Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 félk í fréttum ARGENTINA Forsetinn sagður í tygjum við ráðherra Carlos Menem Argentínuforseti á ekki einungis í vanda með ijúkandi rústir efnahagsins í landinu heldur einnig einkamálin. Nýlega vísaði hann eiginkonu sinni Zulemu og börnum sínum tveimur á dyr úr forsetahöllinni og skilnað- ur er sagður yfirvofandi. Báðir aðilar saka hinn um skefjalítið framhjáhald. Menem bar það að mestu af sér, en hafði ekki fyrr lokað munninum en því var slegið upp í argentínskum blöðum að hann ætti í ástarsambandi við Maríu Alsogaray, 47 ára gamlan ráðherra í ríkisstjórninni, en hún þykir hinn vænsti kvenkostur og stillti sér nýlega upp á forsíðu vin- sæls tímarits í Argentínu einungis með pels yfir axlirnar. Menem reynir nú allt hvað af tekur að hrista þrasið um einkalíf sitt af sér til þess að geta einbeitt sér að vanda þjóðarinnar, en hann er ekki látinn í friði. Ungfrú Alsog- aray varð æf af reiði er hún var sögð vera hjákona forsetans og tíundaði það í blaðaviðtölum, að Hún kærði sig helst um andans sem léti tilfinningarnar ráða ferð- forsetinn væri ekki „hennar týpa“. menn, en forsetinn fyllti þann hóp inni. Menem býst til að hvísla einhveriu í eyra ráðherrans Alsogaray. VETRAR- STARFIÐ 10. SEPT. INNRITUN í ALLA FLOKKA HAFIN ★ Líkamsræktogmegrunfyrirkonuráöllumaldri ★ Kúrinn 28 + 7 ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar ★ Rólegirtímar ★ Lokaðirflokkar (framhald) ★ Púltímarfyrir ungar og hressar ★ „Lausir tímar" fyrir vaktavinnufólk HEFST Oswald Dreyer-Eimbcke ræðismaður með kortin sín. KORTASAFN Ræðismaðurínn minnist ferðar Kólumbusar Oswald Dreyer-Eimbcke er ræðismaður íslands í Ham borg. Hann er einnig sérfræð- ingur í landakortum og á mikið og gott safn af þeim. í tilefni af því að árið 1992 verður þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku vinnur ræðismaður- inn að því ásamt öðrum í Þýska- landi að gefa gömul landakort út að nýju. Þýska dagblaðið Die Welt skýrði nýlega frá því að Richard von Weizsácker, forseti Þýska- lands, myndi hafa með sér sögu- legan atlas um fund Ameríku, þegar hann færi á heimssýning- una í Sevilla á Spáni árið 1992. Dreyer-Eimbcke hefur forystu fyrir þeim hópi manna sem vinn- ur að því að taka saman korta- safnið í þessa bók. Þýska blaðið segir, að fyrir utan að hafa ver- ið fulltrúi Islands í 17 ár og störf við rekstur og útgerð kaupskipa sé Dreyer-Eimbcke kortafræð- ingur og í forystu fyrir korta- hópi Prússnesku menningararf- leifðarstofnunarinnar. Ahugi hans á Kólumbusi er tvíþættur. Um leið og hann und- irbýr endurprentun á „Söguatl- asinum“ frá 1892 er hann að vinna að bók um heimssýn Kól- umbusar og áhrif þýskrar korta- gerðar. Dreyer-Eimbcke segir, að í Þýskalandi séu innan við 12 alvöru kortasafnarar og líklega innan við 100 í veröld- inni allri. Hann segist oft hafa farið til London sem formaður í félagi skipamiðlara í upphafi áttunda áratugarins. Hans besta skemmtun eftir vinnu hafi verið að skoða það sem var á boðstól- um í fornbókaverslunum í Lon- don, þar sem unnt var að kaupa gömul kort fyrir lítið verð, sem hann skýrir nánar með því að nefna töluna 1.000 þýsk mörk (36.000 ÍSK). Nú á hann 800 kort og eru sum þeirra 10.000 marka virði og þar yfir. Elsta kortið hans er af Þýskalandi eftir Hieronymus Múnzer frá 1493. Heimsatlasinn sem á að verða til árið 1992 byggist á Söguatlas Konrads Kretschmers frá 1892 en Dreyer-Eimbcke ætlar að bæta við hann þremur gömlum kortum sem hafa fundist eftir 1892: tvö þeirra gerði Martin Waldseemúller 1507 og 1516 auk þess kort frá 1513 sem kennt er við tyrkneska sæfarann Piri Re’is. KONGAFOLK Konung-s fj ölsky lda líður undir lok NÝIZ NÝTT Sér flokkar fyrir 17-23 ára íkúrinn 28+7 Maðurinn á myndinni er 54 ára gamall og hið eina sem getur veitt honum gleði er að geta snúið til síns heima, gifst og eign- ast börn. Hann á líkiega ekki eftir að sjá þennan draum rætast. Svo grimm eru örlög Kigeris 5., konungs Rwanda í Afríku. Kigeri er af Tutsi-ættbálki sem réði lögum og lofum í landinu allt til 1960, en þá var gerð uppreisn og Tutsi-bálkinum bolað frá völdum. Hefðin krefst þess af Kigeri 5. að hann eignist erf- ingja og hefðin í þessu tilviki lætur ekki að sér hæða, því hún spannar sex árhundruð. Núver- andi valdhafar í Rwanda eru sagður ætla sér flest annað en hleypa konungi heim á ný til þess að halda Ijölskyld- unni við lýði, en hann hefur alið ald- ur sinn til skiptis í Úganda og Kenýa síðan 1960. Því virð- ist sem svo að kon- ungsfjölskyldan af Rwanda líði und- ir lok með Kigeri 5. og er það þung raun miðaldra kóngi. Kigeri 5. vill fara heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.