Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 13 AR LÆSIS w) Svona gerum við eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Við íslendingar höfum löngum stært okkur af því að vera mikil bókmenntaþjóð og ef til vill eru til tölfræðilegar rannsóknir sem sýna að svo sé en það vita þeir sem vilja vita að þetta er dekur við fortíðina og stenst ekki í dag. Bóklestur á undir högg að sækja og því samfara ólæsi. En hvað veldur? Læra börnin ekki að lesa í skólunum? Að sjálfsögðu læra þau að lesa og flest þeirra eru læs en ekki öll. Þeim fjölgar sífellt sem eiga í erfiðleikum með lestur og það kemur niður á öllu námi svo og félagslegri hegðun. En hvað veldur? Ég held það væri þarft, áður en við skellum skuldinni á ein- hvern einn, að hvert og eitt okkar líti í eigin barm og kanni hversu vel bókinni hefur verið haldið að bömum og unglingum. Þá tel ég að komi í ljós að á tímum hraða og fjölmiðlafárs hefur hún gleymst. Foreldrar margir hvgrjir komast að því að þeir hafa van- rækt bókina, þeir hafa ekki haft tíma til að lesa fyrir börnin og þau þar af leiðandi aldrei kynnst bókinni sem slíkri. Ekki tekur betra við þegar kemur að skólan- um því þar er bókin tæki kennsiu en ekki ánægju. Nú finnst sjálf- sagt mörgum að illa sé vegið að heimilum og skólum og kann svo að vera en engu að síður held ég að í þessu felist sannleikskorn. Við móðurmálskennarar erum þeir sem ábyrgðin hvílir á í skólan- um. Þráttt fyrir að móðurmálið hafi litla sem enga sérstöðu innan skólakerfisins (er samt sem áður þjónustugrein allra annarra náms- greina), eru gerðar síauknar kröf- ur án þess að tímum fjölgi. En hvernig hefur til tekist? Misjafn- lega einsog í öllu öðru geri ég ráð fyrir. En einhvern veginn læðist að mér sá grunur að við höfum fallið í þá gryfju að krefjast þess að nemendur geti greint og út- skýrt allt milli himins og jarðar úr þeim bókum og textum sem við höfum fýrir þá lagt en ekki að þeir njóti góðra bóka eða sagna. Og skiptir þá engu hvort nemandi er í grunn- eða fram- haldsskóla, forskriftin er alltaf sú sama. Ekki má túlka orð mín svo að hverfa éigi alfarið frá því sem verið hefur heldur leita leiða til úrbóta. Lestur, framsögn og ritun eru þeir þættir sem freklega hafa orðið útundan og þarf á einhvern hátt að auka þeirra vægi innan greinarinnar. Mér hefur dottið í hug að leggja ofuráherslu á fram- sögn, lestur og ritun í 5., .6. og 7. bekk en láta málfræðigreiningu Ragnheiður Ríkharðsdóttir liggja á milli hluta. Svokallaður fijáls lestur yrði aukinn til muna og þá væru það nemendur sem veldu bækurnar en ekki kennarar sem hafa oftast þá tilhneigingu að velja það sem þeir kalla góðar bókmenntir en eru hinsvegar í litlum eða engum tengslum við reynsluheim nem- enda og þroska. Engu að síður yrði kennarinn að fylgja því eftir að nemandi læsi þá bók sem hann veldi og mætti gera það með munnlegri frásögn. Nemendur gætu líka lesið greinar, frásagnir, smásögur, þjóðsögur og ljóð og unnið síðan með þessa texta jafnt munnlega sem skriflega. En hvað á ritun skylt við læsi/ólæsi kynni einhver að spyrja. Ég tel læsi ekki aðeins vera fólgið í því að nemandi skilji textann og geti endursagt, þ.e.a.s. geti jafnframt orðað hugsun sína og svarað ýmsum efnisspuming- um. Þess vegna eru lestur og rit- un nátengd að mínu mati. Skólinn getur ekki hafnað þeirri staðreynd að ólæsi færist í vöxt, hann verður að bregðast við því. Engin ein lausn er í sjónmáli en hitt er alveg ljóst að bóklestur verður að efla ef ekki á ill.a að fara. Falleg orð á tyllidögum duga hér skammt. Hins vegar gæti það reynst vænlegt til árangurs að fjölga móðurmálstímum a.m.k. í grunnskólum þessa lands og gera þar með tilraun til að efla áhuga íslenskra bama og unglinga á bókinni. Þá gætum við hugsan- lega í fyllingu tímans kallast bók- menntaþjóð á ný. Höfundur er