Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 200. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir í Suður-Afríku: Stuðningsmenn Mandela myrtir Oryggissveitir stjórnvalda hvítra sak- aðar um aðstoð við Zúlumenn Sebokeng í S-Afríku. Reuter. BLÖKKUMENN af Zúlú-ættbálki myrtu eigi færri en 31 stuðnings- mann blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela í Sebokeng-hverfi skammt suður af Jóhannesarborg í gær. Að sögn sjónarvotta nutu Zúlú-mennirnir aðstoðar öryggissveita suður-afrískra stjórnvalda er þeir frömdu illvirkið. Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar sögðu að öryggissveitir stjórnvalda hefðu flutt Zúlú-menn- Danmörk: Fertugir láti áfengi ósnert í eina viku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLIR Danir sem standa á fer- tugu fá bréf í lok septembermán- aðar þar sem þeir eru hvattir til að láta áfengi ósnert í vikunni frá 30. september til 6. október. Bréf þessi eru liður í baráttu heilbrigðisyfirvalda til að fá fertugt fólk til að veita áfengisneyslu sinni athygli og gefa því tilefni til að ræða áfengisvenjur sínar við fjöl- skyldu, vini og starfsfélaga. Danir sem eru 14 ára og eldri drekka að meðaltalþ 12 lítra af hreinu áfengi á ári. Áður fyrr var einkum drukkið við ákveðin tæki- færi, en 110 er drukkið í tíma og ótíma, og það telja heilbrigðisyfir- völd uggvekjandi. Þessi mikia áfengisneysla hefur nefnilega ekki einvörðungu skaðvænleg áhrif á líkamlega heilsu manna, heldur fylgja henni einnig andleg og fé- lagsleg vandamái. ina að húsi einu í Sebokeng þar sem fólk úr röðum Xhosa, ættbálks Mandela, hélt til. Sömu heimildar- menn kváðu öryggissveitirnar hafa skotið níu manns til bana á meðan Zúlú-mennirnir myrtu 22 á hinn hroðalegasta hátt. Þessi frétt fékkst ekki staðfest af hálfu lögregluyfir- valda í Suður-Afríku. Rúmlega 500 manns hafa fallið í átökum Zúlú-manna, er styðja Inkatha-hreyfinguna, og fylgis- manna Nelsons Mandela á undan- förnjum ijórum vikum. Mandela og F.W. de Klerk, for- seti Suður-Afríku, ræddu við fólk á átakasvæðunum í gær og hvöttu til friðar. Reuter Sáttahandtak í Seoul-borg Kang Young-hoon (t.h.), forsætisráðherra Suður- Kóreu, sést hér heilsa starfsbróður sínum frá Norður-Kóreu, Yon Hyong-muk, í gær. Frá því landinu var skipt í lok síðari heimsstyijaldar hafa svo háttsettir ráðamenn frá Kóreuríkjunum tveim ekki átt fund og landamærin hafa verið varin öflugu herliði. M.a. hafa Bandaríkin um 40.000 hermenn í suðurhlutanum. Fundur leiðtoganna fer fram í Seoul, höfuðborg S-Kóreu. Fáir stjórnmálaskýrendur búast við miklum árangri að þessu sinni en segja mikilvægt að tekist hafi að bijóta ísinn. Bandaríkjamenn hertaka íraskt fragtskip á Persaflóa Varnarmálaráðherra Frakka segir styrjöld í Mið-Austur- löndum geta kostað eitt hundrað þúsund manns lífíð Nicosiu, Washington, Bagdud, París, London. Reuter. Daily Telegraph. BANDARÍSKI flotinn á Persaflóa skipinu yrði stefnt til hertók í gær íraskt flutningaskip er var á leið til íraks frá Sri Lanka með te. Vestrænir stjórnarerind- rekar í Saudi-Arabíu sögðu að hafnar i Múskat, hafnarborgar Oman, en þarlend sljórnvöld sögðu í gær- kvöldi að engin áform væru um það. Utanríkisráðherra Breta, Sovétríkin: Upplausn kann að geta af sér einræði - segir flokksformaður í Moskvu Moskvu. Reuter. FORMAÐUR Moskvudeildar sovéska kommúnistaflokksins, Júrí Prokofjev, sagði í gær að allsherjar upplausnarástand blasti við í Sovétríkjunum og kynni því að lykta með því að einræðisstjórn tæki völdin í sínar hendur. Prokofjev lét þessi orð falla á síðara stofnþingi Kommúnista- flokks Rússlands. Hann lýsti m.a. • yfir því að sívaxandi skortur á nauðsynjavarningi og þjóðernis- róstur í fjölmörgum lýðveldum Sov- étríkjanna væru alvarleg ógnun við völd Sovétstjórnarinnar. Sýnilegt