðra var upphaf- lega falinn í lagabálki um málefni aldraðra sem kom til meðferðar á Alþingi vorið 1989. Er það í sjálfu sér ámælisvert að setja ákvæði um nýja tekjuöflun í ríkissjóð í löggjöf um algerlega óskylt faglegt mál- efni. En upphaflega var ætlun ríkis- stjórnarinnar að skattur þessi yrði upp tekinn og lagður á þegar á árinu 1989, þótt lögin um málefni Geir H. Haarde „Með því að taka einn hinna gömlu smáskatta upp í tengslum við sam- þykkt nýrra laga um málefni aldraðra er gefið fordæmi fyrir frekari beitingu þeirra án þess að staðgreiðslu- hlutfallið lækki á móti.“ aldraðra ættu að öðru leyti ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 1990. Þau áform tókst að stöðva á síðustu stundu á Alþingi. Þegar málið var til meðferðar á Alþingi vorið 1989 gekk ég ítrekað eftir því við Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisríkisráðherra að hann tjáði sig um málið. Hann var fjár- málaráðherra um fjórtán mánaða skeið frá júlí 1987 og hefur hvað eftir annað en þó ranglega eignað sér skattbreytingakerfið. Þegar ráðherrann tók loks til máls lýsti hann sig andvígan þessum skatti og sagði að orðið hefði „slys“ við undirbúning málsins. „Það kemur fyrir á bestu bæjum að það verða slys af þessu tagi,“ sagði utanríkis- ráðherra. En þar sem skattheimt- unni yrði frestað til ársins 1990 ynnist tími til að fínna aðra og betri leið til að tryggja Fram- kvæmdasjóðnum tekjur. „Við það vinnst tími til að halda öðruvísi og með traustari tökum á málinu í framhaldinu," sagði ráðherra. Það er skemmst frá því að segja að af hálfu ríkistjómarinnar og stuðningsliðs hennar var ekkert gert í málinu annað en að vísa frum- varpi okkar Þórhildar og Ragnhild- ar frá. „Slysaskatturinn" kom því til framkvæmda 1. ágúst sl. og nemur heildarálagning hans 340 milljónum króna eða mun hærri fjárhæð en íjárlög gerðu ráð fyrir að innheimtist. Þar með rennur enn meira af því skattfé sem fólki er talin trú um að sé ætlað til málefn- is aldraðra beint í ríkissjóð. Um- mæli utanríkisráðherra reyndust innantóm markleysa. Framganga hans og margra annarra stjórnar- liða í þessu máli er hrein hneisa. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja vík. Nýlistasafnið styrkt Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa veitt Ný- listasafninu styrk til kaupa á húseigninni Vatnsstíg 3, þar sem safnið hefur áður haft aðstöðu. Myndin er tekin þegar mennta- málaráðherra afhenti aðstand- endum Nýlistasafnsins sinn hluta styrksins. Á myndinni sem er tekin á tröpp- um Nýlistasafnsins eru t.f.v. Örlyg- ur Geirsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Guð- mundur Ágústsson, bankastjóri ís- landsbanka, Kees Visser, Guðrún Ágústsdóttir, Níels Hafstein, Svav- ar Getsson, Ásta Ólafsdóttir og Ingileif Thorlacius. Álver, byggðaröskun, byggðaþróun, pólitík eftir ÓlafBjörnsson Gamalkunn sjónarmið hafa kom- ið fram í umræðunni um staðsetn- ingu álvers að undanförnu. Pólitík- usarnir okkar hafa engu gleymt og ekkert lært. Ekki virðist um deilt að lang hagkvæmast væri að reisa álver á Keilisnesi, ef Straumsvík er undan- skilin. En nábýli við ísal mun ekki vera á dagskrá. En pólitíkusarnir eru samir við sig þegar Suðurnesin eiga í hlut. Atkvæði þar eru smá og því lítils Nemendur!^ Stórkost/egtti/boð ti/ykkar. J- CST 386 SX tölva. 1. Mb. innra minni. 40. Mb. haröur diskur, 25 ms. 2. samhliðatengi. 