Morgunblaðið - 08.08.1990, Page 40

Morgunblaðið - 08.08.1990, Page 40
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 LJÓS í VINNU- HERBERGIÐ Rafkaup ÁRMÚLA 24-SÍMAR 681518-681574 Tjöld og svefnpoka þarf aö hreinsa reglulega - ekki síst fyrir haustið þegar útilegu- búnaðurinn fer f geymslu. Auk þess sem viö hreinsum svefnpokann og tjaldið gerum viö tjaldið vatnshelt. Þú rúllar upp svefnpokanum, tekur stögin úr tjaldinu og við sjáum um restina. Við skilum öllu hreinu, ilmandi og tilbúnu í næstu útilegu. Skeifunni 11, sími 82220 Sigurður S. Sigur- jónsson frá Hellis- sandi — Minning Fæddur 29. ágúst 1903 Dáinn 26. júlí 1990 Þeim fækkar enn gömlu for- mönnum undan Jökli. Sigurður Sveinn Siguijónson hefur nú tekið sjópokann sinn og ýtt frá landi í hinsta sinn. Hann sigldi hljóðlega burt aðfaranótt 26. júlí sl., nærri 87 ára að aldri. Reyndur og glögg- ur formaður gat ekki kosið sér betri byr. Nóttin var fremur björt og sjór- inn lygn. Hann var sáttur við líf sitt og samferðamenn og því ekkert að vanbúnaði að losa festar. í dag verður þessi öðlingur lagður til hinstu hvílu á Ingjaldshóli við Hell- issand í faðm þeirrar náttúru sem hann unni. Sigurður Sveinn fæddist 29. ágúst 1903 í Stykkishólmi. Hann var einkasonur hjónanna Siguijóns Sveinssonar og Marbjargar Sigurð- ardóttur. Foreldranna naut ekki lengi við því að þeir fórust báðir í sjó, fyrst móðirin og síðan faðirinn, er Sigurður Sveinn var innan við þriggja ára aldur. Við fráfall föður síns var hann sendur í fóstur til móðurforeldra sinna á Hellissandi, Sigurðar Illugasonar og Guðmundu Grímsdóttur. Þar urðu heimkynni hans næstu sjö áratugi. Árið 1926 kvæntist Sigurður Sveinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Ósk Dagóbertsdóttur, mikilli önd- vegiskonu. Þau eignuðust níu böm. Sjö þeirra komust til fullorðins ára og lifa föður sinn en tvær dætur létust ungar að árum. Vart þarf að lýsa þeim harmi sem þá var kveðinn að fjöskyldunni. Hugur Sigurðar Sveins hneigðist snemma til sjómennsku. Hann var aðeins átta ára þegar hann fyrst réð sig sem háseta fyrir kaup á lítinn árabát. Það var um sumar. Þama beygðist krókurinn snemma til þess sem verða vildi. Hann var ekki nema 13 ára þegar hann keypti sinn eigin bát ásamt æskuvini sínum, Karvel Ögmundssyni. Þeir gerðu hann út um tíma og fiskuðu veh Á löngum sjómannsferli eignað- ist Sigurður Sveinn sjö báta, einn eða með öðrum. Hann þótti dugleg- ur formaður og sjómaður, fiskhepp- inn, áræðinn og ósérhlífinn. Hann var svo ákafur veiðimaður að hann komst í hann krappan oftar en einu sinni af þeim sökum. Það kom til af því að hann var alltaf svo tregur til að yfirgefa fengsæl mið þegar blika sást á lofti — en hún benti til norðanáhlaups — og allir aðrir bátar streymdu í land. En formað- urinn skilaði sér og sínum alltaf heim heilum á húfi. Ég vissi að Sigurður Sveinn hefði frá mörgu að segja af sjóævintýrum sínum og valdi hann því sem einn af viðmælendum mínum í bókina Við klettótta strönd sem kom út árið 1983. Það var kannski þá sem við kynntumst best. Á fundum okk- ar ríkti alltaf sérstök stemmning. Hann var hafsjór af fróðleik og sagði þannig frá að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Honum tókst oft að draga mig á sjó með sér í huganum og áður en ég vissi af var ég farinn að draga inn línuna með honum. Frásagnir hans voru góð blanda af alvöru og gamni. Hann var næmur fyrir spaugilegum hliðum tilverunnnar og hlífði hvorki