Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 24

Morgunblaðið - 14.08.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Slípað í Slippnum Hótel opnað næsta sum- ar í Skjaldborgarhúsinu íslenskii' sem erlendir ferðamenn og væri undirbúningur að markað- setningu hótelsins þegar hafin. „Markaðssetningin hefur raunar farið hraðar af stað en við reiknuð- um með. Það má segja að við séum þegar farin að eiga í samningavið- ræðum við ýmsa aðila um bókanir fyrir næsta sumar,“ sagði Aðalgeir. NÝTT hótel mun taka til starfa á Akureyri næsta sumar. Verður hótelið til húsa í Hafnarstræti 67 í hinu svo kallaða Skjaldborgar- húsi. Herbergi í hótelinu verða alls nítján, þar af tvö einstaklingsher- bergi og sautján tveggja manna herbergi. Aðalgeir T. Stefánsson, eigandi Skjaldborgarhússins, sagði að reynt yrði að hafa aðbúnað allan sem bestan og skapa hótelinu góðan orðstír. Þannig yrðu bað- herbergi á öllum herbergjum, míní-bar og sjónvarp með möguleika á gervihnattamóttöku. Húsið hefði líka verið endurbyggt að utan sem innan og væri nú orðið sem nýtt. Verður hótelið rekið af hluta- félagi í eigu Aðalgeirs og Ijölskyldu hans. Skjaldborgarhúsið var byggt árið 1926 af Ungmennafélagi Akur- eyrar og Góðtemplarareglunni á Akureyri. Ráku þessi félög þarna starfsemi sína um árabil og var þar meðal annars stunduð glíma og rekinn kvikmyndasalur. Hin síðari ár var í húsinu starfrækt prent- smiðja eða þangað til fyrir þremur árum er Aðalgeir Stefánsson festi kaup á því. Hefur hann byggt eina hæð til viðbótar ofan á húsið og er það nú alls sex hundruð fermetr- ar á fjórum hæðum. Þá hefur hann byggingarrétt beggja vegna hússins á lóðum sem hann á. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að stækka hótelið þegar fram í sækir ef þess þykir þörf. „Við ætlum að gera þetta mjög vel úr garði svo að öll aðstaða verði sem notalegust fyrir gesti okkar,“ sagði Aðalgeir. Herbergin yrðu öll mjög rúmgóð og einnig væri stað- setning hótelsins í hjarta bæjarins mjög þægileg. Meðal annars væri fjöldi veitingastaða í grenndinni. Hann sagði að á jarðhæð yrði gesta- móttaka, eldhús og veitingasalur sem taka myndi um fimmtíu manns í sæti. Á þremur efstu hæðunum yrðu svo gestaherbergin. Stefnt væri að því að gestir yrðu jafnt Vildi hann einnig taka fram að ekki væri ætlunin að kenna hótelið við Skjaldborgarhúsið enda væri það nafn í eigu annars fyrirtækis. Fundið yrði nýtt og ferskt nafn og væri nú verið að skoða nokkrar til- lögur. Nú er unnið að því að breyta húsinu og er stefnt að því að opna hótelið fyrrihluta næsta sumars áður en háannatíminn hefst. Þijú hótel eru rekin fyrir á Akureyri, Hótel Stefanía, Hótel KEA og Hót- el Norðurland. Tii skamms tíma var einnig rekið Hótel Akureyri en starfsemi þess var hætt á þessu ári. Má geta þess að á árunum 1985-1988 varð 36% aukning á gistinóttum á hótelum og gistihús- um á Norðurlandi eystra. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hótel verður opnað í Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti næsta sumar. Flug milli Zurich og Akureyrar; SÍÐASTA flugið á milli Ziirich í Sviss og Akureyrar á þessu ári var farið á sunnudag en alls hafa verið flognar sjö ferðir á milli þessara staða í sumar. Sagði Helen Dejak hjá Ferðaskrifstofu Nonna á Akureyri, sem ásamt ferðaskrifstofunni Saga Reisen í Sviss hefur skipulagt þessar ferðir, að þetta hefði gengið mjög vel. Full nýting hefði verið á fluginu að utan og þar að auki hefðu rúmlega eitt hundrað Is- lendingar flogið beint frá Akur- eyri til Sviss. Á næsta ári væri stefnt að því að byrja fyrr að fljúga en á þessu ári eða þegar í fyrstu viku júní. Síðasta flugið yrði svo í lok ágúst og alls væri stefnt að fjórtán ferðum, eða helmingi fleiri en í sumar. Helen sagði að þetta beina flug milli Akureyrar og Sviss opnaði ýmsa möguleika fyrir ferðaþjón- ustuna á Norðurlandi og svo ekki líka síst fyrir Norðlendinga sjálfa. Nú þyrftu þeir ekki lengur að þvæl- ast til Reykjavíkur með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrði til að fljúga til útlanda. „Það var mjög sicemmtileg tilfinning að vera stödd úti á Akureyrarflugvelli á sunnu- daginn og fylgjast með því