Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 42
42 MORG UNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Verðum að einblína á veiku hlið- ar Frakka - segir Bo Johansson, landsliðsþjálfari. „Mikilvægt að horfa á jákvæðu hliðarnar og forðast afsakanir" BO Johansson, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, á von á mjög erfiðum Evrópuleik gegn Frakklandi á Laugardalsvellinum íkvöld. „Frakkar eru með geysilega sterkt lið. Þeir eru harðir í horn að taka, jafnvel grimmari en við, en jafnframt með góða knatttækni og sumir mjög snöggir. Þeir hafa ekki tapað leik í síðustu 10 viðureignum og unnu meðal annars nýkrýnda heims- meistara Vestur-Þjóðverja 2:1 skömmu fyrir HM á Ítalíu. Engu að sfðurverðum við að hafa trú á okkur, trúa því að við getum sigrað. Álagið er fyrst og fremst á Frökkum, en við megum ekki ofmeta þá, heldur einblína á veiku hliðar þeirra og reyna að nýta okkur þær.“ Landsliðsþjálfarinn vill eyða öllu tali um að ísland geti aldrei stillt upp sínu sterkasta liði, en at- vinnumennirnir Sigurður Jónsson, Guðmundur Torfason og Gunnar Gíslason verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það má alltaf eiga von á einhveiju óvæntu, meiðslum og öðru slíku. Við því er ekkert að segja, en mikilvægt að horfa á já- kvæðu hliðarnar og forðast afsak- anir. Aðrir menn fá tækifæri og það er af hinu góða.“ Reynslunni ríkari Bo sagði að menn væru reynslunni ríkari frá leiknum gegn Albaníu í vor og hún væri ávallt af hinu góða. „Flestir leikmannanna hafa leikið marga leiki í sumar og það er gott. Auðvitað geta leikmenn KR og Vals verið þreyttari en ég hefði óskað vegna margra- erfiðra leikja að undanfömu, en ég er sannfærð- ur um að þeir eins og allir hinir gleymi því sem liðið er, hugsi ekki um það' heldur það sem skiptir máli — leikinn gegn Frökkum." „Leikum til sigurs" ísland vann Albaníu 2:0 í fyrsta leiknum í vor, en þetta er fyrsti leikur Frakka í keppninni. Bo sagð- ist frekar eiga von á að þeir myndu fara varlega í sakirnar til að byija með og ef tækifæri gæfist væri um að gera að reyna að nýta sér það. „Þeir leika yfirleitt mjög flata fjögurra manna vörn og miðverðirn- ir eru ekki nógu viðbragðsfljótir, þó þeir séu snöggir, þegar þeir eru komnir á ferðina. Við höfum þetta í huga og fari þeir sér hægt reynum við að auka hraðann og taka áhætt- una. Við verðum að trúa því að við eigum möguleika og leikum til sig- urs'eins og alltaf." FIRMAKEPPNI - FÓTBOLTI Firmakeppni Stjörnunnar í fótbolta veröur haldin á gervigrasvellinum Asgaröi dagana 7. - 9. sept. • Þátttökugjald er 9.500,- krónur á lið. Leiktími er 2x10 mín. • Hvert lið skal skipað allt að 10 leikmönnum. Fimm leikmenn spila hverju sinni, Qórir útspilárar og einn markmaður. • AUir þátttakendur fá ókeypis aðgang að sundlaug og heitum pottum dagana sem mótið stenduryfir. • Leikið verður í 4ra liða riðlum, milliriðlum og úrslitakeppni. • Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og markakóng keppninnar. • Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Stjörnunnar í síma 651940 og í Iþróttamiðstöðina Asgarð í síma 53066. Morgunblaðið/Einar Falur Landslidsmennirnir Þorgrímur Þráinsson, Antony Karl Gregory, Ragnar Margeirsson, Sævar Jónsson og Guðni Bergsson ásamt Bo Johannsson, þjálfara, á æfingu í gær. Gunnar úr leik Óvíst hvort Sigurður Grétarsson geti leikið Morgunblaðíð/Einar Falur