Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 37 BRASILIA Allt verður að gulli í höndum Xuxu Einar Kárason formaður Rithöfundasambands íslands heilsar þingmönnum í Norræna húsinu á dögunum. BÆKUR Gleðistund bókamanna Eins og fram hefur komið, var virðisaukaskattur felldur af bókum á íslensku um síðustu mán- aðamót og segja forráðamenn Bókasambands íslands, að alþingis- menn og ríkisstjórn hafi með ákvörðuninni staðfest að það sam- ræmist ekki menningarstefnu þjóð- arinnar að skattleggja bókmenntir og bóklestur eins og gert hefur verið um áratuga skeið. Fögnuður rithöfunda og útgef- enda var að vonum mikil við þessi tíðindi og í tilefni af þeim var efnt til gleðistundar í Norræna húsinu á föstudagskvöidið. Hátindi var náð á miðnætti með mikilli flugeldasýn- ingu. Það eru margir sem hafa hag af því að virðisaukaskatturinn er niðurfelldur af bókunum. Bókasam- band íslands skipa á þriðja þúsund einstaklingar og fyrirtæki um allt land sem tengjast bókmenntasköp- un, útgáfu, vinnslu og dreifingu bóka hér á landi. Aðildarfélögin eru Bókavarðafélag Islands, Félag bók- argerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Félag íslenska prent- iðnaðarins, Hagþenkir, Félag höf- unda fræðirita og námsgagna, Rit- höfundasamband íslands og Sam- tök gagnrýnenda. Formaður Bóka- sambandsins er Óiafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku-Helgafelli. Vinsælasta poppstjarnan í Bras- ilíu og jafnvel Suður-Ameríku allri er aldeilis ekki Madonna eða einhver af því sauðahúsi, heldur 27 ára gömul brasilísk stúlka að nafni Xuxa. Brasilíumenn eru yfirleitt heldur dökkir jrfirlitum og dökk- Fyrirmyndin Xuxa. hærðir, en Xuxa er með norrænt yfirbragð, ljóshærð, bláeyg og há- vaxin. Stúlkurnar fjórar sem syngja bakraddirnar eru allar úr sama mótinu og saman á sviði fella þær alla karla, fjölda kvenna og vel flest börnin sem byijuð eru að hlusta á popp á annað borð, en þriðjungur Brasilíumanna er 14 ára eða yngri. Það er nokk sama hvað Xuxa tekur sér fyrir hendur, allt verður að gulli. Hljómplötur hennar hafa selst í yfir 13 milljónum eintaka og barnaþáttur hennar í brasilíska ríkissjónvarpinu er í hópi vinsælasta efnisins og horfa full- orðnir á þáttinn jafnt sem börn. Þá hefur hún leikið í sjö inn- lendum kvikmyndum og hver um sig hefur dregið að yfir 3 millj- ónir áhorfenda. Vöru- framleiðendur hafa áttað sig á auglýs- ingagildi Xuxu og alls bera 50 tegundir barnavöru nafn henn- ar. Hún er með ríkustu einstaklingum í annars blásnauðu landi. Aftur á móti segist hún vinna ötul- lega að félagsmálum og þykir vera heppileg fyrirmynd brasilískrar æsku. „Ég reyki ekki, drekk ekki og legg hart að mér, þannig kemur maður sér áfram," segir Xuxa. BmSKOU JMÐ/M HHiLOS NYIR BARNADANSAR FYRIR 3-5 ARA Sérnámskeió Rock 'n 'Roll, Boogie og Tjútt. íslandsmeistararnir Jói og María kenna. Byrjendur og framhald. Pör og einstaklingar Samkvæmisdansar, gömlu dansarnir, Rock og tjútt. Byrjendur og framhald. AiM Gestakennarar skólans fyrirjól eru Geoffrey og Diana Hearn og heimsmeistararnir í suóur-amerískum dönsum, Corky og Shirley Ballas. Einkatimar eftir samkomulagi. Kennslustaóir: Ath! Nýtt kennsluhúsnæði íSkeifunni 11B, 2. hæö, Skeifunni 17, 3. hæð, KR-heimilinu v/Frostaskjól, Tónabæ og Geróubergi í Breióholti. Garóabær: Garóalundur (laugardagskennsla). Kennsla hefst 10. sept. Kennslutíminn fyrir jól eru 14 vikur og jólaball. Innritun i simum: 31360 og 656522 frá kl. 13-19 daglega. F.I.D. D.l. E taJ Raðgreiðslur. DANSS ÁUÐAR H A RA L D NÍTT - NÝTT „Soca-Dance‘ fyrir börn, unglinga og hjón. Sértímar + kennt með öðrum dönsum. NÝTT - NYTT Vouge - hip hop - funk diskó jazz og freestyle. Meiriháttar nýirdansar. 10-12 ára, 13-15 ára 16 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.