Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 35
gera „eitthvað". Þegar vinnutíma lauk voru það félagsstörfin sem tóku við, hvort sem það var í sam- bandi við kórinn hjá Eiríki eða vinnu fyrir Alþýðuflokkinn. Þau voru höfðingjar heim að sækja, hún og Eiríkur, og erfitt að ímynda sér samrýndari og glæsi- legri hjón. Þau voru alltaf eins og klettur hvort við hliðina á öðru, til stuðnings í hverju sem á gekk. Þau voru mikið fjölskyldufólk og sam- heldnin var rík, bæði hjá þeim og þeirra börnum, en ekki síður gagn- vart systkinum sínum og foreldrum, þar sem samskiptin voru virkilega ræktuð. Einhveijar eftirminnilegustu samverustundir okkar eru frá þeim tíma, þegar flölskyldurnar ákváðu að fara saman að veiða í Miðá í Dölum. Þetta var um verslunar- mannahelgi, ekki mikið af laxi, en eitthvað af silungi, sem börnin gátu veitt. Maturinn var grillaður úti, á kvöldin var skrafað, hlegið og sung- ið langt inn í sumarnóttina. I ferða- lok var ákveðið að fara í Stykkis- hólm og þaðan í bátsferð um Breiðafjörð með viðkomu í nokkrum eyjum. Þai'na sigldum við um á spegilsléttum firðinum, næstum eins og við værum á póstkorti, nut- um þess að vera íslendingar, stukk- um í land í eyjunum, borðuðum nesti og tíndum ber. Það var létt- leiki yfir öllu. En nú er þessi fallega, unga kona, sem þarna naut sumarsins með okkur, horfin úr lífi okkar á þessu tilverustigi og minningarnar einar eftir. Við erum sérstaklega þakklát fyrir að hafa verið svo hepp- in að kynnast Birnu á þessari lífsleið og hafa fengið að njóta þess krafts og þeirrar lífsgleði sem stanslaust skein frá henni, jafnvel eftir að hún var orðin veik. Við vottum öllum aðstandendum Birnu okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill, en minningin um glæsilega og dugmikla konu lifir hjá okkur öllum. Guðrún og Guðlaugur Bergmann. Mig langar til að minnast hennar Birnu Eyjólfsdóttur með nokkrum orðum. Eg kynntist henni þegar hún kom til liðs við okkur í stjórn Hlað- varpans, Vesturgötu 3 hf., árið 1988. Birna bjó yfir glaðværð, krafti og skipulagshæfleikum, en það eru einmitt þeir eiginleikar sem félagsstarfsemi sem rekin er af áhuganum einum þarf á að halda. Hún bar hag kvenna fyrir bijósti og vildi veg þeirra meiri. Sjálf var hún talandi dæmi um konu sem þorði, vildi og gat. Hún var glæsileg kona og það gustaði af henni. Hún lífgaði upp á fundarsetuna með skemmtilegum sögum og ævintýr- um sem hún hafði ratað í. Hún var ein af þeim manneskjum sem virtist alltaf lenda í einhveijum skemmti- legheitum. Hún var alltaf reiðubúin til að leggja fram krafta sína og vinnu þegar hún gat orðið að liði. Hún var störfum hlaðin við að reka sitt fyrirtæki en gaf sér samt tíma til að leggja sinn skerf til málanna. Hún gaf sér ekki aðeins tíma til að sitja á fundum og leggja á ráðin um úrlausnir mála, heldur tók hún líka að sér ýmis konar vinnu fyrir félagið, sem hún lét inna af hendi í sinu fyrirtæki. Þannig tók hún t.d. að sér að útbúa söfnunarátak fyrir „Nýtt ljós í Hlaðvarpann“. Það má segja að öllu fólki fylgi einhvers konar Ijós og af sumu fólki stafar meiri birta en öðrum. Birtan sem stafaði af henni Birnu fylgdi bæði mikil hlýja og gleði. Hún kvaddi okkur formlega í stjórn Hlaðvarp- ans sl. vor sökum anna eftir 3 ára framlag í stjórn félagsins. Engin okkar átti von á að hún væri svo stuttu seinna á leiðinni að kveðja þennan heim. Það sló því að okkur djúpum harmi að fregna nú síðsum- ars að svo virtist komið fyrir henni Birnu okkar, að hún ætti ekki aftur- kvæmt eftir aðgerð sem hún þurfti að gangast undir. Haustið er komið, gróðurinn