Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990 13 Skipaútgerð ríkisins 60 ára Hefur gefið út sögu skipa félagsins Á ÞESSU ári er Skipaútgerð ríkisins 60 ára. Hún var stofnuð Alþingishátíðarárið 1930 og hef- ur alla tíð síðan verið mikilvægur hlekkur í samgöngukerfi lands- ins. í tilefni af afmælinu hefur verið gefin út saga skipanna, og hefur Hilmar Snorrason skip- stjóri annast útgáfu hennar. Sextíu ár eru langur tími í sögu fyrirtækis og saga Skipaútgerðar ríkisins ber vitni um það. Fyrirtæk- ið hóf starfsemi sína í kreppunni . miklu og skapaði þá þau tengsl sem nauðsynleg voru milli byggða lands- ins svo snúa mætti vörn og fátækt í sókn til bættra lífskjara. Fyrirtæk- ið hélt áfram starfsemi sinni á stríðsárunum og fór ekki varhluta af stríðsátökunum. Allt fram á'sjö- unda áratuginn voru strandferða- skipin aðalfólksflutningatæki landsmanna. Þótt farþegaflutning- ar færðust frá skipum til flugsins, er þó meginhluti vöruflutninga á lengri leiðum innanlands enn á sjó. Landið er eyja, og byggðin er með ströndinni umhverfis landið. Allir þéttbýlisstaðir eru við ströndina eða innan 30 km frá henni. Því verða vöruflutningar á lengri leiðum að meginhluta á sjó um alla fyrirsjáan- lega framtíð. Nú er Skipaútgerðin eina flutningafyrirtæki landsmanna sem tengir saman alla landshluta í eina samfellda flutningakeðju. Þannig má segja að þjónustukerfi Skipaútgerðarinnar hafi verið og sé enn eins konar „þjóðbraut á sjó“. Góð rekstrarafkoma Afkoma Skipaútgerðarinnar var all góð á síðasta ári og var 70 m.kr. hagnaður af rekstri fyrirtækisins, en 32,9 m.kr. tap varð árið 1988. Fyrir fjármagnsgjöld og tekjur var hins vegar 22,7 m.kr. tap og höfðu þá verið afskrifaðar 89,2 m.kr. Tekið skal fram, að í tekjuhlið rekstrarreiknings er ríkisframlag, og var það 158 m.kr. árið 1989, en það hefur farið lækkandi að raungildi hin síðari ár og árið 1989 lækkaði það í krónum talið. Mikið átak hefur verið gert á síðustu árum í að lækka útgjöld fyrirtækisins. Það ásamt auknum flutningum á síðasta ári átti sinn þátt í hinni bættu afkomu. Fjár- málaráðuneytið ákvað að fella niður dráttarvexti af vanskilum Skipaút- gerðarinnar hjá Ríkisábyrgðasjóði, sem reiknaðir höfðu verið fyrir árið 1989. Sá kostnaður skekkir því ekki afkomu fyrirtækisins eins og nokkur undanfarin ár. Auknir flutningar Á árinu voru alls flutt 129.742 tonn af vörum, sem er um 10,7% aukning frá fyrra ári, en þá voru flutt 117.165 tonn. Þar af voru , Færeyjaflutningar 4.683 tonn og hreinir innanlandsflutningar því 125.059 tonn, sem er 6,7% aukning. Á árinu 1988 hófust flutningar á ísfíski í gámum frá Austfjarða- höfnum til umskipunar í Vest- mannaeyjum í millilandaskip. Áætl- un strandferðaskipanna sem sigla austur um land frá Reykjavík var breytt til þess að auðvelda Austfirð- ingum að flytja út ferskan fisk í gámum, eins og unnt hefur verið að gera frá öðrum landshlutum. Þessir flutningar jukust mjög á ár- inu 1989 og eru í raun aðalástæða þeirrar heildaraukningar sem varð á árinu. Með þessari breytingu hafa Vest- mannaeyjar fengið nýtt hlutverk sem umskipunarhöfn útflutnings- vöru. Sótt um svæði við Vogabakka Skipaútgerðin hefur sótt um nýtt athafnasvæðj við Vogabakka í Sundahöfn. Ástæðúaiar eru einkum tvær. Reykjavíkurborg hyggst gera umferðargötu eftir Miðbakka í gömlu höfninni og er ráðgert að þær framkvæmdir