1. raðtengi. 1. stýripinnatengi. | 1. "5 1/4 diskadrif. 1. "3 1/2 diskadrif. "14 Einlitaskjár.® (Hægt að fá VGA litaskj MS-DOS 4,01 & GW-BASIC. Kr. 10,500.- Þetta einst&ða verð er í tilefni af 5. ára afmæli Pegasus hf. og gert í samvinnu við P5T. verksmiðjurnar. Tilboðið gildir til 15. ágúst, eða á meðan þetta takmarkaða endist, því er nauðsynlegt að hafa snör handtök og staðfesta pöntun strax. Pegasus hf. Ármú/a 38 /05 fívk. S/mf 9/-6882Z7'. virði og þar með er afstaða þeirra ráðin. Suðurnesjamenn eru mikill minnihluti í stóru kjördæmi. Þeir tilheyra ekki Stór-Reykjavík og því síður blessaðri „landsbyggðinni“. Með þeim þarf ekki að reikna þegar að kosningum kemur. Meirihluti þingmanna situr á þingi í skjóli misvægis atkvæða sem nálgast fyrirkomulagið í Suður- Afríku, sem fordæmt er víðast í heiminum. Stjórnarskrárnefnd skipuð sömu hlutföllum og þingið, hefír verið að „störfum“ í áratugi og engu komið í verk, því öll um- ræðan gengur út á að viðhalda ranglætinu. Hver skiki landsins skal háður því að hafa sína hags- munapotara. í þessum efnum eru allir „landbyggðar" þingmennirnir í einum flokki. Stjómarskrá Krist- jáns 9. láta þeir sér vel líka. í besta falli gætu þeir þvargað um hvort kórónan hans eigi að skreyta Al- þingishúsið eða ekki. Byggðaröskun skal það heita ef reist verður álver á Suðurnesjum, þótt atvinnulíf standi þar nú hvað veikast hér á landi eftir að kvótinn hefir streymt þaðan með hjálp Byggðasjóðs og annarra sjóða sem upp hafa verið fundnir til þess að mismuna þegnunum eftir því hvar þeir em búsettir á landinu. Jafnvel nú, þegar við blasir stór samdráttur á Vellinum, sem öllu hefir átt að bjarga hér, hafa ekki nema einn eða tveir þingmanna okkar haft áræði til þess að veita okkur stuðning opinberlega í þessu álmáli. Þeir sem mestu lofuðu fyrir síðustu kosningar standa svo á móti okkur. Byggðaþróun skal það hins veg- ar heita ef reist yrði álver við Eyja- Qörð eða Reyðarfjörð, sem þýða myndi fjöldaflutninga fólks til þess- ara staða. Væntanlega mest frá Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi er nú þegar hvað mest. Fram- kvæmdum sem em í gangi á Vellin- um lýkur á næstunni og engar framundan. Og síðan frá öðrum hlutum „landsbyggðarinnar“ að sjálfsögðu. Straumurinn á Ólafur Björnsson „Meirihluti þingmanna situr á þingi í skjóli misvægis atkvæða.“ Reykjavíkursvæðið verður sá sami. Fólk mun sækja þangað sem fyrr í opinberar stöður, „menninguna“ og sérhæfðu sjúkraþjónustuna. Ekki virðist um deilt að staðsetn- ing álvers við Eyjaljörð eða við Reyðarfjörð mundi kosta milljarða sem teknir yrðu með sköttum af almenningi. Það myndi þó aðeins koma hluta af „landsbyggðinni" til góða. Ágóði af álveri sem reist yrði þar sem mest er hagnaðarvon, yrði að sjálfsögðu mestur og honum mætti dreifa sem víðast með hlið- sjón af hagsmunum heildarinnar. Það rifjast upp fyrir manni þegar allir vildu fá „nýsköpunartogara" til að græða á eftir stríðið. Þá henti það á einum stað, úti á landi, að hreppsnefndin var svo upptekin af því að rífast um hvað ætti að gera við gróðann af væntan- legum togara, að þeir urðu of sein- ir að sækja um skipið. Vonandi fer ekki eins með álverið nú. Við skul- um ekki halda að íslendingar séu þeir einu sem sækjast eftir álveri. Höfundur er útgerðarmaður í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.