Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 ”V ísafjarðardjúp: Leki kom að fimm lesta báti í gærkvöldi Bolungarvík LEKI kom að fímm lesta báti frá Isafírði, Fönix IS 21, þar sem hann var að iínuveiðum á Isafjarðardjúpi síðdegis í gær. Þrír menn voru á bátnum og sendu þeir út hjálparbeiðni um klukkan 19.30. Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík sendi bát af stað og björgunar- báturinn Daníel Sigmundsson frá Isafirði fór á staðinn. Skipverjum á Fönix tókst að minnka lekann verulega og Daníel Sigmundsson tók bátinn í tog til ísafjarðar en þangað komu bátarnir um kukkan 21.30. Veður var gott og því var í rauninni engin hætta á ferðum en þetta leit illa út í upphafí, að sögn skipverja á Fönix. Er björgunarbátarnir komu að Þegar að var gáð var kominn all- Fönix hafði skipveijum tekist að mikill sjór í vélarrúm bátsins. Ósk- stöðva lekann og ausa mesta sjóinn uðu skipveijarnir þá þegar eftir úr bátnum. Skipveijar á Fönix aðstoð og eftir að þeir höfðu lokið sögðust hafa nýlokið að leggja línu við að senda út hjálparbeiðni misstu norðurundir Bjarnanúpi og voru á þeir allt rafmagn. Þeir náðu að siglingu yfir Djúpið, þar sem þeir ausa sjónum úr vélarrúminu og hugðust einnig leggja línu að vest- komust að því að þétting við stefnis- anverðu. Allt virtist vera eðlilegt legu hafði gefið sig. þar til allt í einu að aðvörunarljós Gunnar fyrir olfukerfi vélarinnar kviknaði. 5 sækja um stöðu þj óðleikhússtj óra Átta ný umferðarljós sett upp í Reykjavík Menntamálaráðuneytinu bár- ust fimm umsóknir um stöðu þjóðleikhússtjóra, en umsóknar- frestur rann út á mánudag. Samkvæmt fréttatiikynningu frá menntamálaráðuneytinu sækja þau Hlín Agnarsdóttir, María Kristjáns- dóttir, Stefán Baldursson og Þór- hildur Þorleifsdóttir um stöðuna, auk þess sem Hafliði Arngrímsson og Guðjón Petersen sækja um stöð- una saman. Lögum samkvæmt skipar menntamálaráðherra þjóðleikhús- stjóra til fjögurra ára í senn, að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs. Umsóknirnar fimm hafa nú verið sendar þjóðleikhúsráði til umsagn- ÁTTA ný umferðarljós verða sett upp í Reykjavík á næstu vikum og meðal annarra gatna- framkvæmda má nefna, að ver- ið er að lengja Snorrabraut að Sæbraut þannig að hringtorgið Skúlatorg verður lagt niður. Að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar, aðstoðargatnamálastjóra, er nú unnið að því að leggja niður hringtorg á umferðarþungum gatnamótum og koma f staðinn fyrir umferðarljósum, en þau af- kasta meiri umferð. í þessu skyni hafi Miklatorg verið lagt niður í fyrra og jafnframt sé nú verið að leggja niður Skúlatorg og tengja Snorrabraut og Sæbraut með T- gatnamótum. Sigurður segir að á gatnamót- um Snorrabrautar og Sæbrautar verði sett upp umferðarljós. Jafn- framt verði sett upp ljós á þremur öðrum stöðum á Sæbrautinni, við Höfðatún, Klapparstíg og Frakka- stíg. Ljós verði einnig sett upp á gatnamótum Breiðhöfða og Bíldshöfða, á gatnamótum Bæjar- háls og Hálsabrautar, Bústaða- vegar og Sogavegar og Lækjar- götu og Skólabrúar. ar. Tregða í húsbréfaviðskiptum: