Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 21 Upplausn imian nýsjálenska Verkamannaflokksins: Forsætisráðherrann knúinn til afsagnar og hrun blasir við væt úr höndum íraska innrásarhers- ins. „Irösku hermennirnir hafa komið sér vel fyrir, búið um sig í skotgröfum og sett upp vélbyssu- hreiður út um allt. Margir hermann- anna eru jDaulvanir eftir átta ára átök við Irani,“ sagði einn karl- mannanna. Ekki voru allir landar hans úr röðum gíslanna á sama máli og töldu ekki mikla ógn stafa af innrásarhernum. „Þetta eru ein- tómir unglingar, allt niður í 14 ára,“ sagði önnur kona úr hópnum. Bandaríkjastjórn var ekki skemmt með för Jesse Jacksons til Iraks. Hann er sagður hafa lagt Saddam Hussein til vopn í áróðurss- tríði er hann fékk íraka til að sleppa nokkrum Bandaríkjamönnum. í yfiriýsingu frá utanríkisráðuneyt- inu um brottflutninginn voru honum engar þakkir færðar, heldur sagði þar aðeins: „Okkur skilst að séra Jackson hafi stuðlað að því að nokkrir einstaklingar hefðu fengið að fara úr landi“. Norðmenn yfirgefa sendiráðið í Kúvæt í gær skýrði talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Ósló frá því að Norð- menn myndu yfirgefa sendiráð sitt í Kúvæt þar sem vistin þar væri orðin óbærileg. Lokað hefði verið fyrir vatn, rafmagn og síma til sendiráðsins í marga daga. „Við erum ekki að hlýða fyrirmælum íraka um lokun erlendra sendiráða í Kúvæt. Þetta er bráðabirgðaráð- stöfun. Við verðum að hugsa um líf og heilsu sendiráðsmanna," sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins. Bretland; Andstaða við stefnu Thatcher myndast St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgiin- blaðsins. ÝMSIR breskir friðarhópar ásamt þingmönnum á vinstri væng breska Verkamanna- flokksins hafa stofnað nefnd til að vinna gegn stríði í Pers- aflóa. Búist er við, að þing- mennirnir gagnrýni afstöðu stjórnarinnar og forystu Verkamannaflokksins á aukafundi í breska þinginu á morgun og föstudag. Á föstudag stofnuðu tjöl- margir breskir friðarhópar ásamt vinstrisinnuðum þing- mönnum í Verkamannaflokkn- um með Tony Benn í broddi fylkingar nefnd gegn stríði í Persaflóa. Um 150 friðarhópar taka þátt í þessu og ákveðið hefur verið að efna til mót- mælafundar síðar • í þessum mánuði. Ákveðið var í síðustu viku að kalla breska þingið saman til aukafundar á morgun og föstudag vegna átakanna við Persaflóa að beiðni Neils Kinnocks, leiðtoga Verka- mannaflokksins. Forysta Verkamannaflokksins hefur stutt allar ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar vegna atburð- anna við Persaflóa fram til þessa, en taldi rétt að þingið fengi tækifæri til að tjá sig um málið. Tony Benn hefur lýst yfir því, að hann hyggist leggja fram tillögu á þingfundinum um að mótmæla stefnu stjórn- valda. Búist er við, að a.m.k. 30 þingmenn Verkamanna- flokksins styðji slíka tillögu. Slík andstaða við stefnu stjórn- valda gæti skaðað Verka- mannaflokkinn og forystu hans. Wellington. Reuter. GEOFFREY Palmer, forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands, var í gær þvingaður til að segja af sér og hefur Mike Moore, fyrrum utanríkisráðherra, tekið við stöðu hans. Moore bíða ærin verkefni, nýsjálenski Verka- mannaflokkurinn er margklof- Santiago. Reuter. MARXISTINN Salvador Allende, fyrrverandi forseti Chile, sem dó í valdaráni hersins fyrir 17 árum, var loks borinn til grafar í gær í sérstökum forsetagraf- reit í Santiago. Hermenn jörðuðu Allende í flýti í ómerktri gröf í strandbænum Vina del Mar eftir dauða hans árið 1973. Jarð- neskar leifar hans voru fluttar þaðan til Santiago í gær. Ýmsir erlendir gestir voru við- staddir jarðarförina í gær, þ.