Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 Franski sjáandinn Toe Guor látinn HINN þekkti franski sjáandi, miðill og huglæknir Marcelus Toe Guor varð bráðkvaddur á heimili sínu í París að morgni s.l. mánudags, 72ja ára að aldri. Toe Guor var af mörgum nefnd- ur Nostradamus 20. aldar. Viðtal birtist við hann í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. júlí s.L þar sem hann spáði m.a. fyrir Islandi og íslendingum. Jafnframt bauð Toe Guor íslendingum þjónustu sína. Er skemmst frá því að segja að á nokkrum vikum bárust honum meira en 3000 bréf frá íslending- um. Hafði hann aðeins svarað litl- um hluta bréfanna er hann lézt. Sigurgeir Þorgeirsson, sem tók samtalið við Toe Guor, sagði í gær MK með náms- braut um vinnu með fötluðum Menntaskólinn í Kópavogi býður upp á námsbraut í skól- anum um vinnu með fötluðum ungmennum. Námið felst í því að fötluð ungmenni sem þess óska, geta sótt um að fá hjálp- armenn sem fylgja þeim í fé- lags- og skemmtanalíf og stofna þannig til kynna við ófötluð ungmenni. Nemendur skólans sem velja þessa námsbraut munu þá tengj- ast hinum fötluðu ungmennum og vinna með þeim í vetur. Umsjónarmaður þessa náms- efnis er Garðar Gíslason, mennta- skólakennari. Barnaskór Barnaskór St. 19-23. Verð kr. 2.985. Litir: Hvítt m/fjólubláu blátt m/grænu. smáskór sérverslun m/barnaskó, sími 622812. Sendum ípóstkröfu. GoldStar símkerfin eru hvarvetna viður- kennd fyrir gæði og hugvitsamlega hönnun. • Ótal möguleikar fyrir allar stæröir fyrirtækja. • Vönduö uppsetning og forritun. 100% þjónusta. • Tugir ánægðra notenda. • Síðast en ekki síst: Frábært verð. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B - SÍMI 685750 Ath! GoldStar síminn m/símsvara á kr.9.952.- að ekkja sjáandans hefði beðið Morgunblaðið fyrir þau skilaboð að öllum bréfum yrði svarað þrátt fyrir fráfall Toe Guor. Ekkjan er sjálf miðill og mun svara bréfunum ásamt aðstoðarfólki sínu. Útför sjáandans verður gerð frá Trinite-dómkirkjunni í níunda hverfi í París á morgun fímmtu- dag. Minninkarkort og skeyti skal senda til 56 Rue Taitbout, París 75009. Caput-tónleikar í Islensku óperunni CAPUT-tónleikar verða í íslensku óperunni fimmtudagskvöldið 6. september klukkan 21. Sljórnandi er Guðmundur Óli Gunnars- son. , Á tónleikunum verður frumflutt Sónata xx „I Tóneyjahafi" fyr- ir bassaflautu, klarinett, bassaklarinett og horn eftir Jónas Tómas- Marcelus Toe Guor sjáandi. son. í fréttatilkynningu segir m.a: ,„Þetta verk var samið á ísafirði sl. haust og tileinkað eiginkonu höfundar. Hljóðfærasamsetning verksins er mjög óvenjuleg og veldur því að hljómur þess verður framandi, dökkur og dularfullur. Forseti sameinaðs þings: Greiðslur handhafa forseta- valds eru mál forsetaembættísins „í Tóneyjahafi" tekur nær hálfa klukkustund í flutningi og er í tólf köflum. Þessir kaflar eru Tó- neyjarnar, misjafnar að stærð og lögun (og mislöng sigling á milli þeirra yfir þögult hafið), en þó eru þær allar gerðar úr sama efni.