Landsbréf með óseld hús Morgunblaðið/Einar Falur Um þessar mundir er unnið að því að lengja Snorrabraut að Sæbrautinni og munu gatnamót með ljósum þar taka við af hringtorgi. Fyrsta tap- skák Héðins HÉÐINN Steingrímsson tap- aði fyrir Jóni L. Ámasyni í 7. umferð Skákþings íslands i gærkvöldi og var þetta fyrsta tap Héðins í mótinu. Héðinn heldur þó forustunni því Margeir Pétursson tapaði fyrir Halldóri G. Einarssyni. Þá gerðu Björgvin Jónsson og Þröst- ur Þórhallsson jafntefli og Hann- es Hlífar Stefánsson og Snorri Bergsson sömuleiðis. Eftir 7 umferðir er Héðinn með 5 vinninga en Margeir og Björgvin eru með 4'A vinning. Jón L. og Hannes koma næstir með 4 vinninga. Sjá skákþátt á bls. 18. bréf fyrir 695 milljónir kr. Iþyngjandi fyrir lausafjárstöðu Landsbankans, segir Brynjólfur Helgason LANDSBRÉF hf., verðbréfafyrirtæki Landsbanka íslands, eiga nú húsbréf fyrir 695 milljónir króna, að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans. Ástæða þessarar eignar er, að bréfin hafa ekki selst jafn vel og vonir stóðu til. Brynjólfur segir þetta vera bagalegt fyrir bankann, þar sem húsbréfaeign sé íþyngj- andi fyrir lausafjárstöðu bankans. „Það var ekki hugmyndin að Landsbankinn eigi bréfin," sagði Brynjólfur í samtali við Morgun- blaðið. Húsbréfaeign telst ekki til lausaljárstöðu banka, og því verður lausafjárstaðan verri, eftir því sem húsbréfaeign vex. Landsbréf eru viðskiptavaki hús- bréfa, samkvæmt sérstökum samn- ingi þar um, og ber fyrirtækinu því að kaupa öll húsbréf sem handhafar þeirra vilja selja, á skráðu markaðs- gengi. Tregða í endursölu húsbréfa hefur því ekki áhrif á stöðu íbúðar- seljenda, sem fá greitt með húsbréf- Iðnaðarráðherra um nýtt álver: Megum ekki láta þetta tæki- færi ganga okkur úr greipum Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, segist telja að lífeyris- sjóðir hafi ekki sýnt húsbréfum mikinn áhuga. Þeim er samkvæmt lögum heimilt að kaupa húsbréf fyrir 10% ráðstöfunarfjár síns, til að uppfylla skilyrði um lánsrétt aðildarfélaga með því að veita 55% ráðstöfunarfjár síns í húsnæðis- lánakerfið. „Það er heimild, en ekki skylda,“ segir Hrafn. Landsbréf kaupa húsbréf með 6,95% ávöxtunarkröfu og hafa boð- ið lífeyrissjóðunum þau með 6,75% ávöxtun. Hrafn segir að í gær hafi borist erindi frá Verðbréfaviðskipt- um Samvinnubankans, þar sem líf- eyrissjóðunum eru boðin húsbréf með 6,85% ávöxtun, sem gefi til kynna að illa gangi að selja þau. Hann segist vita dæmi þess að líf- eyrissjóðir hafi keypt beint af fé- lagsmönnum sínum á sama gengi og Landsbréf hafa boðið sjóðunum. Ástæða sölutregðu húsbréfa er einkum talin vera, að kaupendum býðst bétri ávöxtun fjár með öðru móti. Til dæmis kaupa lífeyrissjóð- irnir spariskírteini ríkissjóðs með 7,05% ávöxtun samkvæmt sam- komulagi sem undirritað var 1. ágúst síðastliðinn. Upphæðin er samtals 1.200 milljónir og dreifast kaupin á tímann til áramóta. Heild- arupphæðin, sem lifeyrissjóðunum er heimilt •að kaupa húsbréf fyrir á þessu ári er um 2.400 milljónir. Nafnverð útgefinna húsbréfa er í heild orðið um 1,8 