Gunnar Gíslason og Sigurður Grétarsson horfðu á æfingu í gær. Gunnar Gíslason meiddist á æfingu í gær. Meiðsl frá því í vor tóku sig upp í lærvöðva og í annað sinn í sumar verður Gunnar að horfa á félaga sína í stað þess að taka þátt. „Þetta er rosalegt og ótrúlegt. Eg var frá í um sex vikur í vor, en hef rið góður síðan og leikið marga leiki. Svo kem ég heim og allt í einu heyrist smellur — slit. Ég veit ekki hvað veldur, en ég má sennilega ekki koma heim. Annars getur verið að aðstæður hafi hér áhrif. Ég er vanur að vera á gijóthörðum völlum, en kem svo þetta mjúka undirlag. En hvað sem veldur þá er þetta djöfullegt,“ sagði Gunnar. Kristján Jónsson, Fram, var valinn í hópinn í stað Gunnars. í gærkvöldi var ekki ljóst hvort að Sigurður Grétarsson gæti leikið, en hann á við meiðsli að stríða í kálfa. SævarJónsson: „Verðum að treysta á skyndisóknir" Frakkarnir eru með mjög sterkt lið, góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum, og tvo mjög góða framheija. Þótt við vildum sækja er ekki annað raun- hæft en að leggja áherslu á vörn- ina og treysta á skyndisóknir," sagði Sævar Jónsson, varnarmað- ur Vals og íslenska landsliðsins. „Liðið hefur breyst mikið síðan í síðasta leik. Ég sá það sigra Vestur-Þjóðveija fyrir heims- meistarakeppnina og það var mjög sannfærandi. Ég held að við séum líka með sterkt lið og getum staðið í þeim. En við verðum að hafa sterka vörn,“ sagði Sævar. Mm FOLK ■ ÞORGRÍMUR Þráinsson er kominn aftur í landsliðshópinn eftir nokkurt hlé. Hann lék reyndar landsleik fyrir rúmu ári síðan, þó að hann hafi ekki verið með a- landsliðinu. Þorgrímur, sem er rit- stjóri íþróttablaðsins, var þá í liði íslenskra íþróttafréttamanna sem lék gegn austurrískum starfs- bræðrum sínum daginn fyrir lands- leik þjóðanna á Laugardalsvellin- um. ■ RÚNAR Kristinsson á afmæli í dag, verður 21 árs, og vonast að sjálfsögðu eftir góðri afmælisgjöf frá félögum sínum í íslenska lands- liðinu. I ÞÓRÐUR Þórðarson lék fyrsta landsleik Islendinga gegn Frökkum í júní 1957. Átta árum síðar eignaðist hann son, Ólaf, sem nú heldur uppi merki föður síns í íslenska landsliðinu. Þess má geta að annar sonur Þórðar, Teitur, lék gegn franska landsliðinu í Reykjavík og Nantes fyrir rúmum 15 áhum. ■ JEAN-PIERRE Papin, marka- kóngur frönsku deildarinnar, hefur aldrei byijað jafn vel. Hann hefur gert sex mörk í fyrstu sjö leikjum Marseille. Hann var nálægt meti í fyrra er hann gerði 30 mörk en þá hafði hann aðeins gert þijú mörk í fyrstu sjö leikjunum. Hann hefur leikið 149 deildarleiki og gert 90 mörk. ■ FRAKKARer stundum kallaðir heimsmeistarar vináttuleikja og ekki að ástæðulausu. í febrúarmán- uði fyrir þijú síðustu heimsmeist- aramót hafa þeir unnið verðandi heimsmeistara, ítali 1982, Arg- entínumenn 1986 og Vestur- Þjóðverja 1990. ■ ALEXANDER Zavarov, so- véski landsliðsmaðurinn í iiði Nan- cy, segir í viðtali við France Foot- ball að Frakkar megi alls ekki vanmeta Islendinga. Hann spáir jafntefli í leiknum, 1:1, og segist ekki vilja að Frakkar ná betri ár- angri á Laugardalsvellinum en Sovétmenn. ■ FRÖNSKU blöðin segja ítar- lega frá leiknum og France Foot- ball fjallar um leikinn í ritstjórnar- grein en þar er talið um „hverina frá Akureyri." „Það verður erfitt að eiga við hinn óviðráðanlega [Ar- nór] Gudjohnsen og hinn sterka [Atla] Eðvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.