Morgunblaðið - 06.09.1990, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990
upp er Qöldagröf sem fannst við
kirkjugarð skammt frá Sao
Paulo í Brasilíu var opnuð.
Brasilía:
Fjöldagröf
fínnst við
Sao Paulo
Sao Paulo. Reuter.
FJÖLDAGRÖF með allt að 1.700
líkum fannst við kirkjugarð 70
km austur af borginni Sao Paulo
í Brasilíu í fyrradag. Kirkjugarðs-
stjórinn fékk vitneskju um gröf-
ina þegar hann kom til starfa
árið 1977 en þorði ekki að skýra
lögreglu frá því fyrr en nú.
Lögreglumenn grófu hluta grafar-
innar upp og fundu þar bláa plast-
poka með beinum 87 manna. Hinar
jarðnesku leifar báru öll þess merki
að viðkomandi hefðu dáið á hrotta-
legan hátt.
Að sögn- kirkjugarðsstjórans
höfðu starfsmenn tjáð honum að lík
þeirra sem í fjöldagröfinni væru
hefðu verið flutt í garðinn á sjöunda
áratugnum. Þau hefðu fyrst verið
jarðsett innan girðingar undir röng-
um nöfnum. Nokkrum árum síðar
hefðu þau verið grafin upp, pakkað
inn í plastpoka sem hefði verið fleygt
ofan í stóran og djúpan skurð utan
girðingar.
Ekki liggur fyrir hveijir bera
ábyrgð á morðunum en strax var
hafin rannsókn til þess að reyna að
bera kennsl á líkin. Herinn fór með
völd í Brasilíu 1964-85 og á þeim
tíma sættu þúsundir pólitískra and-
stæðinga herforingjastjórnarinnar
pyntingum og fangelsun. Á sjötta
og sjöunda áratugnum háði herinn
stríð við borgarskæruliða og voru
þeir sagðir grafnir undir fölskum
nöfnum til þess að leyna fjölskyldur
þeirra og vini um afdrif þeirra.
Gríptu tækifærið!
GoldStar síminn
m/símsvara á aðeins
kr. 9.952.-
sigí..m,‘/vsts)
• Sími og símsvari í einu tæki
• Fjarstýranlegur án aukatækja
úr öllum tónvalssímum
- hvaöan sem er
• 10 númera skammvalsminni
• Fullkomnar leiðbeiningar á
íslensku
• 15 mánaða ábyrgð
• Póstsendum.
KRISTALL HF.
SKEIFAN 11B - SÍMI 685750
Minnum á GoldStar
tölvurnar og símkerfin
STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA
Yfirlýsing Japana og Sovétmanna gegn írökum markar tímamót:
Fyrsta sameiginlega y fírlýsing
ríkjanna um alþjóðadeilu í 50 ár
Tókíó. Reuter.
Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Japans, þeir Edúard Shev-
ardnadze og Taro Nakayama, sendu í gær frá sér sameiginlega yfir-
Iýsingu þar sem írakar voru hvattir til að veita öllum erlendum
gíslum brottfararleyfi og flytja her sinn frá Kúvæt. Þetta er í fyrsta
sinn í 50 ár sem ríkin tvö gefa út sameiginlega yfirlýsingu um alþjóð-
legt deilumál og sagði japanska utanríkisráðuneytið að þetta væri
„mjög óvenjulegt". Shevardnadze kom til Tókíó í gær í fjögurra
daga opinbera heimsókn og er markmiðið einkum að undirbúa heim-
sókn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Japans á næsta ári sem
yrði fyrsta heimsókn Sovétleiðtoga til landsins.
„Ríkin tvö eru sammála um að
innrás íraka í Kúvæt og innlimun
Kúvæts í írak bijóti gegn grundvall-
aratriðum alþjóðalaga og sáttmála
Sameinuðu þjóðanna," segir í yfir-
lýsingunni. Sagt er að sameiginleg-
ar aðgerðir, að frumkvæði SÞ eða
án þess, til að ieysa svæðisbundnar
deilur geti orðið grundvöllur nýrrar
skipunar alþjóðamála í framtíðinni
að loknu kalda stríðinu. Hvatt er
til þess að allar þjóðir hlíti sam-
þykktum SÞ um viðskiptabann gegn
Irak.