sjálfum sér né öðr- um í þeim frásögum. Það var alltaf svo gaman að sjá glettnina, sem færðist yfir svip hans þegar honum var skemmt yfír endurminningun- um, og heyra stuttan en innilegan hlátur hans. Innst inni við beinið var hann svolítill prakkari. Sigurður Sveinn var sterkur per- sónuleiki. Hann mótaðist af þeirri lífsbaráttu sem hann, eins og marg- ir aðrir, háðu undir Jökli á fyrri hluta aldarinnar. Ef þessi harðgera kynslóð hans hefði ekki þreyð alla erfiðleika sem mættu henni nánast daglega væri þetta land ekki lengur í byggð. Miklu var fómað, líf og limir lagðir í hættu. Barátta þessa fólks styrkti það og stælti. Nútími okkar á rætur í svitastorknu andliti sjómanna, sæbjörtu og hijúfu, einn- ig siggrónum lófum og blóðrispuð- um undan þungum áratöklum. Mik- ið var á sig lagt í trausti þess að lífið væri þess virði að lifa því. Æðruleysi Sigurðar Sveins og lífsgleði hans benti til þess að hann hafði komið auga á gildi lífs síns. Það var trúin á hið æðra sem fleytti honum yfir öldutoppana þegar ágjafírnar voru hvað mestar. Sigurður Sveinn var minnisstæð- ur öllum þeim er kynntust honum. Hann var hvers manns hugljúfi og einn af þeim mönnum sem orka traustvekjandi á aðra við fyrstu kynni. Handtak hans var þétt og innilegt, framkoman hrein og bein. Með orðunum: „Sæll, höfðingi," heilsaði hann gömlum vinum og kunningjum. Það stafaði mikilli hlýju frá honum. Þó að lífið væri ekki alltaf dans á rósum hjá Sigurði Sveini þá tel ég að hann hafi verið gæfumaður þegar á heildina er litið. Með já- kvæðu hugarfari og óbilandi trú á mannlífíð varð lífsbaráttan léttbær- ari en ella og oft og tíðum skemmti- leg. Hann eignaðist trúa og trygga eiginkonu og mannvænleg böm. Á árshátíðum Atthagafélags Sandara mátti sjá glöggt hvað fjölskyldan var samhent. Flest barnanna og makar þeirra komu með foreldrum sínum á þær. Þegar þau hjónin, Ósk og Sigurður Sveinn, komu á þessa skemmtun í síðasta sinn fyrir tveimur árum voru öll bömin og tengdabörnin með. Hann pantaði þá hvorki fleiri né færri en sextán miða fyrir alla íjölskylduna og til- kynnti okkur að nú kæmi hann í síðasta sinn og kveddi félagið. Við sem sátum í stjóm Átthagafélags Sandara göntuðust með það okkar á milli að nú myndu líklega árshá- tíðimar leggjast af þegar þessi tryggu og góðu hjón hættu að sækja þær og hvetja börn sín til að koma með. Eitt af því sem mér þótti mjög merkilegt við Sigurð Svein á efri árum var það að hann virtist aldrei eldast þó að árin væm orðin mörg. Ég hafði aldrei á tilfinningunni þeg- ar við tókum tal saman að ég væri að tala við gamlan og þreyttan mann. Síður en svo! Allt fas hans og lífsfjörið, sem skein af honum, yngdi hann upp. Hann var alltaf með á nótunum, hugmyndaríkur og fijór — og skemmtileg tilsvör voru stutt undan. Nú hefur þessi sómamaður lokið góðu dagsverki. Hann er kominn aftur heim í átthagana sem hugur hans sleit sig aldrei frá þó að hann flyttist tif Reykjavíkur til að eyða þar ævikvöldi sínu í faðmi fjölskyld- unnar. Hann mun nú hvílast meðal genginna vina og ættingja á einum fegursta kirkjustað landsins, Ingj- aldshóli. Þar hefur honum áreiðan- lega eins og fleirum þótt unaðslegt að hlýða á sefjandi andardrátt vindsins á hlýjum sumardegi og horfa á kvöldroðann brosfagran á heiðum Jöklinum í suðri. Hann var mikið náttúrubam. Það fylgir því söknuður að missa slíkan mannkostamann sem Sigurð- ur Sveinn var. Hann gaf lífínu miklu meira en hann tók við frá því. Hann var hluti af þeirri heimsmynd sem kynslóð mín ólst upp við á Sandi. Hann var hluti af staðnum þegar ég fæddist, ekki síður en fjaran, sjórinn og Snæfellsjökull. í huga mínum eru hinir gömu og góðu Sandarar jafngamlir byggðinni. Um leið og Sigurður Sveinn siglir á braut er eins og skýr dráttur í þeim svip, sem bernskuslóðir mínar báru, hverfi með honum. Guð blessi minningu góðs vinar. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Eiginkonu, börnum og barnabörn- um votta ég samúð mína. Eðvarð Ingólfsson Hann afí á Sandi er dáinn. Hann sofnaði að kvöldi 25. júlí og vakn- aði ekki aftur. Hann var þreyttur og vildi fá hvfldina. Hann dó I svefni eins og hann hafði óskað sér, á meðan hann hafði heilsu og þrótt til að hugsa um sig sjálfur að því leyti sem fólk þarf að hugsa um sig sjálft þegar það er komið inn á dvalarheimili. Afí og amma áttu heima á Hell- issandi þegar ég var lítil stelpa í sveitinni. Þau komu oft til okkar þangað, oftast í kringum hátíðarn- ar. Það var alltaf gaman þegar afi og amma komu í heimsókn, þá var spilað, sungið og dansað í eldhúsinu heima. Þeim fannst báðum gaman að spila, amma var heppnari en hann, að vísu gekk honum oft furðuvel og erfitt reyndist að fella hann á hálfunni, hafði ég hann grunaðan um að svíkja lit og napp- aði hann einu sinni við þá iðju. Þá hló hann. „Það var bakvið, ég sá það ekki,“ sagði hann. Afi var mikill og góður dansmað- ur og mörg danssporin eigum við á eldhúsgólfínu í Króki. Það var á þeim tíma þegar ekkert sjónvarp var, bara Ríkisútvarpið og alltaf danslög á laugardagskvöldum. Afi og amma fluttu í Jökulgrunn 1, sem eru hjónaíbúðir við Hrafn- istu í Reykjavík íjúlí 1974. Þangað var alltaf gaman að koma, alltaf var einhveiju gaukað að manni, tekið í spil eða hnýtt á með þeim, því aðgerðarlaus voru þau ekki afí og amma þó þau væru komin á efri ár. Á meðan afí og amma voru í Jökulgrunninum sá hann um að safna saman ruslinu á DAS og brenna því og seinna að henda því í gáminn. Hann bar líka út Mogg- ann. Fyrstu árin sem hann var fyr- ir sunnar vann hann í Kassagerð- inni. Það átti ekki við hann að vera aðgerðarlaus. Arið 1987 fluttu þá á vistina á DAS. Þá vann ég á Hrafnistu og hitti þau næstum á hveijum degi, það var alltaf jafn gaman. Afí og amma voru búin að búa saman í um 64 ár, þau voru alltaf góð hvort við annað, aldrei heyrði maður að þeim færu hnjóðsyrði á milli. Þegar amma veiktist í fyrra fór hann til hennar á hveijum einasta degi og þegar hún var búin að ná sér það vel að hún mátti og gat farið um í hjólastólnum náði hann í hana til sín uppá hvern dag. Síðasta árið bjuggu þau í hvort í sínum endanum á Hrafnistu en voru þó alltaf saman. Þá sátu þau og spjölluðu, spiluðu eða hnýttu á en það voru þau einmitt að gera síðast þegar ég kom til þeirra, laugardag- inn áður en afi dó. Þá áttum við góða stund saman, hlógum og gerð- um að gamni okkar eins og alltaf þegar við hittumst. Við vorum sam- mála um það við afí að nóg væri af eymd og volæði í heimi hér þó við værum ekki að velta okkur upp- úr því þær stundir sem við ættum saman. Við eigum ekki eftir að hlæja saman hérna megin við afi, en allar góðar minningar um hann ylja mér og okkur öllum sem eftir erum. Elsku amma, Guð gefí þér styrk og veri með þér, við erum öll búin að missa mikið en þú mest. Elskulegur afi er kvaddur af okkur systkinunum frá Króki með þökk fyrir allt og allt. Starfsfólki Hrafnistu færi ég fyr- ir hönd okkar allra bestu þakkir