að byija að falla og það tekur að rökkva æ fyrr á kvöldin. Það er erfitt að sjá nokkurt ljós þegar kveðja skal svo unga og kraftmikla MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 5. SEPTEMBER 1990 ' 35 ' konu eins og hana Birnu okkar. Okkar ljós er minning um konu sem lagði góðum málstað lið af heilum hug og færði með sér glaðværð og hlýju. Hennar hlut í sögu húsanna að Vesturgötu 3 og þá sérstaklega „ljósi Hlaðvarpans" verður lengi minnst. Fyrir hönd stjórnar Vestur- götu 3 hf. sendi ég aðstandendum hennar okkar dýpstu samúðar- kveðjur á þessum döpru haustdög- um. Helga Thorberg Oft erum við minnt á hve skammt er á milli lífs og dauða. Svo var um fráfall Birnu Eyjólfsdóttur. Jafnaðarmenn sjá nú á bak góð- um og traustum félaga, sem lagði mikið af mörkum fyrir hugsjónir j afnaðarstefnunnar. Birna var alla tíð einörð og sér- staklega skeleggur málsvari jafnað- arstefnunnar, enda oft til hennar leitað til að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum í þágu Alþýðu- flokksins og kvennahreyfingarinnar í flokknum. Um árabil var Birna í forystu fyrii' Kvenfélagi Alþýðuflokksins og í stjórn Sambands alþýðuflokks- kvenna. Þar lét Birna mikið að sér kveða og þar nutu forystuhæfileikar hennar sín vel; enda var Birnu það mikið kappsmál að efla allt starf kvenna innan flokksins að málefn- um jafnaðarstefnunnar. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum _ gegndi Birna innan flokksins. Átti hún m.a. sæti í flokksstjórn og stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík, enda Birna ósérhlífin og kappsöm í hveiju sem hún tók sér fyrir hendur og ávallt reiðubúin þegar til hennar var leitað ef hún gat lagt sitt lóð á vogarskálarnar í þágu málstaðar- ins. Birna spurði ávallt hvað get ég gert fyrir flokkinn en ekki hvað getur flokkurinn gert fyrir mig. Það eitt lýsti Birnu vel. Málefni fjölskyldunnar, unga fólksins og aldraðra voru Birnu sérstaklega hugleikin og átti hún virkan þátt í að móta stefnuna inn- an flokksins í þeim málum. Mér stendur það ljóslifandi í minning- unni hve margar ferðir hún átti í ræðustól til að tala fyrir þeim mál- um, og hve af henni gneistaði eld- móður og kraftur þegar hún ræddi þau mál eða ef henni fannst flokk- urinn geta staðið sig betur í þeim efnum. Það ásamt glaðværð henn- ar, þar sem hún kom öllum í gott skap í kringum sig og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi í Alþýðuflokknum, stendur upp úr í minningunni um góða konu og fé- laga um langt árabil, sem nú er fallin frá langt um aldur fram. Við félagar Birnu í Aþýðuflokkn- um kveðjum hana að leiðarlokum með sárum söknuði og þökkum af alhug það sem hún var okkur og lagði af mörkum fyrir hugsjónir jafnaðarstefnunnar. Sárastur er söknuður eiginmanns Birnu, barna hennar og fjölskyldu, sem ég færi mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið Guðs blessunar. Jóhanna Sigurðardóttir Mér var illa brugðið, þegar ég heyrði fyrr í sumar að hún Birna okkar lægi alvarlega veik. Það var svo stutt síðan ég hafði hitt hana hressa og káta að vanda, fulla at- orku og tilbúna í kosningaslaginn. Andlátsfregnin kom ekki alveg á óvart, þó vonin um að hitta hana aftur, jafn hressa og káta, hafí brugðist. Eftir stöndum við van- máttug og spyijum: hvers vegna? Hún vakti eftirtekt mína, þegar ég sá hana fyrst fyrir allnokkrum árum á minnisstæðu flokksþingi, þar sem hart var deilt um viðkvæmt kvennamál. Hver vai' hún, þessi unga, háa og glæsilega kona? Þetta var hún Birna Eyjólfs, góður krati, ættuð að vestan, var svarið sem ég fékk. Og það var í sjálfu