Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
Með
morgnnkaffinu
steikin verði tilbúin ...
Samþykkið ekki bú-
vörusamningana
Snáka-
mengun
Til Velvakanda.
Við erum ánægð yfir því að ísland
er nærri laust við mengun. Það mun
reynast okkur dýrmætur fjársjóður
þegar fram í sækir. En það er til
önnur mengun, sem er lúmskari én
mengun jarðar - það er mengun hug-
ans. Gagnvart þeirri mengun er þjóð-
in mjög blind, en með opin huga.
Kvikmyndahús, sjónvarp og videó-
leigur eru fullar af grófu ofbeldi og
klámi. Þetta er kröftugt hugarfóður,
sem mengar huga þjóðarinnar. Þessi
mengun skilar sér svo í miskunnar-
lausara ofbeldi og brotnu siðferði,
sem við lesum um í blöðunum og
þykjumst ekkert skilja í. Því yngri
sem hugurinn er, því djúpstæðari
áhrif er hægt að hafa á hann til góðs
eða ills.
Nú er verið að trekkja ugp og reyna
að smala ungum hugum íslands inn
á risahljómleika Whitesnake. Tónlist
og boðskapur þeirra á að yfirkeyra
skilningarvitin. Þú getur lesið textana
út í næstu plötubúð, og sérð að þarna
er mengandi og sóðalegur boðskapur
á ferð. Þetta eru eins konar víkingar
sem gera strandhögg inní hugarheim
þjóðarinnar, og sigla síðan burtu með
fullar hendur fjár. Það ætti að vera
augljóst að það er hættulegt að leika
sér með höggormum.
Til Velvakanda.
Nokkur atriði varðandi staðsetn-
ingu álvers:
1) Staðsetning álvers yrði lang
hagkvæmust á Keilisnesi: allt að 5
milljörðum ódýrari við uppbygg-
ingu en á Akureyri eða Reyðar-
firði, orsakar sáralitla mengun og
veldur - gagnstætt fullyrðingum
ýmissa spekinga - minnstri byggð-
aröskun vegna nálægðar þéttbýlis-
staða suðvestanlands, en þar býr
meira en tífalt fleira fólk en á
Akureyri og þar í nánd og því
engin þörf nýrra húsa handa
verkamönnum. En þessa 5 millj-
arða, fengna að láni erlendis, yrðu
skattgreiðendur að gjalda síðar.
2) Gegn tjóni vegna reksturs ál-
vers myndu eigendur þess krefjast
tryggingar af hálfu hins íslenska
ríkis.
3) Álver á Reyðarfirði kynni að
Til Velvakanda.
Nokkur orð um búvörusamninga
þá er nú er verið að gera og ekki
virðist hægt að stöðva. Hvers eiga
neytendur að gjalda að slíkir
samningar séu gerðir? Ýmsir stjóm-
málamenn, þar á meðal flokks-
broddar Alþýðuflokksins, hafa
hampað því fyrir kosningar að tek-
valda mengun og þar með baka
ríkinu útgjöld. En álver við Eyja-
fjörð myndi valda stórum meiri
mengun, ef til vill leggja hin blóm-
legu landbúnaðarhéruð þar í auðn.
Þa kynni slíkt álver að valda tjóni
vegna hafíss er næmi feikna fúlg-
um. Sem sagj;, tjón af völdum
mengunar og hafíss gæti numið
gifurlegum ijárhæðum, ef til vill
öðrum 5 milljörðum. Staðsetning
álvers utan við Keilisnes kynni því
að valda útgjöldum er næmu 10
milljörðum, enginn veit hve mörg-
um, sem bornir og óbornir skatt-
greiðendur yrðu að axla næstu
áratugi.
4) Skammsýnir ráðamenn er stað-
settu álver með svo óhagkvæmum
hætti, myndu skipa heldur skugga-
legan sess í sögu þessa.lands fram
eftir næstu öld - að minnsta kosti.
Skattgreiðandi
ið verði á þessum málum og rekstri
landbúnaðarins komið í viðunandi
horf, öllum til hagsbóta. Ekki veit
ég' hvað kemur yfir þessa menn,
því óðar og Framsóknarmenn gera
kröfu um áframhaldandi íjáraustur
til landbúnaðarins eru þeir sem
dáleiddir. Þeir gleyma jafnvel at-
kvæðunum sínum, sem komu þeim
á þing, og hjálpa Framsókn að halda
vinsældum í fámenniskjördæmun-
um. Þeir minna á manninn sem
læddist til um nótt og sáði í akur
versta óvinar síns. Eitthvert óheil-
inda makk er þó sjálfsagt þarna á
bakvið en neytendur fá að borga
brúsann og allir tapa á þessu þegar
upp er staðið.
