Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 19 Ráðstefna um áfeng- isstefnu og þjóð- félagsbreytingar DAGANA 3.-7. september 1990 heldur Norræna rannsóknarnefndin á sviði vímuefna, NAD, ráðstefnu á Hótel Ork, Hveragerði. Yfir- skrift ráðstefnunnar er áfengisstefna og þjóðfélagsbreytingar. Meg- inviðfangsefni eru samspilið á milli áfengisstefnu og áfengisneyslu og þróun í áfengisstefnum í breyttri Evrópu framtíðarinnar m.a. með tilkomu innri markaðar Evrópubandalagsins. Alls verður flutt 31 erindi. Meðal fyrirlesara er dr. Robin Room, sem stjórnar áfengisrannsóknasíofnun í Berkeley. Fyrirlestur hans nefnist: Hinn ómögulegi draumur? Leiðir til að draga úr áfengisvandamálum í bindindissinnaðri menningu. Sidsel Eriksen sagnfræðingur frá Dan- mörku heldur fyrirlestur um ólíka þróun dönsku og sænsku bindindis- hreyfinganna á nítjándu öldinni. í þeim hluta ráðstefnunnar sem íjallar um áfengisstefnu framtíðar- innar heldur dr. Alan Maynard, prófessor við Háskólann í York, fyrirlestur sem ber titilinn: Verður nokkur áfengisstefna ráðandi á níunda áratugnum? Dr. Pekka Sulk- unen frá Finnlandi nefnir sinn fyrir- lestur: Endalok hinna miklu áforma — áfengisstefna í Jok tuttugustu aldarinnar. Sérstaklega verður fjallað um rannsóknarverkefni sem unnið hef- ur verið að á geðdeild Landspítalans á breytingum sem orðið hafa á áfengisneyslu Islendinga með því að heimiluð var sala á bjór. Hildi- gunnur Ólafsdóttir fjallar um fyrstu áhrif bjórsins á áfengisneyslu full- orðinna. Ása Guðmundsdóttir segir frá áhrifum sem bjórinn hefur haft á áfengisneyslu ungs fólks og Gylfi Ásmundsson skýrir frá áhrifum á áfengisneyslu karla eftir starfshóp- um. Þá greinir dr. Jussi Simpura, Finnlandi, frá undirbúningi rann- sóknarverkefnis þar sem borin verða saman viðhorf til áfengis- vandamála og skilningur á þeim, annars vegar í þjóðfélögum þar sem þjóðfélagsbreytingar eru hægar og hins vegar í löndum þar sem þær eru hraðar. Auk norrænna vísinda- manna munu taka þátt í þessari rannsókn vísindamenn frá Eystra- saltslöndunum, Póllandi og Þýska- landi. Ráðstefnuna sækja um 50 þátt- takendur frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð auk gestafyrirlesara frá Bandaríkjunum og Bretlandi. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúin yfir Hafnaríjarðarveg á Arnarneshæð var vígð á föstudaginn en smiði hennar lauk nokkru fyrr en áætlað hafði verið. Arnarneshæð: Brúarsmíði lokið tveimur mánuðum fyrr en áætlað var BRÚIN yfir Hafnarfjarðarveg á Arnarneshæð var vígð síðastliðinn föstudag. Smíði brúarinnar átti að ljúka fyrir Stefna Eimskips er að manna skip í Islandssigl- ingum með Islendingum - segir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips „ÞAÐ ER okkar stefna að það séu íslenskir farmenn í aðalat- riðum á þeim skipum sem Eimskip rekur í siglingum til og frá íslandi. Á því hafa verið undantekningar og ég geri ráð fyrir að á því verði einhverjar undantekningar, en þetta er okkar grundvallarregla," segir Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips. Hann segir ekki vera áætlanir um að breyta þessari stefnu og varðandi utanaðkomandi samkeppni segir hann, að á því verði tekið þegar þar að kemur, ef hún verður að veruleika. Hörður segir það hins vegar vera ljóst, að ef til þess kæmi að hingað hæfust siglingar frá ná- grannalöndum okkar, þar sem menn hafa komið sér upp sérstöku fyrirkomulagi til þess að vera sam- keppnisfærir, þá verði íslendingar að skoða með hvaða hætti þeir verði samkeppnisfærir í þessum siglingum framvegis. Hann nefnir sem dæmi um hið sérstaka fyrirkomulag, að í Dan- mörku eru í gildi tvær skipaskrár, önnur er hin gamla danska skipa- skrá, hin er nýrri og skip sem þar eru skráð sigla undir dönskum fána, flest að mestu eða öllu leyti með dönskum áhöfnum. Þeir sem staðfest er að sigla á þessum skip- um borga engan tekjuskatt og launin lækka að sama skapi um 35%. Þetta hafi verið gert í Dan- Sýning MariRant- anen opnuð í dag í sýningarsölum Norræna hússins verður opnuð sýning á málverkum fínnsku listakonunnar Mari Rantanen