Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 14
14 Konur! Haustnómskeið Holl hreyfing Þol - magi, rass, læri Teygjur - slökun Innritun og upplýsingar í símum 64220S og 641309 Auðbrekku 14, Kópavogi símar 642209 og 641309. BEGA útiljós Bjartari framtíö Það sem gerir byggingu aö listaverki er lýsingin og þar er Bega i fyrsta sæti. ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK - SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 eftirHlyn Árnason í dag,5.september,eru liðin þijátíu ár frá stofnun Junior Cham- ber á íslandi. Þó svo að þijátíu ár sé ekki langur tími í sögu félaga- samtaka hefur félagsskapurinn komið mörgu góðu til leiðar og þjálfað og þroskað margan þjóðfé- lagsþegninn á þessum stutta tíma. Uppruni Það var í júnímánuði árið 1959 að Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, fékk bréf frá Lennart Eldin búsettum í Halmstad í Svíþjóð, þar sem fram kom beiðni um könnun og undirbúning að út- breiðslu JC-félagsskaparins á ís- landi. Erlendur tók mjög vel í beiðni þessa og fór ásamt Pétri Péturssyni, fyrrverandi forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, sem gestur á Evrópuþing Junior Cham- ber International, sem haldið var í Stokkhólmi vorið 1960. Þar kynntust þeir þeim félagsanda sem ríkir milli JC-félaga á erlendum þingum. Þeir voru sammála um að þessi félagsskapur ætti fullt erindi til íslands og um sumarið 1960 höfðu þeir samband við nokkra unga menn sem störfuðu við verslun og viðskipti, þar á meðal Harald Sveinsson, fyrrver- andi forstjóra Timburverslunarinn- ar Völundar hf. Þeir Erlendur, Pétur og Haraldur unnu að undir- búningi að stofnun JC á íslandi. Stofnfundurinn Mánudaginn 5. september 1960 var svo haldinn fundur í Þjóðleik- húskjallaranum í því skyni að stofna JC ísland. Á fundinn mættu 25 ungir menn og gerðust þeir stofnfélagar: Erlendur Einarsson, Haraldur Sveinsson, Ingvar Helga- son, Pétur Pétursson, Sigurður Helgason, Hjalti Pálsson, Björn Hallgrímsson, Kolbeinn Pétursson, Höskuldur Ólafsson, Jón Bergs, Hjalti Geir Kristjánsson, Hilmar A. Kristjánsson, Eggert Kristjáns- gon, Geir Zoéga, Pétur Pétursson, Ágúst Hafberg, Ásgeir Magnús- son, Halldór Gröndal, Valdimar Jónsson, Kristján Þorsteinsson, Bjarni Kristjánsson, Ólfur Magn- ússon, Gunnar Ingimarsson, Sig- urður Kristjánsson og Ólafur Jo- hnson. Fyrir fundinum lá tillaga að félagslögum fyrir JC á íslandi og tillaga að stofnun JC á íslandi og voru þær báðar samþykktar á fundinum. í lok fundarins var svo kjörin stjórn fyrir JC Island og hana skipuðu: Formaður Ingvar Helgason, meðstjórnendur Hjalti Pálsson, Erlendur Einarsson, Pétur Pétursson, Haraldur Sveinsson og Ásmundur Einarsson. Þar með hóf JC-félagsskapurinn á íslandi göngu sina. Landssamtök JC Á starfsárinu 1967 fara fram miklar skipulagsbreytingar á hreyfingunni sem fólust aðallega í því að stofnað var nýtt JC-félag á Suðurnesjum og félagið í Reykjavík var þá kallað JC Reykjavík. Það leiddi til þess að sú stjórnsýsla sem hafði verið frá stofnun JC breyttist í þá átt að vera ein stjórn yfir þeim tveimur félögum sem stofnuðu höfðu verið um haustið 1967. Helstu verkefni landssamtakanna eru að hvetja til útbreiðslu á JC, sjá um útgáfu á efni fyrir námskeiðahald og mál- gögnum hreyfingarinnar, þjálfa leiðbeinendur, hvetja til þátttöku á erlendum þingum, taka á móti er- lendum gestum, og halda ársþing sem seinna voru kölluð landsþing. Það verkefni sem ávallt stendur upp úr og er í umsjón landssamtak- anna er kennsla í ræðumennsku og ræðutækni. Ræðukeppnir hafa verið áberandi í starfi JC-félag- anna og er keppt í ræðumennsku á hveiju ári. Aðildarfélögin Lítum nú á útbreiðslu JC á ís- landi, hvenær félögin voru stofnuð og hvar á landinu þau hafa verið starfandi. 1967 JC Suðurnes og JC Reykjavík. 1970 JC Akureyri og JC Suðurland. 1971 JC Sauðár- krókur. 1972 JC Kópavogur og JC ísafjörður. 