“ Þá verður fluttur Kammerkon- sert fyrir 13 hljóðfæraleikara eftir ungverska tónskáldið György Lig- eti. Einnig verður flutt tónverkið Spiri (fyrir 10 hljóðfæri) eftir ítalska tónskáldið Franco Dona- toni. GUÐRÚN Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, segir greiðsl- ur fyrir störf handhafa forseta- valds vera mál forsetaembættis- ins og sé það þess og fjármála- ráðuneytisins að gera breyting- ar á fyrirkomulagi greiðslna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Salome Þor- kelsdóttir, varaforseti sameinaðs Gallerí Borg; Brúðuhúsið eftír Erró fór á 902 þúsund Olíumálverkið Brúðuhúsið eft- ir Erró fór á 902 þúsund krónur á málverkauppboði, sem haldið var á vegum Galleríi Borg síðast- liðinn sunnudag. Á uppboðinu voru einnig, meðal annars, seld málverkin Sól í vestur- bænum eftir Snorra Arinbjamar fyrir 847 þúsund krónur, Yfir sund- in eftir Ásgrím Jónsson fyrir 605 þúsund, Ari eftir Jóhannes S. Kjarv- al fyrir 572 þúsund, Hrafnabjörg eftir Kristínu Jónsdóttur fyrir 528 þúsund og Laxfoss í Norðurá eftir Þórarin B. Þorláksson fyrir 451 þúsund krónur. ■ IRSKI þjóðlagadúettinn Sean Cannon og Miehaels Howards -skemmtir í Ölveri í Glæsibæ dag- ana 5. 6. 7. og 8. september nk. Boðið verður upp á írskan matseð- il á irsku verði. Hljómleikarnir hefj- ast klukkan 22. Þeir félagar vom í írsku þjóðlagahljómsveitinni „The Dubliners", er þeir heimsóttu ís- land í tilefni bjórdagsins 1. mars 1989. þings, ritað skrifstofu forseta ís- lands bréf þar sem hún fer fram á greiðslu fyrir þau skipti sem hún hefur gegnt störfum handhafa forsetavalds sem staðgengill for- seta sameinaðs þings. Lögum sam- kvæmt renna greiðslur til hand- hafa forsetavalds, þ.e. forsætis- ráðherra, forseta sameinaðs þings og forseta hæstaréttar, þrátt fyrir að staðgengill gengi störfum fyrir einhvern þeirra. Þar sem mál af þessu tagi hefur ekki komið upp áður hefur forsetaskrifstofan falið ríkislögmanni að taka saman álits- gerö um málið. „Ég hef ekkert um þetta mál að segja,“ sagði Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs þings, þegar hún var spurð um þetta mál. „Þetta mál varðar forseta- embættið og ef á að breyta þessum greiðslum þá verður það ákveðið þar. Ég var fyrsti varaforseti Þor- valds Garðars Kristjánssonar þeg- ar hann var forseti sameinaðs þings og þá kom þetta mál aldrei til tals. Það er því um nýtt mál að ræða. Eigi að gera á þessum greiðslum breytingar þá er það milli forsetaembættisins og fjár- málaráðuneytisins." Lokun Tunglsins: Ráðuneyti telur að- gerðir hafa verið réttar Dómsmálaráðuneytið telur að þær aðgerðir lögreglunnar í Reykjavík að stöðva starfsemi skemmtistaðarins Tunglsins og svipta hann skemmtanaleyfi 20. og 21. júlí síðastliðinn hafi verið ■ að fullu réttlætanlegar og í sam- ræmi við lög. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við kæru veitingamanns Tunglsins vegna aðgewrðanna. í svari ráðuneytisins til veitinga- mannsins kemur fram að í samræmi við þessa niðurstöðu telji það ekki efni til að fella út gildi eða fresta framkvæmd þeirra ákvarðana lög- reglustjóra að afturkalla áfengi- sveitingaleyfi og almennt skemmt- analeyfi skemmtistaðarins Tungls- ins á fyrrgr'eindum tíma. Skákþing íslands: * Ovænt frammistaða yngsta keppandans Skák Bragi Kristjánsson Hinn 15 ára gamli Héðinn Steingrímsson hefur óvænt tekið forystuna á Skákþingi íslands, sem nú stendur yfir á Hótel Höfn í Hornafirði. í sjöttu umferð, sem tefld var á mánudagskvöld sigraði Héðinn Björgvin Jónsson, en þeir deildu fyrsta sætinu fyrir umferð- ina. Skák þeirra var baráttuskák, þar sem Björgvini tókst ekki að nýta sér veikleika í stöðu Héðins, og svo fór að lokum, að sá fyrr- nefndi lék af sér og tapaði. Önnur úrslit í 6. umferð: Jón L. — Snorri, 'A; Margeir — Árni Ármann, 1-0; Hannes Hlífar — Halldór Grétar, 1-0; Þröstur Á. — Þröstur Þ., ‘A; Tómas — Sigurður Daði, 0-1. Staða efstu manna eftir 6 um- ferðir: 1. Héðinn Steingrímsson, 5 v.; 2. Margeir Pétursson, 4'A v.; 3. Björgvin Jónsson, 4 v; 4. Hannes Hlífar Stefánsson, 3 'A; 5.