í dag, mið- vikudaginn 5. september, klukkan 17. Verður hún viðstödd opnunina. Á sýningunni eru 29 málverk, flest máluð á síðasta mörku vegna þess að langstærst- um hluta kaupskipa í eigu Dana, sem ekki var í siglingum til og frá Danmörku, hafði verið flaggað út til alls konar hentifána og rekinn þar á erlendum grundvelli. í Noregi og Þýskalandi er einn- ig tvöföld skipaskrá, en nokkuð öðruvísi fyrirkomulag en í Dan- mörku. Eimskip er með 13 skip í rekstri. Af þeim eru 11 að öllu leyti með íslenskri áhöfn. Eitt tímaleiguskip er í rekstrinum og slík skip eru að sögn Harðar að venju með er- lendri áhöfn. Að auki er Eimskip með Bakkafoss á leigu. Hann var á þurrleigu, sem þýddi það að áhöfnin á því skipi var að öllu leyti íslensk. Síðustu tvö árin var það samkvæmt sérstakri undanþágu, þar sem skipið var skráð erlendis. Um síðustu áramót fékkst undan- þágan ekki endurnýjuð og varð þá að skrá skipið í Liibeck í Þýska- landi samkvæmt nýrri skipaskrá þarlendri. Eftir það eru yfirmenn þýskir og íslenskir, en hásetar filippeyskir og íslenskir. 1. október í haust en verkinu lauk um tveimur mánuðum fyrr. Áætlað er að kostnaður vegna verksins verði alls um 300 milljónir króna. Rögn- valdur Jónsson, yfirverkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins, segir að verkið hafi gengið mjög vel og samskipti við verktaka liafi verið góð. Smíði brúarinnar á Arnarnes- hæð er liður í endurbyggingu Hafnarfjarðai’vegar frá Fossvogs- læk að Engidal. Það verk hófst árið 1968 með byggingu brúa og vegar í Kópavogi, þá var vegurinn byggður í Garðabæ og nú á Arnar- neshæð. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins fara um 50.000 bílar á dag um Hafnarfjarðarveg við Fossvogslæk, um 25.000 á Arnarneshæð og um 20.000 við Engidal og ber vegurinn mesta umferð þjóðvega í landinu. Vega- gerðin gerir ráð fyrir að umferðin á veginum tvöfaldist þegar höfuð- borgarsvæðið hefur náð þeirri stærð, sem gert er ráð fyrir í aðal- skipulögum sveitarfélaganna. Ger- ir Vegagerðin ráð fyrir því að af þeim sökum þurfi í framtíðinni að fjölga akreinum á veginum og gera aðrar úrbætur. Smíði brúarinnar á Arnarnes- hæð var boðin út í september á síðasta ári og var samið um verk- ið við lægstbjóðanda, Hagvirki hf. Samkvæmt samningum átti Hag- virki að ljúka verkinu fyrir 1. októ- ber í haust, en því lauk um tveim- ur mánuðum fyrr. Villtir Bandaríkja- menn fundust heilir ÞRÍR Bandaríkjamenn af Keflavíkurflugvelli, tveir karlar og kona, sem fóru vill- ur vegar í grennd við Álfta- vatn í rúman sólarhring frá sunnudagsmorgni, fundust heilir á húfi síðdegis á mánu- dag. Fólkið var á ferð með fleiri löndum sínum um þessar slóðir en skildi við hópinn á sunnudagsmorgun og hugðist fara gangandi frá Alftavatni inn í Landmannalaugar. Þegar ekki hafði spurst til fólks- ins á tilsettum tíma hófu sam- ferðamennirnir eftirgrennslan og síðan var björgunarsveit eystra kvödd til. Þyrla Landlielgisgæsl- unnar varð frá að hverfa vegna ókyrrðar í lofti. I sama mund og bíll frá björgunarsveitinni kom að skálanum við Álftavatn, þar sem ferðin hófst, bar þremenningana þar að. Þeir voru heilir á húfi, utan að konan hafði snúist á hné. Fólkið var flutt til Keflavíkurflug- vallar með þyrlu frá varnarliðinu. mýTT SÍMANÚIvÆR tisnn ari. Norræna listamiðstöðin í Svea- borg hefur annast undirbúning sýningarinnar og fer sýningin héð- an til Norðurlandahússins í Þórs- höfn á Færeyjum og víðar um Norðurlönd. Mari Rantanen er fædd 1956 í Esbo. Hú nam við Finnska listahá- skólann 1975-79 og síðar við Pratt Institute, New York sem Full- bright-styrkþegi. Hún hefur haldið margar einkasýningar á Norður- löndum og tekið þátt í samsýning- um með finnskum listamönnum. Einnig hefur hún sýnt í Banda- ríkjunum, en þar býr hún um þess- ar mundir. Auk ýmissa viðurkenn- inga var hún útnefnd listamaður ársins í Finnlandi 1989. Sýningin verður opin daglega klukkan 14-19 til 23. september. Skrifstofutækni Nútímanám hjá traustum aöila Tölvuskóli íslands s: 67 14^66, opjð Uj kl.22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.