Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 Bima Eyjólfs- dóttir - Minning Fædd 15. desember 1947 Dáin 26. ágúst 1990 Það húmar að kveldi. í huga koma ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar: Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvita svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hveijum. Birna var óvenju falleg og glæsi- leg kona. Hún var gædd innri mannkostum, sem lýstu sér m.a. í því, að hún var örlát við vini sína, hafði meiri ánægju af því að gefa en þiggja. Sjálf varð ég þess aðnjót- andi, að hún kom með hluti og sagði þá gjarnan: „Mér datt í hug að þú gætir notað þetta.“ Ef aðrir gáfu henni, þá varð hún oft vandræðaleg og sagði: „Hvað, ætlarðu virkilega að gefa mér þetta! Ég kann ekki við að taka á móti þessu." Við Bima kynntumst fyrir rúm- um áratug í starfi á vegum Alþýðu- flokksins. Það var gaman að fylgj- ast með henni og kynnast, því eld- móðurinn og hugsjónin var mikil til handa flokknum, og ekki síst alþýðuflokkskonum. Þá var verið að vinna að bpeklingi um barnið í þjóðfélaginu. Hún hafði sitthvað til málanna að leggja. Ég varð fljót- lega vör við, að hún var hamhleypa til verka og mjög dugleg við að undirbúa og skipuleggja. Enda var hún fljótlega kosin formaður kven- félags Alþýðufiokksins. Arin sem í hönd fóru óx ábyrgðin og nefnda- störfín. í pólitísku samstarfi gekk oftast vel, en þó urðu snörp orðaskil, því hún var stundum alveg hissa, ef ég hafði aðrar skoðanir á hvernig ætti að framfylgja stefnunni og í hvaða forgangsröð. En það er ekki alltaf hægt að sigla lygnan sjó, þó góð vinátta sé. Birna var höfðingi heim að sækja og hafði sérstakt lag á að láta sínum gestum líða vel og er þar minnis- stæðast fertugsafmæli hennar, við mikla gleði og mannfögnuð, en Birna var hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Það kom líka glöggt í Ijós hve vinmörg hún var í síðustu veikind- um sínum,. oft var hringt til mín og spurt: „Hvernig líður Birnu?" „Láttu okkur vita reglulega," sögðu vinkonur og vinir. Eftirminnilegt er, hvað mér fannst það frumlegt, þegar hún sagði frá því, að þau hjónin hefðu drifíð sig í Munaðarnes yfir jólin, og tóku gjafír, mat, jólatré og ann- að með sér, ásamt skíðum. Og þau urðu þrenn jólin, sem þau dvöldust í Munaðarnesi. Þetta krafðist auð- vitað undirbúnings. En þau voru samhent í þessu hjónin, eins og í flestu öðru. Birna var elst fimm systkina, ein systir dó níu mánaða gömul. Hin systkinin eru: Konráð, Herdís og Eyjólfur. Hún hafði mikla ábyrðar- tilfínningu fyrir yngri systkinum sínum. Þau leituðu oft til hennar og hún studdi þau með ráðum og dáð. Einnig veit ég að hún var heil- mikill ráðgjafi gagnvart systkinum eiginmanns síns, Eiríks. Birna ólst upp á ísafirði. Foreldr- ar hennar eru þau Eyjólfur Bjarna- son, sölustjóri hjá Sjóvá-Almenn- um,_og Unnur Konráðsdóttir, bæði frá ísafirði. Þau skildu. Seinni mað- ur Unnar er Asmundur Pálsson. Birna var mikil gæfumanneskja í sínu einkalífi. Eiginmanni sínum, Eiríki H. Tryggvasyni, giftist hún 3. júní 1967. Þeirra hjónaband var einstaklega farsælt og einkenndist af ást, tiygglyndi og virðingu fyrir hvort öðru. Þau áttu líka mörg sam- eiginleg áhugamál, svo sem