Morgunblaðið - 08.08.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.08.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. AGUST 1990 25 * • ^ Oryggisráð SÞ samþykkir refsiaðgerðir gegn Irökum: Olíuinnflutningsbann gæti \sigt efnahag landsins í rúst Tyrkir stöðva olíuútflutning frá írak til Miðjarðarhafsins Washington, Sameinuðu þjóðunum, Amman, Ankara. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti á mánudag afdráttarlausar refsiaðgerðir gagnvart írökum og leppstjórn Sadd- ams Husseins, forseta landsins, í Kúvæt. Aðgerðirnar, sem þykja hinar hörðustu í sögu Sameinuðu þjóðanna, taka í raun fyrir öll viðskipti við írak og Kúvæt auk þess sem kveðið er á um bann við innflutningi á olíu frá löndunum tveimur og sölu á vopnum til þeirra. Sýnt þykir að sameinist þjóðir heims um að virða olíu- innflutningsbannið muni allt efnahagslíf landanna tveggja lamast. Fulltrúar 15 ríkja sitja í Örygg- isráðinu og studdu 13 þeirra álykt- un um refsiaðgerðir gagnvart írökum en fulltrúar Kúbu og Jem- en sátu hjá. Bandaríkin, ríki Evr- ópubandalagsins og Japan höfðu þegar gripið til refsiaðgerða vegna innrásar Iraka og ríkisstjórnir fjöl- margra ríkja, þ. á m. Svíþjóðar og Sviss, sem fylgt hafa hlutleysis- stefnu á vettvangi utanríkismála, tilkynntu á mánudag og í gær að þær myndu virða samþykkt Ör- yggisráðsins. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sem stödd var í Bandaríkjunum um helgina, sagði að aldrei áður í sögunni hefðu þjóðir heims staðið saman með slíkum hætti og George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því að allt yrði gert til að tryggja að aðgerðirnar skiluðu tilætluðum árangri. Leiðtogarnir sögðu á fundi með fréttamönnum í Was- hington á mánudag að samþykkt Öryggisráðsins sýndi ljóslega að þjóðir heims fordæmdu yfirráða- stefnu íraka. Bæði lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að ríki heims sameinuðust um að hrinda refsiaðgerðunum í framkvæmd en þetta er í þriðja skiptið í sögu Sameinuðu þjóðanna sem sam- þykkt er að grípa til aðgerða sem þessara. Þótt samþykkt Öryggisráðsins kveði á um víðtækar refsiaðgerðir þykir enginn vafi leika á því að þær beinist fyrst og fremst gegn olíuútflutningi íraka og Kúvæta sem allt efnahagslíf landanna tveggja hvílir á. Segja sérfræðing- ar að sökum þessa muni refsiað- gerðir að öllum líkindum skila meiri árangri en oftast áður. Olía frá írak er einkum flutt um olíu- leiðslur er lig-gja um Tyrkland og Saudi-Arabíu en olía frá Kúvæt er flutt sjóleiðina um Persaflóa. Saudi-Arabar sæta þrýstingi af hálfu Bandaríkjamanna um að loka olíuleiðslunni og átti Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um helgina fundi með ráðamönnum þar í landi. Sér- fræðingar sem fréttamenn Reut- ers-fréttastofunnar ræddu við í gær sögðu að loka yrði olíuleiðsl- unum ef tryggja ætti að samþykkt SÞ skilaði tilætluðum árangri. Með þessu móti yrði unnt að leggja efnahagslíf íraks í rúst. Að öðrum kosti gætu írakar að öllum líkind- um komið allt að þriðjungi fram- leiðslu sinnar í verð. Stjórnvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að ákveðið hefði verið að virða sam- þykkt Öryggisráðsins og hefði því verið lagt bann við útflutningi á olíu frá írak um Tyrkland. Tals- maður stjórnvalda sagði að þar sem allur olíuútflutningur ^ hefði verið stöðvaður myndu írakar sjálfir neyðasttil að loka olíuleiðsl- unni. Rúmur helmingur þeirra olíu sem írakar flytja út fer um tyrk- nesku olíuleiðslurnar. Viðmælendur Reuters-frétta- stofunnar sögðu að refsiaðgerðirn- ar myndu einnig kippa stoðunum undan iðnvæðingaráformum stjórnar Saddams Husseins íraks- forseta en þau hafa verið fjár- mögnuð með vestrænum lánum. Þá