Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Eystrasaltsríkin
og Kúvæt
Forystumenn Eystrasalts-
ríkjanna hafa með stuðn-
ingi þjóða sinna tekið óhaggan-
lega ákvörðun um að kasta af
ríkjum sínum hinum sovésku
hlekkjum. Þetta hefur enn ver-
ið staðfest í samtölum sem
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur átt
við ráðamenn í Eistlandi og
sagt var frá hér í blaðinu í
gær. í tilefni af ummælum
Þorsteins ítrekar Morgunblaðið
þá skoðun, að íslensk stjórn-
völd eigi að taka af skarið og
viðurkenna sjálfstæði Eystra-
saltsríkjanna í samræmi við
ákvarðanir stjórnvalda í þeim.
Augu heims beinast nú að
örlögum smáríkisins Kúvæts
sem hefur verið innlimað með
hervaldi í óbilgjarnt nágranna-
ríki. Á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna hafa ríki heims sam-
einast í fordæmingu á yfir-
gangi íraka og tekið höndum
saman um að endurheimta
sjálfstæði Kúvæts.
Forystumenn Eystrasalts-
ríkjanna vilja að litið sé á örlög
þjóða sinna í ljósi hernámsins
í Kúvæt. Þeir segja, að Sovét-
menn hafi hertekið Eistland,
Lettland og Litháen fyrir 50
árum eftir að hafa gert glæp-
samlegan samning við Hitler
og í skjóli stríðsástands í Evr-
ópu. Síðan hafi þessi þrjú sjálf-
stæðu ríki, sem áttu aðild að
Þjóðabandalaginu, verið inn-
limuð í Sovétríkin. Vestræn
lýðræðisríki hafi þó aldrei við-
urkennt þann gjörning. Sovét-
stjómin hafi síðan staðfastlega
neitað að fallast á kröfur íbúa
landanna þriggja um að hún
hætti hinu ólögmæta hernámi.
Hún hafi neitað að viðurkenna
hernaðarárás sína á sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna.
Þegar bent er á hve margt
er líkt með örlögum Kúvæta
nú og Eystrasaltsþjóðanna fyr-
ir hálfri öld magnast aðeins
reiðin yfir því, að ráðamenn í
Moskvu skuli ekki vilja verða
við réttmætum sjálfstæðiskröf-
um þjóðanna. Jafnframt verður
skýrari tvískinnungurinn í af-
stöðu margra öflugra ríkja,
sem segjast styðja málstað
þjóðanna þriggja en vilja ekki
gera það með því að viður-
kenna sjálfstæði þeirra. Gildi
röksemdarinnar um að með því
séu þær að halda verndarhendi
yfir iNjikhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseta minnkar jafnt og þétt
eftir því sem fjarar undan for-
setanum heima fyrir. Öll sov-
ésku lýðveldin hafa nú með
einum eða öðrum hætti risið
upp gegn miðstjórnarvaldinu í
Moskvu og Boris Jeltsín, for-
seti Rússlands, sýnist nú vera
að taka forystuna um mótun
efnahagsstefnunnar. Hann
hefur einnig lýst skilningi á
kröfum Eystrasaltsríkjanna
um sjálfstæði.
Hin markvissa og samhenta
andstaða þjóða heims gegn
innlimun Kúvæts í írak yrði
trúverðugri ef Eystrasaltsríkj-
unum væri veittur meiri stuðn-
ingur í verki með viðurkenn-
ingu á sjálfstæði þeirra.
Misheppn-
uð stöng
Um helgina dvaldist hér
fastafloti Atlantshafs-
bandalagsins. Hann kom hing-
að fyrst 1968 og urðu þá tölu-
verð átök vegna mótmæla her-
stöðvaandstæðinga. Flotinn
hefur komið oftar síðan og allt-
af hafa mótmælin gegn honum
orðið máttlausari og minnst
núna. Herstöðvaandstæðingar
hafa þó verið að burðast við
að reisa flotanum níðstöng og
á sínum tíma var það gert til
að mótmæla byggingu Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga. Má draga þá ályktun,
að gripið sé til þessa fornlega
og heiðna úrræðis þegar menn
treysta sér ekki lengur til að
beijast fyrir málstað sínum
með rökum? Eða þegar upp-
dráttarsýki hefur náð tökum á
félagsskap þeirra?