útivist, tjaldferðalög, skíðamennsku, tónlist o.fl. Þap eignuðust þijú börn. Þau eru: íris 20 ára, nemi, Tryggvi 18 ára, sjómaður, og Eyjólfur Róbert 15 ára, nemi. Nýliðið atvik lýsir vel hvern hug hún bar til Eiríks. Hún kom að- vífandi heim til mín með boðsmiða á tónleika hjá Fóstbræðrum. Við hittumst svo á eftir, ég og hún. Lét ég þau orð falla, að hann hefði fal- legustu einsöngsröddina af þremur, er þá sungu einsöng. Þá sagði hún: „Ég er svo stolt af honum, en ég kunni ekki við að segja það að fyrra bragði, að hann syngi bezt.“ Birna lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar vorið 1964. Hún fór í byijun árs 1965 til Bretlands og vann þar sem „au- pair“, ásamt því að vera í ensku- námi. A unglingsárum á ísafírði, vann Birna fyrir sér við ýmis störf, er til féllu. En eftir heimkomuna frá Bretlandi vann hún hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í u.þ.b. ár. Eftir það réðist hún til starfa á lögmannsstofu Bjarna heitins Bein- teinssonar hrl. Þar vann hún í tæpt ár. í tvo vetur kenndi hún á nám- skeiðum hjá Dale Carnegie. A þessum árum, 1967-1970, var Birna aðallega húsmóðir. En árið 1970 fluttu þau hjónin til Svíþjóðar og dvöldu þar á fjórða ár. Þau bjuggu lengst af á Smögen, lítilli eyju, í skeijagarðinum, fyrir norðan Gautaborg. Á sumrin þau ár sem þau bjuggu í Svíþjóð rak hún minjagripaversl- un. Þar seldi hún eingöngu íslenzk- ar vörur, ullarföt, keramik o.fl. Eftir að þau Eiríkur komu heim til íslands aftur, tók Birna að sér hin ýmsu verkefni fyrir fyrirtæki, bókhald o.fl. Ekki má gleyma, að til margra ára tók hún mikinn þátt í félags- starfi með eiginkonum Fóstbæðra. En aðrir munu eflaust rekja nán- ar hennar störf í þágu Álþýðu- flokksins. Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast ánægjulegs sam- starfs við undirbúning 1. maí kaff- is, sem við undirbjuggum í mörg ár með mörgum dugnaðarkonum. Við vorum oft þreyttar, en þetta var sérlega ánægulegur þáttur í starfí á vegum flokksins. Árið 1985 'réði Birna sig til starfa sem framkvæmdastjóri hjá Fram- sýn. Hún byijaði á því að gefa út „Export Directory", sem er upplýs- ingabók um íslenzk fyrirtæki og starfsemi þeirra, sem var dreift er- lendis, ásamt ýmsu fleiru. Birna og Jóhannes Guðmundsson stofnuðu fyrirtækið Markaðsdreif- ing-Strax, árið 1987. Það fyrirtæki var brautryðjandi á sínu sviði. Eins og annað sem hún tók að sér, þá var hún óþreytandi við að afla umboða innanlands og utan. Hún gaf út handbók stjórnandans, og fylgdi henni eftir með ráðstefnu. Fyrirtækið starfaði aðallega við útgáfu fréttabréfa, markaðsöflun, og prentun ýmis konar. Það er þungbærara en orð fá lýst, þegar svona ung kona fer í rannsókn og uppskurð og er á tnili heims og helju í tíu vikur. Umskipt- in voru svo snögg, að erfitt er að trúa því að lífið sé svona hverfult, og skipti svo snögglega til hins verra. En það er huggun harmi gegn, að mæt kona, sterkur persónuleiki ástrík eiginkona, móðir, dóttir, og vinkona, þurfi ekki að heyja langa baráttu, í þeesu sambandi fer vel að vitna í Matthías Jochumsson: „En sof þú vel og vertu sæl, ó, Vestfirðinga rós!