myndi bann við útflutningi á landbúnaðarafurðum, einkum korni, til íraks koma ser illa fyrir landsmenn þó svo ekki væri vitað hvort írakar hefðu aukið innflutn- ing fyrir innrásina í Kúvæt og safnað þannig birgðum. Ovíst um afdrif hundruða útlendinga Washington, Bonn, Amman. Reuter. ALLS er saknað um 300 útlendinga í Kuvæt. Jórdaníustjórn sagði i gærmorgun að stjórnvöld í Bagdad hefðu heitið því að leyfa öllum útlendingum í írak og Kúvæt að fara úr landi um Jórdaníu. Talsmað- ur sænska utanríkisráðuneytisins vísaði þessu á bug. „Sendiráð okk- ar í Bagdad og Kúvæt segja að engir útlendingar geti yfirgefið lönd- in að undanskildum starfsmönnum erlendra sendiráða og Sameinuðu þjóðanna," sagði hann. Hann bætti við að ekki væri einu sinni hægt að staðfesta að áðurnefndir starfsmenn mættu fara úr landi. írösk flugvél kom í gær til Am- man í Jórdaníu frá Bagadad og voru 73 japanskir ferðamenn í vél- inni auk nokkurra tuga Iraka og fáeinna V-Evrópumanna. Japansk- ur stjómarerindreki sagðist ekki vita hvort fleiri flugvélar væru væntanlegar. Þúsundir útlendinga voru í Kúvæt er írakar réðust inn í landið og fjöldi útlendinga býr einnig í Irak. Iraski sendiherrann í Grikklandi virtist staðfesta ummæli Jórdananna á blaðamannafundi í gær er hann sagði að engir erlend- ir gíslar væru í höndum íraka; allir útlendingar, sem þess æsktu, gætu fengið að fara, annaðhvort um Jórd- aníu eða Tyrkland. Útlendingar í Kúvæt yrðu að fara landveg þar sem aðalflugvöllur landsins væri lokaður vegna „bandarískra hót- ana.“ „Við erum að gera ráðstafanir til að taka við gífurlega mörgu fólki,“ sagði jórdanskur embættis- maður fréttamanni Reuters-irétta- stofunnar. Annar sagði að gert væri ráð fyrir þvi að taka við fyrsta rútubílahópnum við Ruweished- landamærastöðina á morgun, mið- vikudag, en tímasetningin færi eftir því hratt erlend sendiráð í Bagdad gætu skipulagt flutningana. Höfuð- borg Jórdaníu, Amman, er í um 900 km ijarlægð frá Bagdad og land- mærastöðin um 200 km norðaustan við Amman. Heimildarmenn úr röðum er- lendra stjórnarerindreka segja að íraskir hermenn hafi rannsakað dýr strandhótel í Kúvæt á mánudag og handtekið Bandaríkjamenn, Breta, Frakka, V-Þjóðveija og ítali. Bre- skir heimildarmenn segja að nokkur hundruð manns, þ. á m. um 200 farþegar breiðþotu British Air- ways-flugfélagsins er ekki komst frá Kuvæt-flugvelli vegna innrásar- innar, hafi verið ekið á brott, senni- lega til Bagdad. Reuter Kreisky jarðsettur Bruno Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis, var jarðsettur í Vín í gær. Kreisky lést á sunnudag, 79 ára að aldri. Meðal við- staddra við útförina voru m.a. fimm forsætisráðherrar. Krei- sky, sem var gyðingur, reyndi mjög að bæta sambúð gyðinga og araba. Á myndinni sést Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), votta minningu Kreiskys virðingu sína. •(On Screen Display) Með OSD getur þú séð allar aðgerðir á skjánum meðan þær eru framkvæmdar. •(Sleep timer) Sjálfslökkvandi stillir, fyrir þá sem dotta. Þú getur treyst Philips. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 \/id ehUinSvexgJcuéegöi i samuHyjuttt •20 tommu hágæða litaskjár •Frábær hljómgæði úr hátalara framan á tæki •40 stöðva minni •Sjálfleitari •Þráðlaus fjarstýring stýrir öllum aðgerðum; Kveikir, slekkur, hækkar, lækkar, velur rás, lagar lit, stillir hljóð. |g PHILIPS Dagskráin verður skemmtilegri með Philips Gott sjónvarp er sannkallaður gleðigjafi á heimilinu, dagskráin ræður að von nokkru en PHILIPS tryggir að hljóð og mynd rennur saman í skemmtilega heild. Philips myndgæði, glæsilegt útlit, tæknileg fullkomnun og frábært verö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.