Morgunblaðið - 14.08.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 14.08.1990, Síða 1
48 SIÐUR B/ STOFNAÐ 1913 181. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jórdanía: Viðbúnaður vegna hugsanlegra átaka Amman, Jórdaníu. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. IBN TALAL Hussein Jórdaníukonungur hefur hvatt til tafarlausra ráðstafana í landi sínu til þess að hefja þjálfun óbreyttra borgara undir hugsanleg átök milli Bandaríkjamanna og íraka. Þá vill hann að skipulögð verði hjúkrunarþjónusta vítt og breitt um landið. Er augljóst að hér telja menn vissara að vera við öllu búnir. Jórdanía er á milli íraks og ísraels. „Ef írakar hleypa af svo miklu sem einu skoti í áttina að banda- risku hermönnunum er viðbúið að ísraelar geti ekki lengi á sér setið og skjóti eldflaugum sinum á Bagdad og þar með væri allt farið í bál og brand. Við getum ekki annað en horfst í augu við það að Jórdanía yrði þar með dregin inn í málið með_ ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Ótta við að svo fari gætir hér óneitanlega,“ sagði jórd- önsk kona í samtali í gær. Af viðræðum við Jórdani síðustu daga má ráða, _að Saddam Hus- sein, leiðtogi íraka, nýtur hér langtum víðtækari stuðnings en fréttir í vestrænum fjölmiðlum hafa gefið til kynna. Innrás íraka í Kúvæt réttlæta menn ekki en segja að arabaþjóðirnar á svæðinu hefðu átt að fá tíma til að reyna að finna leið úr vandanum í stað þess að Saudi-Arabar sneru sér strax til Bandaríkjamanna. Al- mennt verður vart við talsverða gremju í garð Bandaríkjanna og George Bush forseta. Hefur komið til mótmælaaðgerða við banda- ríska sendiráðið. „Ekki komu Bandaríkjamenn til hjálpar þegar ísraelar hertóku land Palestínumanna. Veittu þeir Líbanon aðstoð þegar Sýrlendingar réðust þangað? Það er sannarlega ekki fullt samræmi í stefnu þeirra,“ eru orð sem heyrast títt hér á bæ nú. Eins og komið hefur fram í frétt- um hafa Jórdanir samþykkt að taka þátt í að beita íraka efnahags- Olíuskipinu var snúið frá er það nálgaðist olíuhöfnina Muajjiz en þar hugðist áhöfnin taka um borð oliu, sem dælt hafði verið um olíuleiðslu íraka er liggur yfir Saudi-Arabíu og flytja farminn til Marokkó. Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, sagði á sunnudag að afskipti af olíuút- flutningi íraka yrðu lögð að jöfnu við stríðsaðgerð. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti hins vegar yfir því um helgina að aðgerðir Bandaríkjamanna miðuðust ekki éinvörðungu við olíuútskipun íraka heldur yrðu allir flutningar til lands- ins stöðvaðir. Bandarískir embætt- ismenn sögðu* í gær að hervaldi yrði beitt í þessu skyni reyndist það nauðsynlegt og stjórnvöld á Bret- landi fyrirskipuðu yfirmönnum her- skipa sinna á þessum slóðum að koma í veg fyrir alla flutninga er brytu í bága við viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna. Hermt er að Frakkar telji hins vegar að sam- þykkt Öryggisráðs SÞ heimili ekki beina valdbeitingu. Flugmóðurskip- ið John F. Kennedy mun í næstu Ógnarstjórn Jósefs Stalíns: Milljónir Sovétborg- ara fá uppreisn æru Mciskvu._ Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, gaf í gær út víðtæka tilskipun þar sem milljónir fórnar- larnba ógnarstjórnar Jósefs Stalíns fá uppreisn æru. Þar er kveðið á urn endurreisn borgara- legra réttinda til lianda fólki, sem sent var í útlegð eða stungið í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, þjóðernis, trúar eða af öðr- um ástæðum. Þúsundir fórnarlamba Stalíns fengu uppreisn æru í valdatíð Níkíta Khrústsjovs á sjötta áratugnum. Endurskoðun þessa myrka skeiðs í sögu Sovétríkjanna hófst svo