1973 JC Hafnarfjörður og JC Hveragerði. 1974 JC Bor- garnes, JC Hornafjörður, JC Pat- reksfjörður, JC Borg og JC Mos- fellssveit, sem síðar var nefnt JC Mosfellsbær. 1975 JC Seltjarnar- nes og JC Selfoss. 1976 JC Bolung- arvík, JC Ólafsfjörður og JC Húna- byggð. 1977 JC Rangárþing, JC Breiðholt og JC Vestmannaeyjar. 1978 JC Stykkishólmur, JC Hérað á Egilsstöðum, JC Garðar og JC Vík. 1980 JC Súlur á Akureyri, JC Akranes, JC Nes í Reykjavík, JC Þorlákshöfn, JC Höfn á Hvammstanga og JC Ásar í Hafn- arfirði. 1981 JC Grindavík. 1982 JC Eskifjörður. 1984 JC Ólafsvík. 1986 JC Reyðarfjörður. 1987 JC Bros. 1988 JC Dalvík. Eitt JC-félag var stofnað fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára í Kópavogi og starfaði í tvö ár. Áf þessari upptalningu má sjá að félagsskapurinn hefur verið starfræktur víða um land, þar sem þúsundir landsmanna hafa notið góðs af JC í 41 aðildarfélagi á þijátíu árum. í dag eru 19 félög starfandi og eru félagsmenn yfír 500. Starfsemi aðildarfélaganna Á fyrstu 15 árum hreyfingarinnr sóttu ungir athafnamenn á sviði viðskipta og verslunar inn í hreyf- inguna og mótaðist starfsemi hreyfingarinnar fyrst og fremst af þjálfun og fróðleik tengdum þeim starfsgreinum ásamt þeirri um- ræðu sem efst var á baugi hveiju sinni. Fengnir voru framámenn þjóðfélagsins til þess að mæta á fundi félaganna, flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum. Einnig voru fengnir erlendir fyrirlesarar og leiðbeinendur. Upp úr 1974 fer hreyfingin að starfa að aukinni útbreiðslu og félagafjölgun þar sem fleirum var gefinn kostur á að ganga til liðs við JC. Fyrsta konan gekk í JC 1977 og skipulegar var unnið að þjálfun einstaklingsins. Einnig var unnið að aukinni þjálfun á sviði stjórnunar, þar sem félögum var gefinn kostur á að spreyta sig á stjórnun og rekstri félagsins. Þeir félagar sem lengra voru komnir og töldust reyndir JC-félagar fengu verkefni tengd byggðarlag- inu sem félagið starfaði í. Félags- menn JC hafa skapað JC góðan orðstí í byggðarlögunum með þátt- töku sinni í hinum ýmsu verkefnum í gegnum tíðina. Of langt mál yrði að telja upp allt, en ég vil stikla á stóru. Mörg brunamálaverkefni hafa verið unn- in í ýmsum bæjarfélögum sem leitt hafa af sér stóraukið eftirlit al- mennings með eigin öryggi á sviði brunavarna. Helstu verkefni voru úttektir á brunavörnum á viðkom- andi bæjarfélagi, sem síðar leiddi af sér sölu á reykskynjurum og slökkvitækjum. Minna má á íjöl- mörg verkefni tengdum börnum, svo sem ábendingu til foreldra um hættur í heimahúsum t.d. eiturefni og lyf. Helstu verkefni voru ýmis foiTarnarverkefni s.s. upplýsingar á veggspjöldum og blaðaútgáfur með upplýsingum um hvernig beri að bregðast við ef slys ber að hönd- um. Mörg umferðarverkefni hafa verið unnin sem minna okkur á börnin í umferðinni. Helstu verk- efni eru dreifing á endurskins- merkjum í barnaskóla og á dag- heimili og dreifing límmiða s.s. „Á eftir bolta kemur barn“ sem dreift var um allt land. Hjólreiðaverkefni ýmis konar hafa verið unnin árlega hjá nokkrum félögum. Allflest félög hafa Iátið um- hverfismál til sín taka og verið virk í gróðursetningu og unnið með bæjarfélögunum þegar leitað hefur verið til þeirra. Flest öll félögin hafa reist vegvísa við bæjarmörk síns bæjar, þar sem ferðamenn geta glöggvað sig á staðsetningu gatna og fyrirtækja. JC-félagar að störfum erlendis JC er alþjóðlegur félagsskapur ungs fólks í um 90 þjóðlöndum, þar sem starfandi félagar eru um 500 þúsund. íslenskir JC-félagar hafa tekið virkan þátt í starfsem- inni erlendis og sótt fjölmörg þing og námskeið. Einnig höfum við fengið marga frábæra erlenda leið- beinendur hingað til lands. JC ís- land hefur á.tt þijá fulltrúa í heims- stjórn, þá Ólaf Stephensen 1971, Andrés B. Sigurðsson 1983 og Árna Þór Árnason 1987, en þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.