sér nóg. Hún var ein af þeim sem tekið var eftir. Við áttum, eftir að hittast oft síðar og tókust með okkur góð kynni. Það hefur margt verið rætt í tímanna rás. Stundum vorum við sammála, stundum ekki eins og d ös Jtenia nöiri ueo ubnýa *ai *ibi gengur, en alltaf gátum við hlegið saman. Reyndar er ekki svo ýkja langt síðan við samfögnuðum hvoi' annarri og fleirum úr okkar hópi er við náðum fertugsaldrinum, þess- um tímamótum þegar sagt er að nú sé allt fært. 0g það var svo margt sem við áttum eftir að gera, en við munum ekki njóta liðsinnis Birnu við það. Birna starfaði með Sambandi Alþýðufiokkskvenna frá fyrstu árum þess. Hún setti sinn svip á umræðuna, hristi oft upp í okkur og var óborganleg þegar slegið var á léttari strengi. Við söknum félaga í starfi og vinar í leik. Eiríki, börnum þeirra Birnu og öðrum aðstandendum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Hún Birna frænka er farinn úr þessum heimi. Elskulega frænka mín þurfti að fara í aðgerð en vakn- aði aldrei aftur. Það er búið að vera langt og erfitt sumar í bið og von um kraftaverk. Bið eftir símhringingu að heiman með fréttir um að Birna hefði vaknað og að allt væri í lagi, en símhringingin boðaði annað. Ég veit að við eigum að vera þakklát að Birna fékk loks- ins að sofna en það er erfitt að sætta sig við það að ung hraust kona fellur frá í blóma lífsins frá eiginmanni og börnum. Eg ætla ekki að rekja ættir Birnu að öðru leyti en því að hún var af góðu fólki komin. Það er margs að minnast og margt að þakka. Ég á yndislegar minningar um Birnu frá ísafirði, þar sem við lékum okkur sem börn, í fjörunni eða í fjallinu, öll systkina- börnin samankomin. Það var glatt á hjalla í beijaferðunum sem skil- uðu ekki alltaf miklu því frekar var tínt upp í sig en í mjólkurbrúsann. Birna var sú sem ég dáðist að, hún var kvenímyndin mín og ég var stolt þegar Uffa „frænka“ sagði mér að ég líktist henni. Ég vil þakka samverustundirnar sem ég átti með Birnu á ísafirði og seinna í Reykjavík og sumarið sem ég fékk að heimsækja Birnu og Eirík til Svíþjóðaiv Elsku Eyjólfur minn, Úffa, Eirík- ur, börn og systkini,ég samhryggist ykkur og bið góðan Guð að gefa ykkur styrk. Söknuðurinn er sár, og eftirsjáin mikil. Ég vil kveðja frænku mína með þesum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Kolbrún Á yndislegu vorkvöldi í lok maí komu alþýðuflokksmenn saman til flokksstjórnarfundar á, hótel Holiday inn. Veðrið var méð því fegursta sem gerist á þessum árstíma, heiður himinn og logn en geislar kvöldsólarinnar ótrúlega heitir og sterkir. Fólk streymdi út á svalir hússins, það var glatt á hjalla, sveitarstjórnarkosningar ný- afstaðnar, allir báru rós í barmi í tilefni dagsins og bjartsýni ríkti í hópnum. í þessari umgjörð er síðasta minning mín um Birnu Eyj- ólfsdóttur þar sem hún stendur í sólargeislunum glæsileg, broshýr og hlý í viðmóti. Þannig er eflaust líka minning annarra félaga hennar sem sóttu þennan fund, en myrkur og kuldi hefði lagst að huga okkar ef okkur hefði órað fyrir hvað fram- undan var og hve stutt væri í að við kveddum hana hinstu kveðju. Birna Eyjólfsdóttir var í hópi þess unga fólks sem gekk til liðs við Alþýðuflokkinn á seinni hluta áttunda áratugarins og hún var í hópi þess fólks sem gengur til liðs við stjórnmálahreyfingu til að láta gott af ?