Morgunblaðið - 05.09.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
41
Undarleg félagshyggja
Til Velvakanda.
Þeir sem höfðu atvinnu af því
að útbreiða marxisma og unnu fyr-
ir KGB eru nú atvinnulausir. Blaðið
Land og fólk í Danmörku lokaði
fyrsta febrúar sl. og engin bæna-
skrá kom til ríkisstjórnarinnar um
að blaðið kæmi út á ný. Hér gerð-
ist það aftur á móti að almenningur
borgar skuldir Þjóðviljans og ríkið
kaupir fjölmörg eintök af blaði sem
enginn vill lesa. Blað Framsóknar-
flokksins, sem trúði á Samvinnu-
hreyfinguna, er á sama báti og
ríkissjóður er látinn borga brúsann.
Þetta gerist á sama tíma og lok-
að er lífsnauðsynlegum deildum á
sjúkrahúsunum. Félagshyggjan
lætur ekki að sér hæða og alltaf
eru þyngdar skattaálögumar á
þjóðina. Eg held að ríkissjóður á
dögum Jóns Magnússonar forsætis-
Nafn Guðs
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu birtist klausa í
Velvakanda þar sem fjallað var um
nafn Guðs og var ekki laust við að
það hneykslaði höfundinn að fæst-
um væri kunnugt um það. Nú verð
ég að hryggja hann með að engum
er fuilkunnugt um nafnið. Því er
nefnilega þannig varið að í hebreska
ritmálinu sem gamla test^mentið
var ritað á voru einungis samhljóð-
ar en hveijir sérhljóðamir voru urðu
menn að geta sér til um. Nafn
Guðs er ritað JHVH. Margir vilja
lesa út úr því Jehóva en aðrir hafa
það Jahve. En þama hefðu allt eins
getað verið aðrir sérhljóðar og því
veit enginn hvernig nafnið var bor-
ið fram á þeim tíma sem bækur
gamla testamentisins voru fyrst
færðar í letur. Engum er því kunri-
ugt um nafn Guðs - ekki einu sinni
páfínn í Róm veit það.
Grúskari
Hvað er i
nafn Guðs?!
_ Til Velvakanda.
PL Nýlega las ég í bókinni Mátturl
"ai'kmið bænarinnar eftir Alfix
jorenzen sem Hvítasunnumenn gc|
út.
Bók þessi er afar merk fyrir þbl
sakir að minna kristna menn á bænl
ina, sem þeir nota of lítið og oft eklj
á réttan hátt.
En undrun mín vaknaði er ég Jg
kaflann um Faðir vorið, þar
Vwor colninrr hoggorgr VtQÍrWln Vtgj
ráðherra hafi ekki verið burðugur
þegar þeir bræður, hann og Sigurð-
ur Magnússon, byggðu Vífilstaða-
hælið og víluðu ekki fyrir sér að
berklasjúklingar skyldu fá ókeypis
læknaþjónustu fyrst allra landa.
Þakkirnar sem þeir fengu fyrir
framtakið vom þær að þegar Fram-
sóknarflokkurinn komst fyrst hér
til valda þá var Sigurður Magnús-
son rekinn frá Vífilstöðum. Fram-
sóknarflokkurinn rak alla menn úr
embættum sem ekki voru Fram-
sóknarmenn þar sem því varð við
komið, og svo voru búin til ótal
embætti, flest óþörf, handa flokks-
mönnum. Og þá varð til máltækið:
Drengur sem Samvinnuskólanum
getur gengið í allar stöður. Ríkis-
sjóðurinn sem notaður var sem
vasapeningur fyrir flokkinn varð
hins vegar fljótt þurrausinn - hvað
á svona flokkur lengi að lifa?
Húsmóðir
Viðskiptahugbúnaðurinn vinsæii, sem mörg
hundruð fyrirtæki nota í öllum greinum
atvinnulífsins.
Samhæfð kerfi, sem notandinn ó auðvelt
með að læra á.
STÓLPI
fæst fyrir minni fyrirtæki á ótrúlega
hagstæðu verði.
Griðastaður á
Landakotstúni
Til Velvakanda.