Nakayama bað Sovétmenn, sem
hefðu meiri áhrif í írak en önnur
lönd, til að beita sér fyrir því að fá
Saddam Hussein Iraksforseta til að
ieysa erlendu gíslana úr haldi. „Hluti
ábyrgðarinnar á vandanum er hjá
þeim sem sáu írökum fyrir vopnum,
þ.á m. Sovétríkjunum," sagði
Nakayama. Shevardnadze sagðist
skilja sjónarmið Japana; Sovétmenn
reyndu að tryggja að viðskipta-
bannið héldi en þeir hefðu takmörk-
uð áhrif á gerðir Saddams Husseins.
Að sögn talsmanna japanskra
stjórnvalda leggja Sovétmenn til að
reynt verði að minnka spennu í sam-
skiptum ríkjanna tveggja með því
að skipst verði á hermálasendi-
nefndum og komið verði á gagn-
kvæmum flota- og flugvélaheim-
sóknum. Samband landanna hefur
verið kuldalegt frá stríðslokum en
á síðustu dögum síðari heimsstyij-
aldar lögðu Sovétmenn undir sig
fjórar eyjar í Kúríl-eyjaklasanum
sem áður voru japanskar. Formlegir
friðarsamningar hafa ekki verið
gerðir þar sem Japanar hafa ávallt
krafist þess að fá eyjarnar aftur.
Ráðherrarnir tveir munu ræða þetta
viðkvæma deilumál í dag, fimmtu-
dag. Vitað er að Sovétstjórninni er
mjög í mun að fá fjárhagsstuðning
hjá Japönum.
Reuter
Taro Nakayama (t.h.), utanríkisráðherra Japans, og Edúard Shev-
ardnadze, sovéskur starfsbróðir hans, takast í hendur á fréttamanna-
fundi í Tókió í gær.
Akveðið að loka norska sendiráðinu í Kúvæt:
Verða sljómarerind-
rekamir handtekriir?
Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKI fáninn verður nú dreg-
inn niður í Kúvæt. Utanríkis-
ráðuneytið í Ósló ákvað á þriðju-
daginn að Wilhelm Longva sendi-
herra og tveir samstarfsmenn
hans skyldu yfirgefa sendiráðið
en þar með er ekki verið að
legíÖa það niður. „Því er aðeins
lokað í bili,“ segir Knut Vollebæk
aðstoðarráðherra. Illa gengur að
koma boðum um ákvörðunina til
sendiráðsmannanna.
Leiðtogafundurinn:
Gorbatsjov bundinn í báða
skó vegna innanlandsvanda
Moskvu, Washington, Helsinki. Reuter, Daily Telegraph.
Reuter
Forsetahöllin í Helsinki þar sem þeir Míkhaíl S. Gorbatsjov og
George Bush munu ræðast við á sunnudag. Leiðtogarnir munu
einnig, hver fyrir sig, ræða við Mauno Koivisto Finnlandsforseta.
EINS dags fundur þeirra
Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét-
leiðtoga og George Bush Banda-
ríkjaforseta í Helsinki verður
haldinn í skugga gífurlegra
vandamála hins fyrrnefnda á
heimavígstöðvunum. Er Sovét-
leiðtoginn heldur aftur til
Moskvu frá Helsinki mun hann
kynna sovéska þinginu neyðar-
áætlun um að rífa landið upp
úr feninu og koma á markaðsbú-
skap. Áhyggjur Gorbatsjovs
vegna innanlandsvandans eru
án efa orsök þess að fundurinn
verður svo stuttur og er haldinn
svo skammt frá Moskvu, að sögn
fréttaritara breska blaðsins Da-
ily Telegraph.
Vaxandi þungi er nú í kröfum
umbótasinna um að Níkolaj Ryzhk-
ov forsætisráðherra og ríkisstjórn
hans segi af sér vegna efnahags-
óreiðunnar. Upplausnin og hræðsl-
an við viðbrögð almennings, sem
í æ ríkari mæli er farinn að taka
lögin í sínar hendur, valda því að
stjórnvöldum er ekki umhugað að
taka þá áhættu að láta hart mæta
hörðu í samskiptum við íraka. Um
8.000 Sovétmenn, þar á meðal er
fjöldi hemaðarráðgjafa en óvíst
hve margir, eru í írak og Gorbatsj-
ov hryllir við þeirri 'ulhugsun að
Sovétmennirnir verði gíslar, rétt
eins og Vesturlandabúarnir. Falli
sovéskir borgarar og hermenn í
Persaflóadeilunni gæti sovésk al-
þýða látið stjómvöld heima fyrir
gjalda þess. Sovétmenn hafa því
hvatt eindregið til þess að friðsam-
leg lausn verði fundin. Ekki má
gleyma því að írakar skulda Sovét-
mönnum sem svarar yfir 300 millj-
örðum ÍSK fyrir vopn. Saddam
Hussein myndi ekki hika við að
hrista af sér þennan skuldabagga
ef Kremlveijar tækju harðari af-
stöðu til aðgerða hans.
