Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 17 Enn um Bifreiðaskoðun Islands Athugasemd frá Neytendasamtökunum Nýverið birtu Neytendasamtökin yfirlit yfir hækkanir á þjónustu- gjöldum frá Bifreiðaskoðun íslands undanfarin tvö ár og báru saman við sömu gjöld síðasta árið sem Bifreiðaeftirlit ríkisins starfaði. I ljós kom að um verulegar hækkan- ir var að ræða. Vegna ummæla Óskars Eyjólfssonar ijármálastjóra Bifreiðaskoðunar íslands er nauð- synlegt að koma eftirfarandi at- hugasemdum að: 1) Fullyrt er’ að fyrir utan sölu- skatt (nú virðisaukaskatt) sem lagður var á þessa þjónustu er Bif- reiðaskoðun Islands tók til starfa, hafi gjaldskráin að öðru leyti hækk- að í samræmi við verðlag. Neyt- endasamtökin benda á að fram- færsluvísitala hækkaði á tímabilinu jan. 1988 til jan. 1990 um 46,2% og almenn laun talsvert minna. Ef virðisaukaskatturinn er dreginn frá hækkunum, þá hækkar samt skoð- unargjald á fólksbílum og bifhjólum um 57,3%, á vörubílum um 214,6%, á léttum bifhjólum um 100%, á breyttum ökutækjum um 137% og á sérskoðun vegna aksturskeppni um 60,6%. Fullyrðing um eðlilegar hækkanir standast því engan veg- inn. 2) Bifreiðaskoðun íslands bendir á að nú sé greitt fyrir umfang skoð- unar og taki mun lengri tíma að skoða t.d. stærri bíla en fólksbíla. Neytendasamtökin telja eðlilegt að svo sé gert. En ef ekki er um neina raunhækkun að ræða hjá Bifreiða- skoðun íslands eins og fullyrt er, hversvegna hækkaði ekki þá skoð- unargjald fólksbíla minna en sem nemur almennu verðlagi, þar sem skoðun stærri bíla og ýmsar sér- skoðanir hækkuðu langt umfram verðlag? 3) Bifreiðaskoðun íslands telur að skoða þurfi heildarkostnað bif- reiðaeigenda, en ekki einungis að skoða einstaka liði gjaldskrárinnar. Þannig þurfi ekki lengur að láta ljósaskoða bíla á verkstæðum. Reyndar er það nú svo, að víða úti á landi þarf enn að fara með bílana á verkstæði vegna þessa, en þrátt fyrir það þurfa þessir bíleigendur að borga sama skoðunargjald og aðrir. Samkvæmt uppiýsingum Bif- reiðaskoðunar eru ljósin stillt þar ef það er hægt að gera með skrúf- járni. Ef meira er að, þá þarf að leita til verkstæðis. Neytendasam- tökin fagna að sjálfsögðu þessari auknu þjónustu, en efast þó stór- lega um að umfang hennar sé það mikið, að það réttlæti verulega hækkun á gjaldskránni. 4) Af hálfu Bifreiðaskoðunar er bent á að annar stór liður sé nú horfinn af útgjöldum bifreiðaeig- enda, þ.e. gjald vegna umskráning- ar við eigendaskipti. Þó það nú væri að Bifreiðaskoðun færi ekki að innheimta gjald vegna þessa, þegar Alþingi hefur ákveðið að umskráningar heyri nú sögunni til. 5) Staðreynd er að um 39 millj. kr. hagnað var að ræða hjá Bif- reiðaskoðun íslands á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að þá var verið að reisa lang stærstu skoðun- arstöðina, skoðunarstöð sem raunar var byijað að fjármagna á árinu 1988 með tæplega 9 millj. kr. fram- lagi á þávirði á fjárlögum þess árs. Neytendasamtökin ítreka því þá skoðun, að gjaldskrá Bifreiðaskoð- unar íslands hefur hækkað óeðli- lega mikið frá því að Bifreiðaeftir- lit ríkisins var lagt niður um ára- mótin 1988-1989. Fullyrðingar um eðlilegar hækkanir standast ekki eins og rakið hefur verið hér að framan. En það er fleira sem þróast hefur á verri veg frá því að Bifreiðaeftir- litið var lagt niður. Þannig kostaði bifreiðastjórapróf 900 kr. á árinu 1988 þegar Bifreiðaeftirlitið annað- ist þessa þjónustu. Nú þegar önnur ríkisstofnun hefur yfirtekið þessa þjónustu, Bifreiðapróf ríkisins, kostar þessi þjónusta 3.000 kr. og hefur því hækkað um 233% á tveim- ur árum. Einnig hefur Neytendasamtök- unum verið bent á að nú nýverið hækkaði svokölluð gerðarviður- kenning á bfi úr 12.400 kr. í 56.000 kr. hjá Bifreiðaskoðun íslands. Að sögn Bifreiðaskoðunar er þetta vegna aukinnar vinnu vegna nýrrar reglugerðar um gerð og búnað öku- tækja. Gerðarviðurkenning er skoð- un á nýrri gerð af bifreið, sem ekki hefur verið flutt inn áður. Þessa auknu gjaldtöku borga neytendur að sjálfsögðu þegar upp er staðið. Þess má að lokum geta, að í Svíþjóð kostar skoðun á fólksbíl 1.622 kr. ísl. miðað við gengi í dag. Þessi skoðun er því 45% dýr- ari hér á landi. F.h. Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson, for- maður. Frumflutmngur ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Fyrstu tónleikar í tónleikaflokki á vegum Menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, að því er mér skildist af ávarpi Gunnars Kvaran sellóleikara, voru haldnir í menningarstofnuninni sl. sunnu- dagskvöld. Vogað nokkuð virðist að hefla tónleika með frumflutn- ingi nýs verks, þ.e. ókunnum hlut dembt yfir óupphitaða áheyrend- ur, en að þessu sinni heppnaðist það. „Hafnarkvartettinn" eftir Þorkel Sigurbjörnsson er skrifað- ur sl. sumar að beiðni Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gunnars Kvaran. Þorkell • notar nokkuð óvenjulega hljóðfæraskipan, tvær fiðlur og tvö selló, sem gefur verk- inu strax sérstakan lit. Verkið er mjög vel skrifað, hver hugsun skýr og framvinda hugmyndanna eðlileg og segjandi manni eitt- hvað, sem er meira en stundum verður sagt um nýjar tónsmíðar. Klassískar eða sígildar eru vinnu- aðferðir Þorkels í Hafnarborgar- kvartettinum, temun fæðast í breytilegum myndum út frá sama stofni og úrvinnsla þeirra mynda þá þætti sem góð tónsmíð þarf að standa saman af. Undirrituðum fannst þó það að, að þátturinn, sem fluttur var, hefði átt að vera sá fyrsti af fleirum. Flytjendur ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran voru banda- rískir, Ronald Neal fiðluleikari og Gayane Manasjan sellóleikari. Hér var um framúrskarandi hljóð- færaleikara að ræða sem fluttu nýtt blóð inn í samleikinn og varð til þess að kvöldið varð eitt af eftirminnilegustu kammermúsik- kvöldum. Agæti amerísku gest- anna kom greinilega í ljós í Tríói Mendelssohns í d-moll op. 40 en Þorkell Sigurbjörnsson Halldór Haraldsson fékk það hlut- verk að leika hið erfiða píanóhlut- verk Tríósins. Eftir hlé fluttu þau Guðný, Ronald, Gayanne, Gunnar, og nú bættist við Unnur Svein- bjarnardóttir víóluleikari, C-dúr- kvintettinn op. 163 eftir Fr. Schu- bert, vafalítið merkasta kamm- ermúsíkverk hans, sem hann lauk við tveim mánuðum fyrir andlátið. Ekki er ætlunin að reyna að lýsa þessum stórfenglega kvintett Schuberts, melódískri fegurð og andstæðum fyrsta þáttar, himn- eskri fegurð annars þáttar, form- festu skertsósins, það væri þó helst að setja mætti út á lauslæti í formi og stíleinkennum lokaþátt- arins. En hvað getur maður sagt þegar Brahms var sammála Schu- bert um blöndun ýmsra stílteg- unda. Þótt spilið hafi ekki alltaf verið alveg hnökralaust var flutn- ingurinn þó þannig á þessum langa kvintett að maður hefði ekki viljað missa af einni nótu. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Sverris Magnússonar. Yestnorræna þingmanna- ráðið fundar í Færeyjum ÁRLEGUR fundur Vestnorræna þingmannaráðsins stendur nú yflr í Þórshöfn í Færeyjum. Vestnorræna þingmannaráðið var stofnað í Nuuk í Grænlandi 1985 til þess að stuðla að nánara samstarfi Færeyja, Grænlands og Islands m.a. á sviði menningar-, viðskipta- og samgöngumála, auk annars samstarfs. Ráðið er ályktun- arhæft og hefur tillögurétt til land- anna þriggja, eins eða fleiri. Ráðið er skipað einum fulltrúa frá hveij- um þingflokki f löndunum. Vestnorræna þingmannaráðið heldur fundi einu sinni á ári til skiptis á íslandi, Færejjum og Grænlandi og var síðasli fundur ráðsins haldinn í Stykkishólmi. Núverandi formaður ráðsins er Karin Kjölbro, þingmaður Þjóðveld- isflokksins í Færeyjum, en formað- ur íslandsdeildar ráðsins er Árni Gunnarsson, alþingismaður. Fund ráðsins í Færeyjum að þessu sinni sækja auk Árna Gunn- arssonar, Birgir Isleifur Gunnars- son, Málmfríður Sigurðardóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson og Hregg- viður Jónsson. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! =3 < meirí háttar 0STA THB0Ð stendur til 15. sept. á kílóastykkjum af brauðostinum góða Verð áður: Kr.777.90 kflóið Tilboðsverð: kr. 661- kflóið 15% lækkun! S/vjjö^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.