Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 15 Hlynur Árnason „Eitt af markmiðum JC er að þjálfa, þroska og auka þekkingu allra JC-félaga.“ voru allir alþjóðlegir varaforsetar. Starfi framkvæmdarvaraforseta gegndi Andrés B. Sigurðsson 1984. Höfuðstöðvar Junior Cham- ber International eru staðsettar á Coral Gables í Florída. Einn íslend- ingur, Jón Ögmundsson lögfræð- ingur, starfar þar sem deildarstjóri síðan 1986. JC ísland og nokkur aðildarfélög hafa fengið margv- ísleg verðlaun og viðurkenningar á erlendum vettvangi. Húsnæði JC íslands JC Island hefur um margra ára skeið leigt húsnæði undir starfsemi sína. Lengst af var hreyfingin til húsa að Laufásvegi 36 í Reykajvík. Árið 1986 var ráðist í að kaupa húsnæði undir starfsemi hreyfing- arinnar að frumkvæði þriggja manna, þeirra Karls J. Steingríms- sonar, Árna Þórs Árnasonar og Ásgseirs Gunnarssonar. Fyrir val- inu varð húsnæðið að Hellusundi 3, Reykjavík, eitt af verslunar- skólahúsunum gömlu. Á hveijum fímmtudegi kl. 20 er opið hús fyr- ir alla JC-félaga að Hellusundi. Félaginn að loknu JC starfí Eitt af markmiðum JC er að þjálfa, þroska og auka þekkingu allra JC-félaga hvern á sinn hátt, þannig að hann verði hæfari þjóð- félagsþegn. Eitt af því sem við gerum er að halda þrenns konar ræðunámskeið og margvísleg nám- skeið í skipulagðri stjórnun. Allt er það liður í að skapa einstakl- ingnum aukið sjálfstraust sem kemur honum til góða í samskipt- um sínum við aðra. Haldin eru fundarritunar- og fundarstjórnun- arnámskeið og þar sem félagarnir þjálfast í að vera stjórnendur funda. Oft halda félögin fundi um ákveðin málefni með framsögu- manni þar sem tekin eru fyrir þau málefni sem efst eru á baugi hveiju sinni, en með því hefur margur einstaklingurinn orðið betur með- vitaður um sitt samfélag. Þar sem JC hefur fengið á sig það orð að félagar þess séu reyndir félags- málamenn hefur verið sóst eftir þeim á lista stjórnmálaflokkanna fyrir hveijar kosningar. Með hvatningu þeirri sem fólk hefur fengið innan JC hefur það orðið mörgum til að framkvæma draum sinn, margir félagar hafa haslað sér völl í viðskiptalífinu, aðrir hafa unnið sig upp í fyrirtækjum, enn aðrir stofnað eigin fyrirtæki, og fjölmargir JC-félagar hafa hafið skólagöngu (langskólanám) af afloknu JC starfi. Ég nefni þetta hér vegna þess að markmið okkar er að félagar í JC hætti ánægðir. JC ísland 30 ára í tilefni þessara merku tíma- móta verður haldið veglegt afmæl- ishóf þann 29.september n.k. Nán- ar verður hófíð auglýst síðar. Lokaorð Það var rétt sem þeir Erlendur og Pétur sögðu í upphafi. Þessi hreyfíng á fullan rétt á sér uppi á íslandi. Það hefur sýnt sig á liðnum þijátíu árum. JC ísland á eftir að lifa um ókomna framtíð því JC er hreyfing ungs fólks á aldrinum 18-40 ára og svo lengi sem ungt fólk er framsækið og vill þroska er full þörf á Junior Chamber á íslandi. Höfundur er landsforseti JC íslands. MEÐAL ANNARRA ORÐA DÓTTIR LJÓSSINS eftir Njörð P. Njarðvík Suður í Alsace í Frakklandi rís mikiil klettur upp úr grænum hæðum og er kenndur við heilaga Odile, verndardýrling héraðsins (Mont Sainte Odile). Leiðin liggur til suðvesturs frá Strassbourg um Obernai yfir mikil vínræktarsvæði upp í norðurhluta gróins fjallgarðs er nefnist Vosges. Svipur landsins er mildur þótt komið sé eina 800 metra yfír sjávarmál, og hitinn mikill á björtum sumardegi. Uppi á klettinum stendur veglegt nunnuklaustur og þaðan er fögur útsýn yfir gróskumikla dali. Það er saga að segja frá því hvernig þetta klaustur varð til og hvers vegna kletturinn er kenndur við Odile. Blind telpa Upp úr miðri 7. öld ríkti Ad- alric hertogi af Alsace í Obernai ásamt konu sinni Bereswinde, er þá var þunguð. Er hún ól manni sínum frumburð þeirra, þá voru honum færðar þær fréttir að barn- ið væri heldur óásjáleg stúlka og blind að auki. Hertoginn brást ókvæða við og taldi það hina mestu smán að frumburður hans skyldi ekki vera sonur, og þegar við bættist að telpan var blind, þá skipaði hann svo fyrir að barn- inu yrði fargað þegar í stað án þess að nokkur vissi af tilveru þess. Þegar fortölur Bereswinde báru engan árangur, ákvað hún að óhlýðnast boðum manns síns og kom telpunni undan á laun til barnlausrar konu og bað hana að ala stúlkuna upp sem sitt eigið barn. Telpan vakti hins vegar mikla athygli í þorpinu, og þar sem óttast var að