Sovéski utanríkisráðherrann,
Edúard Shevardnadze, gaf í skyn
á þriðjudag að leysa mætti Persa-
flóavandann með því að efna til
alþjóðafundar um málefni Mið-
Austurlanda en það er hugmynd
sem Sovétmenn hafa lengi reynt
að afla fylgis. Ráðherrann gaf í
skyn að Sovétmenn yæm reiðu-
búnir að endurskoða samskipti sín
við ísraela, sem hafa verið and-
snúnir alþjóðaráðstefnu, ef hinir
síðarnefndu vildu ljá máls á stefnu-
breytingu.
Gorbatsjov segir að þróun af-
vopnunarmála verði mjög til um-
ræðu á væntanlegum fundi hans
með Bush. Þetta kom fram á fundi
leiðtogans með hópi bandarískra
þingmanna í Moskvu í gær. Ljóst
er þó að Persaflóadeilan mun verða
efst á baugi. Talsmaður Banda-
ríkjastjórnar, Marlin Fitzwater,
sagði að báðir leiðtogarnir vildu
ræða nýjar hugmyndir í deilunni.
„Þessi leiðtogafundur ætti að
styrkja jafnvel enn meir samheldn-
ina í andstöðunni við íraka og
gefa leiðtogum risaveldanna tæki-
færi til að meta gagnkvæma hags-
muni sína að loknu kalda stríðinu."
Ástandið í sendiráðinu hefur
lengi verið erfitt. Langt er síðan
rafmagns-, vatns- og símaleiðslur
vom rofnar. Vatnsbirgðir munu
vera á þrotum. Það bætir ekki úr
skák að sendiráðið er við umferðar-
götu þar sem vopnaðir andófsmenn
úr röðum Kúvæta hafa haft sig í
frammi gegn hernámsliðinu og gera
jafnvel enn.
Ráðuneytið hefur beitt öllum ráð-
um til að koma skilaboðum til
norska sendiráðsins um brottflutn-
inginn. Meðal annars hafa verið
sendar út tilkynningar til sendiráðs-
mannanna í fréttasendingum
norska útvarpsins, einnig í frétta-
skeytum sem send em breska út-
varpinu, BBC, og öðmm stöðvum
sem vitað er að Longva hlustar á.
Ráðuneytið hefur að auki beðið
starfsmenn annarra sendiráða í
Kúvæt-borg að koma boðunum til
Norðmannanna.
Það veldur miklum vanda að erf-
itt getur orðið, að gæta öryggis
norsku stjórnarerindrekanna þegar
þeir reyna að komast á brott frá
Kúvæt til Bagdad og, ef allt gengur
að óskum, þaðan til Noregs. írakar
hafa afnumið friðhelgi erlendra
stjórnarerindreka í Kúvæt. Norð-
mennirnir eiga því á hættu að verða
handteknir um leið og þeir yfirgefa
sendiráðsbygginguna. Sendiherra
Austur-Þýskaiands, er samkvæmt
fréttum Reuters-f réttastofunnar
leitaði aðstoðar hjá vestur-þýska
sendiráðinu í kröggum sínum, varð
fyrir þessu en var þó fljótlega látinn
laus.
Norska stjórnin hefur haft sam-
band við íraksstjórn og beðið um
að öryggi Norðmannanna verði
tryggt. Venjulega tekur það um
átta stundir að aka frá Kúvæt til
Bagdad og í skilaboðunum áður-
nefndu er gert ráð fyrir að Norð-
mennirnir reyni að komast af stað
í dag, fimmtudag. En þótt þeir kom-
ist til Bagdad er alls óvíst að þeir
fái að yfirgefa Irak. Yfirvöld neita
erlendum flugvélum um lendingar-
ieyfi og írösku leiguvélarnar, sem
flytja vestrænar konur og börn frá
írak, eru yfirfullar.