fyrir aðhlynninguna árin sem hann dvaldi þar. Ingibjörg Elín Sigurður Sveinn Siguijónsson, útgerðarmaður frá Hellissandi, var fæddur í Stykkishólmi 29. ágúst 1903. Foreldrar hans voru Marbjörg Sigurðardóttir og Siguijón Sveins- son. Móðir hans fórst með póstbáti milli Flateyjar og Stykkishólms þegar Sigurður var aðeins 7 vikna gamall. Hún hafði farið að hitta systur sína, Þorgerði, er þá bjó í Flatey. Þegar halda skyldi til baka með póstbátnum var veður farið að spillast og vildi Þorgerður að systir- in biði betra veðurs en Marbjörg sagðist vera með bam á bijósti og yrði hún að komast heim til að sinna því. Faðir Sigurðar drukknaði þegar Sigurður var tveggja ára. Hann var því bæði föður- og móðurlaus þegar móðurafí hans og amma, Sigurður Illugason og Guðmunda Grímsdótt- ir, tóku hann til fósturs. Þau bjuggu í bæ þeim er Miðbær hét á Hellis- sandi. Þau vom hin mestu sæmdar- hjón. Þar ríkti mikil snyrtimennska og þrifnaður þótt fátæk væra. Sig- urður afí hans þótti fróður um margt þótt ekki væri hann skóla- genginn. Það var sagt að hann kynni þann fróðleik er kallaðist fín- grarím, en það var sérstakur tíma- talsreikningur, einnig var hann sjálfmenntaður í dönsku. Hann tók þau böm til lestrarkennslu sem aðrir réðu ekki við. Hann var mjög vandaður til orða og verka. í suður- enda baðstofunnar bjó sonur þeirra hjóna, Illugi, með konu sinni, Guð- rúnu Jónínu, og tveim sonum, Leó- pold og Siguijóni. í þessu umhverfi ólst Sigurður Sveinn upp. Þar réð ríkjum reglusemi, trú og góð- mennska til manna og dýra og reynt var að gera öllum greiða eftir því sem efni og geta leyfðu. Síðar drakknaði Illugi frá konu og börn- um og var það mikið áfall. Þá vora engar tryggingar til að létta undir með fólki og afí Sigurðar orðinn gamall maður og hættur að stunda sjó. Hann vann þó ýmis þjónustu- störf við skepnuhirðingu og fleira og lestrarkennslunni sinnti hann til gamals aldurs. ' Þegar ég var hálfs tíunda árs fluttist ég frá foreldram mínum til fósturs til móðurbróður míns, Egg- erts Guðmundssonar, formanns og konu hans, Ingibjargar Pétursdótt- ur frá Malarrifí. Mér leiddist mikið fyrsta sumarið og þekkti engan. Eitt sinn var ég sendur inn í Proppe-verslun. Þá mætti ég manni sem vék sér að mér, strauk hlýjum lófum um höfuð mitt og vanga og spyr mig: „Hver er þú, elskan mín, ég hef ekki séð þig fyrr? Ég sé að þér leiðist." Ég sagði sem var að ég væri nýkominn í plássið og væri frá Hellu í Bervík. Þessi maður var Illugi Sigurðsson, móðurbróðir Sig- urðar Sveins. Hann segir: „Komdu heim til okkar í Miðbæ. Þar er drengur á sama aldri og þú. Komdu hvenær sem þú mátt.“ Þótt nú séu liðin nær 77 ár frá þeirri stundu fínnst mér sem ég fínni enn hlýjuna frá lófum og orðum þessa elskulega manns. Næsta dag fór ég að Miðbæ og ég gleymi aldrei þeim hlýju móttökum. Þá hófst vinátta okkar Sigurðar Sveins sem síðan hefur haldist. í gegnum vinskap okkar Sigurð- ar kynntist ég öðrum drengjum og tók þátt í leikjum sem einkum voru glíma, kíliboltaleikur og að hlaupa fyrir sjávarkletta í brimi og fl. Ann- ars voram við strax Iátnir vinna eins og getan leyfði og hugurinn stefndi til sjávar. Sigurður byijaði fyrr að róa en ég. Hann mun hafa byijað á tíunda ári en ég á því ell- efta. Heimilisaðstæður hans voru þess valdandi að hann fékk að vera með í sumarróðram svo ungur með skilningsríkum og barngóðum for- mönnum. Vorið sem við kynntumst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.