Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 20 STRIÐS ASTAND VIÐ PERSAFLOA Ástandið í Kúvæt versnar stöðugt; Sendiráðsmenn sjóða sundlaugar- vatn til drykkjar Washington. Daily Telegraph. GÍSLARNIR bandarísku sem fengu að fara frá írak á sunnudag hafa flutt ófagrar lýsingar á ástandinu þar og í Kúvæt. Hafa menn því auknar áhyggjur af þeim 2.900 Bandaríkjamönnum sem enn eru innlyksa i löndunum tveimur. 34. DAGUR STRIÐSASTANDS ★ ★ ★ SOVET- R í K I N TYRKLAND Allt aö 60.000 flóttamenn í búö- um Jórdansmegin , viö landamæri íraks Israel ____r súez- . Amfhan ekuröur/ ,< j JÓRDANÍA EGYPTA KÚVÆT R A N 300 konur og börn fara í rútum frá Kúvæt til Bagdad SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN SAUDI- ARABÍA QATAR OMAN Rauöa- Bresk þota flýg- hat ur til Jórdaníu meö teppi, mat- vælioglyf ^ REUTER' : JEMEN írakar vara viö því aö refsiaö- geröir geti leitt til hungurs gísla ■ MOSKVU - HÉRUÐ rússne- skumælandi fólks í Moldovu lýstu á sunnudag yfir sjálfstæði gagnvart lýðveldinu. Nefnist nýja ríkið Sovét- lýðveldið Moldavía, eins og allt landið hét þar til í sumar. Rússar eru tæp 13% íbúa Moldovu og þyk- ir að sér kreppt vegna þjóðernisólgu og hugmynda margra rúmensku- mælandi, sem eru í meirihluta, um úrsögn úr Sovétríkjunum. Þjóðabrot í Moldovu, er nefnist Gagauz og talar tungu sem skyld er tyrk- nesku, lýsti einnig yfir sjálfstæði sínu 19. ágúst sl. Þingið í höfuð- borg Moldovu, Kíshínjov, hefur verið kallað saman til skyndifundar til að ræða aðgerðir minnihlutahóp- anna. Rússar byggja aðallega svæðið milli árinnar Dnéstr og Rúmeníu og komu fullt.rúar þeirra saman í borginni Tíraspol til að lýsa yfir sjálfstæðinu. Fulltrúamir hvöttu Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtoga til að veita nýja lýðveldinu aðild að Sovétríkjunum. TASS seg- ir að sumir þingfulltrúar í Kíshínjov vilji að uppreisnarhéruðin verði lögð undir beina stjóm forseta Moldovu. Moldova er byggð um 4,5 milljón- um manna og var áður hluti Rúm- eníu. Jósef Stalín lagði landið undir Sovétríkin skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld eftir að hafa gert griðasáttmála við þýska nasistaleið- togann Adólf Hitler. í bandaríska sendiráðinu í Kúvæt fara matarbirgðir ört dvínandi. Og til að bjargast hafa sendiráðsmenn gripið til þess ráðs að sjóða sund- laugarvatn til drykkjar. Þar sem íraski innrásarherinn hefur lokað bæði fyrir vatn og rafmagn hafa þeir brotið niður húsgögn í bálköst til að sjóða vatnið. Bandaríski presturinn Jesse Jackson, sem samdi við írösk yfir- völd um að 47 bandarískir þegnar fengju að fara úr landi, hafði með- ferðis myndband sem tekið var í bandaríska sendiráðinu í Kúvæt. Þar bar Nathaniel Howell sendi- herra sig vel en var samt grár og gugginn að sjá. Einn gíslanna 47 sagði að ástandið hefði farið dagversnandi í Kúvæt. Brennd lík hermanna sem fallið hefðu í innrásinni hefðu verið látin liggja á götum úti. íraskir hermenn eltu uppi konur og ungl- ingsstúlkur og nauðguðu þeim og færu ránshendi um heimili fólks. Nokkrir gíslanna vörðu þá ákvörðun Saddams Hussein íraks- forseta að meina útlendingum að fara úr landi og flytja Vestur- landabúa að mikilvægum skotmörk- um í Irak. Með því móti hefði verið komið í veg fyrir loftárás og mann- tjón. „Við höfðum hlutverki að gegn,“ sagði kona úr hópnum. Aðr- ir gagnrýndu að George Bush Bandaríkjaforseti skyldi ekki hafa fyrirskipað hernum að heimta Kú- ■ LIMA - Verðlag á neysluvör- um í Perú rauk upp um 397% í ágústmánuði og sló þar með öll fyrri met. Þessi útkoma er verri en jafnvel mestu hrakspámar gerðu ráð fyrir í þessum fyrsta mánuði sem strangar aðhaldsaðgerðir ríkis- stjórnar Albertos Fujimoris hafa sett mark sitt á. Embættismenn ríkisstjórnarinnar höfðu sagt að búast mætti við verðbólguholskefiu í ágúst í framhaldi af efnahagsað- gerðunum, sem höfðu meðal annars í för með sér að olíuverð þijátíufal- daðist. Samkvæmt opinberum tölum er