hefjist á næsta ári. Þrengir þá mjög að athafna- svæði Skipaútgerðarinnar við Gróf- arbakka. Þótt núverandi athafnasvæði sé að mörgu leyti hentugt og þar með talin Vöruskemman, hefur það ávallt legið fyrir að staðsetning þess væri óhentug og á sínum tíma óskaði Skipaútgerðin eftir að fá að byggja skemmuna í Sundahöfn, og því var byggt við Grófarbakka. Svæðið sem er sótt er 20.000 m2/o, og er hugmyndin að byggja þar vöruskemmu á stærð við núver- andi hús. Það er álit stjórnar Skipaútgerð- arinnar að hin nýja aðstaða muni greiða mjög fyrir hagræðingu í rekstri og þjónustu Skipaútgerðar- innar m.a. vegna nálægðar við at- hafnasvæði annarra skipafélaga og vöruflutningamiðstöðva. (Frá Skipaútgerð ríkisins.) Samskipti foreldra og barna Ný námskeið eru að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632. Nú um helgina verður opið hús hjá VIB, Verðbréfamarkaði íslandsbanka hfað Ármúla 13a til að kynna hvernig við aðstoðum fólk við að leggja fyrir og ávaxta sparifé sitt. Verðbréfaviðskipti þurfa ekki að vera flókin eða torskilin og nú gefst tækifæri til að koma og kynna sér málin í rólegheitunum. Komið til VÍB og kynnið ykkur: 1. Fjármálaráðgjöf - Almenn ráðgjöf - Verðbréfareikningur VIB - Æviráð VÍB 2. Reglulegan sparnað - Eftirlaunareikningur VIB - Verðbréf í áskrift - Almennur lífeyrissjóður VIB 3. Verðbréfasjóði - Langtímasjóðir - Skammtímasjóðir - Tekjusjóðir 4. Hlutabréf - Hvers vegna hlutabréf? - Meiri áhætta - betri ávöxtun? - Skattafrádráttur Ráðgjafar VÍB veita einnig gestum allar upplýsingar um ofangreinda málaflokka. Um helgina verða einnig flutt eftirfarandi fræðsluerindi: Laugardagur 8. september kl. 14:00 Hver hugsar um eftirlaunin 30 ára ? Gunnar Baldvinsson kl. 15:00 Fjármálin fylgja okkur alla ævina Sigurður B. Stefánsson kl. 16:00 Hvernigget ég leekkad skattana? Margrét Sveinsdótdr Sunnudagur 9. september kl. 14:00 A éga'ö kaupa. eða leigja mér ílmd? Asgeir Þórðarson kl. 15:00 Hvers vegna eru hlutalrréf spennandi? Svanbjörn Thoroddsen kl. 15:45 Hvaöa verbbréf á égad kaupa? Vilborg Lofts kl. 16:30 Fjármálin Jýlgja okkur alla cevina Sigurður B. Stefánsson Að loknu hveiju erindi gefst gestum tækifæri á að bera upp spurningar og ræða efni þess. Fjármálin fylgja okkur alla ævina Fjármálin fylgja okkur alla ævina, og því er nauðsyn- legt að líta á ævina sem eina heild og skipuleggja vel hvert æviskeið. VIB hefur sett saman ítarlegt kynningarrit sem einmitt ber titilinn "Fjármálin fylgja okkur alla ævina". I því er fjallað á aðgengilegan hátt um helstu þætti sem hafa áhrif á fjármál einstaklinga og fjölskyldna. Einnig er veitt leiðsögn um það hvernig hægt er að skipu- leggja þau. "Fjármálin fylgja okkur alla ævina" verður dreift til allra sem koma tíl okkar um helgina. Erla Rut sér um börnin Alla helgina mun Erla Rut Harðardóttir, umsjónar- maður barnaefnis á Stöð 2, hafa ofan af fyrir börnunum og jafnframt verður öllum boðið upp á kaffi og kökur. Verðlaunagetraun! í tilefni af opna húsinu verður gestum helgarinnar boðið að taka þátt í einfaldri verðlaunagetraun. Svörin við henni er öll að finna í ritínu "Fjármálin fylgja okkur alla ævina". 1. verðlaun 50.000 kr. Sjóðsbréf að eigin vali 2. verðlaun 25.000 kr. Sjóðsbréf að eigin vali 3. verðlaun 25.000 kr. Sjóðsbréf að eigin vali Verið velkomin í VIB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.