Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 27 Minning: Gunnsteinn Jóhanns- son verslunarmaður Fæddur 25. júlí 1915 Dáinn 28. ágúst 1990 Þrátt fyrir það að við fæðumst öll með feigðaról um hálsinn, er dauðinn eitt af því sem fáir velta fyrir sér, fyrr en allt í einu einhver nákominn deyr. Af þessum ástæð- um erum við aldrei viðbúin þegar kallið kemur og hrífur á burt ástvin eða einhvern okkur kærkominn. Á þessari viðkvæmu stundu fyllumst við trega, tómleika og eftirsjá, sem er mjög eðlilegt. Hitt er svo annað mál og huggun harmi gegn að Kristur talaði um, að í húsi föðurins væru margar vistarverur, og þar af leiðandi er full ástæða til að líta svo á að líf sé að loknu þessu, og sú tilhugsun mildar óneitanlega þá döpru tilfinningu sem fylgir missin- um. Miðvikudaginn 5. september er til moldar borinn Gunnsteinn Jó- hannsson, verslunarmaður í Reykjavík. Gunnsteinn Jóhannsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1915, sonur hjónanna Jóhanns Hafliða- sonar og Guðbjargar Gísladóttur. Sem borinn og barnfæddur Reyk- víkingur er óhætt að segja að Gunn- steinn hafi haft gott tækifæri á langri ævi til að fylgjast með hvern- ig fæðingarborg hans stækkaði úr tiltölulega litlu samfélagi, þar sem nánast allir þekktust, í stórborg þar sem einstaklingurinn verður óneit- anlega ekki eins mikilvægur. Gunnsteinn starfaði sem verslun- armaður lengstan hluta ævi sinnar og rak sjálfur verslunina „Pens- ilinn“ á Laugavegi 4 hér í borg á árum áður. í gegnum störf sín kynntist GunnSteinn ótrúlega mörgu fólki. Gunnsteinn var einn af þessum fáguðu verslunarmönn- um sem lét viðskiptavini sína ávallt fara ánægða frá sér. I Penslinum seldi Gunnsteinn m.a. bifreiðamáln- ingu og olíuliti fyrir listamenn. Það er kannski ekki tilviljun að hann kaus að versla með vöru sem hent- aði þörfum listamanna, því hann var sjálfur einlægur aðdáandi listar- innar. Þáttaskil urðu í lífi Gunnsteins, þegar hann sem ungur maður gift- ist Steinvöru Ágústu Egilsdóttur. Samband þeirra hjóna var náið og saman eignuðust þau börnin Sig- urð, Egil og Sigrúnu. Þau hjónin áttu ávallt fallegt heimili, sem und- irstrikaði einlægan áhuga þeirra beggja á fögrum hlutum. Steinvör og Gunnsteinn þurftu að takast á við ýmis konar mótlæti í langri sam- búð og eitt og annað kom upp sem þui-fti bæði hugvit og dugnað til að vinna úr og tókst það með ágæt- um, vegna þess að vilji þeirra var' samstilltur. Það var því mikill missir fyrir Gunnstein þegar elskuleg eiginkona hans Steinvör lést eftir erfið veik- indi langt um aldur fram. Ohætt er að fullyrða að Gunnsteinn treg- aði Steinvöru mikið og lengi. Til marks um það er að á hveijum jól- um skreytti hann fagurlega mynd af Steinvöru sem bar annars vegar vitni um einlæga ást hans á henni, auk þess að vera greinileg vísbend- ing um frábæra hæfni hans til að skapa listaverk úr svo til engu. Eftir að Gunnsteinn varð einn, fór hann eins oft og hann gat til dóttur sinnar, Sigrúnar, sem hann unni mjög, en hún er búsett í Bandaríkjunum. Eins og svo oft áður stóð það til að Gunnsteinn færi til Sigrúnar í sumar, þegar hann veiktist mjög mikið, þannig að á tiltölulega stuttum tíma hrak- aði heilsu hans mjög. Samband þeirra feðgina var fyrir flestra hluta sakir mjög náið og hlýtt. Leiðir okkar Gunnsteins lágu saman fyrir rúmum 30 árum og tel ég það mikla gæfu að hafa fengið að kynnast þessum góða manni. Þó um kynslóðabil væri að ræða á milli okkar virtist það ekki koma í veg fyrir að við gætum skipst á skoðunum um lífið og tilveruna, þannig að við bæði höfðum gagn og gaman af. Vissulega er eftirsjá í vináttu Gunnsteins. En minningin um góðan mann kemur til með að lifa í huga mínum, og fyrir það ber að þakka. Eins er mér ofarlega í huga að í þessum elskulega manni áttu börnin mín góðan afa. Erla S. Sig. í dag fer fram útför tengdaföður míns, Gunnsteins Jóhannssonar, Þórufelli 12, Reykjavík. Hann and- aðist að morgni þriðjudags 28. ágúst sl. á Landspítalanum. Hann varð 75 ára 25. júlí sl. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Mér er það svo minnisstætt þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna í fyrsta sinn með syni þeirra, Sigurði, sem ég svo giftist síðar. Mér var tekið opn- um örmum eins og ég væri þeirra dóttir. Steina kona hans var svo falleg og góð kona, en hún andaðist 12. október 1975, þá 55 ára gömul. Ég saknaði þess að hafa ekki átt lengri samleið með henni. Þó að okkar kynni væru ekki löng þá fann ég þá hlýju sem hún hafði að geyma. Gunnsteinn missti mikið þegar hún dó. Eg hafði það alltaf á tilfinning- unni að honum hafi ekki fundist hann hafa misst hana fyrir fullt og allt, hún væri hjá honum þótt hún væri horfin sjónum hans. Eftir að hún dó vildi hann alltaf vera heima hjá sér á jólunum, og á þeim tímum sem fjölskyldur koma helst saman, þá setti hann jóla- stjörnu og kerti á borðið við stofu- gluggann þar sem hann hafði stóra mynd af henni, þar vildi hann vera, og því fékk enginn breytt. Gunnsteinn var maður traustur og fastur fyrir, stundvís var hann og þannig vildi hann að aðrir væru. Hann var mikið snyrtimenni og smekkmaður, laginn í höndunum, hafði gaman af myndlist og litum, prýddi hann heimili sitt fallegum myndum og munum. Gunnstein dreymdi um að kom- ast einu sinni enn til dóttur sinnar og hennar fjölskyldu sem er búsett í Boston í Bandaríkjunum. Hanr. hafði oft orð á því við mig þegar ég var að keyra hann heim ThitancL Heílsuvörur nútímafólks í sumar frá Landspítalanum, en þangað þuifti hann að fara þrisvar í viku hverri vegna veikinda. Sigi'ún var í miklu uppáhaldi hjá honum enda fékk hann það endurgoldið eftir að hann missti konu sína. Þá reyndist Sigrún honum vel og var í góðu sambandi við hann þrátt fyrir fjarlægðina og veit ég að ég má flytja henni og fjölskyldu henn- ar þakkir fyrir þá ást og hlýju sem þau sýndu honum. Gunnsteini þótti vænt um sína. Ég minnist þess þegar ég var í heimsókn á spítalanum síðastliðið vor. Þá kom hjúkrunarkonan inn á stofuna þar sem hann lá og spurði: Hvernig hefur þú það, Gunnsteinn minn? Hann svaraði strax: Mér líður vel, hún tengdadóttir mín er hér hjá mér. Mikið þótti mér vænt um hann Gunnstein, oft spurði hann mig um dætur mínar sem hann unni eins og þær væru hans eigin barnabörn. Hann vildi vita hvernig þeim liði. Þakka ég þann hlýhug sem hann sýndi þeim. Við ráðum ekki alltaf ferðinni. Tengdafaðir minn ætlaði vestur um haf þegar heilsan væri orðin betri en snögglega varð breyting á. Hann var kallaður til æðri heima þar sem elskuleg eiginkona beið hans. Nú veit ég að honum líður vel. Guð blessi minningu tengdaföður míns. Guðmunda Kveðja frá syni Þriðjudagsmorgunninn 28. ágúst rann upp, þetta var fallegur morg- unn þegar ég lagði af stað til vinnu minnar. Á leiðinni í vinnuna var mér tíðhugsað um hann pabba minn. Ég hafði heimsótt hann á spítalann kvöldið áður, hann svaf á meðan ég staldraði við, ég vakt.i hann ekki, sat hjá honum smá stund. Kvaddi hann, bjóst við að koma aftur að heimsækja hann næsta dag, eins og ég hafði gert flesta dagana sem hann var á spítala þetta sumar. Þennan morgun var .mér tilkynnt lát föður míns. Það haustaði snögg- lega þennan morgun þegar endur- minningarnar þutu í gegn um huga minn og söknuðurinn- tók mig tök- um. Pabbi og ég í æsku, pabbi og ég á unglingsárunum, pabbi og ég í upphafi fullorðinsáranna, pabbi og ég síðustu árin. Mér leið alltaf vel þegar fólk sagði, að ég væri líkur pabba. Ég átta mig betur á því þegar ég hug- leiði samskipti mín við pabba hváð hann var mér mikils virði alla tíð. Þegar á móti blés í lífi mínu, þá var pabbi ávallt til staðar með styrka hönd og hvatningu handa mér. Pabbi hafði alveg sérstakt I@g á því að finna jákvæðar hliðar á flest- um máium. Þegar veikindin voru að yfirbuga hann, talaði hann bara _ um hluti sem hann ætlaði að gera fljótlega, kaupa bíl, fara til Ameríku til að vera hjá dóttur sinni o.fl. o.fl. Hann pabbi minn var einn af stofnendum skátahreyfingarinnar á Islandi. Hann var skáti alla tíð og minntist oft á skátaárin. Þá kom ávallt ævintýraglampi í augu hans, og hann lifnaði allur við, þegar hann var að lýsa skátastarfinu hér heima og erlendis. Ég man svo vel þegar við bræðurnir vorum að skoða merkin og myndirnar og hlusta á sögurnar af skátaferðum í þá gömlu góðu daga. Ég kveð elsku pabba minn um stund. Guð geymi hann. S.R-G- í alla flokka hafin! Skírteinaafhending laugardaginn 8. september Suðurveri, sími 83730 - Hraunbergi, sími 79988 SIMSTl VUU inSDLUMMR Enn frekari verélœkkun IU! // K SNORRABRAUT 56 SÍM113505 »14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.