-7. Jón L. Árnason, Þröstur Þórhallsson og Þröstur Árnason, 3 v. Árangur Héðins á mótinu er sérstaklega athyglisverður fyrir þá sök, að hann er eini keppand- inn, sem teflt hefur yfirvegað frá upphafi, enda er hann sá eini, sem ekki hefur enn tapað skák! Taflmennskan á mótinu hefur verið mjög lífleg, en ekki að sama skapi góð. Lokaspretturinn, sem nú er framundan, verður örugg- lega spennandi. Keppendur fá engan frídag, því fyrirhugaður frídagur týndist í þokunni, þegar fresta varð fyrstu umferð. í lo- kakafla mótsins bætist því þreyta ofan á mikla spennu. Hvítt: Björgvin Jónsson Svart: Héðinn Steingríms- son Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 - a6, 8. 0-0-0 - h6, 9. Be3 - Rxd4, 10. Bxd4 - Hvítur getur einnig leikið 10. Dxd4 - Dc7, 11. f4 - b5, 12. Be2 — Bb7, 13. Bf3 o.s.frv. 10. - b5, 11. De3!? - Þessi leikur hefur verið vinsæll að undanförnu, en 11. f3 eða 11. f4 kóma einnig til greina. II. - Rg4!? Eða 11. - b4, 12. e5! - bxc3, 13. exf6 - cxb2+, 14. Kbl - gxf6,15. Df3 með betra tafli fyr- ir hvít. 12. Dg3 - e5, 13. Be3 - Be7, 14. Rd5 - Bh4, 15. Df3 - Rxe3, 16. fxe3?! - Eftir 16. Rxe3!? - 0-0, 17. g3 - Be7, 18. h4 ásamt 19. Bh3 stendur hvítur vel. 16. - 0-0 17. g3 - Be7 18. Bd3’! Biskupinn stendur illa á d3. Enn kemur 18. h4 ásamt 19. Bh3 sterklega til greina. 18. - Be6, 19. Kbl - Hc8, 20. h4 - Hc5, 21. Hd2 - Kh8, 22. Rxe7 - Dxe7, 23. g4 - g6, 24. g5 - h5, 25. Hfl - Kg8, 26. b3 - a5,27. Df6 - Db7,28. Be2? - Afleikur, sem tapar peði. Hvítur á erfitt með að sækja í stöðunni, en svartur hótar að ýta peðum á drottningararmi til að bijóta upp kóngsstöðu hvíts, t.d. 28. Hdfl - Hfc8 (hvítur hótaði 29. Dxe6 - fxe6, 30. Hxf8+ — Kg7, 31. He8 ásamt 32. Hff8 með sterkri sókn) ásamt b5 - b4, a5 - a4, o.s.frv. 28. - Dxe4!? Héðinn er hvergi smeykur, tek- ur peðið og gerir við hótuninni 29. Bxh5 - gxh5, 30. g6 o.s.frv. 29. Bd3 - Dxe3, 30. Hdf2? - Björgvin missir af bestu leið- inni: 30. He2!, Dh3, 31. Bxg6!, Dxfl+! 32. Dxfl, fxg6 með mjög vandmetinni stöðu. Önnur geysi- flókin leið er 31. Hef2!?(í stað 31. Bxg6!), e4! 32. Bxe4, Dxh4 33. Bxg6(33. Dxe6, Dxf2!) Dxg5! og hvítur kemst ekki í gegnum varn- ir svarts. 30. - e4!, 31. He2 - Eftir 31. Dxe6 - Dxf2 vinnur svartur. 31. - Dh3 32. Bxe4 Eða 32. - Hf5!, 33. Hxf5 - Bxf5, 34. Kb2 - Ekki 34. Bxf5 - Dfl+, 35. Kb2 - Dxe2 o.s.frv. 34. - Dg4 Nú fellur hvíti hrókurinn fyrir biskup og framhaldið teflir Héðinn af öryggi. 35. Bxf5 - Dxe2, 36. Bxg6 - De6, 37. Dxe6 - fxe6, 38. Bxh5 - Hf4, 39. Be2 - Hxh4 40. Bxb5 - Hg4, 41. Ka3 - e5, 42. Be2 - Hxg5, 43. b4 - Hg3+, 44. Ka4 - axb4, 45. Kxb4 - Kf8, 46. a4 - Ke7, 47. Kb5 - Hc3, 48. a5 - Örvæntingarfull tilraun til að flækja tapað tafl. 48. - Hxc2, 49. Bf3 - Kd7, 50. a6 - Hb2+, 51. Kc4 - Ha2, 52. Bb7 - Kc7, 53. Kd5 - Hb2, 54. Ba8 - Hb6, 55. Ke6 - Eða 55. Bb7 - Hxb7, 56. axb7 - Kxb7 og svartur vinnur. 55. - Hxa6, 56. Bhl - Ha4, 57. Bg2 - Ild4 og hvítur g^fst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.