Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 9 Matsölustaður í miðbænum Undirritaður hefur verið beðinn um að auglýsa til sölu matsölustað í hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða nýleg- an stað, glæsilega innréttaðan ífullum rekstri. Frá stofn- un hefur þetta líklega verið best sótti matsölustaður, í miðbænum og hefur veltan verið eftir því. Upplýsingar eru aðeins veittar á skrifstofunni eftir hádegi. LÖGMENN SELTJARNARNESI ÓLAFUR GARBARSSON HDL. JÓHANN FÉTUR SVEINSSON HDL. Austurströnd 6 ■ Sími 622012 ■ Tclefax 611730 ■ Pósthólf75 ■ 172 Scltjamamcs Frumvarp til laga um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesskaga. (Lagtfyrir Alþingiá 111. löggjafarþingi 1988-89.) 1. gr. -Öllum eigendum og forráðamönnum búfjár í landi Gullbringusýslu, kaupstöðum mnan hennar svo og í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps, sem er vestan girðingar sem lögð verður úr Höfuðborgargirðingu við Kaldársel um Kleifarvatn ogfsjó v,ð • Krísuvík, er skylt að hafa allt búfé á þessu svæði, sem ekki er geymt t husum,. oruggn vorslu á landi sínu eða innan sérstakra beitarhólfa allt ánð. Girðingar skulu vera löggirðingar, sbn llg nr. 10 25. mars 1965, eða annarrar gerðar, þannig að þær veiti fullnægjandi vörslu fyrir það bufe sem áformað er að geyma innan þe Með búfé er í lögum þessum átt við sauðfé, geitur, nautgnpi og hross. Sauðfjárbúskapur á Reykjnesi Alþýðublaðið skýrir frá því í gær að „frumvarp um að banna lausa- göngu búfjár á Reykjanesskaga hafi verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Þetta er rangt. Frumvarpið var að vísu samið í landbúnaðarráðuneytinu og kynnt í þingflokkum. Það stran- daði hins vegar einhvers staðar áður en það var lagt fram. „Ástand gróð- urs á Reykja- nesi óviðun- andi“ Sýslunefnd Gull- bringusýslu geröi svo- hljóðandi samþykkt fyrir rúmum tveimur árum: „Sýslunefnd Gull- bringusýslu skorar ítrek- að á stjórnvöld að beita sér fyrir því, að Gull- bringusýsia verði friðuð fyrir lausagöngu bú- Qár...“ Landgrteðslusfjóri lét landbúnaðarráðuneytinu í té eftirfarandi umsögn um þetta erindi: „Mál þetta er tnjög at- hyglisvert og brýnt, þar sem ástand gróðurs á Reykjanesi er yfirleitt óviðunandi og þrátt fyrir verulega fækkun sauð- Qár á þessu svæði kemur sauðfjárbeitin i veg fyrir að gróðri fari þar fram sem skyldi. Verst er ástandið í útlandi Krísuvíkur og þarfnast það svæði tafarlausrar friðunar. Ljóst er að ef unnt verður að fram- kvæma bann við lausa- göngu búfjár á umræddu svæði væri það fordæmi fyrir fleiri slíkar aðgerð- ir, sem því miður er víða þörf á. Það er brýnt að taka mál þetta fostum tökum og ná viðtækri samstöðu um aðgerðir." Sauðljárbú- skapur sem lifibrauð und- antekning Frumvarpið, sem aldr- ei var lagt fram, fól í sér að baim við lausagöngu búfjár í landi Gullbringu- sýslu, kaupstaða innan hennar, svo og Hafnar- fjaiðar, Garðabæjai' og Bessastaðafu'epps, vest- an girðingar sem ákveðið var að giröa úr höfuð- borgargirðingunni, eða svonefndri Ofanbyggða- girðingu, við Kaldársel, um Slysadali, Breiðdal, Kleifarvatn og í sjó fram við Krísuvík niður af Stóru-Eldborg. Vestan girðingar skyldu „allir eigendur og forráða- menn búíjár skyldugir að hafa allt búfé sem ekki er geymt í húsum í öruggri vörzlu innan girðinga allt árið.