á m. Danielle Mitterand, eiginkona Fran- cois Mitterands Frakklandsforseta, Lisbeth Palme, ekkja Olafs Palmes, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, og Michel Rocard, for- sætisráðherra Frakklands, sem hélt ávarp við athöfnina ásamt Patricio Aylwin, forseta Chile og pólitískum andstæðingi Allendes. Dóttir Salvadors Allendes, Isabel, flutti ræðu við útförina og sagði m.a. að menn vildu segja skilið við fortíðina því nú væru tímar sátta í landinu. Herinn í Chile er enn undir stjórn Augustos Pinochets hershöfðingja, sem tilnefndur var af Allende fyrir valdaránið árið 1973. Til að forðast spennu milli hersins og borgara- legra yfirvalda í landinu var herinn ekki beðinn um að standa heiðurs- vörð við útförina eins og venja er við útfarir forseta. Öryggiseftirlit var þó hert til muna í Santiago og var ekki vanþörf á, þvi ijórar sprengjur sprungu snemma í gær- Sovésk efiiahagsmál: Gorbatsjov kynnir rót- tæka um- bótaáætlun Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, hyggst sjálfur leggja fram áætl- un um róttækar umbætur í sov- ésku efnahagslífi og sniðganga þar með Nikolaj Ryzhkov, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, sem einnig liefur kynnt tillögur í þessu skyni. Það var talsmaður Sovétleiðtog- ans, Vítalíj ígnatenko, sem greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum í Moskvu í gær. Sagði hann Sovét- leiðtogann hafa í hyggju að leggja áætlun, sem kennd er við hagfræð- inginn Staníslav Shatalín, fyrir full- trúaþing Sovétríkjanna, hugsan- lega í næstu viku. Talsmaðurinn kvað þessa ákvörðun Gorbatsjovs ekki til marks um að Ryzhkov hefði glatað trausti hans og bar til baka sögusagnir um að forsætisráðher- rann ætlaði að segja af sér. Áætlun Shatalíns kveður á um nauðsynlegar forsendur fyrir því að unnt verði að innleiða frjálst markaðshagkerfi í Sovétríkjunum. inn og hrun blasir við í næstu þingkosningum ef marka má skoðanakannanir. Palmer ákvað að segja af sér er að ljóst varð að hann myndi verða undir í atkvæðagreiðslu uin van- trauststillögu sem borin hafði verið morgun og er talið að öfgasinnaðir hafi komið þeim fyrir en þeir hafa gagnrýnt útför Allendes harðlega og sagt hana vera yfirskin vinstri- sinna til að bæta ímynd þeirra. Um 3.000 manns voru saman- komnir í Vina del Mar til að votta Allende virðingu sína og sögðu vitni að. lögregla hefði handtekið um 10 manns. Þá vörðuðu mörg þúsund manns leið líkfylgdarinnar í Sant- iago. Athöfnin, sem fram fór á 20 ára afmæli kosningasigurs Allendes, er enn eitt skref í átt til aukins lýðræð- is í Chile en breytingar í þá átt hófust þegar Aylwin tók við af Pinochet í mars sl. Pinochet neydd- ist til að fara frá völdum því hann tapaði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1988 sem efnt var til í því skyni að tryggja hann í sessi. upp á hendur honum innan þing- flokksins. Palmer kunngerði þessa ákvörðun sína á fundi með frétta- mönnum og lagði áherslu á nauðsyn þess að flokksmenn stæðu saman. Kvaðst hann vonast til þess að af- sögn hans gæti orðið til þess að stilla til friðar í flokknum. Valdaferill Pinochets hófst 11. september 1973 þegar herinn, sem taldi sig njóta stuðnings almenn- ings, gerði árás á forsetahöllina með orrustuþotum. Allende var inni í höllinni þegar árásin var gerð. Lík hans fannst í ijúkandi rústum hall- arinnar. Margir vinstrisinnaðra stuðn- ingsmanna Allendes halda því fram að hann hafi verið myrtur en tals- menn hersins segja að hann hafi framið sjálfsmorð. Læknir Allendes, Patricio Guijon styður þann fram- burð því hann segist hafa séð Al- lende skjóta sig með vélbyssu sem hann fékk að gjöf frá Fidel Castro. Árleg hátíðahöld hersins í tilefni af því að Allende var steypt af stóli verða 11. september nk. og mun herinn þá heiðra foringja sinn, Au- gusto Pinochet. Palmer varð forsætisráðherra Nýja-Sjálands í ágúst í fyrra er David Lange sagði af sér en allt frá því Verkamannaflokkurinn vann sögulegan stórsigur í þing- kosningunum 1987 hafa deilur um stefnumál og persónuleg illindi manna á meðal staðið flokknum fyrir þrifum. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum hefur stjórnar- andstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkur- inn, nú 35 prósenta forskot á Verkamannaflokkinn og sumir stjórnmálaskýrendur telja að stjórn- arflokkurinn fái jafnvel innan við 20 fulltrúa kjörna í þingkosningun- um sem verða þann 27. næsta mánaðar. Á þingi Nýja-Sjálands sitja 97 menn. Verkamannaflokkur- inn hefur 56 fulltrúa á þingi, Þjóðar- flokkurinn 40 en einn þingmaðurinn sagði skilið við Verkamannaflokk- inn á kjörtímabilinu. Fylgishrunið sem við blasir í þingkosningunum hefur fyllt þing- menn flokksins örvæntingu og segja stjórnmálaskýrendur að þar sé að leita skýringanna á afsögn Palmers. Honum hefur verið fundið flest til foráttu og þótt fremur lit- laus stjórnmálaleiðtogi. Þá hafa deilur um efnahagsstefnuna, sem raunar blossuðu upp þegar eftir sig- ur Davids Lange í kosningunum árið 1984, grafið undan flokknum. Stjórnmálaskýrendur á Nýja- Sjálandi, sem fréttamaður Reuters ræddi við í gær sögðu að Mike Moore væri sterkur persónuleiki og þess umkominn að koma fram sem fulltrúi alþýðu manna. Þessir éigin- leikar hans myndu þó tæpast duga til að snúa taflinu við, Moore gæti í besta falli komið í veg fyrir það algjöra fylgishrun sem virst hefði óhjákvæmilegt. Er Moore, sem er 41 árs, hóf stjórnmálaferilinn var hann róttæk- ur vinstri maður en með árunum hefur hann færst nær miðju stjórn- málanna. Aðdáendur forsætisráð- herrans nýja efast ekki um hæfí- leika hans en andstæðingarnir væna hann um hentistefnu og segja. stjómmálaskoðanir hans í meira lagi þokukenndar. LEIKFIMI „LOW IMPACT“ TEYGJUR OG ÞREK EROBIKK-DANS LEIKFIMIKLUBBUR KVtNNA GALLFRÍSINS Við bjóðum rólega tíma fyrir þær sem vilja byrja hægt og „púl“ fyrir þær sem vilja svitna. Við leggjum óherslu ó fínar gólfæfingar fyrir maga, rass og læri, þrek og teygjur. Þið getið valið um morgun-, dag-, og kvöldtíma. Takmarkaður fjöldi í hverjum tíma. Nuddpottur - skemmtileg kaffistofa - heilsudrykkir - róðgjöf. Innritun í símum 45399 og 43323 Hlökkum til að sjá ykkur Margrét Bjarnadóttir Hanno 0. Forrest Sóley Jóhannsdóttir Hrafn Friðbjörnsson Chile: Allende jarðaður í forsetareit Reuter Kona í Santiago snertir kistu Salvadors Allende er forsetinn fyrrver- andi var borinn til grafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.