Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 7 Húnavatnssýslur: 96 milljónír töpuðust á gjaldþrotum SKIPTUM er lokið í þrotabúi Mávavarar hf á Skagaströnd, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar 1989. Kröfur voru 61,3 milljónum króna umfram eignir. Þá er skiptum lokið í þrotabúi saumastofunnar Violi á Skaga- strönd, sem varð gjaldþrota í maí 1988. Þar greiddust 185 þúsund krónur upp í 575 þúsund króna veðkröfur en ekkert var til í búinu til greiðslu á samþykktum almenn- um kröfum, sem námu tæpum 5,5 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Skiptum er einnig lokið í þrota- búi Steypuþjónustunnar hf. á Hvammstanga. Þar var lýst rúm- lega 5,6 milljóna veðkröfum og gi'eiddust 3,5 milljónir króna. Al- mennar kröfur voru samþykktar að Ijárhæð 11,3 milljónir króna og gi'eiddust 1,25 milljónir króna. Hótel Vertshúsið hf. á Hvamm- stanga varð gjaldþrota í ágúst 1989 og er skiptum nú lokið. 7,5 milljón- ir króna greiddust upp í 12,8 millj- ón króna veðkröfur en 237 þúsund upp í almennar kröfur sem sam- þykktar voru að íjárhæð 12,3 millj- ónir króna. Uppgjör virðisauka- skatts 1. september: Sauðfjárbænd- ur eiga inni hjá ríkinu SAUÐFJÁRBÆNDUR eru þessa dagana að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af aðföngum í sumar. í lögum um virðisaukaskatt er gert ráð fyrir tveimur gjalddög- um á ári fyrir bændur, þann 1. september, og þann 1. mars ár hvert. Afurðir sínar selja sauðij- árbændur nær eingöngu á haust- in, og standa skil á virðisauka- skatti af þeirri sölu 1. mars árið á eftir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru sauðijárbændur nú að fá að jafnaði 100-200 þús. kr. greiddar vegna þess virðisauka- skatts er þeir hafa greitt af aðföng- um í vor og sumar. Þar vega hvað þyngst kaup á áburði, sem er stór útgjaldaliður hjá bændum. Kúabændur búa við nokkuð jafna framleiðslu allan ársins hring, og er því búist við að greiðslubyrði þeirra vegna virðisaukaskatts jafni sig á gjalddagana tvo. Flugleiðir semja við Grænlendinga FLÚGLEIÐIR og Grænlandsflug hafa gert með sér samning um að Flugleiðir annist áætlunarflug fyrir Grænlandsflug milli Kaup- mannaliafnar og Narssarssuag með viðkomu í Keflavík næstu 12 mánuði. Þessi samningur fær- ir Flugleiðum viðskipti að upp- hæð 275 milljónir króna á þess- um tíina. Með honum er end- urnýjað samstarf félaganna sem staðið hefur i íjögur ár. í vetur fljúga Flugleiðir einu sinni í viku milli Narssarssuag og Kaup- mannahafnar fyrir Grænlandsflug og næsta sumar verða allt að þijár ferðir á viku. Jafnframt nær þetta samkomulag til flugs milli Keflavík- ur og Narssarssuag. Flugleiðir munu nota eina af Boeing 737-400 þotum félagins á þessari flugleið. Sundaborg r Sundaborg Pantanasími fyrir landsbyggðina er 66 75 56. Ath. Forsölu á landsbyggðinni lýkur fimmtudaginn 6. sept. MIÐAVERÐ kr. 3500,- Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavikur, Laugavegi 96; Steinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. HafnarfjörAur: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag- firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt af verðí flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að rísarokktónleikunum. Dýrgripurinn frá Miele LAUGARDAGSRISAROKK í Reiðhöllinni 8. september CDpiTesNAlse Tryggið ykkur miða á laugardagstónleikana í tíma á meðan miðar eru til JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF SUNDABORG 13-104 REYKJAVÍK - SÍMI688 5SS OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-12 erhljóðlátur og þ vær vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.