Ég vona þó heilshugar að þeir
búvörusamningar sem reifaðir hafa
verið í íjölmiðlum að undanförnu
verði ekki samþykktir. Það sífellt
er halli á ijálmálum ríkisins og
meðan svo er virðist síst skynsam-
legt að kasta peningum í gersam-
lega óarðbæran atvinnuveg. Getur
nokkur maður sætt sig við að
lambakjött sé framleitt með miklum
tilkostnaði, geymt árum saman með
tilheyrandi kostnaði en endi loks á
sorphaugunum? Þjóðin væntir þess
að þeir sem hafa stjórnunarstörfin
á hendi stjórni af einhveiju viti.
Hvað landbúnaðinn varðar hefur
það ekki verið gert og er lögnu
tímabært að taka þau mál föstum
tökum. Þessi vitleysa er orðin þjóð-
inni allt of dýrkeyt.
Skattgreiðandi.
Jón Sigurðsson
Staðsetning álvers
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji skrifar
Fyrir rúmri viku var Fossvogs-
kirkja tekin í notkun að nýju
eftir gagngerar endurbætur og
breytingar. Víkveiji var þar við út-
för á dögunum og er þeirrar skoð-
unar, að vel hafi tekist til við breyt-
ingarnar. Það vakti þó undrun hans,
að ekki skyldi gert ráð fyrir þeirri
sætaskipan, að átta líkmenn gætu
setið í fremstu röð í kirkjunni norð-
anverðri. Verður einn líkmanna að
sitja á öðrum bekk.
Kirkjunni hefur ekki aðeins verið
breytt innan dyra heldur hefur
Kristslíkneskið sem stóð í garði
fyrir framan kirkjuna verið fært
nær henni. Heí'ur verið staðið
smekklega að því verki. Þá er
ástæða til að vekja athygli á því
að ekki er gert ráð fyrir almennri
bílaumferð fyrir framan kirkjuna
og er það einnig til bóta.
Þeir sem fara um Fossvogs-
kirkjugarð sjá fljótt að þar er um-
gengni öll til fyrirmyndar. Við kap-
ellurnar á bakvið kirkjuna er frið-
sæll og fallegur garður. Minnisvarð-
inn um, óþekkta sjómanninn sómir
sér vel við suðurhlið kirkjunnar og
að norðanverðu er þeirra minnst,
sem farist hafa í flugslysum, með
meistaraverki eftir Einar Jónsson
myndhöggvara.
xxx
*
Isumar hefur verið unnið að frá-
gangi vegna hinna miklu vega
framkvæmda við Bústaðaveginn
um Öskjuhlíð. Eru eyjar á milli
akbrauta nú orðnar fagurgrænar.
Athygli vekur að engu er líkara en
þessum framkvæmdum eigi að
ljúka rétt áður en komið er þar sem
vegurinn er hæstur á milli hlíðanna
tveggja. Þar standa eftir opin sár
eftir gamla hitaveitustokka og flest
er í óhirðu að lóð hinnar nýju stjórn-
stöðvar Landsvirkjunar. Frágangur
á lóð hennar er til fyrirmyndar eins
og endranær hjá því fyrirtæki. Hef-
ur meðal annars verið reist lista-
verk úr járni á henni, sem stingur
í stúf við styttu Ásmundar Sveins-
sonar af Vatnsberanum nokkru
vestar.
xxx
Um þessar mundir er unnið að
bílastæðum við Perluna í
Öskjuhlíð, síðan þarf að leggja góð-
an veg að henni og gera aðkomuna
eins auðvelda fyrir ökumenn og
frekast er kostur. Hitt er ekki síður
brýnt að huga að þeim sem eru
fótgangandi og þurfa að komast
yfir Bústaðaveginn. Hefur Víkveiji
heyrt að borgaryfirvöld hafi uppi
ráðagerðir um að gera göngubrú
yfir veginn á háhæðinni.
Að þessum framkvæmdum lokn-
um þurfa yfirvöld að huga að hinni
hlíðinni. Það hefur til dæmis aldrei
verið hreinsað til fullnustu eftir
Golfskálann sem stóð efst á henni
og ekki hefur heldur verið lokið við
göngustíg, sem lagður var um hæð-
ina úr Suðurhlíðum. Sárin eftir hita-
veitustokkinn eru enn opin.
j