Uppi á Landakotstúni í Reykjavík
stendur stór kirkja, sem við
kaþólskir nefnum Dómkirkju Krists
konungs en í daglegu tali manna
kallast Landakotskirkja. Með bréfí
þessu vil ég benda andlega leitandi
fólki á það að kirkja þessi er opin
alla daga frá því snemma morguns
og fram á kvöld. Messað er alltaf
minnst einu sinni á dag, klukkan
sex að kvöldi virka daga en á venju-
legum messutíma á helgum.
í kirkjunni er sannkallaður griða-
staður manna sem þrá að ganga í
Guðshús inn úr erli hins daglega
lífs og eiga stund í skjóli hins
hæsta. Þar finna menn guðdómleg-
an frið til bænagjörða og einnig
fallega trúarmuni sem gleðja augað
og auka trú og íhugun. Kirkjan er
sannkallað bænahús þar sem fórn
Drottins, dauða og upprisu er
minnst á hveijum degi í heilagri
messu. Kristskirkja er sannkallað
musteri Guðs.-
Einar Ingvi Magnússon
Skórnir sem hurfu
Til Velvakanda
Átta ára drengur, nýfluttur til
landsins eftir margra ára búsetu
erlendis, fór ásamt frændsystkyn-
um sínum í sundlaugina í
Laugardalnum síðast liðinn föstu-
dag milli kl. 3 og 6. Þegar hann
ætlaði að sundi loknu, að fara í
nýju skóna sem honum höfðu verið
gefnir fyrir heimferðina til íslands,
voru þeir horfnir og kom hann heim
grátandi í gömlum skóm sem starfs-
fólk laugarinnar léði honum.
Foreldrar bama sem vom í laug-
inni umræddan dag eru vinsamleg-
ast beðnir að athuga hvort börn
þeirra hafí tekið skó drengsins í
misgripum, en slíkt hendir að sögn
starfsfólks laugarinnar. Skórnir eru
hvítir, öklaháir Hi-tec skór með blá-
um og gulum röndum. Skónum
mætti skila til starfsfólks laugar-
innar sem mun koma þeim til
drengsins.
Frændsystkini drengsins
Kynntu þér málið.
SKERFISÞRÓUN HF.
SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK
Sölu- og þjónustuaðilar um land allt. Símar 91-688055 / 687466
SÖLU- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR ÚTI A LANDI:
Borgames: Leó Kolbeinsson ...................................... 93-71720
Ólafsvík: Viöskiptaþjónustan sf., Páll Ingólfsson............... 93-61490
Isafjöröur: Reiknistofa Vestfjarða, Elias Oddsson................ 94-3854
Sauðárkrókur: Stuöull sf., Stefán Evertsson .................... 95-36676
Aukureyri: Tölvuvinnslan, Jóhann Jóhannsson..................... 96-22794
Húsavík: Radióstofa SBG, Steingrimur Gunnarsson ................ 96-41453
Egilsstaðir: Viðskiptaþjónustan Tfaust, Óskar Steingrimsson..... 97-11095
Nýr haustfatnaður
í stórum stærðum
Hár:„
ði
Sérverslun
Háaleitisbraut 58-60
Sími 32347
TINLKL rOLKLK5
Þessir hringdu .. .
Páfagaukur
Óska eftir að fá kvenkyns páfa-
gauk gefins. Spyijið eftir Önnu í
síma 73285.
Regnúlpa
Dökkblá regnúlpa gleymdist í
Læknastöð Vestubæjar í byijun
ágúst og getur eigandi vitjað
hennar þar.
Læða
Lítil svört læða, hölt á annarri
afturlöpp, kom í hús að Melgerði
31 fyrir nokkru. Eigandinn er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 32506.
Radarvari
Radarvari var tekinn úr bíl við
Starhólma í Kópavogi sl. fimmtu-
dag. Vinsamlegast hringið í síma
44708 ef hann hefur fundist.
Veiðistöng
Lítil veiðistöng fannst við
Hreðavatn í ágúst. Eigandinn
getur hringt í Kjartan í síma
40635.