Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
43
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
ítffimR
FOLK
I ÞEGAR leið á síðari hálfleik í
leik U-21 árs landsliða íslands og
Frakklands í gær var tekið að
rökkva og þegar leiknum lauk var
orðið býsna dimmt. Leikurinn hófst
kl. 18.30 og leikurinn í dag hefst
á sama tíma en alls ekki er víst að
í dag verði jafn bjart yfir og í gær.
Fyrir ári síðan léku íslendingar
gegn Austur-Þjóðverjum og hófst
leikurinn kl. 18 og þótti standa
tæpt með birtu. Forráðamenn KSÍ
verða því að vonast eftir því að
heiðskýrt verði á morgun svo leik-
menn sjá til síðustu mínúturnar.
■ ÉRIC Cantona er nýlega kom-
inn inní franska landsliðið eftir
nokkurt hlé. Síðan hefur hann leik-
ið níu sinnum með landsliðinu og
gert átta mörk.
Island-Frakkland 0:1
KR-völlur, Evrópukeppni U-21 lands-
liða í knattspyrnu, þriðjudaginn 4. sept-
ember 1990.
Mark Frakklands: Mickael Debeve
(vsp. á 68.).
Gult spjald: N’Gotty (84.).
Lið ísiands: Ólafur Pétursson, Helgi
Björgvinsson, Jóhann Lapas, Þormóður
Egilsson, Kristján Halldórsson (Gunn-
laugur Einarsson vm. á 65.), Valgeir
Baldursson, Valdimar Kristófersson
(Ríkharður Daðason vm. á 80.), Stein-
ar Adolfsson, Steinar Guðgeirsson,
Ingólfur Ingólfsson, Haraldur Ingólfs-
son.
Lið Frakklands: Warmuz, Dangbeto,
Lizarazu, Theitis, Piton, N’Gotty,
Gava, Pabois, Bastere, Debeve, Prat
(Loko vm. á 65.).
Dómari: J. Mc. Cluskey tók stundum
of vægt á brotum, en dæmdi að öðru
leyti vel:
Línuverðir: K.J. Hope og R. McNab.
Áhorfendur: 218 greiddu aðgangseyri
en álíka margir voru með frímiða.
„Ánægður
með aðfá
eitt stig“
- segir Bruno Martini,
markvörður Frakka
Bruno Martini, markverði Frakka,
var hælt á hvert reipi eftir marka-
lausa jafnteflið gegn Pólveijum í París
á dögunum; varði þá nokkrum sinnum
frábærlega. Martini sagði við Morgun-
blaðið í gær að Frakkar gerðu sér
gpein fyrir því að íslenska liðið væri
sterkt, og enginn hætta á að þeir van-
mætu það. „Við vitum að í íslenska
liðinu eru mjög góðir leikmenn, sem
leika og hafa leikið sem atvinnumenn
erlendis — ég man til dæmis eftir ein-
um varnarmanna ykkar sem sem var
lengi erlendis en hefur nú snúið heima
á ný; fyrirliðanum. Við gerum okkur
grein fyrir því að lið ykkar er gott,“
sagði Martini.
Markvörðurinn hefur aldrei leikið
gegn íslensku liði fyrr; kom reyndar
hingað haustið 1986 með landsliðinu
en s_at á bekknum í 0:0 jafnteflinu.
„Ég er þess fullviss að leikurinn á
morgun [í dag] verður ekki auðveldur
fyrir okkur — geri mér reyndar grein
fyrir því að hann verður mjög erfið-
ur,“ sagði markvörðurinn og lagði
áherslu á mjög — því í íslenska liðinu
eru leikmenn sem gefa ekkert eftir,
eru skapmiklir, líkamtega sterkir og
stoltir yfir að koma fram fyrir hönd
þjóðar sinnar á aiþjóðavettvangi. Við
berum virðingu fyrir þeim, og eigum
von á mjög erfiðum andstæðingum."
Þetta verður fyrsti leikur ykkar í
keppninni. Er ekki mjög mikilvægt
fyrir ykkur að byija á sigri?
„Það er ailtaf mjög mikilvægt að
byija vel í stórmóti sem þessu, en það
borgar sig ekki fyrir mig að segja
neitt um það hvort við náum að sigra
hér. Ég yrði mjög ánægður með að
fá eitt stig úr þessum leik. Það yrði
góð byijun, því það hefur sýnt sig að
lið sem eru jafnvel þekktari en okkar
— tii dæmis lið Sovétríkjanna — hafa
orðið að sætta sig við að fara héðan
með eitt stig. Það yrði því einnig mjög
gott hjá okkur áð rtá reitt stig.“ :
Warmuz, markvörður Frakka, ver vítaspyrnuna frá Haraldi Ingólfssyni.