Hver sem svörin eru við
þessum spurningum, er það
ekki til að styrkja málstað há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna að velja þann kost í
launabaráttu sinni að reisa
stöng með þorskhaus fyrir
framan stjórnarráðshúsið og
fara með bölbænir yfir ráða-
mönnum þjóðarinnar. Þessi
aðferð spillir fyrir málstað
þeirra sem nota hana. I
nútímaþjóðfélagi eru allt aðrar
leiðir færar en fyrr á öldum til
að gæta réttar síns. Vilja full-
trúar vísinda og mennta í ríkis-
kerfinu innleiða galdratrú að
Höfum fylgst með ára-
tuga frelsisbaráttu ykkar
- sagði Þorsteinn Pálsson í ávarpi sínu við setningu litháíska þingsins
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti eftirfarandi
ávarp við setningu Æðsta ráðsins, þings Litháens, í Vilnius í gær.
Auk þingmanna og ríkisstjórnar var Vytautas Landsbergis, forseti
Litháens, viðstaddur setninguna. Avarp Þorsteins fer hér á eftir.
Herra forseti, virðulegu fulltrúar í
Æðsta ráði Litháens!
Mér er það mikill heiður að vera
boðið að ávarpa Æðsta ráð Lithá-
ens á þessum sögulegum tímum í
miðri sjálfstæðisbaráttu ykkar.
Þjóð mín, íslenska þjóðin, hefur
um áratuga skeið fylgst með bar-
áttu ykkar fyrir sjálfstæði og frelsi
og hefur aldrei viðurkennt innli-
mun Eystrasaltsþjóðanna í Sov-
étríkin.
Þróunin í Eystrasaltslöndunum
sl. eitt og hálft ár hefur aukið
vonir manna um allan heim um
að Eystrasaltsþjóðirnar munu í
framtíðinni njóta frelsis og sjálf-
stæðis. Mér eru vel kunnir þeir
miklu erfiðleikar og þær flóknu
aðstæður sem ríkja í samskiptum
Eystrasaltsþjóðanna við Sovétrík-
in. Ég hlýt að lýsa aðdáun minni
á því hversu frábærlega vel þið
hafið kynnt málstað ykkar og fylgt
baráttu ykkar eftir. Það er hafið
yfir allan vafa að sterk og mark-
viss forysta forseta ykkar og ríkis-
stjómar og þings hefur aflað ykkur
virðingar og stuðnings um alla
heim.
ísland er ein af smæstu þjóðum
heims, en þingleg hefð okkar nær
meira en þúsund ár aftur í tímann.
Hugsjónir okkar eru því helgaðar
frelsi, lýðræði og sjálfsákvörðunar-
rétti allra þjóða.
En hvað getur ísland gert til
þess að styðja sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsþjóðanna? Sem þátttak-
andi í Atlandshafsbandalaginu
getum við látið rödd okkar heyrast
þar til stuðnings sjálfstæðiskröfum
Eystrasaltsþjóðanna. Hið sama
getum við og munum gera í Norð-
urlandaráði og ég mun leggja til
að Eystrasaltsþjóðirnar fái stöðu
áheyrnarfulltrúa á þingi Norður-
landaráðs. Á Alþingi lagði flokkur
minn þegar í fyrra til að ísland
viðurkenndi fullveldi Litháens. Ég
mun þegar Alþingi kemur saman
á nýjan ieik í október nk. endur-
flytja þá tillögu með þeim breyting-
um að viðurkenningin nái til allra
Eystrasaltslandanna. _ Ég mun
einnig hvetja Alþingi íslendinga til
að taka upp formleg samskipti við
þing Eystrasaltsríkjanna.
Herra forseti! Heimsókn mín til
Litháens og Eistlands hefur verið
mjög lærdómsrík. Við höfum hitt
fólk sem hefur af mikilli sannfær-
ingu barist fyrir lýðræði og sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóða sinna. Við
viljum öll lifa í veröld þar se'm
frelsi og lífsöryggi ríkir. Sú ósk
mun aðeins ná að rætast ef veröld-
in verður byggð fijálsum þjóðum
Þorsteinn Pálsson.
í fijálsum löndum hvort sem er að
ræða stór eða lítil ríki.
Það er mín von að Eystrasalts-
þjóðirnar muni sem fyrst njóta
þeirrar gæfu að komast í hóp
fijálsra og fullvalda ríkja.“
Frumvarp um stjórn Húsnæðisstofnunar:
Miðar að því að stofn-
unin verði lögð niður
* *
- segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að
sér sýnist að hugmyndir félagsmálaráðherra um breytingar á lögum
um Húsnæðisstjórn miði að því að leggja hana niður og gera að deild
í félagsmálaráðuneytinu. Alþýðusambandið skipar tvo fulltrúa í sljórn
Húsnæðisstofnunar og Vinnuveitendasamband íslands einn, en sam-
tals eru tíu í stjórninni.