kennari. CAPUT _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Nýi músíkhópurinn hefur skipt um nafn og nefnir sig Cap- ut, sem líklega er sótt í latínu og þýðir höfuð á íslensku. Sé sú merking höfð í huga, má segja að nafngift þessi lýsi nokkru yfirlæti án þess að frekar sé far- ið út í þá sálma hér. Samtök þessi hyggja á ferna tónleika í september og voru þeir fyrstu haldnir í litla sal Borgarleikhúss- ins sl. laugardag. Á efnisskránni voru eingöngu verk eftir Finn Torfa Stefánsson en hann lauk nýlega prófi í tónsmíðum frá Kaliforníuháskóla og voru öll verkin nema eitt samin sem skólaverkefni. Viðfangsefnin voru „Verk fyr- ir sex blásturshljóðfæri", fimm samtengd sönglög við „The Ty- ger“ (eða Tiger), ljóð eftir Will- iam Blake, Strengjakvartett og „Bagatella for Da Capo En- semble“. Þessi verk voru öll sam- in undir leiðsögn kennara og unnin samkvæmt þeim aká- demísku kenningum sem gilda um nútíma vinnuaðferðir í tón- list. Siðasta verkið, Kammerkon- sert, sem samið er á þessu ári, er frumraun Finns Torfa sem tónskálds. Auðheyrt er að kennslan hefur verið markviss og logð áhersla á lagræn vinnubrögð, „kontra- puntíska" samskipan radda, kunnáttu í meðferð flestra hljóð- færa sinfóníuhljómsveitar og gerð sönglaga með píanóundir- leik. Allt voru þetta vel unnin verkefni en í síðasta verkinu, Kammerkonsert, var eins og höfundurinn skynjaði frelsið, því merkja mátti að honum var mik- ið niðri fyrir og bar þar margt skemmtilegt fyrir eyru. Guðni Franzson (klarinett) og Bijánn Ingason (fagott) áttu þar nokkr- ar einleiksstrófur og kadensur, sem voru eins og glaðlegt frelsis- hróp í annars akademísku verki. Skólaverk eru góður mæli- kvarði á leiðsögn kennara og getu námsmanns til að tileinka sér ýmsa kunnáttuþætti en það er ekki fyrr en að námi loknu, að hann fær tækifæri til að gera eitt og annað af sér og alls kon- ar tilraunir, sem góður kennari með klókindum forðar nemanda sinum frá að gera. Akademían kennir það sem sannað hefur verið en skáldin snúa upp á nef „frú Akademíu" og það mátti heyra í vel útfærðri kadensu í Finnur Torfi Stefánsson Kammerkonsertinum sem Guðni Franzson lék frábærlega vel. Kammerkonsertinn, Kvartett- inn og blásaraseptettinn voru leiknir undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Stjóm hans var dauf og hlutlaus og sama má segja um flutninginn í heild, sem má vera að sé vegna ókunn- ugleika ungu flytjendanna á tón- list Finns Torfa. Með þessum tónleikum hefur Finnur Torfi Stefánsson haslað sér völl sem alvarlegt tónskáld og hvað svo sem spá má um framtíðina er víst að hann hefur tileinkað sér vönduð vinnubrögð, sem eiga eftir að duga honum dijúglega til skáldskapariðkana á komandi árum. ELECTROLUX-EUROCLEAN óskar eftir umboðsmanni Óskum eftir umboðsmanni á íslandi til að taka að sér mark- aðssetningu og sölu á hreinsibúnaði frá Electrolux-Euro- clean. Um er að ræða m.a. háþrýstivélar og hreinsiefni. Við leitum að aðila, sem þekkir vel til í íslenskum landbún- aði og öðrum framleiðslugreinum, þar sem slíkur búnaður kemur að notum. Nánari upplýsingar veita: □ ] Electrolux □ Euroclean Magnus Jensen forstjóri eða Thorbjörn Jespersen sölustjóri. Electrolux-Euroclean A/S Sandstueveien 70,0680 Oslo 6, Noregi. Sími: 02-749900. Símbréf: 02/740010. Hvemig 1 milljón wirðað 4,5 milljónum. Sá sem keypti KJARABRÉF fyrir 5 árum fyrir eina milljón króna á nú tæpar 4,5 milljónir. Á verðlagi dagsins í dag hefur hann fengið tæplega 2.100.000 kr. ívaxtatekjuraukverðbóta! Með öðrum orðum, raungildið hefur nær tvöfaldast á þessum tíma! KJARABRÉF-19% ársávöxtun. * KJARABRÉF - 8,1% raunávöxtun. * KJARABRÉF- 5 ára örugg reynsla. * Miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTl 28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100 *;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.