Morgunblaðið/Einar Falur
EM 21 árs landsliða og undankeppni ÓL:
Lánleysi!
Tilkynning frá
Frökkum
Morgunblaðinu barst í gær eft-
irfarandi tilkynning frá franska
knattspyrnusambandinu.
„Vegna þeirra sterku við-
bragða sem grein í frönsku
dagblaði hefur valdið á íslandi
vili opinber sendinefnd franska
knattspyrnusambandsins í
Reykjavík skýrt taka fram eft-
irfarandi:
Við, fararstjórar, aðstoðar-
menn og leikmenn — allir sem
einn — viljum leggja áherslu á
að það kæra viðmót sem við
höfum mætt hér endurspeglar
alla þá vinsemd og hlýju sem
við berum til íslensku þjóðar-
innar.
Fyrir liönd franska landsliðs-
ins,
Jean Sadoul
varaforseti franska knatt-
spyrnusambandsins.“ .
Hvað sögðu
þeir?
Haraldur Ingólfsson
„Ég beið lengi eftir flautunni og
var búinn að missa einbeitinguna
þegar ég skaut. Ég hitti boltann
illa og það var sárt að sjá á eftir
honurn," sagði Haraldur Ingólfsson,
en franski markvörðurinn varði
vítaspyrnu hans á 39. mínútu.
„Að öðru leyti var ég ánægður
með leikinn og liðið lék sem ein
heild. Við stóðum fyililega í þeim í
leiknum en vorum óheppnir.“
ÍSLENSKA landsliðið lék vel
gegn því franska á KR-vellinum
í gærkvöldi. Strákarnir börðust
allan tímann, léku skynsam-
lega og spiluðu sem sterk
heild. Þeir uppskáru samt ekki
laun erfiðisins, var refsað fyrir
mistök eins og gera má ráð
fyrir í Evrópukeppni og urðu
að sætta sig við 1:0 tap gegn
síst betra liði. Leikurinn var
jafnframt liður í undankeppni
Ólympíuleikanna í Barcelona
1992.
Frakkar byrjuðu með miklum
látum og greinilegt var að þeir
ætluðu að tryggja sér sigur á fyrstu
mínútunum. Þeir léku hratt, sköp-
■■■1 uðu sér þtjú ágætis
Steinþór marktækifæri og
Guðbjartsson spiluðu vörnina
skrifar mjög framarlega.
Þetta sló íslensku
strákana ekki út af laginu, heldur
óx þeim ásmegin og þeir gáfu vart
eftir, hvorki í vörn né sókn. „Þeir
spiluðu svo sannarlega vel,“ sagði
Marteinn Geirsson, þjálfari, við
Morgunblaðið. „Vörnin steig ekki
feilspor í fyrri hálfleik og miðjuspil-
ið var gott.“
Mistök
Orð að sönnu, en mistökin reynd-
ust dýrkeypt. Undir lok fyrri hálf-
leiks þyngdist sóknarleikur liðsins
og eftir skemmtilegt spil stakk Þor-
móður Egilsson sér inn í teiginn
með boltann. Honum var brugðið
og réttilega dæmd vítaspyrna, en
Haraldur Ingólfsson tók vítaspyrn-
una annars hugar, markvörðurinn
varði laust skot hans, Ingólfur Ing-
ólfsson náði boltanum, en Frakkar
björguðu á línu í horn.
„Þetta voru mistök,“ sagði Mar-
teinn. „Strákarnir fögnuðu Þor-
móði, þegar vítið var dæmt, en
hefðu átt að láta það ógert, þar til
búið var að taka spyrnuna. Harald-
ur fékk ekki að taka vítið strax og
í stað þess að stilla upp aftur, fór
hann af stað en var þá búinn að
missa einbeitninguna.“
Piltarnir héldu uppteknum hætti
eftir hlé, en um miðjan seinni hálf-
leik dundi ógæfan yfir á ný. íslend-
ingar hófu sókn, en mótherji komst
inn í sendingu á miðjunni frá Stein-
ari Adolfssyni, Frakkar brunuðu
upp, Bastere komst á auðan sjó, lék
á Ólaf Pétursson markvörð, sem
brá honum, vítaspyrna óumfiýjan-
leg og Debeve skoraði af öryggi.