„Mér sýnist á ýmsu að þetta sé
aðgerð sem muni sigla húsnæðis-
málunum í enn frekari vandræði.
Það er greinilega meginmmarkmið-
ið með þessari breytingu að henda
út fulltrúum verkalýðshreyfingar-
innar og draga úr sjálfstæði stofn-
unarinnar, þannig að völd ráðherra
yfir henni verði meiri heldur en er
í dag,“ sagði Ásmundur.
Hann sagðist ekki hafa fengið
frumvarpið í hendur og því ekki
geta tjáð sig um það að öðru leyti.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagðist ekki
geta tjáð sig um málið fyrr en hann
hefði fengið frumvarpið í hendur
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Morgunblaðið/KGA
Á föstudaginn var vígður í Hafnarfirði nýr grunnskóli, Hvaleyrarskóli. Tveir nemendur skólans,
Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ólafur Hilmarsson, klipptu á borða við athöfnina, en þau tóku fyrstu
skóflustunguna að byggingunni
Nýr skóli vígður á Hvaleyrarholti
NÝR skóli, Hvaleyrarskóli, var
vígður í Hafnarfirði á föstudag-
inn. Skólinn mun hýsa 1. til 10.
bekk grunnskóla en í vetur
verða þar um 140 nemendur á
aldrinum 6 til 10 ára.
Fyrirhugað er, að Hvaleyrar-
skóli verði alls 3.357 fermetrar
að flatarmáli og er fyrsti áfangi
byggingarinnar 1.267 fermetrar.
Nú í haust verða teknir í notkun
707 fermetrar, en næsta haust
verður allur fyrsti áfangi kominn
í notkun.
Skólinn á að hýsa alla bekki
grunnskóla, 1. til 10. bekk, og
verða tvær bekkjardeildir í hverj-
um árgangi. Nú í vetur verða um
140 nemendur á aldrinum 6 til
10 ára í skólanum. Tíu kennarar
starfa þar í vetur, auk skóla-
stjóra, Helgu Friðfinnsdóttur, og
sex annarra starfsmanna.
Þórður Skúlason ráð
inn franikvæmdastj on
STJÓRN Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að ráða
Þórð Skúlason, sveitarstjóra á Hvammstanga og varaþingmann Al-
þýðubandalagsjns í Norðurlandskjördæmi vestra, framkvæmdasljóra
sambandsins. Á fundi stjórnarinnar í gær var ráðning Þórðar sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Umsóknarfrestur um stöðu fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra
sveitarfélaga rann út 26. júlí og
barst 21 umsókn. Sigurgeir Sig-
urðsson, formaður sambandsins
segir að frá þeim tíma hafi stjórnin
leitað að niðurstöðu varðandi ráðn-
ingu í stöðuna. „Við töldum mikil-
vægt að fínna hæfan mann og jafn-
framt að ná samkomulagi um ráðn-
ingu hans. Ég tel að allir umsækj-
endur hafi verið fyllilega hæfir, en
samkomulag náðist ekki fyrr en
nú.“
Að sögn Sigurgeirs er gert ráð
fyrir að Þórður Skúlason taki við
stöðu framkvæmdastjóra í nóvem-
ber næstkomandi. Framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga er jafnframt framkvæmda-
stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga og
Bjargráðasjóðs.
Fjárlagagerð fyrir næsta ár:
Hef ekki lagt til aukna skattheimtu
segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
„ÉG HEF ekki lagt fram tillögur um að hlutfall ríkisins hækkaði
frá þessu ári,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra,
aðspurður um hvort skattheimta ríkisins ykist við fjárlagagerð
næsta árs. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði nýlega í við-
tali við Alþýðublaðið að hér vanti 6-9 milljarða ki’óna viðbótarskatt-
heimtu til að ná sambærilegu skattstigi eins og í nágrannalöndum.
Svavar sagði meðal annars í viðtalinu: „Það er augljóst mál að það
verður að bæta við sköttum."
„Ég hef ekki lagt fram neinar
tillögur um skattahækkanir við
þessa fjárlagagerð,“ sagði Ólafur.
Svavar sagði í framangreindu við-
tali meðal annars, að talað hafi
verið um að taka upp hátekjuþrep
á tekjuskatt og skatt á íjármagns-
tekjur.
