Morgunblaðið - 05.09.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
3
Almennu námskeiðin standa yfir í 12 vikur,
tvisvar í viku, tvær kennslustundir í senn. Eru því alls 48 kennslustundir
í hverju námskeiði en það teljum við vera lágmarkstíma svo nemendum nýtist kennslan.
Flest námskeiðin eru á kvöldin, yfirleitt á mánudögum og miðvikudögum eða á
þriðjudögum og fimmtudögum, annaðhvort kl. 19:10-20:40 eða kl. 20:50-22:20.
Einnig er fyrirhugað að bjóða dagtíma, a.m.k. í ensku fyrir byrjendur
og jafnvel í fleiri málum, ef eftirspurn er næg.
Hægt er að velja um mismunandi
þyngdarflokka í hverju tungumáli þannig
að flestir ættu að geta hafið nám á því stigi sem
hæfir.
Almenn námskeið eru fyrirhuguð í: Ensku,
þýsku, íslensku, frönsku, spænsku,
ítölsku og norðurlandamálunum.
Ennfremur eru fyrirhuguð námskeið í meira
framandi tungumálum, eins og: Japönsku,
rússnesku, hollensku, grísku, portú-
gölsku og kínversku.
Styttri námskeið
1. október og 5. nóvember hefjast svo 4 vikna
(24 kennslustunda) hraðnámskeið þar sem
mætt er þrisvar í viku, tvær kennslustundir í
senn. Þessi námskeið verða haldin í íslensku
fyrir útlendinga, en einnig sérstök samræðu-
námskeið í ensku og þýsku og mun hluti
kennslustunda fara fram á krá.
Verslunar-enskunámskeið
fyrir þá sem hafa fremur litla kunnáttu í ensku,
en ætla í verslunarferð til útlanda fyrir jólin og
miðast orðaforðinn við það. Námskeiðið er 4
vikur, þrisvar í viku, tvær kennslustundir í senn.
Barnaenska
Fyrir yngri kynslóðina verðum við með létt og
skemmtileg enskunámskeið með tónlist, leikjum
og ýmsum uppátækjum við hæfi hvers aldurs-
hóps. Námskeiðin eru 1 sinni í viku í tvo tíma í
senn (alls 24 kennslustundir). Þátttakendum er
skipt niður eftir aldri og kunnáttu.
Við bjóðum einnig upp á viðskiptaensku,
sérstakt kynningarnámskeið í hebresku og
'svo English through Drama enskukennsla
með leiklist, sem er nýjung á (slandi.
HVERNIG VÆRI AÐ DRÍFA SIG NÚNA?
SKRÁNING OG ALLAR NÁNARI
UPPLÝSINGAR
í SÍMA 621066 OG 10004.
(1*
Málaskólinn
Mímir
Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands