Morgunblaðið - 14.08.1990, Side 13

Morgunblaðið - 14.08.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 13 .ekki bara kaíli Þjóðarsátt - orð að sönnu eftirRafn Geirdal íslendingar mega lwósa sér fyrir eitt. Þeir hafa ríkisstjórn, sem tekst á við erfíð vandamál, og leysir þau með sóma. Þetta sanna dæmin með lausn deilunnar við BHMR: þjóðar- sáttl Þar er hreint og beint vísað í að þetta sé gert í nafni þjóðarinnar, til þess að hindra annað verðbólgub- ál, mesta draug okkar íslendinga síðustu tvo áratugi. „Og við eigum ekki ein- göngu að reiða okkur á físk, fisk, físk eins og við kunnum ekkert ann- að!“ grimm víkingaþjóð eða fátæk' fiski- mannaþjóð heldur stolt þjóð sem stefnir hátt. Með því að láta ljós okk- ar skína, eins og viti á bjargbrún, vörpum við af okkur myrkviði liðinna alda og hefjum nýja og bjartari tíð. Það er kominn tími fyrir bjarmann að lýsa í þjóðlífí okkar. íslendingar: Verum samstillt í þjóðarsátt og stuðl- um að alþjóðasátt meðal allra þjóða heimsins! Höfundur er skólastjóri. Rafn Geirdal Dóm- kirkjan Sumarferö eldri borgara í Dómkirkjusókn Efnt verður til sumarferðar eldri borgara í Dóm- kirkjusókn miðvikudaginn 15. ógúst nk. kl. 13.00. Ekið verður um Kjós að Reynivöllum og til Þing- valla. Kaffi drukkið ó Hótel Valhöll. Þótttökugjald kr. 600,- Þótttaka tilkynnist í síma 121 13 mónud. 1 3. ógúst og þriðjud. 1 4. ógúst kl. 1 5— 1 7. Sóknarnefnd Ekkert hefur farið jafnilla með okkur, því ör verðbólga skekkir allt verðskyn og hefur leitt til rangra fjár- festinga, óhóflegrar eyðslusemi og gífurlegrar streitu. Það sem við þurf- um í dag er aðeins eitt — og það er Jafnvægi! Með því að tryggja jafn- vægi í hagkerfinu getum við leyft okkur að slaka á og skapa jafnvægi hið innra. Ekkert getur verið nauð- synlegra, því að með jafnvægi á líkama og sál sköpum við jafnvægi í umhverfi okkar á nýjan leik. Þannig stuðlum við að góðri hringrás milli okkar og umhverfisins. Okkur ber að stuðla að jafnvægi hér á jörðinni. Við erum eingöngu hluti af lífskeðju náttúrunnar, sem spannar allan heiminn. Loftinu, sem vð drögum að okkur hér, hefur ein- hver önnur lífvera andað frá sér ann- ars staðar í heiminum. Vatnið, sem við látum frá okkur, blandast saman við vatn annars staðar í heiminum. Jafnvel jarðskorpan er lifandi og á sífelldri hreyfingu. Eldfjallaeyjan okkar er byggð á lifandi eldi úr iðrum jarðar, sem tekur á sig fast form, sem er í raun aðeins örþunn eggjaskurn á hreinum og beinum eldhnetti. ísland er ung eyja í jarðsögunni og á mótum tveggja heima. Vestur- hluti eyjunnar tilheyrir Norður- Ameríku; austurhluti hennar Evrópu. Því erum við á tengipunkti þessara tveggja heimshluta; austurs og vest- urs! Ekki að undra að ísland var kjör- inn vettvangur fyrir fund leiðtoga risaveldanna tveggja. ísland getur verið miðpunktur fyr- ir friðarumræður á alþjóðavettvangi. Það getur myndað fordæmi á sviði umhverfisverndar. Það getur verið ÞJÓÐ meðal þjóða sem myndar for- dæmi um heimsfrið! Við erum ein heimsfjölskylda! Við erum sífellt að færast nær, eins og við tökum eftir með þróun EB/EFTA = EES (sam- eiginlegur evrópskur markaður) og kurteisisheimsókn háttsetts fram- kvæmdastjóra Evrópubandalagsins á dögunum. Og við eigum ekki ein- göngu að reiða okkur á fisk, fisk, fisk eins og við kunnum ekkert ann- að! Við erum vitsmunaþjóð með sterka arfleifð, bæði í bókmenntum og í erfðum. Við rekjum okkur til konunga og fylgdarliðs þeirra. Þetta býr í blóði okkar, þrátt fyrir harðbýli í hundruð ára. Við höfum lausnir í kollinum og við eigum að nota þær. Við eigum að vera land friðar og sátta og bjóða upp á alþjóðaráðstefn- ur í þessa veru: „Friður á jörð“, „Hreinsum jörðina, spornum gegn mengun", „alþjóðasátt — gegn vopn- um“. ísland getur orðið Genf norðurs- ins. Þetta verður meginsérkenni okk- ar; að vera hlutlaust ríki sem stuðlar að heimsfriði. Þegar við gerum þetta verðum við þekkt meðal annarra þjóða sem leið- andi afl í friðarumræðum. Við verðum ekki lengur álitin hvaladráparar,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.