ekki að nýju fyrr en hún varð hluti af umbótastefnu Gorbatsjovs. Tilskip- un, sem stjórnvöld í Sovétríkjunum gáfu út í janúar 1989, kvað á um réttindi fólks sem dæmt var í sýndar- réttarhöldum í tíð Stalíns. Einnig var sett á fót nefnd sem hafði veitt tveim- ur milljónum manna uppreisn æru í júní síðastliðnum. í tilskipun Gorbatsjovs segir að glæpir Stalins hafi verið drýgðir í nafni byltingarinnar, flokksins og þjóðarinnar. Þar er Sovétlýðveldun- utn fimmtán gefinn frestur til 1. október til að leggja fyrir dómstóla mál þeirra sem sviptir voru borgara- legum réttindum undir valdstjórn Stalins. Minning- arathöfn við múrinn Þess var minnst í gær að 29 ár voru liðin frá því bytjað var að reisa Berlín- armúrinn. Hér sjást nokkrir borgarbúar leggja blómsveig að minnisvarða um Pet- er Fachter, eitt af fórnarlömbum austur-þýsku landa- mæravarðanna. Fac- hter var skotinn er hann reyndi að flýja land 17. ágúst 1962. Áttatíu manns voru skotnir á flótta við Berlínarmúrinn frá því hann var reistur 13. ágúst 1961 fram til 9. nóvember 1989. Þann dag var múrinn loks rofinn og nú er lítið eftir af hinum 160 km langa stein- steypuvegg. Reuter legum refsiaðgerðum. Svo virðist þó sem það það hvarfli ekki að neinum hér að því verði fylgt eftir pg Jórdanir halda áfram að senda írökum matvæli og nauðsynjar. Samkvæmt fréttum breska dag- blaðsins The Daily Telegraph er mikil umferð um Ruwayshid- landamærastöðina. Lest flutninga- bifreiða flytur matvæli, byggingar- efni, vélarhluta _og annan varning frá Jórdaníu til Iraks. I hina áttina er straumur olíuflutningabifreiða sem flytja hráolíu til hafnarborgar- innar Aqaba við Rauðahaf. Saudi-Arabar hefta olíuútskipun Iraka: Reuter Jórdanskir stuðningsmenn Saddams Hussein íraksforseta mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af Persaflóadeilunni. Víða hefur komið til sams konar mótmæla í ríkjum Araba á undanfórnum dögum. Viðskiptabanni framfylgt með hervaldi ef þörf krefiu* þessara ríkja og Bandaríkjanna. Saddam Hussein Iraksforseti sagði á sunnudag að hann væri reiðubúinn að endurskoða innlimun Kúvæts ef fundin yrði lausn á ýms- um svæðisbundnum ágreiningsefn- um í þessum heimshluta svo sem veru herliðs Sýrlendinga í Líbanon og yfirráðum ísraela á hernumdu svæðunum. Vestræn ríki höfnuðu þessum hugmyndum forsetans snimmhendis sem og stjórnvöld í Egyptalandi. Sjá fréttir á bls.18. viku halda frá Bandaríkjunum til Rauða hafsins. Frakkar hafa sent flugmóðurskip áleiðis til Persaflóa og Belgar og Hollendingar ætla einnig að leggja fram herskip. Þúsundir egypskra og banda- t'ískra hermanna eru í viðbragðs- stöðu við landamæri Saudi-Arabíu og Kúvæt og segja heimildarmenn að bæði Marokkóbúar og Sýrlend- ingar hafi ákveðið að senda herlið til landsins. írakar hafa vænt Egypta um svik og hvatt stuðnings- menn sína þar í landi og í Saudi- Arabíu til að mótmæla samvinnu - segja embættismenn í Bandaríkjunum Washington, Dubai, Kairó. Reuter. STJÓRNVÖLD í Saudi-Arabíu hafa neitað írösku olíuskipi um leyfi til að halda til olíuhafnar á Rauðahafsströnd Saudi-Arabíu. Heimildarmenn Reuíers-frétta- stofunnar í Saudi-Arabíu skýrðu frá þessu í gær en þetta er í fyrsta skipti sem reynir á við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna gagnvart írak frá því að herafii Saddams Husseins réðist inn í Kúvæt. írakar höfðu áður lýst yfír því að afskipti af ferðum olíuskipa þeirra teldust stríðsað- gerð. Embættismenn í Banda- ríkjunum sögðu stjórnvöld þar vestra tilbúin til að beita her- valdi reyndist það nauðsynlegt til að tryggja viðskiptabannið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.