“ Það er sárt að sjá bak ungri vin- konu, sem átti svo margt eftir og því vil ég kveðja hana með vísu eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnar- holti: Græt ég og greiði gjaldið eina, er má - læt ég á leiði laufin bleik og fá. Sígræn blöð þér breiði björt í fegra heimi; mildur blær í meiði mining þína geymi." Ásta Benediktsdóttir Andlátsfregn Birnu kom mér í opna skjöldu. Hún var ung kona í bióma lífsins, umsvifamikil og at- orkusöm. Hún átti svo mörgum verkefnum ólokið. Við vorum mörg, vinir hennar og venslafólk, sem væntum mikils af störfum hennar og atfylgi. Þess vegna er það ennþá sárar að kveðja hana, langt um ald- ur fram. Birna fæddist á ísafirði 14. des- ember 1948 og ólst upp fram á unglingsár í faðmi ijalla blárra. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Bjarnason og Unnur Konráðsdóttir, sem bæði voru atkvæðamikil í bæj- arlífinu á ísafirði á uppvaxtarárum Birnu. Birna var bráðþroska stúlka, kjarkmikil og áræðin. Sextán ára að aldri hleypti hún heimdraganum: hélt til Englands til náms og starfa, strax að loknu gagnfræðaprófi. Nítján vetra að aldri giftist hún Eiríki H. Tryggvasyni múrara- meistara. Þau eiga þijú mannvæn- leg börn, írisi, Tryggva og Eyjólf Róbert. Meðan börnin voru ung helgaði hún sig uppeldi þeirra og heimilisforsjá, en heimili hennar og Eiríks var alla tíð með sérstökum glæsibrag. Um þriggja ára skeið bjuggu þau Birna og Eiríkur í Svíþjóð. Eiríkur starfði við byggingaframkvæmdir en Birna réðst í það stórvirki að opna og reka verslun með íslenskar ullarvörur og fórst það vel úr hendi. Að fenginni þeirri reynslu réðst hún til starfa hjá Karnabæ, þar sem hún stjórnaði m.a. útsölum Karnabæjar um_ 6 eða 7 ára skeið. Árið 1985 stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki, Framsýn, og tveimur árum seinna átti hún hlut í öðru fyrirtæki, Markaðsdreifingu hf. Þessi fyrirtæki sinntu upplýsinga- miðlun og markaðsráðgjöf með út- gáfustarfsemi, undirbúningi og skipulagningu á kynningarstarfi og auglýsingum. Birna var lífið og sálin í þeim félagsskap, þar sem hún starfaði. Eiríkur var virkur félagi í karla- kórnum ,1'óstbræðrum. Birna tók þátt í félagsstarfi kórsins og átti þar margar gleðistundir. En fyrst og síðast tók hún mikinn þátt í fé- lagsstarfi okkar jafnaðarmanna í Reykjavík. Það var á þeim vett- vangi sem kynni okkar tókust upp úr 1980, þegar ég var tekinn við ritstjórn Alþýðublaðsins. Þau kynni leiddu til þess að Birna tók að sér í sjálfboðaliðastarfi að veita for- stöðu skrifstofu á mínum vegum vegna prófkjörs til Alþingiskosn- inga 1983. Við reyndumst sigursæl í þeirri baráttu, enda lá þar enginn á liði sínu. Frá þessum tíma er margs að minnast, sem gott er áð halda til haga í minningunni. Á þessum árum gegndi Birna mörgum trúnaðarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn. Hún var varaformað- ur kvenfélags Alþýðuflokksins, átti sæti í stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík og sat í flokksstjórn. Og ævinlega þegar mikið lá við var hún reiðubúin að leggja fram starfskrafta sína í þágu góðs málstaðar. Birna Eyjólfsdóttir var væn kona, fríð sýnum, skapmikil og einarðleg í allri framgöngu, atorkusöm í starfí, glaðvær á mannamótum og sómdi sér þá kvenna best. Við jafn- aðarmenn minnumst hennar með virðingu og kveðjum hana með eft- irsjá og einlægri þökk fyrir samver- una. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Við sátum saman eins og svo oft áður í góðra vina hópi í byijun júní og ræddum um sumarið sem var framundan og átti að nýta svo vel til margra skemmtilegra hluta. Birnu skorti ekki hugmyndirnar frekar en fyrri daginn. En „skjótt skipast veður í lofti“. Tíu dögum seinna var allt orðið breytt. Birna þurfti að gangast undir aðgerð sem fór öðruvísi en við var búist. Hún komst aldrei til meðvitundar. Við vorum búnar að vera saman í saumaklúbb í mörg ár og áttum margar skemmtilegar stundir sam- an bæði einar og með mökum okk- ar. Birna var fyrir okkur ákaflega mikil baráttukona, lifandi og opin í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var sú sem hreif fólk með sér hvar sem hún var og þessa sökn- um við nú svo mjög þegar við ekki lengur fáum að njóta samveru hennar. Kæri Eiríkur, íris, Tryggvi og Eyjólfur Róbert, við vitum að sorg ykkar er mikil. Við biðjum þess að ykkur veitist styrkur á þessum erf- iða tíma, en þá er gott að eiga góðar minningar um ástríka eigin- konu og móður. Við sendum ykkur, foreldrum hennar og systkinum, okkar inni- legustu samúðar kveðjur. Bíbí, Hanna, Magga, Silla og Sibba. Skammt er stórra högga á milli, ótt og títt er hoggið í raðir okkar Fóstbræðrakvenna. Agndofa stönd- um við og fáum ekki skilið í svip tilgang Drottins með svo ótíma- bæru kalli. En við verðum að lúta staðreyndum. Birna er dáin, kölluð burt í blóma lífsins frá eiginmanni og þremur börnum. Það var svo sannarlega engin depurð yfir okkur í vor. Sólin skein í heiði, brum sprungu út og sóleyjar spruttu sunnan við garð. Og enn hækkaði sólin á lofti og hellti geisl- um sínum yfir sæ og storð. Það var komið sumar og dýrð Drottins blasti alls staðar við. \ Þá dró skyndilega ský fyrir sólu. Birna kenndi lasleika og var lögð inná sjúkrahús. Ekkert alvarlegt, aðeins smáaðgerð var okkur sagt, og við önduðum léttar. Þrátt fyrir öll læknavísindi og tækni nútímans átti Birna ekki afturkvæmt og lést í Landspítalanum 26. sl. Birna Eyjólfsdóttir fæddist 15. september 1947 og því aðeins 42ja ára. Það var hásumar í lífí Birnu, börnin næstum uppkomin og mestu annir við barnauppeldi því liðin tíð. Lífð blasti við þeim hjónum, Eiríki Tryggvasyni og Birnu, með öllum sínum dásemdum. Það var mikið happ fyrir Fóst- bræður þegar Eiríkur gekk til liðs við kórinn. Ekki var heppni okkar Fóstbræðrakvenna síðri, þegar Birna bættist í okkar hóp. Birna var mjög glæsileg kona, mikill og góður félagi og hvar sem hún fór var glaðværðin í fyrirrúmi. Heil- steyptur persónuleiki var hennar aðal, tillitssemi og prúðmannleg framkoma í garð samferðamanna var aðdáunarverð. í ferðum Fóst- bræðra jafnt innanlands sem utan var hún ætíð boðin og búin til að aðstoða þá sem með þurftu. Við minnumst þess að í ferð kórsins um Canada, í löngum rútuferðum dag eftir dag, völdu Birna og Eiríkur aftasta sætið, ekki þrátt fyrir að það væri versta sætið, heldur af því að þar var verst að sitja. Þann- ig sýndu þau hjón einatt, að því er virtist meðfædda tillitsemi og hlýju í okkar garð. Það er ekki ætlun okkar að rifja upp allar þær stund- ir sem Birna skemmti okkur á hin- um ýmsu uppákomum fóstbræðra, en alltaf