ét; leiða og til að leggja libnyinBiJfi íMHm irioia uiriiS sitt af mörkum' af hugsjón. Henni voru falin mörg trúnaðarstörf á vegum Alþýðuflokksins og í gegn- um árin var hún m.a. formaður kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík, í stjórn fullti'úai'áðsins, í stjórn Sambands Alþýðuflokks- kvenna og átti undanfarin ár sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins. Birna var skelegg og greind, vel máli farin og til viðbótar því að vera glæsileg ásýndar var hún ákaf- lega aðlaðandi í framkomu allri. Hún var dugmikil og áræðin og á Svíþjóðarárum þeirra hjóna, en þar bjuggu þau í 3 ár, rak hún'verslun með íslenskar ullarvörur, hún stjórnaði útsölum hjá Karnabæ um árabil, kenndi hjá Dale Carnegy í tvo vetur og síðustu árin rak hún fyrirtækið Strax-markaðsdreifing, ásamt Jóhannesi Guðmundssyni. Birna sagði sjálf að það væri ekki sín sterka hlið að standa í ræðustól en þangað átti hún sann- arlega erindi og flutti mál sitt vel. Ég veit að það er flestum alþýðu- flokkskonum minnisstætt þegar hún flutti erindi á landsfundi um hvernig það var að sækja út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heimavinnandi húsmóðir í nokkur ár og að það hefur verið mörgum þeirra hvatnig þegar hún lýsti því ráði sem hún greip til þegar henni fannst virðingarleysið keyra um þverbak. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa þekkt Birnu alla aevi þó það sé auðvitað einföldun. Ég man fyrst eftir henni sem ungabarni því Úffa móðir hennar var vinkona systur minnar og þær voru að eign- ast dæturnar sínar um svipað leyti því var það að á uppvaxtarárum okkar á Isafirði fylgdist ég vel með Birnu og allt fólkið hennar var fólk sem ég þekkti vel. Þegar leiðir okk- ar lágu seinna saman í Alþýðu- flokknum fylgdu samstarfi okkai' gömul vináttutengsl Ijölskyldna okkar og frá Birnu stafaði alltaf einstök hlýja, hún átti líka í ríkum mæli þann eiginleika að láta sam- ferðamenn sína finna að það sem þeir voru að fást við skipti máli. Birna Eyjólfsdóttir fæddist á ísafirði 15. desember 1947. For- eldrar hennar voru Unnur Konráðs- dóttir og Eyjólfur Bjarnason sem síðar slitu samvistir, en önnur börn þeirra eru Konráð, Herdís og Eyjólf- ur. Móðurforeldrar voru Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir og Konráð Jens- son en föðurforeldrar voru Herdís Jóhannesdóttir og Bjarni Pétursson. Að Birnu stendur stór fjölskylda bæði á móður og föðurvæng, báðar fjölskyldur eru samheldnar og er sár harmur kveðinn í fjölskyldu- hópnum. Birna var sjálf mikil fjöl- skyldumanneskja og kom það vel fram í allri viðkynningu við hana hve mjög hún bar manninn sinn og börnin þijú fyrir bijósti. Hún giftist Eiríki H. Tryggva- syni, múrarameistara, 3. júní 1967 og eru börn þeirra íris fædd 1970, Tryggvi fæddur 1971 og Eyjólfur Róbert fæddur 1975. Þau kveðja nú elskulega eiginkonu og móður sem kölluð er burt í blóma lífsins. Á slíkri stundu verða öil samúð- arorð svo fátækleg en seinna skipt- ir það máli að vita að ástvinurinn eignaðist góðan sess í hópi sam- ferðafólks og skildi eftir sterk spor á meðal þeirra. Það gerði Birna Eyjýlfsdóttir. Ég votta ijölskyldu hennar inni- lega samúð mína og ijölskyldu minnar, sérstakar samúðarkveðjur færi ég Úffu, Eyjólfi, Eiríki og börn- unum. Að leiðarlokum þakka ég Birnu Eyjólfsdóttur góða samferð og bið Guð að blessa minningu góðrar og mætrar konu. Rannveig Guðmundsdóttir Ágæt vinkona okkar, Birna Eyj- ólfsdóttir, lést sunnudaginn 26. ágúst. sl. á Landspítalanum. Birna var aðeins 41 árs gömul þegar hún lést. Hún var dóttir Eyjólfs Bjarna- sonat' og Unnar Konráðsdóttur og elst fjögurra barna þeirra er á legg komust. Árið 1967 giftist Birna eftirlif- andi manni sínum, Eiríki Tryggva- syni múrararpeistara, og 4ttu þau saman þijú mannvænleg börn, íris, sem nú er 20 ára, Tryggva 18 ára og Eyjólf Róbert 