þegar fólk var að koma. Ég vona að Akur- eyringar kunni að meta þetta svo að aukning verði á þessu á næstu árum. Þetta kaliar líka á ýmsar breytingar til dæmis finnst mér nú óhjákvæmilegt að opnuð verði fríhöfn á Akureyri fljótlega. Þá gæti líka komið að því að stækka þyrfti flufjstöðina til að fá meira rými fyrir farþega,“ sagði Helen. Hún sagði þá útlendinga sem hingað hefðu komið í sumar hafa skipst í þrjá meginhópa. í fyrsta lagi fólk sem hefði aðallega dvalið á hótelum á Akureyri meðan á Is- landsferðinni stóð og svo farið í stuttar skoðunarferðir. Þá hefði verið fólk, aðallega yngra, sem hefði tekið sér bílaleigubíl og síðan ferðast um eftir eigin höfði og loks hefði verið fólk sem farið hefði í lengri rútuferðir. Einnig hefði verið boðið upp á dagsferðir þar sem flog- ið hefði verið til Reykjavíkur og síðan farið með fólk á Þingvelli og að Gullfossi og Geysi. Að því loknu hefði fólkið svo flogið aftur „heirn" til Akureyrar. Á næsta ári væri stefnt að því að fá enn fleiri íslendinga út og yrði meðal annars boðið upp á skipulagðar hópferðir með farar- stjóra. Einnig yrði lögð áhersla á ferðir til Júgóslavíu en þangað væri mjög auðvelt að fara frá Zúrich, hvort sem farið væri með bíl eða lest. Þorleifur Þór Jónsson, ferða- málafulltrúi hjá Iðnþróunarfélagi Eyjaijarðar, segist hafa sent sam- gönguráðherra minnisblað þar sem vakin sé athygli á ákveðnum breyt- ingum sem þurfi að gera á flugstöð- inni. Það sé til dæmis fáránlegt að þegar komufarþegar sækji farang- ur sinn þurfi þeir að ryðjast í gegn- um röð farþega sem eru að skrá sig inn. Þetta valdi miklum óþæg- indum og því nauðsynlegt að endur- skipuleggja flugstöðina. Hann sagði að það myndi líka leysa mörg vandamál ef komið yrði upp sér- stöku svæði fyrir farþega sem bún- ir eru að fara í gegnum vegabréfs- skoðun, vopnaleit og annað og því tæknilega komnir úr landi. Myndi það til dæmis opna möguleika á beinu flugi frá Ákureyri til Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem farþeg- ar gengu síðan beint inn á transit- svæðið þar. Til þess að þessu mætti koma á svo og fríhöfn þyrfti að færa vöruafgreiðslu Flugleiða í sér- húsnæði. Við það myndi skapast mikið rými innan dyra sem hægt væri að nota til þessara hluta. Júlí var metmánuð- ur á tjaldstæðinu ALDREI hafa fleiri ferðamenn gist á tjaldstæði Akureyrar en í síðasta júlimánuði. Alls voru gistinætur á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti 11.000 í júlí sem er tvöföldun frá árinu 1985. Þá voru gistinætur í júlí 5.300 en þess má geta að í júlí er sem lang mest er um ferðamenn. Flestir gistu á tjaldstæðinu 20. júlí sl. en þá nótt voru gestir 680. Það er einnig athyglisvert að 60% þeirra sem gistu á tjaldstæðinu í síðasta mánuði voru íslendingar en ef aftur er miðað við júlí árið 1985 þá hefur fjöldi íslendinga þrefaldast sem gista á tjaldstæðinu. Þá voru íslendingar 2.200 eða 42% sem hlutfall af heildarfjölda. Þorleifur Þór Jónsson, ferða- málafulltrúi hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sagði það vera sérstak- lega ánægjulegt hversu Islending- um hefði fjölgað sem gæfu sér tíma til að ferðast um landið og skoða það. Það væri hins vegar orðið ljóst að núverandi tjaldstæði væri orðið of lítið fyrir allan þennan fjölda. Bæri það einungis um 3-400 gesti ef þjónusta við þá ætti að vera við- unandi. Nú væri verið að skoða þessi mál í heild sinni og vinna skipulagstillögur. Hefðu menn aug- un á svæði vestan við Verkmennta- skólann sem hentugt gæti verið fyrir tjaldstæði. Saurbæjarhreppur: Bóndi varð undir kvígu Ytri-Tjörnum. ÞAÐ slys varð á bænum Skáldsstöðum í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði í siðustu viku að bóndinn þar á bæ varð undir kvígu er hann hugðist handsama. Bóndinn var að ná taki á kvígunni en ekki vildi betur til en að þau skúllu bæði til jarð- ar. Lenti kvígan ofan á bóndan- um og slasaðist hann illa á baki og herðablaðsbrotnaði. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri þar sem hann gekkst undir aðgerð. Mun hann verða frá vinnu um margra mánaða skeið. — Benjamín Stefnt að tvöfalt fleiri ferðum næsta sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.