Ölafur sagði að fjárlagagerðinni
miðaði þqkkalega, qn kyaðst vilja
að öðru leyti fylgja þeirri reglu að
ræða fjárlögin ekki fyrr en gerð
þeirra væri lokið. „Það geta auðvit-
að alltaf orðið innbyrðis breytingar
í tegundum skatta, en ég hef ekki
lagt fram tillögur um að skatthlut-
fall myndi hækka frá ári til árs,“
sagði fjármálaráðherra.
„Það sem ég held að Svavar
hafi verið að víkja þarna að er sú
staðreynd, að tekjur ríkisins hér á
íslandi af sköttum eru miklu minni
heldur en í sambærilegum velferð-
arþjóðfélögum og ég hef óskað
eftir því, að OECD framkvæmdi
útreikninga á því, hvert skattahlut-
fallið væri hér á íslandi samanbo-
rið við það sem væri í öðrum lönd-
um og niðurstaða þeirra útreikn-
inga er nú væntanleg. Ef maður
skoðar þann mun sem er á skatta-
hlutfallinu á Norðurlöndum og því
sem er hér á íslandi, þá þyrftu
skattarnir á íslandi að vera 30
milljörðum hærri heldur en þeir eru
í dag,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
T
Seiðaleiðangur Hafrannsóknastofnunar:
Engin loðna fínnst í
veiðaiilegii ástandi
Tvö rannsóknaskip fara í loðnuleiðangur í októberbyijun
ENGIN LOÐNA í veiðanlegu
ástandi fannst í seiðaleiðangri
rannsóknaskipanna Bjarna Sæ-
mundssonar og Árna Friðriks-
sonar, sem nú er nýlokið, að
sögn Sveins Sveinbjörnssonar
leiðangurssljóra. „I þessum leið-
angri var farið yfír á græn-
lenska landgrunnið, að Austur-
Grænlandi og djúpt út af Vest-
fjörðum, Norðurlandi, Norð-
austurlandi og Austfjörðum,"
segir Sveinn. Hann segir að nið-
urstöður úr seiðaleiðangrinum
liggi ekki fyrir fyrr en í síðari
hluta næstu viku. „Þorsk-
árgangar hafa brugðist núna
íjögur ár í röð og því skiptir
miklu máli að fá góða árganga
inn í stofninn,“ segir Sveinn.
Út af Norðurlandi er yfírborðs-
hiti sjávar mjög hár niður á 25
metra dýpi og það getur haft áhrif
á torfumyndun og útbreiðslu loðn-
unnar, að sögn Sveins Sveinbjörns-
sonar. Hann fullyrðir að yfirborðs-
hitinn sé mun hærri en í ágúst í
fyrra. „Loðnan þjappar sér síður
saman þegar yfirborðshitinn er
hár. Við urðum varir við loðnu í
þessum seiðaleiðangri en uppistað-
an af henni var eins árs gömul
loðna, sem var svolítið blönduð
tveggja ára loðnu. Við fundum hins
vegar mjög lítið af þessari loðnu
og engar torfumyndanir hjá
henni,“ segir Sveinn.
Hann upplýsir að það hafí verið
upp og ofan hvað fundist hefur af
loðnu í veiðanlegu ástandi í seiða-
leiðöngrunum. „Stundum höfum
við fundið svolitið af loðnu en yfir-
leitt ekki mikið. Vegna loðnunnar
teygðum við hins vegar leitarsvæð-
ið töluvert lengra út núna en við
erum vanir.“
Sveinn segir að Árni Friðriksson
fari í loðnuleiðangur í byijun októ-
ber næstkomandi og komi aftur
Viðræðurnar áttu sér stað í
síðustu viku en Mellick var í fylgd-
arliði Mitterands Frakklandsfor-
seta. Árni Kolbeinsson sagði við
Morgunblaðið, að samningar af
þessu tagi myndu væntanlega vera
í höndum Evrópubandalagsins en
ekki einstakra aðildarþjóða þess,
og í viðræðunum við franska sjáv-
arútvegsráðherrann og embættis-
menn hans, hefði verið ítrekuð sú
afstaða íslendinga, að ekki beri
úr leiðangrinum 10. nóvember.
Bjarni Sæmundsson fari aftur á
móti í loðnuleiðangurinn í nóvemb-
erbyijun og verði út mánuðinn i
leiðangrinum.