væri að ráðamenn væru þess ekkj umkomnir að stöðva þessa þróun. „Nú blasir sú hætta við að lýðræð- isþróunin verði aðeins áfangi á leið þjóðarinnar frá miðstýrðu tilskip- anaveldi til einræðis og að millistig- ið felist í allsheijar upplausn og ringulreið," sagði Prokofjev. í gær- kvöldi sakaði Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi bændur um að halda eftir korni. Hörguli er orðinn á brauði, undirstöðufæðu Rússa, í sjálfri höfuðborginni Moskvu. Nokkrir ræðumenn á þinginu kröfðust þess að ívan Polozhkov, leiðtogi kommúnistaflokksins nýja, sem kemur úr röðum harðlínu- kommúnista, segði af sér. Fundar- menn fögnuðu ákaft er verkamaður einn hvatti til þess að horfið yrði Reuter Kona stendur við tóinar hillurn- ar í brauðgerð í Moskvu. aftur til þeirrar stefnu sem valdhaf- ar fylgdu áður en Gorbatsjov hófst til valda í Sovétríkjunum árið 1985. „Það skiptir engu hvaða slagorð menn nota. Stefna sem getur af sér versnandi lífskjör og blóðsút- hellingar er ekki í samræmi við óskir almennings.“ Sjá einnig frétt á bls 20. Douglas Hurd, sagði að fylgst hefði verið með skipinu lengi og hefði stjórn Sri Lanka leyft skip- inu, er heitir Zanoobia, að sigla úr höfn en önnur írösk skip yrðu stöðvuð í samræmi við viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna. Jean- Pierre Chevenement, varnar- málaráðherra Frakklands, varaði í gær við hernaðarárás á írak og sagði að strið gæti kostað 100.000 manns lífíð; ekki yrði hægt að takmarka átökin við lítið svæði. Með töku Zanoobiu er brotið blað í aðgerðum flota Vesturveldanna en sjóliðar hafa áður látið duga að kanna farm skipa sem þeir hafa stöðvað. Ekkert fréttist af viðbrögð- um stjórnar Saddams Husseins í Bagdad. Embættismenn þar vísuðu á bug þeim ummælum næstæðsta manns Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) að Irakar væru reiðu- búnir að semja um að hverfa frá Kúvæt með her sinn gegn ákveðnum skilyrðum. Chevenement varnarmálaráð- herra sagði að þeir sem vildu gera árás á íraka hefðu látið hjá líða að velta fyrir sér afleiðingunum auk þess sem enginn lagalegur grund- völlur væri fyrir slíkum aðgerðum né heldur fyrir frelsun Kúvæts með heivaldi. „Menn virðast halda að þetta geti orðið snyrtilegt stríð. sem takmarkist við svæði í 5.000 km fjar- lægð frá okkar eigin landamærum,“ sagði ráðherrann. „Þeir hafa ekki skilið hvílíkir erfiðleikar fylgja því þegar erlendur her heyr stríð á landi, eins og t.d. Bandaríkjamenn gerðu í Víetnam og Sovétmenn í Afganist- an. Þetta yrði mjög erfitt og beitt yrði efnavopnum og langdrægum eldflaugum." Frakkar hafa nú næst- voldugasta herafla vestrænna ríkja við Persaflóa, aðeins Bandaríkin hafa meiri viðbúnað, og Roland Dumas utanríkisráðherra hefur verið herskárri í garð Saddams en flestir aðrir starfsbræður hans. Hann hefur hvatt til þess að flug og flutningar á landi til íraks verði stöðvaðir, auk skipaferðanna og tók Chev'enement undir þá hugmynd, þrátt fyrir við- varanir sínar. Talið er fullvíst að Francois Mitterrand forseti sé á sama máli og Dumas. Heimildar- menn segja að mannaskipti geti orð- ið I frönsku stjórninni vegna málsins en a.m.k. tveir aðrir ráðherrar eru sagðir fylgja Chevenement. Um 250 vestrænar konur og börn komust með íröskum leiguflugvélum frá írak til Jórdaníu í gær. Bílalest með yfir 300 breskar konur og börn, sem búsett voru í Kúvæt, kom til Bagdad í gærkvöldi eftir 14 stunda erfiða ferð yfir eyðimerkur. Breski sendiherrann í Bagdad sagðist búast við að tekið gæti tvo daga að fá brottfararleyfi handa fólkinu. George Bush Bandaríkjaforseti hyggst biðja þingið að fella niður skuld Egypta við Bandaríkin, alls sjö milljarða dollara (um 400 millj- arða ISK), en Egyptar sendu aukið lierlið til Persaflóa í gær. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.