verðbólgan í Perú á einu ári því orðin 12.377,8%. ■ MOSKVU - Starfsmenn so- vésks loftferðaeftirlits fylgdust á sunnudagskvöld með ferðum óþekkts hlutar nálægt Murmansk, að sögn sovésku fréttastofunnar TASS. Lýsti af hlutnum, hann líktist flugskipi og flaug í 25 km hæð frá Barentshafi í átt til Kóla- skaga. í gær var talið líklegt að hér hafi verið á ferðinni stór til- raunaloftbelgur sem sendur var á loft í Svíþjóð í síðustu viku. Sovésk- ir fjölmiðlar birta alloft frásagnir fólks af ferðum fljúgandi furðu- hluta. Á síðasta ári ríkti mikil spenna í borginni Voronezh í Mið- Rússlandi þegar fjöldi barna sagð- ist hafa séð risastórar geimverur lenda í kúlulaga geimskipi. Margt fólk trúði frásögnunum. ■ FREETOWN - Friðargæslu: sveit Efnahagsbandalags Vestur- Afríkuríkja í Líberíu neyddist til að hörfa undan skothríð frá mönn- um uppreisnarleiðtogans Charles Taylors á Spriggs Payne-flugvell- inum í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Amold Quainoo hershöfð- ingi, sem stjórnar aðgerðum friðar- gæslusveitarinnar, sagði að menn sínir hefðu náð flugvellinum á föstudag en hefðu neyðst til að hörfa þaðan um helgina. Forseti Uganda, Yoweri Museveni, sagði á fréttamannafundi í París i gær að Taylor framlengdi neyðarástand í landinu með því að hafna sam- komulagi um að binda endi á borg- arastríðið. Museveni sagði að ásak- anir Taylors um að friðargæslulið Efnahagsbandalags Vestur-Afrík- uríkja, ECOWAS, væri í Líberíu til að tryggja völd Samuels Does for- seta væru tilhæfulausar. „Taylor getur ekki sagt að ECOWAS hafi komið í veg fyrir að hann steypti Doe af stóli því hann hefur haft næg tækifæri til þess. Þar sem hvorugur þeirra getur bundið endi á borgarastríðið með valdi ættu þeir að ræðast við og leysa málið á friðsamlegan hátt og þyrma um leið lífum óbreyttra borgara." Á fundi sem ECOWAS stóð fyrir í síðustu viku var gamalreyndur stjórnmálamaður, Amos Sawyer, tilnefndur til forystu i bráðabirgða- stjórn í Líberíu. Hundruð þúsunda flóttamanna í Jórdaníu: Hungur og farsóttir yfirvof- andi í flóttamannabúðum Ruweished, Jórdaníu. Daily Telegraph. ENGINN veit með vissu hversu margir hafa flúið frá írak til Jórdaníu eftir innrás Iraka í Kúvæt en talið er að flóttamenn- irnir séu einhvers staðar á milli 300-700.000 talsins. Hafast flestir við í hrörlegum búðum í brenn- heitri eyðimörk á 70 kílómetra belti meðfram landamærum Jórdaníu og Iraks. Er landssvæð- ið jafnan kallað einskismanns- land. Ástandið í flóttamannabúðunum er sagt vera hrikalegt vegna skorts á matvælum, vatni og hreinlætisað- stöðu. Þar sem flóttamönnunum Ijölgar um mörg þúsund á hverjum degi óttast menn hungursneyð og farsóttir í búðunum. Skammt frá landamærastöðinni í Ruweished eru tvennar búðir flóttamanna þar sem reynt hefur verið að koma röð og reglu á hlut- ina. Ástandið þar er slæmt en þó Leiðtogafundurinn í Helsinki: Gorbatsjov sagður áfram um frekari viðleitni af hálfii SÞ Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska kommúnista- flokksins, lét í gær að því liggja að Sovétleiðtoginn hygðist leggja til að nýrra Ieiða yrði leitað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á Persaflóadeiluna. Fyrr um daginn hafði Edúard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagt að fundur leiðtoga risaveldanna um næstu helgi markaði þáttaskil í deilunni. Reuter Flóttamenn bíða í röðum eftir vatnsskammti í búðum í Jórdaniu. Talsmaður Gorbatsjovs, Vítalíj ígnatenko, sagði á fundi með frétta- mönnum í Moskvu í gær að Sovét- leiðtoginn væri tilbúinn til að beita sér fyrir því að nýrra leiða yrði leit- að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í því skyni að koma í veg fyrir átök við Persaflóa. Talsmaðurinn, sem skipaður var í síðustu viku, sagði það fara eftir þróun mála í þessum heimshluta hvort sovéskir hemað- arráðgjafar yrðu hugsanlega kall- aðir heim frá Irak en líklegt er ta- iið að hernaðaraðstoð Sovétmanna við Saddam Hussein íraksforseta verði tekin til umræðu á fundi leið- toga risaveldanna í Helsinki. Sov- éskir embættismenn hafa sagt að innan við 200 hermálaráðgjafar séu í írak en á Vesturlöndum hefur verið fullyrt að þeir séu mun og fleiri og þær raddir hafa jafnvel heyrst að vígvél Saddams forseta fengi tæpast snúist til lengdar, gæti hann ekki reitt sig á aðstoð sovéskra sérfræðinga Allt frá því Persaflóadeilan bloss- aði upp hefur Sovétstjómin stutt samþykktir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og þannig m.a. for- dæmt innrásina í Kúvæt og inniim- un landsins. Þannig hafa stjómvöld einnig lagt blessun síona yfir að- gerðir þær sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa gripið til í því skyni að framfylgja viðskipta- banni SÞ gagnvart írak og Kúvæt. Sovéskir herforingjar hafa á hinn bóginn lýst yfir óánægju sinni vegna hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna við Persaflóa og sagt hana ógnun við öryggishags- muni Sovétríkjanna og valdajafn- vægið í heiminum Edúard Shevardnadze, utanríkis- ráðherrra Sovétríkjanna, lýsti yfir því í gær að fundur þeirra Gorb- . atsjovs og George Bush Bandaríkja- forseta í Helsinki nk. sunnudag markaði þáttaskil I Persaflóadeil- unni. Ummæli sín skýðri sovéski utanríkisráðherrann ekki nánar en ítrekaði fyrri yfirlýsingar ráða- manna þess efnis að þess bæri að freista í hvívetna að koma í veg fyrir átök í Mið-Austurlöndum. She- vardnadze sagðis ástandið alvarlegt og því hefði reynst nauðsynlegt að boða til ráðstefnu leiðtoga risaveld- anna tveggja. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í Washing- ton að þar á bæ vonuðust menn til þess að niðurstaða Helsinki-fundar- ins yrði sú að enn meiri samstaða en áður ríkti um þá kröfu að írakar kölluðu heim herlið sitt frá Kúvæt. sagt vera sýnu skárra en víða ann- ars staðar. í Shaalan-I hafast 42.000 manns við í hertjöldum og byrgjum og 16.000 í Shaalan-II. Flestir em þeir frá Asíuríkjum; Indl- andi, Bangladesh, Pakistan, Sri Lanka og Filippseyjum. Brennheit og miskunnarlaus eyðimerkursólin dregur mátt úr mönnum á daginn en á nóttunni lækkar hitastigið það mikið að flestir skjálfa úr kulda. „Ástandið í búðunum er mjög alvarlegt," sagði Khaled Abu- Halimeh, jórdanskur heimilislæknir sem starfar sem sjálfboðaliði á veg- um Rauða hálfmánans við aðhlynn- ingu í Shaalan-I. Þar heija sporð- drekar, eitraðar margfætlur, á búðafólk, og bit þeirra geta verið banvæn. Slæm aðstaða er til að hjúkra þeim sem verða fyrir biti. Sagði hann sömu sögu að segja úr öðmm búðum. Hermt er að margir hafí dáið í flóttamannabúðum í Jórdaníu en enginn veit hversu margir. Aðeins era 11 kamrar til afnota fyrir hina 42.000 flóttamenn í Sha- alan-I búðunum og sex vatnstankar sem tæmast á augabragði eftir að hafa veirð fylltir. „Vegna hitans og hinna miklu hitabreytinga þarf hver maður um 20 lítra vatns á dag en þeir heppnu fá kannski einn til tvo lítra þegar best lætur,“ sagði Abu- Halimeh. Hann sagði flóttamenn marga vera orðna fremur lasburða vegna matvælaskorts. I Shaalan-búðunum má jafnan sjá langar biðraðir fólks sem bíður bifreiða sem koma með vatn og matvæli. Hverfa birgðirnar hratt ofan í flóttamennina og fá aldrei allir nóg. Annars staðar er engin röð og regla, heldur ringulreið og menn reyna að bjarga sér eftir bestu getu. Aðstoð erlendis frá berst hægt en á vegum Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna er unnið í kapp við klukkuna að flytja hjálpar- gögn til Jórdaníu. Einnig er stofn- unin að hefja brottflutning flótta- manna til síns heima og hafa tugir flugvéla verið leigðar til þess. M. a. hefur stofnunin leigt sovéska Antonov-þotu, stærstu flugvél heims, til þess að flytja um 5.000 flóttamenn til Bangladesh á nokkr- um dögum. Flugvélin flaug í því skyni til Amman í gær og hafði innanborðs 120 lestir af tjöldum og hjálpafgögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.