upp kæmist um faðerni hennar, var henni komið í nunnuklaustur. Líða svo mörg ár að stúlkan ólst upp hjá nunnun- um og naut ástúðar þeirra og umönnunar. Odile snýr heim Nú víkur sögunni til Erhards biskups í Ratisbonne er fékk vitr- un. Heyrði hann rödd er bauð honum að fara til nunnuklausturs- ins í Palma og finna þar blinda stúlku, skíra hana og gefa henni nafnið Odile, og muni hún þá jafn- skjótt öðlast sjón. Fór þá biskup rakleiðis til klaustursins, skírði stúlkuna og bar smyrsl á augu hennar ásamt heilagri olíu. Brá þá svo við að Odile fékk sjónina, og þótti undur og stórmerki. Nokkru síðar dreymdi Adalric hertoga í Hohenbourg að hann heyrði rödd er tilkynnti honum að dóttir hans væri á lífí, hefði verið skírð og bæri nafnið Odile. Um morguninn var hann vakinn af sendiboða frá Erhard biskup er færði honum fréttir er stað- festu drauminn. Þótti hertoga þetta einkennileg tilviljun, en hrærði hann þó ekki til meðaumk- unar. Hann hélt áfram að neita tilvist dóttur sinnar, enda skyldi hún aldrei koma fyrir.augu hans. Árin liðu og Odile þjáðist af því að ná engu sambandi við fjöl- skyldu sína, sem henni var nú fullkunnugt um. Tók hún þá til bragðs að skrifa Hugues bróður sínum, en hann bað hana að snúa heim hið bráðasta. Þegar faðir þeirra frétti þetta, ærðist hann af reiði, brá sverði sínu og banaði syni sínum með eigin hendi. Ekki var hann þó fyrr búinn að vinna það níðingsverk, en hann var gripinn mikilli iðrun. Og þegar Odile sneri heim, 'tók hann henni vel og ákvað að fínna henni gott gjaforð. En Odile vildi ekki gift- ast. Hún kvaðst vera gefín Guði einum og vildi fá að stofna klaust- ur. Þegar faðir hennar tók það ekki í mál, sá hún sér þann kost vænstan að leggja á flótta. Ad- alric elti hana með hermönnum sínum, en þegar þeir voru komnir á hæla hennar, þá opnaðist skyndilega klettaveggur, og hleypti henni í gegnum sig. Nú sannfærðist hertoginn loks um að dóttir hans væri engin venjuleg kona, og kvaðst nú fús til að að- stoða hana við að breyta Hohen- bourg í klaustur. Klaustur og kraftaverk Meðan á byggingu klaustursins stóð, dó Adalric. Dreymdi þá Odile að hún sæi föður sinn í miklum kvölum. Bað hún þá ákaft um Guðs náð fyrir föður sinn, lagðist fram á hellusteina og grét svo heitum tárum að þau brenndu gat á hellurnar. Á þeim stað stendur nú „kapella táranna“. Hætti hún ekki fyrr en hún heyrði rödd er mælti til hennar að hún gæti þerr- að tár sín, því að með þeim hefði hún keypt föður sínum náð. Orðspor klaustursins barst víða, ekki síst vegna lækninga- máttar systranna og umhyggju þeirra fyrir sjúkum. En þar urðu líka furðuleg kraftaverk. Vegur- inn upp á klettinn var torfarinn, og eitt sinn bar svo við að kerra með byggingarefni sem tveir uxar drógu, fór út af veginum og kast- aðist langar leiðir niður kletta- vegginn. En þegar komið var að, hafði uxana hvergi sakað, heldur bitu þeir gras á sléttunni fyrir neðan. í annað skipti gekk Odile fram á helsjúkan mann er bað sárlega um vatn að drekka. En þarna var hvergi vatn að fá. Varð Odile þá hugsað til Móse, laust klettavegg- inn með staf sínum og spratt þá óðar fram tært lindarvatn. Þessi lind streymir enn fram úr klettaveggnum. Við hjónin komum þama í sumar nær 1300 árum eftir að Odile var á dögum. Er við reikuðum um klettinn mikla, skoðuðum kapellur og klausturgarða, og dáðumst að stórkostlegu útsýni, var' okkur ofarlega í huga sagan af dýrlingi Alsace, er hlaut viðurnefnið „dótt- ir ljóssins". Við gengum að lokum niður bratt einstigi að lindinni góðu sem bunar fram úr klettinum og talin er einkar holl fyrir augn- sjúkt fólk, enda eiga blindir að hafa öðlast sýn fyrir lækninga- mátt hennar. Það var svalandi að bera þetta tæra vatn á augu sín í sólarhitanum. Og ekki spillir ef satt er, að það hafi einnig áhrif til að skerpa innri sýn. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Þykkmjólk er mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf, holl og næringarrík með BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott. eru þegar ný aíkvæmi líta dagsins ljós Við fógnum tveimur nýjum afkvæmum þykkmjólkurkýrinnar góðu. Þykkmjólk með súkkulaði og appelsínum og treQaríkri þykkmjólk með möndlum^ hnetum, ananas, appelsínum, rúsínum og marsípani. Kærkomnar nýjungar - ekki síst smáfólkið. X Z3 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.