15 ára. Við kynntumst Birnu og Eiríki fyrst 1984, er við tengdumst góðum félagsskap er þau voru í, þ.e. Fóst- bræðrum og félagi Fóstbræðra- kvenna. Birna tók þá strax á móti * okkur nýliðunum og sýndi þar sitt hlýja viðmót og mikla félagsþroska. Hún taldi nauðsynlegt að öllum nýjum félögum væri .tekið opnum örmum og þeim gert auðvelt og þægilegt að komast inn í raðir fé- lagsmanna og þeim væri veitt eftir- tekt og hjálpað að aðlagast sem fyrst, svo að þeir finndu sig vel- komna á nýjum slóðum. Birna var einn þeirra einstakl- inga í samfélagi okkar, sem þrátt fyrir miklar annir, gaf sér tima til að sinna félögum sínum og vinum. Hún var alltaf boðin og búin til að aðstoða okkur Fóstbræður, bæði í sambandi við útgáfumál og annað það er mætti verða félagsskap okk- ar til framdráttar. Það hefur verið hamingja Karlakórsins Fóstbræðra gegnum tíðina, fyrir utan að geta státað af góðum söngmönnum og félögum, að þeir hafa átt innan sinna raða fjölda kvenna, sem stutt hafa við bakið á kórnum á ótal sviðum og átt mikinn þátt í vel- gengni hans. Ein þessara kvenna var Birna Eyjólfsdóttir. Og nú verð- um við í annað sinn á þessu ári að sjá á bak góðum félaga og vini úr okkar röðum. Eftir stöndum við hin og horfum á auð sætin, orðlaus og aflvana yfir þessum feiknstöfum. Birna elskaði lífið og allt sem það hafði upp á að bjóða. Hún var glað- væi', einörð í framkomu og ákveðin og stóð fast á sannfæringu sinni. í vinahópi var hún hrókui' alls fagn- aðar og alltaf svo hlý í viðmóti og glaðvær. Það var líka gott að vita af Birnu að baki sér. Þegar sumra tók og næturnar urðu bjartar lagðist Birna inn á sjúkrahús í aðgerð, sem hún átti ekki afturkvæmt úr. Og nú þegar dag var tekið að stytta og skuggar nætur færðust yfir slokknaði siðasti lífsneistinn í bijósti vinkonu okkar. Það þýðir víst lítið að leita svara við því hvers vegna ung kona, full af lífsþrótti er hrifin í burtu. Eflaust er einhver tilgangur með því, þótt hann sé vandséður, en eitt er víst, missirinn er jafn sár og þungbær. En mestur og sárastur er þó missirinn fyrir Eirík, íris, Tryggva og Eyjólf. Og þó að orð séu kannski lítils megnug, biðjum við þeim blessunar í sárum harmi. Við kveðjum Birnu með söknuði, gott var að eiga hana fyrir vin. Sigurlaug Indriðadóttir, Björn Þorsteinsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju, langt um aldur fram, elskulega tengdadóttur, mágkonu og svilkonu okkai, Birnu Eyjólfsdóttur. Það var glæsileg „stóra systir“ sinnar fjöl- skyldu sem giftist „stóra bróður“ okkar fjölskyldu fyrir rúmum 23 árum. Þá þegar vann hún hug og hjörtu okkar allra. í okkar hópi var Birna ekki eingöngu ástkær eigin- kona Eiríks, heldur einnig góð vin- kona okkar allra. Hún var sterkur og litríkur persónuleiki sem við er- um stolt af að hafa haft í fjölskyld- unni. Hennar er sárt saknað af ' okkur en þó vitum við að sárastur er söknuður hjá eiginmanni og börnum þeirra. Elsku Eiríkur okkar, íris, Tryggvi og Eyjólfur Róbert. Við vitum að síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir. Á þeim tíma hafið þið sýnt fádæma hugrekki, styrk og jafnargeð. Við dáumst að ykkur. Megi minningin um ástríka eigin- konu og yndislega móður gera ykk- ur sorgina léttbærari. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, systkina og fjölskyldna þeirra, svo og til annarra sem um sárt eiga að binda. Tengdaforeldrar og fjölskyldur þeirra. I'Iciri greinar um Birnu Eyjólfs- dóttur bíða birtingai'. Þær munu bii-tast í blaðinu næstu daga -----,-------------;-----—------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.