„Þetta mátti ekki gerast,“ sagði
Marteinn. „Þeir gleymdu sér augna-
blik, einn maður sat eftir, sem hefði
ekki gerst, ef þeir hefðu haldið
boltanum lengur.“
Tækifæri
Valdimar Kristófersson fékk gott
tækifæri til að jafna metin skömmu
síðar eftir góða sendingu frá Stein-
ari Adolfssyni og á síðustu mínútu
skallaði Steinar rétt framhjá. Tæki-
færin voru til staðar, en lánið lék
við Frakka og lánleysið var Islend-
ingá. Engu að síður geta þeir borið
höfuðið hátt, því þeir léku vel allir
sem einn, en það verður ekki ávallt
á allt kosið. „Eg er sár yfir úrslitun-
um, en ánægður með leikinn," sagði
Marteinn Geirsson, þjálfari.
Steinar Adolfsson
„Við spiluðum mjög vel og áttum
að minnsta kosti jafn mikið í leikn-
um. Okkur gekk vel að halda bolt-
anum það hefur vantað,“ sagði
Steinar Adolfsson, fyrirliði íslenska
liðsins. „Ég bjóst við Frökkunum
sterkari en við vorum ákveðnir og
þessi leikur sýnir að við erum á
réttri leið.“
Ólafur Pétursson
„Ég elti boltann og reyndi að ná
í hann. Frakkinn var kominn fram-
hjá mér og skellti saman löppunum
til að láta líta út fyrir að þetta
hefði verið brot,“ sagði Ólafur Pét-
ursson, markvörður íslenska liðsins.
Dómarinn dæmdi vítaspyrnu á Ólaf,
eftir að Bastere féll í vítateignum
og úr vítaspyrnunni kom sigurmark
Frakka. „Það var ákaflega svekkj-
andi að fá á sig þetta víti en við
getum verið ánægðir með leikinn.
Eg átti von á sterkara liði frá
Frökkunum en við lékum vel og
mér líst vel á framhaldið,“ sagði
Ólafur.
„íslenska liðið er gott“
- segir Michel Platini, þjálfari franska landsliðsins
Michel Platini, þjálfari
Frakka, hefur varað menn
sína við því að vera of bjartsýna
fyrir viðureignina við Island í
kvöld, enda var það að heyra á
frönsku leikmönnunum í gær að
engin hætta væri á að þeir van-
mætu íslenska liðið.
„Ég tel íslenska liðið mjög gott.
Ég sá leikinn gegn Albaníu í vor,
og það er fjóst að þetta verður
erfitt fyrir okkur. Það þýðir ekki
fyrir menn að koma hingað og
leggja sig ekki fram. Lið koma
ekki til íslands og vinna eins og
ekkert sé. Leikir hér eru erfiðir
fyrir livaða þjóð sem er,“ sagði
Platini við Morgunblaðið í gær.
„Það skiptir mig miklu máli að
lið mitt spili vel og nái hagstæðum
úrslitum. Leikurinn er mjög mikil-
vægur; það er dýrmætt að byrja
vel í keppninni." Frakkar komust
hvorki í úrslitakeppni Evrópu-
keppninnar l V-Þýskalandi fyrir
tveimur árum né i úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins á Ítalíu í
sumar. Platini tók við liðinu í
undankeppni HM; þegar líkurnar
voru nánast engar á að komast
áfram. Hann sagði það því ekki
hafa verið svo sárt fyrir sig að
liðið væri ekki á Ítalíu — „en fyr-
ir leikmennina og franskan al-
menning var það virkilega slæmt
að liðið komst ekki þangað,“ sagði
Platini. Hann kvaðst reikna með
mikilli baráttu í riðli — en auk
Frakka og íslendinga eru í honum
Tékkar, Spánveijar og Albanir.
„Liðin geta öll átt möguleika á
að komast áfram — en ég vona
auðvitað að Frakkland verði efst
í riðlinum og fari í úrslitakeppn-
ina.“
„Verðurerfitt“
„Við skoðuðum leik íslendinga
og Albana á myndbandi í morgun
og á því sýnist mér að leikurinn
hér geti orðið mjög erfíður,“ sagði
Frank Sauzee, miðvörður frá
Mónakó, um leikinn í kvöld. „Það
er ljóst að við verðum að leggja
okkur alia fram. Það er mikilvægt
að byrja vel í fyrsta leik,“ sagði
miðvörðurinn.
Michel Platini.