„I loðnuleiðangrinum verður
farið í Grænlandssundið, djúpt út
af Norðurlandi og sjálfsagt norður
með Austur-Grænlandi, eins og
hægt er. Ef búið verður að finna
loðnuna takmarkar það leitarsvæði
okkar töluvert. Loðnan er oft ekki
komin norðan frá sumarstöðvum
sínum í október, að minnsta kosti
ekki öll, og því var farið í síðasta
loðnuleiðangur .í nóvember. Þá var
hafísinn til trafala og hann eyði-
lagði mjög mikið fyrir okkur í sam-
bandi við loðnuleitina," segir
Sveinn.
að blanda saman aðgangi að mork-
uðum EB við aðgang að auðlind-
um.
Árni sagði að megininnihald við-
ræðnanna við Frakkana hefði verið
að kynna þeim sjónarmið og sér-
stöðu íslendinga. Rætt hefði verið
almennt um tengsl aðgangs að
markaði og fiskimiðum, og Frakk-
arnir hefðu sýnt sérstakan áhuga
á fiskitegundum, sem þeir teldu
Islendinga ekki fullnýta.
Frakkar vilja veiða
langhala við Island
Sjávarútvegsráðherra Frakklands, Jacgues Mellick, orðaði í við-
ræðum við Árna Kolbeinsson ráðuneytisstjóra, að Frakkar fengju
að veiða vannýttar djúpsjávarfískitegundir, svo sem langhala, innan
íslensku landhelginnar. I staðinn myndu Frakkar meðal annars
styðja aðgang íslendinga að mörkuðum Evrópubandalagsins.
Bílaleigur erlendis:
Ekki tekið við þjónustu-
beiðnum frá Arnarflugi
Ferðalöngum verður endurgreitt, segir fulltrúi félagsins
NOKKUR dæmi eru þess, sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, að þjónustubeiðnir út-
gefnar af Arnarflugi hafi ekki
verið teknar gildar af bílaleig-
um erlendis, og íslenzkir ferða-
menn hafi því þurft að tvígreiða
þjónustu bílaleiganna. Óli Ty-
nes, markaðsfulltrúi hjá Arnar-
flugi, segir að félagið muni end-
urgreiða þeim, sem í hlut eiga,
gjaldið fyrir bílaleiguna.
Flest flugfélög sjá um að bóka
hótel, bílaleigubíla, báta og annað
aukreitis fyrir farþega sína og er
þá aukaþjónustan greidd flugfé-
laginu, en viðskiptavinurinn fær
þjónustubeiðni, sem hann framvís-
ar hjá hinum erlendu þjónustufyr-
irtækjum. Flugfélagið sér svo um
að greiða þjónustuna fyrir farþeg-
ana.
Óli Tynes segir að Arnarflug
hafi sent erlendum viðskiptaaðilum
sínum skeyti um að félagið væri
hætt flugi til 1. nóvember, og
menn séu því að baktryggja sig
með því að taka ekki við þjónustu-
beiðnunum. Væntanlega treysta
erlendu fyrirtækin því ekki að fá
greiðsluna frá Arnarflugi.
Óli segist vita af nokkrum tilfell-
um síðustu daga þar sem fólk, sem
hafi verið að skila bílum, hafi þurft
að greiða bílaleigunni sjálfri fyrir
þá. I öllum þessum tilvikum hafí
fólkið verið búið að greiða bíla-
leigubílana hér heima með
greiðslukorti, og verði sú upphæð
ekki dregin af greiðslukortareikn-
ingum viðkomandi.
Pressan:
Jón Daníelsson
ráðinn verksljóri
’Z*
JÓN Daníelsson var í gær, þriðjudag, ráðinn verkstjóri yfir blaða-
mönnum Pressunnar til næstu mánaðamóta, þegar nýir ritstjórar,
Gunnar Smári Egilsson og Kristján Þorvaldsson, taka við blaðinu,
að sögn Stefáns Friðfinnssonar, stjórnarformanns Blaðs hf., sem
gefur út Pressuna og Alþýðublaðið.
Ritstjórum og blaðamönnum
Pressunnar var sagt upp störfum
síðastliðinn föstudag.
Stefán Friðfinnsson segir að
skýrast muni um miðja næstu viku
hvort blaðamenn á Pressunni verði
endurráðnir en ritstjórar Pressunn-
ar voru leystir frá störfum að eig-
in ósk á mánudag. „Nýju ritstjór-
arnir hafa rætt við blaðamennina
um það hvort þeir geti hugsað sér
að vinna með þeim,“ segir Stefán.