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun. Myndasögur Moggans, sem fylgt hafa blaðinu á miðviku- dögum, munu framvegis birtast á föstudögum. Heimsmeistaramótið í brids: íslensku sveitirnar í 2. lotu Genf. Frá Jóni Baldurssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á heimsmeistaramótinu í brids. BÁÐAR íslensku bridssveitirnar komust áfram í aðra umferð keppn- innar um Rosenblumbikarinn, en þar er keppt um heimsmeistaratitil í útsláttarkeppni sveita. 128 sveitir eru eftir í aðalkeppninni af um JÓN Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði á Fjórðungsþingi Norðlendinga á Sauðárkróki um helgina, að Islendingar hefðu Útför Geirs Hallgrímssonar á föstudag’ ÚTFÖR Geirs Hallgrímsson- ar fyrrverandi forsætisráð- herra verður gerð frá Dóm- kirkjunni nk. föstudag kl. 13.30. Prestur verður sr. Ámi Berg- ur Sigurbjörnsson. Athöfninni verður útvarpað. Útförin verður á vegum rfkisins. - - _ _ ekki efni á því að láta það tæki- færi, sem nýtt álver sé, ganga sér úr greipum. Álverið myndi hafa jákvæð áhrif á hag allra landsmanna og gæti einnig orðið Iyftistöng fyrir atvinnulíf í byggðarlögum (jarri álvers- staðnum. Iðnaðarráðherra sagði í ræðu sinni, að málmiðnaður myndi eflast - verulega, vegna þess að margvísleg málmsmíðaverkefni fylgi virkjana- framkvæmdum og byggingu nýs álvers. Þá myndi styrking raforku- kerfisins, sem yrði samfara álveri, auka öryggi í raforkumálum á Norður- og Austurlandi og bæta möguleika á uppbyggingu fyrir- tækja sem noti mikla raforku. Jón Sigurðsson sagði að mikið væri 1 húfi, að'surídurlyndi f'stjórn- - málum og rígur milli landshluta komi ekki í veg fyrir að íslendingar nýttu kosti landsins alls, þjóðinni til hagsældar. „Ég tel til dæmis nauðsynlegt, að háhitasvæði og jarðlög Norður- lands verði nú vandlega könnuð með nýtingu þeirra í huga, og mun leggja til að fé verði veitt til þess á fjárlögum. Síðustu atburðir við Persaflóa hafa minnt okkur ræki- lega á það hversu mikilvægar orku- lindir landsins eju, virkjaðar sem óvirkjaðar. Við íslendingar höfum alla möguleika til þess að njóta lífskjara eins og þau gerast best með öðrum þjóðum. Til þess að sá árangur náist þarf að vera sátt með þjóðinni í hinum veigamestu mál- um. Ég vona að okkur takist að feta' þscmr vegT“ "sagði Jón . ---- 200 sveitum sem hófu keppm. í fyrstu umferð var sveitunum skipt í 16 riðla, með 11 eða 12 sveit- um í hveijum. Sjö efstu sveitirnar úr hveijum riðli komust áfram í aðra umferð. Sveit Tryggingamið- stöðvarinnar varð í 5-6. sæti i sínum riðli og sveit Modern Iceland náði 7. sæti í sínum riðli eftir rólega byij- un. Önnur umferð keppninnar hefst í dag, og verður sveitunum þá aftur skipt f -16 -riðla, nú-með- 8 sveitum- í hveijum, og komast fjórar efstu sveitirnar úr hveijum riðli áfram í þriðju umferð. Á meðan sveitakeppnin stendur yfir, eru haldin stutt tvímenningsmót fyrir aðra spilara á staðnum. ísak Örn Sigurðsson og Sveinn Rúnar Eiríksson hafa tekið þátt í nokkrum mótum og náð best 12. sæti af yfir 100 pörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.