Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 5

Morgunblaðið - 06.09.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 5 Ársskýrsla Borgarspítala: Teflt á tæpasta vað með lokanir yfír sumartímann Ráðherraskipuð nefnd kannar nánara samstarf sjúkrahúsa Sjúklingar á Borgarspítala voru 10.650 talsins 1989, sem er 3,6% aukning frá 1988. AIls voru meðhöndluð 170 þúsund tilfelli, að meðt- öldum 70 þúsund heimsóknum á Slysadeild. Legudögum fækkaði hins vegar milli sömu ára um 4,25%. Voru 157.400 árið 1989 - en 164.000 að meðtöldum legudögum á fæðingar- heimili og dagvistarrúmum. Meðal- legutími 1989 var 15,6 dagar sem er 7,1% stytting frá 1988. Rekstrargjöld reyndust nálægt 2.500 m.kr., hækkuðu um 14% frá 1988 (á sama tíma og almennt verð- lag hækkaði um 20%) og var rekst- ur stofnunarinnar í jafnvægi, að því er fram kemur í ársskýrslu spítalans I ársskýrslunni segir að „afköst stofnunarinnar hafi verið svipuð og áður, þrátt fyrir niðurskurð á fjár- veitingu. Þar segir og að „talsverð gagnrýni hafi komið fram á fækkun rúma yfir sumartímann. Verður að segja að stundum sé teflt á tæp- asta vað í þessum efnum og óneit- anlega vakni sú spurning, hvort þjóðfélagið búi við falskt öryggi í þessum efnum á sumarleyfistíma“. A sl. ári var hafizt handa við endurnýjun æðarannsóknarstofu á röntgendeild spítalans. Keypt var ný og fullomin vararafstöð. Og bk- ið var við við 4. hæð B-álmu spítal- ans. Borgarspítalinn í Reykjavík. I skýrslunni segir að ráðherra- skipuð nefnd starfi nú að könnun möguleika á auknu samstarfi sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu og/eða sameiningu þeirra. „Skipan þessarar nefndar er tilkomin vegna hugmyndar sem vaknaði um hugs- anlega sameiningu Borgarspítalans og Landakots. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Póstur og sími: Ný viðtöku- stöð reist á Þverholti PÓSTUR og sími eru nú að fara reisa nýja viðtökustöð að Þver- holtum á Mýrum sem taka mun við hluta af þeirri starfsemi sem nú fer fram á Gufunesi. Viðtöku- stöðin verður ómönnuð og henni íjarstýrt frá Gufunesi. Aætlað er að hún verði tekin í notkun um áramót og var nýlega leitað tilboða í byggingu á 90 fermetra húsi, undirstöðum fyrir loftnet og á stagfestum. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Pósts og síma, sagði aðdrag- anda þessa máls vera að Reykja- víkurborg hafi vantað bygginga- land og því leitað eftir samningum um land Pósts og síma á Gufu- nesi. Hefðu samningar náðst á síð- asta ári og greiðir borgin fyrir landið með því að taka á sig 88% af flutningskostnaðinum. Flutn- ingskostnaðurinn er alls áætlaður 255 milljónir og þar af tekur borg- arsjóður á sig um 230 milljónir króna. Frá Gufunesi er stjórnað fjar- skiptum allra flugvéla sem fara yfir Norður-Atlantshafið og einnig fjarskiptum við skip sem eru við Reykjavík og skip úti í heimi. Póst- ur og sími -heldur eftir rúmlega ellefu hektörum í Gufunesi og það- an verður áfram öllum fjarskiptum stjórnað og nýju viðtökustöðinni fjarstýrt. Loftnetin níu sem nú eru í Gufu- nesi eru hins vegar mjög plássfrek og reyndist því nauðsynlegt að finna nýjan stað fyrir loftnet. Fyrst var ákveðið að ný viðtöku- stöð skyldi teist á Keilisnesi en þar átti ríkið jörð. Sagði Hrefna að allt hefði verið skipulagt og flutn- ingur vel á veg kominn þegar áform um hugsanlega byggingu nýs álvers settu strik í reikninginn. Póstur og sími hefðu því enn á ný svipast um eftir heppilegum stað fyrir loftnet, sem verða endurnýjuð við flutningana, og loks verið ákveðið að setja þau upp að Þver- holtum á Mýrum. Er landið þar leigt af ríkinu. --------------- Sendiherra í Ungverjalandi HJÁLMAR W. Hannesson sendi- herra, afhenti forseta Ungveija- lands, Arpád Göncz, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Ungverjalandi með aðsetri í Bonn, hinn 4. september sl. Hjáimar W. Hannesson afhenti ennfremur hinn 23. ágúst sl. dr. Sabine Bergmann-Pohl, sem gegnir störfum forseta Þýska alþýðulýð- veldisins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands þar í landi, með aðsetri í Bonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.