fór henni það jafn vel úr hendi. Já, minningarnar streyma fram í huga okkar allra, hlýjar, ljúfar og góðar. Þó nú séu dagarnir dimmir og sorg ríki í hjörtum vina og aðstand- enda, þá vitum við að birtir upp um síðir. Vorið mun koma með birtu og yl, blómin munu teygja krónur sínar mót hækkandi sól og fugla- söngur fylla loftin blá. Það er trú okkar að nú gangi Birna brosandi um grænar grundir undir hand- leiðslu Drottins allsheijar. Við geymum minninguna um yndislega konu og góðan félaga í hjörtum okkar um ókomna tíð, og biðjum algóðan Guð að sefa sárustu sorgina í hjörtum eiginmanns, barna og annarra ástvina. Drottinn sigrar, dauðinn tapar. Dagur brýst í gegnum nótt. Drottinn stig af stigi skapar styrk úr veikleik, mátt úr þrótt. Drottinn sprengir dróma og læðing. Dauðinn snýst í endurfæðing. Drottin gerir nákuls næðing notabyr að lífsins gnótt. (Hannes Hafstein) Blessuð sé minning hennar. Fóstbræðrakonur Eins og verk þín elsku sýna augað hvar sem líta má allt ber vott um visku þína veröld öll þar skýrir frá. (Sálmur) Hún Birna okkar er dáin, það kom ekki á óvart þegar hringt var á sunnudagskvöldið og þessi orð sögð, við höfðum fylgst með veik- indum hennar og vonuðum alltaf það besta. Minningarnar hrannast upp, en þó ber hæst þær minningar sem við eigum um okkur Alþýðu- flokkskonur saman á fundum og ráðstefnum að ræða um sameigin- legt áhugamál, jafnaðarstefnuna. Við Alþýðuflokkskonur úr Hafn- arfirði viljum þakka fyrir þau ár sem við áttum með Birnu, sem voru alltof fá. Minningin um Birnu mun ávallt lifa með ókkur. Far þú í friði, friður pðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Eiríkur, íris, Tryggvi og Eyjólf- ur. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tíma- mótum. Minningin um góða konu og móður mun hjálpa. Guðfínna og Valgerður. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn tii baka, þegar manni er tilkynnt and- lát vinar. Maður lítur yfir farinn veg og rifjar upp samverustundir í leik og starfi. ÍÞað gerðum við alla vega, eftir að Unnur hafði hringt og sagt okkur að Birna væri dáin. Þar sem hún hafði verið veik, hafði mátt búast við öllu, en þó kemur þessi frétt, um endir eins tilveru- stigs og upphaf annars, manni allt- af á óvart. Við báðum fyrir henni meðan hún barðist fyrir lífinu hér og við látum bænir okkar fylgja henni, þar sem hún dvelur núna. Það eru orðin ævi mörg árin síðan við fyrst kynntumst í gegnum störf hennar hjá Karnabæ. Hún var sjálf- stæð og vildi vinna úti, en fannst hún samt verða að sinna börnunum meðan þau voru yngri. Því var stjórnun útsölumarkaðar Karna- bæjar tilvalin starfsvettvangur fyrir hana. Nokkurra vikna vinna tvisvar á ári. Driftin og krafturinn var allt- af sá sami, þegar þessi glæsilega kona var annars vegar. Það var eins og allir hlutir færu á hreyfingu í kringum hana. Stundum undrar maður sig á öllu því sem hún hafði náð að framkvæma á svona stuttri ævi. Og sífellt þurfti hún að fara ótroðnar slóðir, hvort sem hún var í eigin rekstri eða starfaði hjá öðr- um. Tilsvar hennar, þegar henni var hrósað var gjarnan: „Eitthvað verð- ur maður að gera,“ og hún lét svo sannarlega ekki sitt eftir liggja að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.