“ I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „llúfjárhald, og þó einkum sauðfjárhald á Reykjanesskaga, hefúr að mörgu leyti sérstöðu miðað við önnur land- svæði. Til undantekninga heyrir að fjölskyldur hafí lífsviðurværi af sauðfjár- búskap, og Jjóst er að að ekki væri um verulega byggðaröskun að ræða þótt fé fækkaði og sauð- Qárbeit yrði takmörkuð við ákveðin svæði. Gróðureyðing á sér stað á vissum svæðum Gullbringusýslu sem mikilvægt er að stöðva og þá ber nauðsyn til að efla gróður sem eftir er. Það væri mikill ávinning- ur til eflingar gróðurs ef lausaganga búfjár yrði takmörkuð á þessu stóra en hijóstuga landsvæði. Fyr“'byggja þarf slys af völdum búfjár á Reykjanesbraut... Fullvirðisréttur bænda á því svæði sem fyrirhug- að er að banna lausa- göngu er rúm 1300 ær- gildi. Hins vegar eru á svæðinu um 2600 kindur samkvæmt forðagæzlu- skýrslu 1989.“ Hagsmunir fárra og hags- munir heildar í greinargerð segir og að sveitarfélög á höfúð- borgarsvæðinu og Suð- urnesjum hafi fundað um það markmið, sem frum- varpsdrögin fólu í sér, í nóvember sl. „Var ekki annað að heyra,“ segir þar, „en fundarmenn væru sammála erindinu“. Málið gekk það langt, sem fyrr segir, að frum- varp var samið um vörzluskyldu búfjár á Reykjanesskaga. Það var hins vegar ekki lagt fram. Reykjanes verður vart talið vel fallið til sauð- Qárræktar. Sem atvinnu- grein er sauðQárræktin og léttvæg á þessu svæði. Þar við bætist að „ástand gróðurs á Reykjanesi er yfirleitt óviðuiuuidi" og ákveðin svæði þar „þarfnast tafarlausrar friðunar" að mati land- græðslustjóra. Það verð- ur því að teljast eðlilegt - ef menn meina eitthvað með öllu talinu um að draga úr umframfram- leiðslu kindakjöts og nauðsyn þess að vemda gróður, sem á í vök að veijast, og græða upp upp örfoka land þar sem það er hægt - að koma á vörzluskyldu búfjár á Reykjanesi. Hér skal ekki gert lítið úr hneigð fólks til sauð- Qárhalds né frjálsræði mamia almennt tíl hvers konar atvimiustarfsemi. Það er á hinn bóginn hlutí af lýðræði og þing- ræði að hagsmunir og vilji tiltölulega fárra verði áð vikja fyrir hags- munum og vijja þorra fólks, ef til árekstra kem- ur þar í miUi. Gróðurfarslegar að- stæður á Reykjanesi styðja kröfuna um vörzluskyldu búfjár á svæðinu. Það er að auki í réttu samhengi við þjóð- hagslega stöðu sauðfjár- ræktar í landinu - á heUd- ina litíð - að dregið verði úr þeim búskap þar sem staðbundnar aðstæður mæla gegn lionum. HÚSNÆÐISMÁL Ein stærsta fjármála- ákvörðunin í lífinu Flestir Islendingar kjósa að búa í eigin húsnæði. I flestum tilfellum er nauðsynlegt að eiga nokkuð eigið fé áður en lagt er í húsnæðiskaup. Skuldarar búa ekki lengur við vildarkjör og sveiflur í fasteignaverði geta sett strik í reikninginn. Ráðgjafar \1B geta aðstoðað við finna hversu mikið þarf að leggja fyrir mánaðarlega til að eignast 25-30% af kaupverði íbúðar. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.